Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990. 49 Afmæli » Jónína Ámadóttir Jónína Arnadóttir húsmóðir, til heimilis að Finnmörk í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu, er níræð í dag. Starfsferill Jónína fæddist að Stóra-Hvarfi í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu en ólst upp frá þriggja ára aldri á Neðri-Fitjum. Hún stundaði venju- legt barnaskólanám í farskólum í sveitinni og vann heimilisstörf hjá foreldrum sínum á Neðri-Fitjum. Um veturinn 1925 fór Jónína að Síðumúla í Borgarfirði til hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Andrésar Eyjólfssonar þar sem hún lærði hannyrðir ásamt því að hjálpa til við heimilið. Jónína flutti að Þóreyjarnúpi í Vesturhópi 1928 og var þar í eitt ár. Hún flutti síðan í Barkarstaðasel í Miðfirði, þar sem hún bjó í tíu ár, en þaðan flutti hún að Finnmörk í Fremri-Torfustaðahreppi. Jónína hóf störf við matvæla- vinnslu á Hvammstanga árið 1965 hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Frá árinu 1977 hefur hún dvalið á heimili barna sinna, oftast á vetrum á höfuðborgarsvæðinu og fyrir norðan á sumrum. Fjölskylda Jónína giftist 12.5.1928 Kristófer Jóhannessyni, f. 30.11.1893, d. 15.9. 1966, bónda, en hann var sonur Jó- hannesar Kristóferssonar, b. á Fremri-Fitjum, og Þuríðar Jóhann- esdóttur. Börn Jónínu og Kristófers eru Jóhanna, f. 10.4.1929, starfsmaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, giftist Einari Long, kaupmanni í Hafnar- firði, sem er látinn, og á Jóhanna einn son; Erla, f. 17.6.1930, húsmóð- ir í Reykjavík, gift Herði ívarssyni skipstjóra og eiga þau tvö böm; Jó- hannes, f. 4.6.1931, b. á Finnmörk í Miðfirði, kvæntur Sofííu Péturs- dóttur og eiga þau fjögur börn; Sig- ríður Ámý, f. 15.7.1932, húsfreyja á Bergsstöðum í Miðfirði, gift Skúla Axelssyni b. og eiga þau fjögur börn, og Gunnar, f. 3.12.1940, húsvörður á Laugarbakka í Miðfirði, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur hjúkr- unarfræðingi og eiga þau þijú börn. Systkini Jónínu urðu sjö og eru tvö þeirra á lífi. Systkini hennar: Gísli, f. 21.3.1894, d. 19.8.1955, kvæntur Margréti Pálsdóttur, f. 18.6.1886, d. 23.11.1970, en þau áttu fjögur börn; Hálfdán, f. 15.3.1897, d. 20.12.1959, kvæntur Elínu Jóns- dóttur, f. 11.10.1888, d. 29.5.1982, en þau áttu fjögur börn; Kristín, f. 7.6. 1898, d. 14.9.1980, gift Skarphéðni Skarphéðinssyni, f. 2.6.1892, d. 2.2. 1978, og áttu þau fimm börn; Arin- björn, f. 16.8.1904, kvæntur Mar- gréti Karlsdóttur, f. 20.4.1893, og eiga þau einn son; Sæunn, f. 25.8. 1906; Guðmundur, f. 8.6.1908, d. 16.3. 1978, kvæntur Guðrúnu Guðmunds- dóttur, f. 18.8.1910, og eignuðust þau þrjú börn; Jóhannes, f. 30.6.1911, d. 12.8.1981, kvæntur Kristínu Ás- mundsdóttur, f. 20.7.1912, d. 10.3. 1980, og áttu þau fjögur börn. Uppeldisbróðir Jónínu er Jóhann Benediktsson, f. 15.1.1919, kvæntur Auði Guðmundsdóttur, f. 16.3.1926, og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Jónínu voru Arni V. Gíslason, f. 10.6.1871, b. að Neðri- Fitjum í Víðidal, og Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 11.6.1871, húsfreyja. Ætt Árni var sonur Gísla, b. á Stóra- Hvarfi, Finnssonar, b. á Fremri- Fitjum, Finnssonar, b. á Litla-Bakka í Miðflrði, Finnssonar, b. á Lauf- skálum í Dalasýslu. Móðir Gísla var Kristín Árnadóttir frá Fögru- brekku. Móðir Árna á Neðri-Fitjum var Þuríður, systir Bergþórs, for- manns og vefara á Akranesi, lang- afa Ingu Jónu Þórðardóttur, for- manns Útvarpsráðs. Þuríður var dóttir Árna, b. á Stóra-Lambhaga í Borgarflrði, Bergþórssonar á Haf- þórsstöðum í Norðurárdal. Móðir Þuríðar var Málfríður Guðlaugs- dóttir, b. á Giljum í Mýrasýslu, Bjarnasonar, b. á Nesivið Seltjöm, Þorvaldssonar. Sigríður er dóttir Guðmundar, vinnumanns á Hofsstöðum í Hálsa- sveit, er fór til Ameríku, Árnasonar, b. á Refsstöðum, bróður Þuríðar, Jónína