Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990. Spumingin Lesendur Hefurðu farið í verslunar- ferð til útlanda? Jóhanna Þorvaldsdóttir kennari: Nei og langar ekkert. Kristín Guðmundsdóttir verslunar- maður: Já, ég fór til London í sept- ember í fyrra. Ég var mjög ánægð með þá ferð. * Kristín Þorsteinsdóttir hljóðkona: Ég skrapp til London fyrir svona mán- uði. Þar sem ég verslaði var verðið mjög hagstætt. Torfí Markússon nemi: Ég fór i viö- skipta- og verslunarferð til Trier fyr- ir tveimur árum. Þar er ágætt að versla. Helgi Kristinsson nemi: Ég hef aldrei farið gagngert í þeim tilgangi að versla en maöur gerir það oft í skemmtiferðum. Viðræðurnar um Evrópubandalagið: Sprengjunni kastað „Allir þykjast sammála um að ekki komi til greina að skipta á (iskveiðilög- sögu og tollfríðindum hjá EB.“ Kristinn Einarsson skrifar: Nú gæti ég trúað að færðist íjör í leikinn. í kvöldfréttum Ríkisútvarps- ins í gærkvöldi (25. nóv.) kom það nefnilega fram sem ég vil kalla að sprengjunni hafi verið kastað í um- ræðunni um hugsanlega inngöngu okkar íslendinga í Evrópubandalag- iö. Það var utanríkisráðherra, Jón Baldvin, sem sprengjunni kastaði og það var ekki seinna vænna. Það var miklu meira en tími til kominn aö einhver ábyrgur stjórnmálamaður segði þá skoðun í heyranda hljóöi að við myndum ekki hika við að reyna fyrir okkur annars staðar meö mark- aði og jafnvel fríverslun ef EB reynd- ist okkur ekki sá vettvangur sem við væntum. Allir þykjást sammála um að ekki komi til greina að láta fiskveiðilög- söguna eða hluta hennar í skiptum fyrir tollfríðindi í Evrópulöndum. Um þetta hefur þó verið þjarkað og þrefað en nú virðist komið að endi- mörkum þeirrar þrætu og einstaka stjómmálamenn farnir að taka við sér, a.m.k. famir að orða aðra mögu- leika sem við fslendingar eigum í leiknum. Ég myndi nú vilja bæta við svona til umhugsunar og spyija: Síðan hve- nær höfum við íslendingar viljaö vera Evrópuþjóð? - Flúðum við ekki skattheimtu og ofríki í einu landinu (Noregi) til þess að geta verið frjáls- ir? Og ennfremur: Hvaða þjóð var það sem stóð við bakið á okkur þegar við loks ákváöum að slíta sambandi við aðra Evrópuþjóðina, Dani? Engin Evrópuþjóðanna þorði svo mikið sem að lýsa yfir ánægju sinni með sjálfstæðistökuna fyrr en Bandaríkin höfðu lagt fyrsta lóðið á þá vogarskál með því að hvetja okkur til yfirlýs- mgarinnar. Segja má að nú fyrst sé komið að alvöruumræðu um Evrópubandalag- ið og þátttöku okkar í því eða hvort við tökum aöra stefnu. Utanríkisráð- herra hefur mtt brautina, hann hef- ur kastað sprengjunni og það beint inn á borð ráðamanna hjá EB. Glæsilegur áratugur að baki Konráð Friðfinnsson skrifar: Um þessar mundir streyma nýju skífurnar í verslanir. í ár virðist mér að titlarnir séu ívið fleiri en endra- nær. Kvenþjóðin heldur sig enn utan við poppmenninguna að mestu. - En Bubbi Morthens lætur afurð sína hins0vegar ekki vanta á markaðinn Bubbi Morthens og Björgvin Halldórsson. - Báðir i essinu sinu að mati bréfritara. fremur en fyrri daginn. „Sögur af landi“ heitir einn bún- ingurinn. Og ekki þarf að spyrja að þvi að platan er góð. - Reyndar er hún meira en „góð“. Hún ef afskap- lega falleg. Greinilegt er að ljóð og lög eru flutt af mikilli innlifun hjá höfundinum. Ég tel að nú standi tón- listarmaðurinn á hápunkti ferils síns. Að erfitt verði fyrir hann að slá Sögum af landi við hvað gæði snertir. Annars er Bubbi til alls vís í þess- um efnum eins og þessi áratugur sem brátt er á enda hefur margsannað. Metsöluplatan er m.ö.o. komin út. Annað efni í þessari önn hefur líka heillað mig. Nefnilega frumburður „Sléttuúlfanna", sem ber heitið „Líf og fjör í Fagradal", sem Gunnar Þórðarson og fleiri góðir menn standa að. - Á þeirri plötu finnst mér Björgvin Halldórsson vera heldur betur í essinu sínu. Björgvin hefur aldrei verið betri. Textarnir komu mér t.d. þægilega á óvart. Sumir hverjir eru einkar magnaðir. Tón- smíöarnar fylgja svo fast á eftir, enda valinn maður í hveiju rúmi. Af öðrum efniviö hef ég því miður lítt eða ekkert heyrt. - Mikið af hon- um er vafalaust þess viröi aö gefa góðan gaum. Mér heyrist t.d. aö hljómsveitin Possibillies sé með áhugavert yrkisefni í sínum