Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1990. Utlönd Harður slagur hafinn milli þriggja mögulegra arftaka Thatcher: Liðsmenn Thatcher fylkja sér um Major - íhaldsmenn vörðust vantrausti fimlega 1 breska þinginu Margrét Thatcher háði sína síðustu orrustu i stjórnmálunum í gær þegar hún varði flokk sinn vantrausti í þing- inu. Frammistaða hennar vakti mikla athygli. Símamynd Reuter Andstöðumaður Thatcher með grimu fyrir utan Downingstræti 10 í gær. Simamynd Reuter írakar spá Thatcher vist í helvíti írösk yfirvöld lýstu yfir ánægju sinni í gær með afsögn Thatcher og kváðust vonast eftir breytingu á af- stöðu breskra yfirvalda í Persaflóa- deilunni. Reyndar fullyrti upplýs- ingaráðherra íraks, al-Jassem, að afsögn Thatcher væri bein afleiöing af harðlínustefnu hennar í deilunni. „Hver sá sem tekur íjandsamlega afstöðu gegn írökum mun fara til helvítis," sagði ráðherrann. Thatcher lýsti því hins vegar yfir á þingi í gær að frestur Saddams Hussein íraksforseta til aö hörfa frá Kúvæt væri að renna að út. Tom King, varnarmálaráðherra Bret- lands, tilkynnti í gær að Bretar myndu senda íjórtán þúsund her- menn til Persaflóa á næstunni til við- bótar þeim þrjátíu þúsund sem fyrir eru. Bandarískir hermenn í Saudi- Arabíu fengu þau skilaboð frá Bush Bandaríkjaforseta að þeir gætu ekki farið heim fyrr en ætlunarverkinu væri lokið. Forsetinn bætti því svo við að þeir þyrftu ekki að vera þar degi lengur en „nauðsyn krefði“. Bush heimsótti þá í gær, á þakkar- gjöröardeginum, Utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Eduard Sévardnadze, óg Qian Qic- hen, utanríkisráðherra Kína, hófu í morgun viðræður í Peking um Persa- flóadeiluna. Tahð er aö umræðurnar muni fyrst og fremst snúast um ályktun af hálfu Öryggisráös Sam- einuðu þjóðanna sem heimili beit- ingu vopnavalds gegn írökum. Reuter Þegar á fyrsta degi baráttunnar um arftaka Margrétar Thatcher á valda- stóh í Bretlandi virtist sem stuön- ingsmenn Margrétar Thatcher ætl- uðu aö fylkja sér um John Major íjár- málaráðherra. Hægri armur flokkins, þar sem höfuðvígi Thatcher er, lýsti þegar yflr ánægju sinni með framboð Maj- ors. Norman Tebbit, fyrrum formað- ur flokkins og náinn samverkamað- ur Thatcher, lýsti fyrstur yfir stuðn- ingi sínum við Major berum orðum. „Það er skoðun mín að John Major sé álitlegasti frambjóðandinn," sagði Tebbit. „Hann er mjög hreinskiptinn og harður í horn að táka.“ Major er 47 ára gamall og yngstur þeirra sem bítast um embætti leið- toga breska íhaldsflokksins og þar með embætti forsætisráðherra. Thatcher hefur lýst því yfir að hún víki úr embætti um leið og niður- staða liggur fyrir í leiðtogakjörinu. Mörgum þykir sem hann sé full- ungur til að vera leiddur til æðstu metorða og vísa þá einnig til þess að hann hefur aðeins setið stuttan tíma í ríkisstjórninni. Það er líka sagt aö Major hefði viljað bíða nokkur ár enn áöur en hann legði í baráttuna um æðsta embætti flokksins en atvikin haga því svo að nú var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. í gærkvöld vörðust íhaldsmenn Tii að úrslit fáist í leiðtogakjöri breskra íhaldsmanna næstkomandi þriðjudag þarf einn frambjóöandi að fá allt að 187 atkvæði. Þaö er einfald- ur meirihluti þeirra 372 manna sem sitja á þingi fyrir íhaldsflokkinn. Reglur um kjör leiðtoga þykja ærið flókar og um margt undarlegar. Ba- ker, fomaður íhaldsflokkins, lýsti því