Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Síða 24
32
FÖSTt’DÁCÍÚR' W: MÖV'EMéÉÍR* 1990.
Afmæli
Þorsteinn Skúlason
Þorsteinn Skúlason, héraðsdómari
á Selfossi, Hjarðarhaga26, Reykja-
vík, varð fimmtugur í gær.
Starfsferill
Þorsteinn er fæddur á Eskifirði og
ólst þar upp til sextán ára aldurs.
Hann lauk lögfræðiprófi í HÍ1968,
var í framhaldsnámi í Oslóarhá-
skóla í norsku, réttarfari í opin-
berum málum og sakfræði og i Glas-
gow 1967. Þorsteinn varð hdl. haust-
ið 1968.
Á námsárunum frá ellefu ára aldri
fékkst Þorsteinn viö ýmsa vinnu á
sumrin, var við búðarsendilsstörf,
skógrækt, byggingarvinnu, vega- ~
vinnu, brúarvinnu, flskvinnu, upp-
skipun, sláturhúsavinnu, skrif-
stofustörf, næturvörslu og innr
heimtustörf. Hann var póstmaður í
Reykjavík sumrin 1959-1964 og lög-
reglumaður þar á sumrin 1966,1967
Og 1969.
Þorsteinn var fulltrúi sýslumanns
í Ámessýslu 1968, fulltrúi yfirborg-
arfógeta í Reykjavík 1969-1978, var
veitt sérstök skipun til aö vinna
sjálfstætt og á eigin ábyrgð að dóms-
málum við embættið þann 28.2.1973
og fékkst við málflutning og önnur
lögmannsstörf samhliða aðalstarfi,
var bæjarfógeti í Neskaupstað
1978-1988 og hefur verið héraðs-
dómari á Selfossi síðan.
Þorsteinn var í Stúdentaráöi HÍ
1966—1967, var formaður Félags
fijálslyndra stúdenta 1966-1967,
varaformaður Orators, félags laga-
nema 1964-1965 og ritstjóri lögfræði-
tímaritsins Úlfljóts 1964-1965.
Þorsteinn er mikill skákáhuga-
maður. Hann var formaður Caissu,
skákfélags MR1960-1961, tefldi í
landsliðsflokki á Skákþingi íslands
1970 og hlaut sama ár styrk frá
Skáksambandi íslands til að tefla á
skákmótum á Englandi. Hann hefur
skrifað greinar og fasta greinar-
flokka um skák í tímarit.
Fjölskylda
Sýstur Þorsteins eru: Ásdís, f. 30.
júní 1943, leikstjóri í Reykjavík, gift
Sigurði Karlssyni leikara, sonur
þeirra er Skúli, f. 10. maí 1985. Dótt-
ir Ásdísar og fyrri manns hennar,
Sigurðar Gísla Lúðvígssonar tann-
læknis, er Móeiður Anna, f. 27. júlí
1970, tónlistarnemi. Anna, f. 30. okt-
óber 1948, forstöðumaður barna-
heimilisins Grandaborgar, gift
Barry Wodrow verkfræðingi, dóttir
þeirra er Karen Emilía, f. 2. nóv-
ember 1986. Fyrri maður Önnu var
Sigurður Jónsson forstöðumaður,
dætur þeirra eru: Eirný Ósk, f. 3.
maí 1973, ferðamálanemi í Edin-
borg, og Áslaug Dröfn, f. 12. október
1979.
Ætt
Foreldrar Þorsteins eru Skúli Þor-
steinsson, f. 24. desember 1906, d. 25.
janúar 1973, námsstjóri á Austur-
landi, og kona hans, Anna Sigurðar-
dóttir, f. 5. desember 1908, forstöðu-
maður Kvennasögusafns íslands.
Skúli var sonur Þorsteins M. Mýr-
mann, b. á Óseyri í Stöðvarfirði, og
konu hans, Guðríðar Guttormsdótt-
ur. Þorsteinn var sonur Þorsteins,
b. í Slindurhplti á Mýrum í Austur-
Skaftafellsýslu, Þorsteinssonar.
