Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF, - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Þjóðarsáttin framlengd Aðilar vinnumarkaðarins hafa framlengt þjóðarsátt- ina. Hún mun gilda fram á næsta haust, með rétti til endurskoðunar og uppsagnar að vori. Samið hefur ver- ið um kauphækkanir í áföngum á þessu tímabili sem nema samtals 7,5 til 8,0%. Reiknað er með svipuðum kaupmætti og launþegum er lofað að njóta viðskipta- kjarbata, ef til kemur. Verðlagi verður haldið í skeíjum, meðal annars verður opinberum gjaldskrárhækkunum dreift yfir lengri tíma, landbúnaðarvörur hækka minna en nemur almennum verðlagshækkunum og kaup- hækkunum á tímabilinu. Fjármálaráðherra hefur gefið loforð um að skattar á atvinnureksturinn hækki ekki og þannig ætla launþegar, bændur og atvinnurekendur að taka höndum saman með ríkisvaldinu til að halda vísitölum og verðbólgu í skefjum. Eftir að þjóðarsáttin var gerð snemma á þessu ári hefur verðbólgan farið hraðminnkandi og þjóðin hefur upplifað tímabil sem elstu menn höfðu ekki áður þekkt. Víst hafa erfiðleikar steðjað að atvinnurekstri og langur vegur er frá því að böndum hafi verið komið á ríkisrekst- urinn. Fjárlagahalhnn einn er verðbólguhvati, sem og þensla í umsvifum ríkisins og óheilbrigt ástand í sjóða- kerfmu. En upp úr stendur að verðbólgan hefur hjaðn- að, kaupmáttur hefur nokkurn veginn staðið í stað og vextir hafa lækkað mjög umtalsvert þegar til lengri tíma er litið. Þessi árangur skal ekki vanmetinn. Heimilin í landinu finna til þess þegar vaxtabyrðin léttist, þegar verðlag stendur í stað og efnahagsaðstæður er stöðug- ar. Verkalýðshreyfmgin er hætt að ganga á veggi, at- vinnurekendur eru hættir að segja nei og framkvæmda- valdið og ríkisstjórnin á lof skilið fyrir að leggja sinn skerf fram til þjóðarsáttar. Þessir aðilar hafa áttað sig á þeirri staðreynd að þeir eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. Stríðið stendur ekki um að hafa betur í óraun- hæfum kjarasamningum. Stríðið er háð gegn verðbólgu- draugnum og óstöðugleikanum i efnahagsmálunum. Þar er hinn sameiginlegi óvinur. Þjóðarsáttin í febrúar síðastliðnum hefði ekki orðið að veruleika nema vegna þess að fólkið í landinu var henni meðmælt og fylgdi henni eftir. Almenningur hef- ur tekið þátt í verðlagseftirliti, almenningur hefur sætt sig við óbreytta krónutölu og almenningur hefur kunn- að að meta þann frið sem ríkt hefur á vinnumarkaðn- um. Ef ekki væri þjóðarsátt á bak við þjóðarsáttina, þá væri til lítils unnið. Það eru auðvitað blikur á lofti. Taprekstur ríkisins kallar á aðgerðir sem annaðhvort fela í sér mikinn nið- urskurð og uppstokkun á opinberri þjónustu ellegar skattahækkun á einstaklinga. Ólíklegt verður að telja að ríkisstjórnin og alþingi treysti sér í niðurskurðinn á kosningaþingi. Þingmenn eru enn þeirrar skoðunar að seðlaprentun sé líklegust til vinsælda. Á hinn bóginn er skattahækkunin á svokallaðar hátekjur vísbending um að flármálaráðuneytið hafi enn ekki skilið að fjárlög og opinber eyðsla auka hættuna á verðbólguhækkun. Það er fagnaðarefni að þjóðarsáttin hefur verið fram- lengd. Það verður bið á betri launakjörum og það verð- ur bið á tímabærri uppstokkun í atvinnu- og efnahags- málum en fátt er samt mikilvægara fyrir þjóð í vanda, en að hún standi að minnsta kosti saman. Þjóðarsáttin vekur vonir um að nýir tímar séu runnir upp í samskipt- um aðila vinnumarkaðarins. Það er ekki lítils virði. Ellert B. Schram Leitin að reglu í lífinu Um nokkurra ára skeið hefl ég fengist við að tala um manninn við nemendur mina í háskólanum. Það er margt á huldu um þessa tegund sem við erum af. Ráðgátumar um uppruna tegundarinnar, tengsl hennar við aðrar tegundir og eðli hennar allt era margar og verða kannski aldrei leystar á fullnægj- andi hátt. Einhvem tímann fyrir nokkrum milljónum ára fór einhver hópur all-þróaðra spendýra, sem skyld voru mannöpum, að staulast upp á‘ afturhmina og höfuðið fór að þenj- ast út vegna þess að heihnn stækk- aði og áður en varöi var þetta dýr farið aö búa sér til verkfæri sem að gagni máttu koma í lífsbarátt- unni. Það varðveitti eldinn og lærði jafnvel að kveikja hann er fram hðu stundir og svo kom að því að það hóf máls á því sem nauðsynlegt var að gefa upplýsingar um og hef- ir ekki þagnað síðan, og væri margt betur ósagt. „Nútímamaðurinn“ Undanfarin eitt hundrað þúsund ár eöa svo hefir sú tegund veriö fyrirferðarmest sem við köllum nútímamanninn, Homo sapiens. Ef