Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1990, Blaðsíða 9
FÖSTUD'ÁG-UR 23':'NÖVEMBÉRh'ðgk''1
9b
Utlönd
John Major fellur áköfustu stuðn-
ingsmönnum Thatcher best í geð
af frambjóðendunum þremur.
Símamynd Reuter
Major
stendur
Thatcher
næst
Stuðningsmenn John Majors fjár-
málaráðherra eru óþreytandi að
benda á að hann einn af mögulegum
arftökum Thatcher í embætti forsæt-
isráðherra hefur vit á efnahagsmál-
um. Þetta eru rök sem vafalaust hafa
mikil áhrif á þingmenn íhaldsflokks-
ins þegar kosið verður öðru sinni um
leiðtogaembættið á þriðjudaginn.
Major stendur nær Thatcher í af-
stöðunni til Evrópubandalagsins eða
í það minnsta hefur ekki borið á öðru
á yfirborðinu. Þó er sagt að Major
gæti hugsað sér nánara samband við
ríki EB en Thatcher.
í efnahagsmálum er Major maður
mikils aðhalds og vill takmarka um-
svif ríkisins eins og kostur er. Fjár-
lagafrumvarp hans miðar allt að því
að draga úr verðbólgu og þykir ekki
líklegt til vinsælda meðal almenn-
irigs.
Major hefur staðið með Thatcher í
baráttu síðustu daga og er sagt að
hann hafl verið mjög á móti slag um
leiðtogaembættið nú. Hann tekur
hins vegar þátt í honum af fullum
krafti þegar Thatcher er vikin af
veUi.
Reuter
Síðustu dagamir á valdaferli j árnfrúarinnar:
íhaldsmenn lögðu Thatcher
að velli á þremur vikum
Allan þennan mánuð hefur verið
vegið að Margréti Thatcher af henn-
ar eigin flokksmönnum og lokin á
valdaferli hennar einkenndust af
baráttu sem sannarlega mátti kailast
upp á líf og dauða.
Fyrsta alvarlega áfallið kom þegar
Sir Geoffrey Howe sagði af sér emb-
ætti aðstoðarforsætisráðherra vegna
ósættis við Thatcher um stefnuna í
málefnum Evrópubandalagsins. Þar
með var teningunum kastað. Afsagn-
arræða Howes í þinginu skömmu
síðar varð til að sannfæra Michael
Heseltine og fylgimenn hans um að
framboð gegn Thatcher væri reyn-
andi.
Atburðarásin þessa síðustu valda-
daga Thatcher varð þessi:
28. október kom Thatcher heim af
leiðtogafundi Evrópubandalagsins í
Róm, einöngruð í andstöðu sinni við
sameiginlegan gjaldmiðil fyrir Evr-
ópu.
30. október átti hún í vök að veij-
ast í þinginu vegna afstöðu sinnar
en sagði þá að Bretar hefðu þegar
fórnað nógu miklu fyrir EB.
1. nóvember sagði Sir Geoffrey
Howe af sér embætti.
13. nóvember Uutti Howe afsagnar-
ræðu sína i þinginu og gagnrýndi
Thatcher harðlega fyrir framkomu
hennar gagnvart flokksmönnum sín-
um og tilburði til einræðis. Jafnframt
sagðist hann segja af sér vegna and-
stöðu Thatcher við nánari samvinnu
ríkja Evrópu.
14. nóvember lýsir Michael Heselt-
ine yfir framboði gegn Thatcher í
fyrstu umferð leiðtogavalsins í
íhaldsflokknum.
16. nóvember gefur Douglas Hurd
utanríkisráöherra í skyn að hann
hefði ekkert á móti framboði til emb-
ættis leiðtoga íhaldsflokkins ef
Thatcher segði af sér.
19. nóvember heíjast deilur
Thatcher og Heseltines. Thatcher er
á leiðtogafundi RÖSE og segist ekki
ætla að skrifa endurminningar sínar
strax.
20. nóvember var kosið í fyrstu
umferð og Thatcher vantaöi aðeins
fjögur atkvæði upp á að bera sigur-
orð af Heseltine, fékk 204 atkvæði en
þurfti 208. Því varð að efna til ann-
arrar umferðar.
21. nóvember lýsti Thatcher því
enn yfir að hún ætlaði að berjast til
sigurs.
22. nóvember tilkynnti Thatcher
um afsögn sína. Skömmu síðar gáfu
Hurd og John Major íjármálaráð-
herra kost á sér í aðra umferð kosn-
inganna.
Reuter
Douglas Hurd á
góða möguleika
Douglas Hurd er af mörgum tal-
inn líklegastur til að taka við emb-
ætti forsætisráðherra Breta af
Margréti Thatcher. Hann þykir
mun hófsamari en hún var en þó
ekki fjarri henni í skoðunum.
Hann þykir ekki sérlega stefnu-
fastur, sérstaklega í efnahagsmál-
um, en er þar á móti laginn við að
ná fram sáttum. Vel getur verið að
íhaldsmenn kjósí einmitf slíkan
mann eftir hjaðningavíg síðustu
daga.
Hurd er á sömu skoðun og Thatc-
her varðandi nefskattinn alræmda
og vill halda honum. Stefna hans
gagnvart Evrópubandalaginu er
mun mildari en sú sem Thatcher
rak fram í rauðan dauðann.
Það sem helst mælir gegn Hurd
er meint áhugaleysi hans um efna-
hagsmál. i Bretlandi er þessu lýst
svo að hann hafi „hvorki áhuga né
vitáefnahagsmálum". Reuter
Douglas Hurd er líklegastur til að
ná sáttum innan íhaldsflokkins.
Símamynd Reuter
Heseltineer
svarti sauðurinn
Michael Heseltine er svarti sauð-
urinn í breska íhaldsflokkum. Hann
á ekki almennum vinsældum að
fagna meðal þingmanna flokksins og
geldur þess í lokaslagnum að vera
maðurinn sem kom Thatcher á kné.
Þótt Heseltine næði umtalsverðu
fylgi í fyrstu umferð leiðtogakjörsins
þá er ekki víst að það nýtist honum
í lokaslagnum. Skoðanir hans eru í
mörgum atriðum ólíkar þeim sem
Thatcher hefur haldið á lofti. Ólík-
legt er að íhaldsmenn vilji breyta.
Heseltine er á móti nefskattinum
sem Thatcher varði alla tíð af hörku.
Hann er líka þeirrar skoðunar að
Bretar eigi að hætta andstöðu sinni
vió Evrópubandalagið og taka þar
fullan þátt. Þar með fylgir sameing-
inlegur gjaldmiðill.
Thatcher hefur kallað Heseltine
sósíalista og jafnframt lýst því yfir
að hún vilji að ráðherra í núverandi
stjórn taki við af henni. Þetta er
Michael Heseltine þykir eiga
minnsta möguleika þeirra þriggja
sem bitast um embætti leiðtoga
íhaldsflokksins. Simamynd Reuter
áhrifamikill áróður gegn Heseltine.
Reuter
RENAULT
flytur virðisaukann í veltuna!
RENAULT TRAFIC 2x4 og 4x4
Verð frá kr. 1.079.000.- (án vsk)
180° opnun á afturhurðum
Flutningsrými upp í
7,8 rúmmetra
Burðargcta upp
að 1420 kg
Lág hleðsluhæð
Framdrif eða
fjórhjóladrif
Hagstætt verð
Góð greiðslukjör
RENAULT
| Fer á kostum |
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1-3, Reykjavík, sími 686633
II
I