Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Side 25
FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1990.
33
LífsstOl
#
Tómatar
Verð í krónum
Aprfl Maf Júnf Júlf AqúiSopC OkL Növ.
Verslanir Hagkaups bjóða upp á mikið úrval af ávöxtum og grænmeti.
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Mikill verðmunur á
tómötum og gúrkum
- meðalverð á kartöflum hækkar
DV kannaði verð á grænmeti í eft-
irtöldum verslunum: Fjarðarkaupi,
Hafnarfiröi; Bónusi, Skútuvogi; Hag-
kaupi, Kringlunni; Kjötstöðinni,
Glæsibæ, og Miklagarði við Sund.
Verslunin Bónus selur sitt grænmeti
í stykkjatali meðan aðrar verslanir
selja eftir vigt. Til að fá samanburð
á verðinu hjá Bónusi og hinum versl-
ununum er stykkjaverð umreiknað
eftir meðalþyngd í kílóverð. Geta
verður þess að allar vörur, sem
kannaðar voru, eru í 1. ílokki.
Meðalverð á tómötum hækkar um
14% og er nú 217 krónur. Ódýrastir
voru þeir í Bónusi, á 80 krónur, næst-
ódýrastir í Kjötstöðinni, 145, því næst
í Hagkaupi, 244, Fjarðarkaupi, 276,
og dýrastir voru tómatar í Mikla-
garði, á 342. Munur á hæsta verði og
lægsta verði var heil 328%.
Meðalverð á gúrkum stendur í stað
frá því í síðustu viku og er nú 238
krónur. Ódýrastar voru þær í Bón-
usi, 107, síðan kom Mikligarður, 125,
Hagkaup, 245, Fjarðarkaup, 259, og
dýrastar voru gúrkur í Kjötstöðinni,
á 455 krónur. Munur á hæsta og
lægsta verði var einnig umtalsverð-
ur, 325%.
Meðalverð á sveppum hækkaði um
18% en geta verður þess að aðeins
fengust sveppir á tveimur stöðum í
síðustu könnun en fjórum nú. Ódýr-
ustu sveppimir fengust í Miklagaröi
og Hagkaupi, 499. Þeir kostuðu 520 í
Fjarðarkaupi og dýrastir voru þeir í
Kjötstöðinni, á 640 krónur. Sveppir
fengust ekki í Bónusi í Skútuvogi.
Munur á hæsta og lægsta verði var
28%.
Meðalverð á grænum vínberjum
lækkaði um meira en helming eða
56% og er nú 151 króna. Vínber voru
ódýrust í Bónusi, Mikligarður bauð
þau á 125 krónur, Fjarðarkaup á 253
og Kjötstöðin og Hagkaup voru með
dýrustu vínberin, á 279. Munur á
hæsta og lægsta verði var 138%.
Meðalverð á grænni papriku lækk-
aði um 38% og er nú 167 krónur.
Paprika fékkst ódýrust í Bónusi, á
102, Kjötstöðin kom næst með 139,
Fjarðarkaup 193, Mikligarður 244 og
Hagkaup með dýrustu paprikuna,
259. Þess ber að geta að paprikan var
óvenjufalleg og stór í Hagkaupi.
Munur á hæsta og lægsta verði var
154%.
Meðalverð á kartöflum hækkaði að
þessu sinni um 16% og er nú 57 krón-
ur. Ódýrastar voru þær í Bónusi, á
55 krónur, Fjarðarkaup seldi þær á
55 en síðan koma í hnapp verslanirn-
ar Kjötstöðin með kílóverð 89 og
Mikligarður og Hagkaup á 90 krón-
ur. Munur á lægsta og hæsta verði
var 84%.
Meðalverð á blómkáli lækkaöi um
helming eða um 52% og er nú 115
krónur. Blómkál var ódýrast í Bón-
usi, 132, Fíarðarkaup kom næst í röð-
inni, með 148, Hagkaup 179, Kjötstöö-
in 198 og Mikligarður seldi dýrasta
blómkálið, á 218. Munur á hæsta og
lægsta verði var 65%.
Meðalverð á hvítkáli lækkaöi um
sömu prósentutölu og blómkálsverð-
ið eða 52% og er nú 52 krónur. Ódýr-
ast fékkst hvítkál í Bónusi, á 45 krón-
ur, næst kom Kjötstöðin, 66, Hag-
kaup, 69, Mikligarður, 71, og Fiarðar-
kaup, á 79 krónur. Munur á hæsta
og lægsta verði var 76%.
Meöalverð á gulrótum stóð í stað
frá fyrri viku, er enn 211 krónur. Þær
voru ódýrastar í Bónusi, á 179, Fjarð-
arkaup seldi þær á 190, Mikligarður
á 224, Hagkaup á 229 og Kjötstöðin
231. Munur á hæsta og lægsta verði
á gulrótum var 29%.
-ÍS
Sértilboð og afsláttur:
Smjörlíki er víðast hvar
á tilboðsverði
Svo virðist sem flestar verslanir
kappkosti að hafa á tilboðsverði vör-
ur sem eru mikið notaðar fyrir jólin.
Flestar verslanir í könnuninni höfðu
til dæmis smjörlíki og strásykur til
bakstursins á tilboðsverði. Meðal til-
boðsvara hjá versluninni Bónusi í
Skútuvogi voru þriggja klst. mynd-
bandsspólur frá Silver Screen á 349
krónur, fjögur stk. saman í pakka af
Akra smjörlíki á 356 kr., strásykur
frá Dansukker í 1 kg pakkningum á
54 kr. og 500 g af Odense marsipan
500 á 365 krónur.
Verslunin Hagkaup í Kringlunni
var með kiwiávexti á kílótilboðsverð-
inu 149, þrjú stykki af Palmolive-
handsápu í pakka á 99 krónur, kín-
verskar sveppadósir, Ma Ling, 300
g, á 55 krónur og Cocoa Puffs morg-
unverðarpakka, 475 g, á 215 krónur.
Kjötstöðin, Glæsibæ, var með 197
króna tilboðsverð á 500 gramma
pökkum af Jacobs kaffi, 400 gramma
konfektkassa, Park Lane, á 339 krón-
ur, Hellas lakkrískonfekt, 1 kg,
fékkst á 459, dönsk spægipylsa á 1290
krónur kg og Ljómasmjörlíki, 500 g,
á 99 kr.
Mikligarður við Sund var með til-
boðsverðiö 58 krónur kílóið af strá-
sykri frá Dansukker, smjörlíki frá
Melange, 500 g, á 65, allt nautakjöt í
1. flokki var með 20% afslætti og
kjúklingar voru seldir á 399 krónur
kílóið.
Fiarðarkaup í Hafnarfirði bauð
upp á Royal Cola í eins og hálfs lítra
brúsum á 99, Akra smjörlíki, 4 stk. í
pakka, 500 g hvert, á 380, strásykur
frá Dansukker á 59 kíióið og kókos-
mjöl, pakkað af versluninni í 500
gramma pakkningar, á 80 kr.
ÍS
IKARTOFLUR
(íslenskar)
+16%
90
s
c
'O
0Q
49
TÓMATAR
+14%
I .
342 80