Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Síða 3
I FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1990. Fréttir Atvinnuleyfi veitt til 1200 útlendinga í ár „í október höfðu um 1200 útlend- ingar fengið atvinnuleyfi hér á landi, sem er svipuð tala og á sama tíma í fyrra. Á öllu árinu 1989 fengu um 1600 útlendingar atvinnuleyfi og það kæmi mér ekki á óvart að álíka margir fengju atvinnuleyfi á þessu ári,“ sagði Óskar Hallgrímsson hjá atvinnumáladeOd félagsmálaráðu- neytisins í samtali við DV. Hann sagði að mikill meirihluti þessara útlendinga væri við störf í fiskvinnslunni. Einnig væra margir þeirra við störf í heilbrigðisgeiran- um, bæði faglært fólk og ófaglært. Nokkuð margir hefðu einnig veriö við Blönduvirkjun en að öðru leyti dreifðist þetta fólk í hin ýmsu störf. Óskar Hallgrímsson sagði að á ár- unum 1987 og 1988 hefðu heldur fleiri atvinnuleyfi verið veitt en árin á undan og eftir, þó munaði það ekki miklu. „Það má segja að rúmlega hundrað umsóknir um atvinnuleyfi fyrir út- lendinga berist til félagsmálaráðu- neytisins að jafnaði á mánuði," sagði Óskar. Til fróðleiks má benda á að fjöldi útlendinga með atvinnuleyfi hér á landi er álíka mikill og þeir landar sem skráðir voru atvinnulausir í síð- asta mánuði. -S.dór „Hvað ertu að gera?“ kallaði maðurinn sem var að störfum uppi á háum timburstafla á einni bryggjunni á Akureyri og má segja að hann hafi verið að leysa málin „upp á eigin spýtur“. DV-mynd gk Friðrik Sophusson alþingismaður: Póstur og sími beitir einokunaraðferðum „Ástæða þessarar fyrirspurnar minnar til samgönguráðherra er óþolandi einokunaraðferðir Pósts og síma hvað notendabúnáð á sviði síma og fjarskipta snertir. Ég veit ijölmörg dæmi um þetta og sum þeirra alveg ótrúleg. Póstur og sími er í samkeppni við ýmsa um sölu á símtækjum. Og jafnframt hefur Póst- ur og sími einokun á prófun og viður- kenningu þessara tækja. Mér er kunnugt um að þær tegundir sím- tækja, sem Póstur og sími hefur umboð fyrir, ganga fyrir á meðan stirðbusahætti er beitt gegn öðrum innflytjendum,“ sagði Friðrik Sop- husson alþingismaður. Friðrik hefur beint til samgöngu- ráðherra nokkrum spurningum vegna þessara mála. Hann spyr hvort tekin hafi verið ákvörðun um eða hvort á döfmni sé að breyta lögum þannig að prófun og viðurkenning notendabúnaðar á sviði síma- og fjar- skiptatækja verði færð til óskyids, sjálfstæðs aðila. Einnig spyr hann hvort afnema eigi úr lögum skyldu Pósts og síma til að selja notendabún- að, svo og hvort í ráði sé að stofnun- in hætti slíkri starfsemi. Einnig spyr Friðrik hver séu viðbrögð yfirmanna stofnunarinnar við gagnrýni Ríkis- endurskoðunar á skipulag Póst- og símamálastofnunarinnar. Friðrik sagðist vita dæmi af fyrir- tæki sem keypti sér símaskiptiborö. Leitað var til Pósts og síma eftir að tengja það og stilla. Það var sagt taka nokkra daga en síðan var spurt hvort það væri örugglega keypt hjá Pósti og síma. Þegar því var svarað neit- andi var sagt að þá myndi það taka hálft ár að ganga frá símaborðinu. -S.dór Norðurland eystra: Kratar með próf kjör Opið prófkjör verður hjá Alþýðu- flokknum í Norðurlandskjördæmi eystra á laugardag og sunnudag. Árni Gunnarsson var áöur í efsta sæti framboðslistans en hefur nú gefiö kost á sér á Suðurlandi. Þeir sem hafa gefið kost á sér í próf: kjörinu eru Sigurbjörn Gunnarsson, Akureyri, Hreinn Pálsson, Akureyri, Arnór Benónýsson, Reykjavík, Aöal- steinn Árni Hallsson, Reykjavík, Pálmi Ólafsson, Þórshöfn og Sigurð- ur Arnórsson, Akureyri. Allir nema Aðalsteinn og Sigurður voru á framboðslistanum í kosning- unum 1987. Þá fengu kratar einn mann kjörinn, Árna Gunnarsson. Sigurbjörn Gunnarsson var þá í öðru sæti. -hlh UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKUUNA: 991000 VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.