Móðir Þorsteins í Slinndurholti var
Sigríður Jónsdóttir, prests á Kálfa-
fellsstaö, Þorsteinssonar. Móðir
Þorsteins Mýrmanns var Valgerður
Siguröardóttir, Eiríkssonar, Einars-
sonar. Móðir Eiríks var Þórdís, syst-
ir Jóns Eiríkssonar konferensráðs.
Móðir Valgerðar var Valgerður
Þórðardóttir, systir Sveins, afa Þór-
bergsÞórðarsonar.
Guðriður var dóttir Guttorms,
prófasts í Stöð, Vigfússonar, prests
í Ási, Guttormssonar, prófasts í
Vallanesi, Pálssonar. Móðir Vigfús-
ar var Margrét Vigfúsdóttir, prests
á Valþjófsstað, Ormssonar ogkonu
hans, Bergljótar Þorsteinsdóttur,
prests á Krossi, Stefánssonar. Móðir
Guttorms í Stöð var Björg Stefáns-
dóttir, prófasts-á Valþjófsstöðum,
Árnasonar, prófásts í Kirkjubæ í
Tungu, Þorsteinssonar. Móðir Stef-
áns var Björg Pétursdóttir, sýslu-
.manns á Ketilsstöðum á Völlum,
Þorsteinssonar. Móðir Bjargar Stef-
ánsdóttur var Sigríður Vigfúsdóttir,
systirMargrétar.
Móðir Guðríðar var Þórhildur Sig-
urðardóttir, b. á Harðbak á Sléttu,
Steinssonar, b. á Harðbak, Hákon-
arsonar. Móðir Steins var Þórunn
Stefánsdóttir Schevings, prests á
Presthólum, bróður Jórunnar,
ömmu Jónasar Hallgrímssonar
skálds. Móðir Þórhildar var Friðný
Friðriksdóttir, b. í Klifshaga, Árna-
sonar og konu hans, Guðnýjar
Björnsdóttur, b. í Haga í Reykjadal.
Móðir Guðnýjar var Sigurlaug Arn-
grímsdóttir, b. á Hrafnabjörgum í
Hlíð, Runólfssonar, b. í Hafrafells-
tungu, Einarssonar „galdrameist-
ara“, prests á Skinnastað, Nikulás-
sonar. Móðir Amgríms var Björg
Arngrímsdóttir, sýslumanns á
Stóru-Laugum í Reykjadal, Hrólfs-
sonar.
Foreldrar Önnu voru Sigurður
Þórólfsson, skólastjóri á Hvítár-
bakka í Borgarfirði, og seinni kona
hans, Ásdís Margrét Þorgrímsdótt-
ir. Sigurður var sonur Þórólfs, b. á
Skriðnafelli á Barðaströnd, Einars-
sonar, skipstjóra og b. á Hreggstöð-
um á Barðaströnd, Jónssonar, b. á
Hreggstöðum, Einarssonar. Móðir
Jóns var Ástríður Sveinsdóttir,
systir Guðlaugs, langafa Páls, lang-
afa Ólafs Ólafssonar landlæknis.
Móðursystir Önnu var Guðrún,
móðir Tómasar Á. Tómassonar
sendiherra. Ásdís var dóttir Þor-
gríms, b. á Kárastöðum á Vatns-
nesi, bróður Davíös, afa Brynleifs
Steingrímssonar, læknis á Selfossi,
og langafa Davíös Oddssonar. Þor-
grímur var hálíbróðir Sigurbjargar,
langömmu Guðrúnar Agnarsdóttur
Þorsteinn Skúlason.
alþingiskonu og Ástríðar Thorar-
ensen, konu Davíðs Oddssonar. Þor-
grímur var sonur Jónatans, b. á
Marðarnúpi, Davíðssonar. Móðir
Jónatans var Ragnheiður, systir
Sigríðar, langömmu Ingibjargar,
móður Siguijóns Péturssonar borg-
arfulltrúa.
