Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Side 2
2 MIÐVIKUDAGIIR 28. NÓVEMBER 1990. Fréttir Hæstiréttur dæmdi íslenskan umboðsmann sumarhúsa á Spáni: Tvö ár í f angelsi fyrir að draga sér fé kaupenda - var einnig gert að greiða sjö aðilum 4 miiljónir með vöxtum Hæstiréttur hefur dæmt 35 ára mann, Pál Jónsson, í tveggja ára fangelsi vegna stórfellds fjárdrátt- ar og skjalafals. Brot sín framdi maðurinn á árunum 1985 og 1986. Hann var einnig dæmdur til aö greiða sjö aðilum bótakröfur upp á samtals um 4 milljónir króna ásamt vöxtum frá þeim árum. Maðurinn hefur verið búsettur í Svíþjóð á síð- ustu misserum. Samkvæmt ákæru var maðurinn umboðsmaður spænska félagsins Soumi Sun Spain sem selur hús. Hann notaði meðal annars fölsuð skjöl til að blekkja fólk hér á landi til að kaupa sumarhús á Spáni. Maðurinn falsaði undirskrift á kaupsamning til að telja viöskipta- vinum trú um að þeir hefðu greitt inn á samninga. Hann bauð einnig væntanlegum kaupendum í ódýrar skoöunarferðir til Spánar - fargjöld skyldu dragast frá kaupverði ef af kaupum yrði. Samkvæmt dómi í héraði dró maðurinn sér rúmlega 5 milljónir króna frá viðsemjendum sínum á árunum 1985 og 1986. Þar af notaði hann 4,7 milljónir til eigin þarfa en um 700 þúsund til að greiða inn á hús annarra en þeirra sem inntu greiðsluna af hendi. Guðjón Mar- teinsson, sakadómari í Reykjavík, kvaö upp héraðsdóminn í mars síð- astliðnum. Dóminum var áfrýjað að ósk ákærða. í Hæstarétti var maðurinn hins vegar dæmdur til greiöslu skaða- bóta, liðlega fjögurra milljóna króna ásamt vöxtum. Samkvæmt verðlagi nú eru kröfurnar frá ofan- greindum tíma orðnar mun hærri. Tvær ákærur voru gefnar út á hendur manninum - önnur fyrir skjalafals en hin, sem var umfangs- meiri, fyrir fjárdrátt. Stærri ákær- an, gefm út árið 1988, var í ellefu liðum. í Hæstarétti var sakborn- ingurinn sakfelldur að fullu sam- kvæmt níu ákæruliðum, að hluta til af þriðja lið en sýknaður af 11. ákæruliö vegna sönnunarskorts. Viö málflutning í Hæstarétti féll ríkissaksóknari frá ákærunni vegna skalafalsins, gefinni út áriö 1986, og B-lið ákærunnar frá 1988. Hæstiréttur staðfesti ákvöröun héraðsdóms um refsingu yfir manninum - tveggja ára fangelsi. Samkvæmt því er hinn áfrýjaði dómur þyngdur yfir manninum í ljósi þess að hann var sýknaður af annarri ákærunni en að hluta til af liinni. Árið 1983 var sami maður dæmdur í þriggja mánaða skilorös- bundna fangelsisrefsingu fyrir fjárdrátt. Sakborningur var dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað, saksókn- aralaun og málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Hilmars Ingi- mundarsonar hæstaréttarlög- manns. Dóminn í Hæstarétti kváðu upp hæstaréttardómararnir Guðmund- ur Jónsson, Benedikt Blöndal, Hjörtur Torfason og Hrafn Braga- son og Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlögmaður. -ÓTT Lóð, land og fasteignir skipasmíðastöðvarinnar Stálvíkur hf. voru slegnar Iðnlánasjóði á 35 