vantrauststillögu Verkamanna- flokksins auðveldlega i breska þing- inu eins og búist var við. Umræðum- ar voru þó heitar og Thatcher tók fullan þátt í þeim. Þetta er að öllum líkindum í síðasta sinn sem Thatcher stendur í eldlínu yfir eftir að Margréti Thatcher tókst ekki að fá helming atkvæða og 15% að auki í fyrstu umferðinni að þessu reglum yrði að breyta. Líkegt er aö íhaldsmenn hverfi bráðlega frá núverandi kosningafyr- irkomulagi eftir reynslu síðustu daga og eftirleiðis þurfi leiðtogi aðeins ein- faldan meirihluta til aö ná kjöri. stjórnmálanna. Þegar umræðurnar voru hvað heitastar hrópaði Thatc- her: „Þetta finnst mér gaman.“ Einn stuðningsmanna hennar tók undir með henni og sagði: „Þú getur skúrað gólfið með þessum mönn- um.“ Frammistaða járnfrúarinnar Fari svo á þriöjudaginn að enginn frambjóðendanna þriggja fái meiri- hluta þá verður efnt til þriðju um- ferðar þriðjudaginn 29. nóvember. Þá verða þingmenn að merkja á at- kvæðaseðlana hvaða frambjóðanda þeir vilji helst og annan til vara. Við talningu er sá sem lendir í þriðja sætinu strikaður út en at- þótti eftirtektarverð, sérstaklega vegna þess að hún hafði áður orðið fyrir alvarlegasta áfallinu á ferli sín- um. Reuter kvæðin í annað sætið talin með. Sá þeirra sem eftir er og fær fleiri at- kvæöi .í fyrsta og annaö sæti telst rétt kjörinn leiðtogi. Enn þykir of snemmt að spá um úrshtin. Margir hallast aö því að kjósa verði í þriðja sinn en línur eiga þó eftir að skýrast þessa daga sem enneruframaðkjörinu. Reuter Breskir íhaldsmenn ósáttir við fyrirkomulag kosninganna: Mögulegt að kosið verði þrisvar RÍKISSKA TTSTJÓRI FLYTURAÐ LAUGAVEGI166 Fró og með miðvikudeginum 28, nóvemberverðuröll starfsemi embœttis ríkisskattstjóra til húsa að Laugavegi 166, Reykjavík. Vegna flutninganna verða skrifstofur embœttisins lokaðar dagana 26. og 27. nóvember nk. | Nýtt símanúmer frá 28. nóvember verðun > i ! 97-63 7 7 00 RSK RtKISSKATTSTJÓRI Færeyingar þreyttir á kosningum Færeyingar vöru ekki alltof of hrifnir af fréttinni um kosningar til danska þingsins. Sjálfir kusu þeir nýlega til lögþings eftir sex vikna langa kosningabaráttu og samninga- viðræður um nýja stjórn í Færeyjum eru varla hafnar. Poul Schluter, for- sætisráðherra Danmerkur, boðaði í gær kosningar þann 12. desember eftir að efnahagsviðræður minni- hlutastjórnar hans við jafnaðarmenn höfðu fariö út um þúfur. Jógvan Sundstein, lögmaður Fær- eyja, sagði nýju kosningarnar trufla stjórnarmyndunarviðræður. Nú væru menn sestir niður til að ræða grundvöll fyrir samsteypustjórn og þá ætti að fara leggja áherslu á ágreiningsefni flokkanna á ný. Fær- eyingar senda tvo fulltrúa á danska þingið. Ritzau EB-aðild kosninga- mál á Grænlandi Á Grænlandi munu kosningarnar til danska þingsins snúast um aðild aö Evrópubandalaginu, um græn- lenskar auölindir og síðustu sviðin sem enn heyra undir danska ríkiö, þaö er heilbrigðismál og dómsmál. Auk þess munu herstöðvarnar verða kosningamál. Hingað til hafa þrír stærstu flokk- arnir ásamt Framfarahreyfingunni tilkynnt að þeir muni bjóða fram í kosningunum. Grænlendingar senda tvo fulltrúa á þing í Danmörku. Bæöi Siumutflokkurinn og Inuit Atagatigiit vilja helst að jafnaðar- menn sigri í kosningunum í Dan- mörku þar sem afstaða þeirra til lausnar á vandamálum í Grænlandi sé jákvæðari en afstaða hægri- manna. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.