Ragnheiður var dóttir Friðriks,
prests á Breiðabólstað í Vesturhópi,
Þórarinssonar, sýslumanns á
Grund í Eyjafirði, Jónssonar, ætt-
föður Thorarensenættarinnar.
Móðir Friðriks var Sigríður Stefáns-
dóttir, móðir Jóns Espólín sagnarit-
ara og systir Ólafs, stiftamtmanns í
Viðey, ættföður Stephensenættar-
innar. Móðir Ragnheiðar var Hólm-
fríður Jónsdóttir, varalögmanns í
Víðidalstungu, Ólafssonar, lögsagn-
ara á Eyri, Jónssonar, ættföður Eyr-
arættarinnar, langafa Jóns forseta.
Móðir Ásdísar var Guðrún Guð-
mundsdóttir, systir Guðbjargar,
móður Jóns Ásbjörnssonar hæsta-
réttardómara.
Guðbjörg Jakobsdóttir
Guðbjörg Jakobsdóttir, Hjorte
Kærsvej 115, Kongens Lyngby,
Kaupmannahöfn, er sjötug í dag.
Guðbjörg er fædd í Holti undir Eyja-
fjöllum og ólst þar upp til tólf ára
aldurs.
Starfsferill
Guðbjörg fluttist til Reykjavíkur
og lauk þar hárgreiðslunámi. Hún
var hárgreiðslumeistari í Reykjavík
1949 og vann við ýmis störf í Kaup-
mannahöfn 1949-1951. Guðbjörg var
að undirbúa sig til að fara í sérnám
í hárgreiðslu fyrir leikhús til að taka
að sér að verða hárgreiðslumeistari
viöÞjóöleikhúsið.
Fjölskylda
Guðbjörg giftist 1951 Palle West-
erby, f. 23. janúar 1924, stórkaup-
manni og uppfmningamanni. For-
eldrar Palle eru: Nils Westerby,
tannlæknir í Kaupmannahöfn, og
kona hans, Ase Westerby. Dóttir
Guðbjargar ogPalle er: Sirri Christ-
ine, f. 2. júní 1952, félagsráögjafi í
Kaupmannahöfn, gift Erling Jensen
óperusöngvara og eiga þau tvö böm,
Nönnu, f. 11. júlí 1984, ogThomas,
f. 31. ágúst 1987.
Systkini Guöbjargar eru: Guðrún,
f. 4. júlí 1914, gift Sveini Björnssyni,
b. á Víkingavatni; drengur, f. 18.
nóvember 1915, lést sama dag; Kjart-
an, f. 9. febrúar 1917, d. 30. ágúst
1987, verkamaður í Hveragerði,
kvæntur Matthildi Halldórsdóttur;
Lárus, f. 21. apríl 1918, d. 23. júní
1953, bankafulltrúi í Rvík; Kristín,
f. 15. desember 1919, fóstra í Rvík;
Ólafur, f. 15. febrúar 1923, fyrrv.
prentari og óperusöngvari, nú í
Hverageröi; Guðbrandur, f. 17. júní
1924, fyrrv. skrifstofumaður í Rvík,
' kvæntur Kristínu Jónsdóttir og
Ragnar, f. 27. október 1925, d. 21.
febrúar 1945, vélstjóranemi í Rvík.
Ætt
Foreldrar Guðbjargar voru Jakob
Ó. Lárusson, f. 7. júlí 1887, d. 17.
september 1937, prestur í Holti und-
ir Eyjafiöllum, og kona hans, Sigríð-
ur Kiartansdóttir, f. 6. febrúar 1885,
d. 31. júlí 1960. Meðalfóðursystkina
Guðbjargar var Páll, faðir Lárusar
leikara. Annar fóðurbróðir Guð-
bjargar var Ólafur, afl Ólafs yfir-
læknis og Ingólfs tannlæknis Arn-
arsona. Föðursystir Guðbjargar var
Guðrún, móðir Helga, yfirlæknis á
Vífilsstöðum, fóður Guðrúnar, fv.
skólastjóra Kvennaskólans, Lárus-
ar, yfirlæknis í Rvík, Ingvars for-
stjóra og Sigurðar, fyrrv. sýslu-
manns á Seyðisfirði. Dætur Guð-
rúnar eru: Ingunn, amma Vigfúsar
Ingvarssonar, prests á Egilsstöðum,
og Soffia, amma Sveinbjarnar I.