milljónir króna á upp- boði sem fram fór á vegum bæjarfógetans í Hafnarfirði í gær. Landsbankinn bauð einnig í eignir Stálvíkur en hætti að bjóða við 31 milljón. Þegar Stálvik fór i þrot voru fasteignir fyrirtækisins metnar á um 190 milljónir. Á mynd- inni sjást Ólafur Hauksson uppboðshaldari og Stefán Melsted, lögfræðingur Iðnlánasjóðs, skiptast á skjölum. DV-mynd Brynjar Gauti Ólympíuskákmótið: Jaf nt gegn Bandaríkjamönnum Jóhann Hjartarson yfirspilaöi stórmeistarann Federovic algerlega á 4. boröi í viðureign íslands og Bandaríkjanna í 10. umferð ólympíu- skákmótsins í gær og gafst Federovic upp eftir 40 leiki, saddur lífdaga. Þaö var eini sigurinn á Bandaríkjamönn- unum í leiknum sem lauk með jafn- tefli, 2-2. Seirawan og Helgi, svart, geröu jafntefli á 1. borði í 25 leikjum þar sem Helgi jafnaði taflið fljótt. Margeir og Gulko sömdu um jafn- tefli eftir 16 leiki en á 3. boröi tapaði Jón L. fyrir Joel Benjamín, lék af sér í miðtaflinu. Helstu úrslit urðu þessi: Sovét- Kúba 3,5-0,5, England - V-Þýskaland 2,5-0,5 og biðskák. Júgóslavía - A- Þýskaland 2-1 og biðskák, Búlgar- ía - Tékkóslóvakía 2,5-1,5 og Sví- þjóð - júgóslavía B 2-2. Eftir 10 um- ferðir er staða efstu þjóða þannig: 1. Sovétríkin 28 v. 2. England 26,5 (1) 3. Júgóslavía 25 (1) 4. Búlgaría 25 v. 5-7. USA, Tékkóslóvakía og Júgó- slavía C 24,5 v. 8. V-Þýskaland 24 (1) 9-12. ísland, Svíþjóð, Júgóslavía B og Portúgal 24 v. í dag er ekki tefit, fridagur. ÞG/-hsím Þjóðhagsspá iðnrekenda: Hagvaxtaraukning háð framkvæmdum við álver Ætli ríkisstjómin sér að vera trú- veröug um þá stefnu að ná niður verðbólgunni þá þarf hún aö gæta meira aðhalds í fjármálum og pen- ingamálum heldur en gert er ráð fyr- ir í fjárlagafrumvarpi hennar og út- rýma fjárlagahallanum. Auka verð- ur hagræðinguna í grunngerö at- vinnulífsins, jafnt í sjávarútvegi, landbúnaði sem öðrum atvinnu- greinum, svo sem bankastarfsemi og ríkisrekstri. Þetta eru mikilvægustu úrlausnar- efnin í hagstjóm íslendinga, að mati Félags íslenskra iðnrekenda. Félagið hefur nú gert opinbert mat sitt á þjóðhagshorfum á íslandi næsta árið. Mat iðnrekenda er að hefjist fram- kvæmdir við nýtt álver þegar í upp- hafi næsta árs megi búast við allt að 4% vexti í iðnaðarframleiðslu og 3% hagvexti á árinu 1991. Verði hins vegar ekki af framkvæmdunum bú- ast þeir einungis viö 1% vexti í iðnað- arframleiðslu og 0,5% hagvexti. í efnahagsspánni segir að dræmar horfur séu um vöxt útflutningstekna næstu tvö árin og búast megi við að útflutningur vöru og þjónustu drag- ist saman um 1,5% á næsta ári eða svipað og á yfirstandandi ári. Hins vegar telja iönrekendur líklegt að fiskverð á erlendum mörkuðum haldi áfram að hækka. í ár er gert ráð fyrir að það hækki um 12% í er- lendri mynt en á næsta ári gerir spá- in ráð fyrir 7 til 8% hækkun. Hvort heldur sem af byggingu nýs álvers verður gerir spá iðnrekenda ráð fyrir vaxandi innlendri eftir- spurn og minnkandi útflutningi á næsta ári. Verði