til vhl er hann örlítið eldri eða örht- ið yngri. Það skiptir ekki öhu máh. Þessi náungi er afi okkar, eða er réttara að kalla hann fóður okkar? Við erum vafalaust lík honum að flestu leyti, að minnsta kosti í úthti. En það var ekki ætlunin að ræða hér um hin flóknu tengsl manna og apa, og manna innbyrðis, heldur er ég að undirstrika hve mér kemur alltaf spánskt fyrir sjónir þegar tal- að er um nútímamanninn og ég þarf svolitla stund til að átta mig á að ekki er verið að tala um forfeður okkar hundrað þúsund ár eða svo aftur í tímann heldur fyrirbæri manna sem einmitt nú eru uppi og hafa einhver þau sérkenni er greina þá frá öðrum mönnum. Sjálfsagt hefir hugtakið nútíma- maðurinn margs konar merkingu. Það er maðurinn, eða konan, sem notuö eru í auglýsingum th að koma inn hjá fólki hvernig það eigi aö vera, hverju þaö eigi aö klæðast og hvaða langanir það eigi að hafa til að vera í takt við þann tíma sem auglýsendur telja sér best henta til að koma vöru sinni á framfæri. En „nútímamaðurinn" og „nú- tímakonan" eru hka fulltrúar þeirrar hugmyndar, er svo fyrir- ferðarmikh var á síðari hluta 19du aldar, að þekking og framfor væri nú á því stigi að vísindi væru tekin við af trúarbrögðum og ekki ein- asta væri unnt að leysa öh við- fangsefni og ráða hinar flóknustu gátur, heldur væri unnt að byggja Kjallaririn Haraldur Ólafsson dósent upp hið fullkomna þjóðfélag. „Sannindi“ trúarinnar Þrátt fyrir þau áföh, sem fram- fara- og vísindatrúin hefir orðið fyrir á yfirstandandi öld, eru marg- ir enn þeirrar skoðunar að vísindin geti tekið við hlutverki trúarbragð- anna, eða þá að þau muni staðfesta það sem stundum er kahað „sann- indi“ trúarinnar. Því vek ég máls á þessu að nú virðist hér á landi áhugi á margvís- legum trúarhugmyndum og trúar- athöfnum. Sumt af því hefir verið gagnrýnt harkalega, annað látið afskiptalaust, en aht ber það vitni þörf fyrir að koma reglu á heiminn, finna tilgang í thverunni og öðlast skilning á fyrirbærum. Allt er þetta fjarri þeirri undar- legu mynd sem oftast er gefin af „nútímamanninum“. Trúarþörfin er rík með mönnum og ég held að samtímis sé þörf á því að fólk geri sér grein fyrir því að það er engin óyfirstíganleg gjá á milli vísinda og trúar, eða réttara sagt: Leit trú- mannsins og leit vísindamannsins er sama eðhs - báðir eru aö leita reglu í heiminum. Og báðir eru að leita „veruleika". í bók sinni, Hin trúarlega heims- mynd, fiallar Gunnar Dal um deh- ur trúmanna og vísindamanna. Hann skrifar: „Nú er það aö flestra dómi staðreynd að menn eru alltaf að bæta við reynslu sína og þekk- ingu. En það hefur aftur í fór með sér að bæði trúarhugmyndir og vís- indalegar kenningar eru í stöðug- um vexti og þess vegna ahtaf að breytast.“ Hann bendir á að þrátt fyrir að kenningar og hugmyndir breytist þá minnki ekki ghdi trúar eða vísinda þess vegna. Ný sann- indi veki nýjar spurningar, ný svör, án þess að grundvöhurinn raskist. Það er með óhkindum hve miklu efni höfundurinn hefir komið fyrir í þessari htlu bók um þá heims- mynd sem trúin hefir mótað um aldaraðir. Röð af spurningum Ég sagði áðan að trúmaðurinn og vísindamaðurinn leiti báðir að reglu. Ekkert virðist manninum jafnóþæghegt og regluleysi. Við þolum ekki regluleysi. Og þar sem hin trúarlega reynsla er trúmann- inum jafnmikhl veruleiki og niður- stöður rannsókna eru vísinda- manninum þá er augljóst að hann reynir að finna reglu í þessum veruleika. Vísindi og trú eru ekki andstæð- ur heldur fást þau að hluta th við sömu viðfangsefni. Ekki svo að th séu vísindaleg sannindi og trúarleg sannindi er séu óskyld. Miklu fremur er um að ræða viðleitni mannsins til að gera sér grein fyrir veruleikanum á tvenns konar hátt. Gunnar Dal segir rétthega að „trú- arskoöanir margra góðra og greindra manna eru aðeins stórt safn af spurningarmerkjum". Við þetta má bæta að rannsóknir margra góðra og gegnra vísinda- manna eru röð af spumingum um veruleikann og reglubundin fyrir- bæri efnisins. En nú er ég kominn út á djúpt vatn og rétt aö fara í land áður en fer að renna ofan í stígvéhn. En kannski á þaö fyrir „nútima- rnanni" næstu alda að liggja að öðlast þekkingu á því sem vísinda- manninn grunar að th muni vera og trúmaðurinn hefir hugboö um. Haraldur Ólafsson „Margir eru enn þeirrar skoðunar að vísindin geti tekið við hlutverki trúar- bragðanna, eða þá að þau muni stað- festa það sem stundum er kallað „sann- indi“ trúarinnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.