Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Qupperneq 24
MSVuM .8“ íi:íí)A(!IJ/i!VtíÍM MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990. Smáauglýsingar - Sími 27022 Meiming Jólasendingin komin. Dömu- og herra- sloppar, silkináttföt, 8.500. Gullbrá, Nóatúni 17, sími 624217. Swoboda. Gjafavörur úr smiðajárni. Steingrill, kertastjakar, búsáhöld. Auðbrekka 21, Kóp., sími 641677. ■ Vagnar - kerrur Hjólhýsi - Hjólhýsi. Eigum fyrirliggj- andi aðeins 2 hjólhýsi frá síðastliðnu sumri á aðeins kr. 285.000, m/fortjaldi, svefnplássi fyrir 3-4, gaseldavél, vaski o.m.fl. Kynnið ykkur þessi frábæru hús sem fyrst. Munið, aðeins 2 hús eftir. Vélar og þjónusta, Járnhálsi 2, sími 91-83266. Eigum til afgreiöslu strax galvaniseruðu stálkerrurnar sívin- sælu með yfirbreiðslu og ljósabúnaði. Tilvalið undir vélsleða og fjórhjól, burðargeta 600 kg. Kynnið ykkur þessar frábæru kerrur sem fyrst. Sjón er sögu ríkari. Verð aðeins kr. 65 þús. Vélar og Þjónusta, Járnhálsi 2, sími 91-83266. Vinnuvélar Atlas 1902 HD beltagrafa til söíu, 28 tonna vél. Smíðaár 1983. Vélin er ný- yfirfarin af Vélum og þjónustu. Nýr krans og aukaskófla. Uppl. í símum 91-680995, 91-79846 og 985-32850. BQar til sölu Rýmingarsala á baðáhöldum, snögum og skápahöldum úr næloni. A & B, Bæjarhrauni 14, Hf., s. 651550. óskast i snow trac.árg. ’68, og Internationoal Travel, árg. ’74. Uppl. í síma 93-47797 eftir kl. 19. Til sölu Range Rover, árg. ’79, í góðu ástandi, verð 600 þús., til greina kem- ur að taka lítinn gangfæran bát eða vel með farinn tjaldvagn upp í, milli- gjöf má vera á skuldabréfum eða góð- ur stgrafsl. S. 93-47797 eftir kl. 19. Toyota Tercel 4x4 '86 til sölu, ekinn 56 þús., útvarp/segulband. Skipti á ódýr- ari koma til greina. Upplýsingar í síma 91-656527 eftir kl. 19. Dodge Ram 250 Club Wagon '87, ekinn 70 þús. km, 8 sæta, 8 cyl., sjálfskiptur, vökvastýri, krómfelgur, 30" dekk, lit- að gler, skuldabréf, ath. góður stað- greiðsluafsl. Uppl. í síma 91-29184. Til sölu Toyota Tercel 4x4 ’86, ekinn 114 þús., verð kr. 615 þús. Uppl. í síma 91-618899. Þjónusta Wrodbov-plus Leigjum út gólfslipivélar f/parket-, stein- og marmaragólf og dúka. Til- boðsv. A & B, Bæjarhr. 14, s. 651550. Allir eiga að vera í beltum, hvar sem þeir sitja í bílnum! yUMFERÐAR I 'RAÐ Leikur og alvara Guðmundur Ólafsson hefur sent frá sér nýja bók sem ber nafnið Emil, Skundi og Gústi. Bókin er sjálfstætt framhald af Emil og Skunda sem kom út 1986 og vann þá til verðlauna í fyrsta skipti sem Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efndi til samkeppni. Lesendur skildu við 11 ára gamla Vesturbæinginn Emil og hund- inn hans, Skunda, síðla sumars. Nú hefur hann flutt sig um set. Fjölskylda Emils er flutt í nýtt hálíkarað einbýlishús í Breiðholti þar sem Gústi vinur hans býr. Söguþráður bókarinnar snýst um trausta og ein- læga vináttu þessara tveggja stráka í blíðu og stríðu. Fjölskylda Emils er í þessu dæmigeröa íslenska hús- næðisbasli þar sem báðir foreldrar leggja nótt við dag til að ná endum saman. Gústi, sem er einu ári eldri en Emil, býr með mömmu sinni og Gunnu litlu systur sinni í bæjarblokk í Breiðholti. Uppeldi Gunnu og ábyrgð á heimilisstörfunum er að stórum hluta á herð- um Gústa þar sem mamma hans er sívinnandi. Leikfélag í lífi þeirra félaga skiptast á skin og skúrir eins og gengur og gerist. Þetta eru atorkusamir og skemmti- legir strákar og þegar Emil finnur út að vinur hans hefur verið að skrifa meðal annars leikrit sem er: ...um stórskrítinn karl sem kemur í lítinn bæ og meö alls kyns uppátækjum tekst honum að gera alla bæjarbúa ruglaða í ríminu svo þeir fara að gera ýmis- legt furöulegt: Þeir hætta að vinna og leika sér bara í staðinn, kaupmaðurinn gefur allar vörur sínar til að geta líka komist út í góða veðrið í boltaleik og margt margt fleira gerðist spaugilegt.