ekki af framkvæmd- um við álverið er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn geti orðið allt að 4,5% af landsframleiöslu en í ár er búist við að hann verði um 2%. Hins vegar gera iðnrekendur ráð fyrir að áframhald verði á batnandi viö- skiptakjörum íslands við útlönd, enda verði ekki breyting á meðal- gengi krónunnar og háu ftskverði. í ár er gert ráð fyrir viðskiptakjara- bata upp á 1% en í spá iðnrekenda fyrir næsta ár er hann áætlaður eilít- ið minni. Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir 9 til 10% verðbólgu á næsta ári sem er aðeins meiri veröbólga en Þjóð- hagsstofnun gerir ráð fyrir. Þrátt fyrir þessar horfur á vinnumarkaö- inum gerir spáin ráð fyrir að hækk- un launa á milli ára geti numið um 9 til 11,5%. Einnig spá iðnrekendur svipuðu atvinnuleysi og í ár, eða sem samsvarar um 2%, komi ekki til auk- in umsvif. Verði til dæmis af fram- kvæmdum við nýtt álver megi gera ráð fyrir að atvinnuleysiö minnki um allt að íjórðung. -kaa Hraðfrystihúsið á Stokkseyri: Greiðslustöðvun framlengd Hraðfrystihúsið á Stokkseyri hef- ur fengið greiðslustöðvun fram- lengda um tvo mánuði en hún átti að renna út nú um mánaðamótin. Að sögn Garðars Garðarssonar, lögmanns fyrirtækisins, er vinna við undirbúning á nauðasamningi vel á veg komin. Nauðasamningur felur í sér að kröfuhafar í ákveðinni röð gefa eftir hluta af kröfum sínum. Stærstu kröfuhafar í Hraðfrysti- húsiö eru Landsbanki íslands, Fisk- veiðasjóður og Rikissjóður. -J.Mar Áburðarverksmiöja ríkisins: Bruninn í ammoníaksgeyminum ekki hættulegur - að mati Rannsóknarlögreglu ríkisins Niðurstaöa rannsóknar Rann- sóknarlögreglu ríkisins er sú að lítil sem engin hætta hafi veriö á ferðum fyrir borgarbúa er kviknaði í einum ammoníaksgeymi Áburðarverk- smiðjunnar þann 15. apríl s.l. í fréttatilkynningu frá RLR segir um afleiðingar og hættur samfara brunanum: Við bruna ammoníaks- ins myndaðist nær eingöngu köfnun- arefni og vatn. Hætta á eitruðum loft- tegundum var því ekki fyrir hendi, ef undan er skilin einhver myndun köfnunarefnisoxíða líkt og gerist í hverjum öðrum eldsvoða. Bruni ammoníaksins kom því í veg fyrir að eitruö ammoníakský gætu borist til svæða í nágrenni verksmiðjunnar, en slíkt hefði hugsanlega getaö gerst ef ammoníak heíði streymt úr geym- inum án þess að brenna. Þegar ammoníaksvökvinn var guf- aður upp við brennsluna og þrýsting- urinn tekinn að lækka er líklegast að eldurinn hefði smám saman dáið út. Þá hefði skapast hætta á að loft kæmist inn í geyminn og blandaðist ammoníaksloftinu, sem eftir var, í þeim mæli að þar myndaðist sprengi- fim blanda. Ef geymirinn hefði sprungiö hefði mátt ætla að höggbylgjan hefði getað valið mannskaða í 25 metra fiarlægö frá sprengistað og eyðileggingu bygg- inga í meira en 50 metra fiarlægð og rúðubrotum í 250 metra fiarlægð. Líkur á svo sterkri sprengingu eru ekki taldar hafa verið fyrir hendi. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.