fórum. Hjálparbeiðni og þakkir J.R.J. skrifar: Nú nýverið barst þakkarbréf frá séra Francis Tirwomwe til systr- anna i karmelítaklaustrinu í Hafn- arfirði. Hann er prestur í landa- mærabænum Kabele í Suöur- Úganda í Afríku. En eins og mörg- um er kunnugt geisa þar illvígar ættflokkadeilur. Séra Francis þakkar íslendingum fyrir þær fatasendingar sem hafa þegar borist til hins stríösþjáöa flóttafólks í þessu íjarlæga landi. í bréfi sínu segir hann að ástandið í landinu fari hríðversnandi vegna síaukins íjölda flóttafólks sem streymi til Kabele frá Rúanda. Þeir eru nú tólf þúsund. Fólkið er alls- laust þegar það kemur og því hafa ÚG^NDAJ^--^ Kabele RtlANDA Kígali TAftfSANÍA BÚRÚNDI mbanuika- ~é=i—c— / \vatn / Meðfylgjand kort sýnir hvar i Afr- iku þau lönd, sem getið er i bréf- inu, liggja. sendingamar frá islandi komið sér afar vel. Nú er í ráði að senda stóran gám af fatnaði og skóm til Kabele eins fljótt og kostur er. Þeir sem hafa áhuga á að leggja eitthvað af mörk- um til þessa hrjáða fólks geta haft samband við karmelitasysturnar i Hafnarfirði. Systumar tala orðið þokkalega íslensku þannig að fólk þarf ekki að vera hrætt við að slá á þráðinn til þeirra. Eins má benda á að afrisku konurnar sauma upp úr gömlum fatnaði á börnin, þann- ig aö allt er nýtt til hins ýtrasta. Séra Francis hefur vörubíl til um- ráöa og mun sækja fatnaðinn til Kampala um leið og hann hefur borist tíl landsins. Leysum bankafangana Sigurður Gunnarsson skrifar: Það hefur komið fram í um- ræðu um vaxtamáhn að eina ráð- ið til aö stemma stigu við vaxta- hækkunum hér á landi sé aö fá hingað erlenda banka. Vil ég bæta því viö að á því er heldur ekki vanþörf ef svo er komið að bankaráðsmenn séu orðnir fang- ar í bönkum sinum. Þetta vill forsætisráðherra meina að sé staðreynd. Hann heldm- því fram að a.m.k. þing- menn, sem erukosnirí bankaráð, verði sjálfkrafa fangar banka- stjóra viðkomandi banka og styðji .nánast sjálfkrafa vaxta- hækkanir um leið og þær eru bornar upp í bönkunum. - Það fer því best á því að fá hingað erlend- an banka sem ekki tekur þátt í samráðinu milli hinna íslensku. Og um leið mætti leysa fangana (póUtisku ráðsmennina), sem eru orðnir handbendi bankasijó- ranna, úr prísundinni. Hvaða „túr- hestar“? Knstjana hringdi: Ég er aUtaf að rekast á orðið „túrhestur" í skrifum um erlenda ferðamenn á Islandi. Auðvitað veit ég fúUvel að hér er átt við erlenda ferðamenn. Mér finnst þetta uppnefni á þeim sem koma hingað til að eyða frítíma sínum og ijármunum lýsa einkar _ vel minnimáttarkennd okkar íslendinga og því að víð þykjumst vera þess umkomnir að uppnefna ]>essa tekjuUnd okk- ar sem erlendir ferðamenn eru. - Þótt þetta orðskrípi, „túrhestur“ sé að öllum líkindum fundið upp hjá Þjóðviljanum og þyki kannski menningarlegt að níða allt erlent er engin ástæða til að láta undan öfundinni á ölltxm sviðum. Þvi skulum við lóga „túrhestinum“ en láta feröamenn almennt talað ekki liggja óbætta hjá garði. Athvarffyrir börnin Elsa Stefánsdóttir skrifar: Ég er sammála áUti Guðmundu Helgadóttur sem veltir fyrir sér þeirri hugmynd í DV aö gera safnaðarheimilhi að athvarfi, t.d. miUi kl. 13 og 17 Á daginn, fyrir börn sem ganga sjálfala að degín- um til. Mér finnst hugmyndin góð og ég er viss um að það eru margir sem vUja og hafa tíma til að hafa ofan af fyrir börnunum á þessum tíma dagsins. Kemurekkiá óvart Ingibjörg Jónsdóttir skrifar: Ekki kemur það með öllu á óvart að íslenskir stjómmála- menn tengist umræðunni um hugsanlega samvinnu við leyní- þjónustu KGB og útsendara aust- antjaldsmanna. Þar er skemmst aö minnast Treholts-málsins. Sendimenn sem héðan fóru á þing Sameinuðu þjóðanna gremdu t.d. frá viöræðum sínum við hinn fræga „friðarsinna“, Ame Treholt. Skömmu síðar komst upp um njósnastarfsemi þessa manns sem siöan hefur veriö geymdur á vísum stað í sínu heimalandi. Athygli vakti að þeir sem ræddu við og höfðu samband við hina ýmsu „friðarsinna" vom allir úr þáverandi vinstri flokk- um. Einn fulltrúi vinstri flokk- anna var þó aldrei með í þessu „slagtogi". - Sá var Birgir Frnns- son frá ísafirði, þingmaður Al- þýðuflokksins, og ber honum heiður fýrir þá afstöðu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.