“ (bls. 25) Þetta leiðir til þess að eftir jólin fá þeir Jón kennara í lið með sér viö aö stofna leikfélag til að setja upp leikritið. Þrátt fyrir ýmis Ijón í veginum í byrjun og hrekki strákanna í Djöflunum fæðist Leikfélagið Hanagal um síðir. Strákarnir eyða drjúgum hluta tíma síns í leikfélag- inu. Gunna og Skundi fá líka hlutverk í leikritinu og þeir geta þannig sameinað áhugamál sitt og skyldur. Það koma upp mörg spaugileg atvik í undirbúningi sýningarinnar og að mörgu er að huga. Naprar staðreyndir En líf strákanna er ekki eintómt spaug. Draumur þeirra um leikinn, sem kemur fram í efni leikritsins, er ekki sá einfaldi veruleiki sem þeir búa við. Inn í söguna fléttast ýmsar áleitnar spurningar um lífið og tilveruna sprottnar upp úr þeim raunveruleika sem strákarnir lifa við. Mamma Emils er ólétt og hann hefur heyrt pabba sinn karpa um að það sé ótíma- bært. Það veldur honum hugarangri og hann veltir því fyrir sér hvort hann hafi líka verið ótímabær þeg- ar hann fæddist. En það eru án efa aðstæður Gústa sem varpa mestum skugga á glaðlyndi vinanna. Rétt fyrir frumsýningu leikritsins, þegar allt virðist vera í góðu lagi, lokar Gústi sig inni og vill ekki ræða við nokkurn mann. í samráði við mömmu Gústa tekst Emil þó að brjóta ísinn og deila sorgum vinar síns með honum. Gústi fer með Emil niður í bæ og sýnir honum frétt í DV og mynd af útigangsmanni sem hafst hefur við í bátskrifli vestur á Granda og bendir hotium á manninn sem situr á bekk niðri á Lækjartorgi. Gústi hefur óstjórnlega þörf fyrir að fylgjast með feröum rónans og vita hvort hann hefur húsaskjól. Þannig kemst Emil að því að útigangsmaðurinn er pabbi Gústa. _ „Þeir gengu áfram þögulir. Tveir strákar sem vissu ekki hvernig þeir áttu að bregðast við sorgum og sárs- auka heimsins, en fundu hvor um sig styrk í nærveru hins.“ (bls. 76) Fréttin hafði minnt Gústa á naprar staðreyndir lífs- ins sem hann hafði bælt innra með sér. Sár var rifið upp. Pabbinn sem Gústi hafði áður átt góðar stundir með og hafði drukkið sig úr tengslum viö fjölskylduna og tilheyrði nú hópi þeirra sem fæstir vilja sjá eða vita um. Emil hlustar á Gústa tala um pabba sinn en finnst hann lítið geta gert, en „hjálpin felst ekki alltaf í því að leysa vandamálin fyrir aðra; stundum er nóg að vera nærri og hlusta á það sem þeir þurfa að segja." (bls. 81) Og það er einmitt þessi hjálp sem Emil hefur veitt Gústa meö vináttu sinni. Hann var til staöar þegar Gústi þurfti á honum að halda og gat þannig hjálpað honum til að læra að lifa viö þessa stað- reynd. Þannig er mikilvægi vináttunnar undirstrikað Guðmundur Olafsson, leikari og rithöfundur. Bókmenntir Anna Hildur Hildibrandsdóttir og styrkurinn sem í því felst að kunna að hlusta á það sem liggur þungt á fólki. Þeir vinirnir geta því snúið sér aftur óskiptir frá leiksviði raunveruleikans að starfi leiklistarfélagsins og fært upp leikrit Gústa með pompi og pragt og til- heyrandi bægslagangi. Engar ódýrar lausnir Sagan er raunsæissaga sem segir frá veruleika ís- lensks þjóðfélags. Persónusköpunin er heilsteypt og oröfærið er lipurt og eðlilegt. Höfundurinn kallar fram viðbrögð með áhrifaríkum sviðsetningum. Gleði og reiði, vonir og vonbrigði þjóta um hugann. Persónur bókarinnar undirstrika þessar andstæður. Þannig er ærslabelgurinn Gunna grunlaus um lesti heimsins á meðan eldri börnin standa á þröskuldi unglingsára sinna og er leiðbeint í gegnum erfiða áfanga af full- orðnum. Allar læra kynslóðirnar hver af annarri. Lesendum er ekki hlíft við staðreyndum lífsins og svörin við vandamálunum eru hvorki einfóld né ein- hlít - engar ódýrar lausnir en það er unnið úr vandan- um og lesandinn er skilinn eftir sáttur við margbreyti- leika tilverunnar. Allir þessir þættir hjálpast að við að skapa sögu sem er trúverðug og vel til þess fallim að víkka sýn les- andans. Hún er skrifuð af næmi og virðingu fyrir mannlegri reisn. Hún segir hispurslaust frá veruleik- anum en kennir okkur að hlýja og vinátta eru nauð- synlegir þættir í mannlegum samskiptum. Guðmundur hefur án efa skipað sér á bekk með fremstu barnabókahöfundum landsins. Með bók sinni Emil, Skundi og Gústi hefur hann bætt enn einni stjörnu í safnið á stuttum en vel lukkuðum rithöfund- arferli sínum Emil, Skundi og Gústi Höfundur: Guðmundur Ólafsson Kápumyndir: Búi Kristjánsson Útgefandi: Vaka-Helgafell 1990 Já... en ég nota yfirleitt beltið! UMFERÐAR RÁÐ nu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.