Baldvinssonar rithöfundar. Jakob
var sonur Lárusar, smáskammta-
læknis í Rvík, Pálssonar, b. í Arn-
ardranga í Landbroti, Jónssonar.
Móðir Páls var Guðný Jónsdóttir
„eldprests" Steingrímssonar.
Móðir Jakobs var Guðrún Þórðar-
dóttir, b. á Höfða á Vatnsleysu-
strönd, Jónssonar og konu hans,
Sesselju, systur Guðríðar, móður
Einars Guðmundssonar, b. á Bjólu,
föður Óskars læknis. Annar sonur
Guðríðar var Eyjólfur landshöfð-
ingi, b. í Hvammi á Landi, afl Eyj-
ólfs Ágústssonar í Hvammi og lang-
afi Guðlaugs Tryggva Karlssonar,
hagfræðings. Sesselja var dóttir
Jóns, b. í Gunnarsholti, Jónssonar.
Móðir Jóns var Guðríður Árnadótt-
ir, prests í Steinsholti, Högnasonar,
Guðbjörg Jakobsdóttir.
prestafóður, Sigurðssonar.
Sigríður var dóttir Kjartans, pró-
fasts í Holti, Einarssonar, b. og
hreppstjóra í Skálholti, Kjartans-
sonar, prests á Eyvindarhólum,
Jónssonar ríka í Drangshlíð,
Björnssonar. Móðir Einars var Sig-
ríður Einarsdóttir, stúdents í Ytri-
Skógum, Högnasonar og konu hans,
Ragnhildar Sigurðardóttur, prests í
Reynisþingum, Jónssonar, prests á
Mýrum, Jónssonar. Móðir Ragn-
hildar var Sigríður, systir Guðnýjar,
dóttur Jóns „eldprests" Steingríms-
sonar.
Móðir Kjartans var Helga Hjör-
leifsdóttir, b. í Drangshlíð, Jónsson-
ar, bróður Kjartans á Eyvindar-
hólum. Móðir Helgu var Valgerður
Ólafsdóttir, prests á Eyvindarhól-
um, Pálssonar og konu hans, Helgu
Jónsdóttur „eldprests", systur Sig-
ríðar og Guðnýjar. Móðir Jakobs
var Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir,
prests í Holti, Guðmundssonar og
konu hans, Elínar Árnadóttur.
Sumarliði Páll
Vilhjálmsson
Sumarliði Páll Vilhjálmsson,
bóndi á Ferjubakka II í Borgar-
hreppi í Mýrasýslu, varð sextugur
ígær.
Starfsferill
Sumarhði fæddist á Sigurhæð á
ísafirði og ólst þar upp. Hann stund-
aði sína skólagöngu á Ísaíirði og
vann síðan ýmis störf, var m.a.
verkamaður, stundaði sjómennsku,
var í byggingarvinnu á Keílavíkur-
flugvelli og vann í fiskvinnslu. Hann
hefur stundaði búskap á Ferju-
bakka í þrjátíu og fjögur ár.
Fjölskylda
Sumarliði kvæntist 26.12.1954
Láru Jóhannesdóttur, f. 28.7.1928,
húsmóður og klæðskera, en hún er
dóttir Jóhannesar Einarssonar, b. á
Ferjubakka, og Evu Jónsdóttur hús-
freyju.
Börn Sumarliða og Láru eru Vil-
hjálmur Einar, f. 10.9.1954, búfræð-
ingur, var kvæntur Hönnu Hlín
Ragnarsdóttur og eiga þau einn son
en þau skildu, er kvæntur Ingu
Kolfinnu Ingólfsdóttur og eiga þau
fjögur börn; Eva Ingibjörg, f. 22.6.
