Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990.
Forystumenn Stéttarsambands bænda:
Fréttir
Ætla að taka þátt í mót-
mælum bænda í Brussel
mega ekki hafa hjálm á höföi né halda á bareflum
Bændur víös vegar úr heiminum
ætla aö fjölmenna til Brussel 3. des-
ember næstkomandi til aö mótmæla
áformum um lækkun styrkja til
landbúnaðarframleiðslu. Um þaö er
meðal annars verið aö semja í Gatt-
viðræðúnum sem 107 þjóðir taka þátt
í.
Þennan sama dag hefst í Brussel
fundur með ráðherrum þeirra ríkja
sem taka þátt í viðræðunum. Á fund-
inum verður reynt að ná samkomu-
lagi um aukið tollfrelsi og afnám
styrkja á ýmsum sviöum milliríkja-
viðskipta með vörur og þjónustu, þar
á meðal landbúnaðarvörum.
Búist er við að allt að 30 þúsund
bændur taki þátt í þessum aðgerðum,
þar á meðal fulltrúar Stéttarsam-
bands bænda, þeir Haukur Halldórs-
son formaöur og Hákon Sigurgríms-
son framkvæmdastjóri.
Að sögn Hákons eru aðgerðirnar
skipulagðar af Samstarfsnefnd
bændasamtaka innan Evrópubanda-
lagsins og hefur hún fengið leyfi
stjórnvalda fyrir mótmælunum.
Hann segir að þeir þátttakendur, sem
hafi tilkynnt komy sína, hafi fengið
skýr fyrirmæli um að aðgerðimar
eigi að fara friðsamlega fram og að
óheimilt verði að bera hjálma, bar-
efli og önnur verkfæri.
Að baki þessum fyrirmælum er
ótti um að aðgerðirnar leysist upp í
óeirðir eins og oft hefur orðið raunin
þegar bændur í Evrópu hafa safnast
saman til mótmælaaðgerða.
Franski landbúnaðarráöherrann,
Louis Mermaz, hefur lýst mikilli
ánægju með þessar fyrirhuguðu mót-
mælaaðgeröir og segir að þær muni
styrkja Evrópubandalagið mikið í
þeim samningaviðræðum sem nú
eiga sér stað um landbúnaðarmál í
GATT-viðræðunum.
'En telja forsvarsmenn íslensku
bændasamtakanna rétt að taka þátt
í stuðningsaðgerðum við stefnu Evr-
ópubandalagsins? Hákon segir það
sína skoðun að íslendingar og aðrar
Norðurlandaþjóðir eigi mikla sam-
leið með Evrópubandalaginu hvað
varðar stefnuna í landbúnaðarmál-
um. Því hafi þeir Haukur talið eðli-
legt að taka þátt í þessum aðgerðum.
Að sögn Hákons hefjast mótmæla-
aðgerðirnar snemma morguns með
fundi þar sem ráðgert er að um þús-
und bændur mæti víðs vegar úr
heiminum. Á fundinum verða um-
ræður en að þeim loknum er ætlunin
að samþykkja ályktun þar sem varað
er _við of miklum niðurskurði á
styrkjum.
Hákon segir að í fyrirliggjandi
drögum aö ályktun sé ekki verið að
hafna þvi aö samkomulag milli þjóða
sé nauðsynlegt til að koma á reglu
og stöðugleika í alþjóðaviðskiptum
með landbúnaðarvörur. í drögunum
segir hins vegar að nálgast þurfi slíkt
markmið á raunsæjan hátt því að það
séu ýmis önnur grundvallaratriði en
þau viðskiptalegu sem taka verði til-
lit til.
„Hugmyndin er síðan að fara í
mótmælagöngu þar sem allt að 30
þúsund bændur víðs vegar úr heim-
inum slást með í förina. Ætli það
verði ekki gengnir einir 5 kílómetr-
ar. í lok göngunnar verður fram-
kvæmdastjóra Gatt-viðræðnanna
síðan afhent ályktun fundarins,"
sagði Hákon. -kaa
Gatt-viöræöumar:
Mikil óvissa
um hvort sam-
komulag næst
- ráöherrar 107 ríkja hittast í Brussel á mánudaginn
Evrópubandalagið hefur legið und-
ir miklli gagnrýni í GATT-viðræðun-
um að undanfórnu fyrir að vilja ekki
draga meira en 30% úr styrkjum til
landbúnaðarins. Telja margir að
breyti EB ekki afstöðu sinni muni
viðræöurnar renna út í sandinn.
Önnur lönd hafa hins vegar viljað
skera þessa styrki mun meira niður.
Til dæmis vilja Bandaríkjamenn
skera þessa styrki nánast alfarið nið-
ur og segjast jafnvel hafna öllum
samningum nema EB breyti afstöðu
sinni. Tilboð íslendinga hljóðaði upp
á 50% niðurskurð á útflutningsbót-
um og um 20% niðurskurð á heildar-
styrkjum til landbúnaðarins á næstu
sex árum.
Að sögn Arthurs Dunkel, fram-
kvæmdastjóra Gatt, er alls óvist
hvort einhver niðurstaða eða samn-
ingur næst í viðræðunum. Hann seg-
ir að ef menn leysi ekki stærstu póli-
tísku ágreiningsefnin þegar á fyrstu
dögum ráðherrafundarins sé ekki að
vænta neins árangurs í þessum við-
ræðúm.
-kaa/Reuter
Það styttist til jólanna og að mörgu þarf að hyggja. A Akureyri hafa starfsmenn Kjarnafæðis verið að reykja jóla-
hangikjötið af krafti að undanförnu og hafa þegar sett um 20 tonn af kjöti í ofnana. DV-mynd gt
Alþjóðlegu þingmannasamtökin:
Vilja bann
við kjarna-
vopnatilraunum
- afhentuleiðtogumþriggjastórveldaundirskriílalista
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráðherra er oddviti sendinefndar Al-
þjóðlegu þingmannasamtakanna
PGA sem afhentu Gorbatsjov Sovét-
forseta og staðgengli forsætisráð-
herra Bretlands undirskriftalista
með áskorun um bann við tilraunum
með kjamavopn á mánudag og í gær.
í dag fer sendinefndin til Banda-
ríkjanna þar sem sams konar áskor-
un verður færð Bush Bandaríkjafor-
seta. Ólafur Ragnar verður hins veg-
ar ekki með.í þeirri ferð.
Þingmannasamtökin hafa safnað
undirskriftum meðal þingmanna um
allan heim í tengslum við væntan-
lega alþjóðaráðstefnu um bann við
tilraunum með kjarnavopn. Yfir tvö
þúsund þingmenn í rúmlega fjörutíu
ríkjum skrifuðu undir áskorunina.
Ráðstefna þessi verður haldin í jan-
úar á næsta ári í New York og taka
118 ríki þátt í henni.
-ns
MUNIÐ
JÚLAKORTI
með þinni eigin mynd
Pantið timanlega