1956, kaupmaður í Borgarnesi, og á
hún eitt barn; Jóhannes Torfi, f.
29.10.1957, línumaöur á Akureyri,
kvæntur Önnu Sigfúsdóttur; Þórdís
Málfríður, f. 66.7.1959, sjúkraliði í
Arnardal, gift Jóhanni Marvinssyni
bónda og eiga þau tvö börn; Pétur
ísleifur, f. 12.3.1961, vélsmiður,
kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur
og eiga þau þrjú börn; Ólöf Sesselja,
f. 12.3.1961, húsmóðir í Borgarnesi,
gift Sigurbergi Pálssyni trésmið og
eiga þau tvö börn; Sveinbjörg Rósa,
f. 15.12.1962, bókasafnsfræðingur í
Reykjavík, og Ágúst Páll, f. 30.8.
1964, blikksmíðameistari í Kópa-
vogi, kvæntur Hafdísi Gunnarsdótt-
ur hjúkrunarfræðingi og eiga þau
tvö börn.
Systkini Sumarliða: Guðmundína
Kristín, f. 21.9.1915, húsmóðir á
ísafirði, gift Antoni Ingibjartssyni;
Guðfinna, f. 2.9.1917, húsmóðir í
Reykjavík, gift Arnóri Diegó flug-
umferðarstjóra; Jón, f. 20.9.1918,
búsettur í Reykjavík, kvæntur Ingi-
björgu Jónsdóttur; Guðmundur
Friðrik, f. 15.1.1921, búsettur á
ísafirði; Jóhanna, f. 24.11.1922, hús-
móðir á ísafirði, gift Stefáni Jóns-
syni; Ásgeir Þór, f. 22.12.1924, bú-
settur á Isafirði; Ólafur Sveinbjörn,
f. 26.7.1927, búsettur á Ísafírði,
kvæntur Helgu Kristjánsdóttur; Ja-
son Jóhann, f. 21.1.1932, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Önnu Maríu
Lárusdóttur; Hansína, f. 28.4.1926,
húsmóðir í Reykjavík, gift Sigur-
birni Ingimarssyni, ogMatthías
Sveinn, f. 9.12.1933, búsettur á
ísafirði, kvæntur Guðrúnu Val-
geirsdóttur.
Foreldrar Sumarliða: Vilhjálmur
Jónsson, bæjarpóstur og skósmiður
á ísaflrði, og Sesselja Sveinbjörns-
dóttirhúsmóðir.
Til hamingju
með dagmn
90 ára
Kristjana Gísladóttir,
Hrafhistu við Kleppsveg, Reykja-
vík.
80 ára
Geir Magnússon,
Kárastíg 6, Reykjavik.
75ára
Hólmfríður Magnúsdóttir,
Húnabraut3, Hvammstanga.
Jón Valdemarsson,
Aðalgötu 37, Suðureyri.
Ingi Einarsson, Birna Blöndal,
Steinahlíð 5H, Akureyri.
Hólmgeir Pálsson,
Kjalarsíðu 10A, Akureyri.
Pétur Thorsteinsson,
Grænagaröi 6, Keflavík.
Þórður Sigurj ónsson,
Kjalarsíöu 8D, Akureyri.
, , Elenóra Rafnsdóttir,
60 ara 40 ara Kringiumýris , Akureyri.
............................ ................................... Ólafur Valur Ólafsson,
Áki Stefánsson, Ólafur Helgason, Huldulandi 7, Reykjavík.
Espilundi 13, Akureyri. Hraunkoti, Skaftárhreppi.
70 ára
Sveinn Finnsson,
Háaleitisbraut 101, Reykjavík.
Stefanía Anna Frímannsdóttir,
Vesturgötu 23, Keflavík.
Fljótaseli 13, Reykjavík.
50 ára
Birgir Ólason,
Ásbraut7, Kópavogi.