Árnadóttir. langömmu Guðmundar Böðvárs- sonar, skálds á Kirkjubóli. Árni var sonur Egils, b. Þorgautsstöðum í Hvítársíðu, Egilssonar, og Guðrún- ar Jónsdóttur. Móðir Guðmundar var Guðrún, dóttir Jóns, b. á Völlum á Kjalarnesi, Helgasonar, og Stein- unnar Loftsdóttur. Móðir Sigríðar var Helga Nikulás- dóttir. Móðir Helgu var Þórunn, dóttir Þórðar, b. og meðhjálpara í Skammadal í Mýrdal, og Eimrand- ínu Jónsdóttur. Jónína tekur á móti gestum í Ár- múla 40 laugardaginn 1.12. nk. klukkan 15-18. Jakob Pálmason Jakob Pálmason, Gilsbakkavegi 3, Akureyri, er sjötíu og fimm ára í dag. Jakob er fæddur á Hofi í Arnarnes- hreppi. Hann var tvo vetur á Lauga- skóla í Reykjadal. Jakob flutti frá Hofi til Akureyrar 1946 og hefur búið þar síðan. Hann var leigubíl- stjóri sem ungur maður og síðan verkamaður. Hann vann í Efna- verksmiðjunni Sjöfn um margra ára skeið, allt þar til hann þurfti að hætta vinnu vegna veikinda. Fjölskylda Jakob hefur verið í sambúð frá 1950 með Friöriku Gestsdóttur, f. 16. maí 1929. Foreldrar Friðriku voru Gestur Kristjánsson og kona hans, Guðný Árnadóttir. Börn Jakobs og Friðriku eru Stefán, f. 15. september 1946, vélvirki á Húsavík, kvæntur Heru Hermannsdóttur, börn þeirra eru: Árninna, Ástþór og Stefán Frið- rik; Pálmi, f. 13. október 1950, kenn- ari á Húsavík, kvæntur Guðrúnu Hermannsdóttur, börn þeirra eru Elín, Hermann og Jakob og börn Pálma fyrir hjónaband eru Árni Heiðar og Ýr; Guðný, f. 23. nóvemb- er 1951, starfsstúlka á Dalvík, gift Þór Jakobssyni, börn hennar eru Pálmey Sigtryggsdóttir og Óskar Jakob Þórisson. Systkini Jakobs eru Indriði, lát- inn, skrifstofumaður; Soffía, mat- ráðskona; Bjarni, bóndi; Elín Björg, látin, bóndakona; Jón, skrifstofu- maður; Sigríður, verkakona; Gunn- laugur, bóndi; Erlingur, yfirlög- regluþjónn, og Pálmi, rafvirki. Foreldrar Jakobs voru Pálmi Magnússson, b. á Hofi í Arnarnes- hreppi, og kona hans, Elín Indriða- dóttir. Jakob verður að heiman í dag. Jóhann Pálsson. Jóhann Pálsson Jóhann Pálsson, Víðilundi 24, Ak- ureyri, er sjötugur í dag. Leiðrétting: Vilborg Þor- valdsdóttir í afmælistilkynningum si. mið- vikudag, þar sem m.a. var greint frá fertugsafmæli Vilborgar Þorvalds- dóttur, misritaðist heimilisfang hennar. Rétt heimilisfang Vilborgar er Hafnargata 68, Keílavík. Þetta er hér með leiðrétt og Vil- borg beðin velvirðingar á þessum mistökum. Leiðréttingar og viðbætur Asgeir Sigurósson Ásgeir Sigurðsson varð sjötíu og fimm ára 20. nóvember. Ásgeir fékk skipstjóraréttindi 1961. Sigrún dótt- ir hans er fædd 1951.011 systkini Ásgeirs eru látin nema Guðbjörg, alsystir hans, sem býr á Hólmavík. Guöbjörg Jakobsdóttir Guðbjörg Jakobsdóttir varð sjötug 23. nóvember. Föðursystir Guðbjargar var Guð- rún, kona Helga Ingvarssonar, yfir- læknis á Vífilsstöðum. Systur Helga eru Ingunn, amma Vigfúsar Ingv- arssonar, prests á Egilsstöðum, og Soffía, amma Sveinbjarnar Bald- vinssonar rithöfundar. Axel Clausen Axel Clausen varð sextugur í gær. Matthildur Þorkelsdóttir var amma Huldu Haraldsdóttur, ömmu Jónas- ar Haraldssonar, fréttastjóra DV. Helga Björg Jónsdóttir Helga Björg Jónsdóttir varð sjötug 10. nóvember. Helga lauk burtfararprófi í Alþýðu- skólanum á Eiðum vorið 1940. Sem unglingur skrifaði hún og birti greinar og ljóð í blaði ungmenna- félgsins Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal og var í ritnefnd blaðsins. Börn Helgu eru Margrét Jenný, f. 20. júní 1946, gift Óskari Mikaels- syni, f. 11. desember 1943, löggiltum fasteignasala, börn þeirra eru Birg- itta Ósk, f. 17. desember 1966, Bene- dikt Ómar, f. 10. ágúst 1968, ogBjörg- vin Ólafur, f. 6. mars 1972; Guðjón Smári, f. 27. apríl 1950, fram- kvæmdastjóri í Rvík, kvæntur Þór- unni E. Benediktsdóttur, f. 61 júlí 1953, dætur þeirra eru Karen Ósk, f. 23. júlí 1978, Alma Ósk, f. 7. maí 1980, og Lena Ósk, f. 18. desember 1986, og börn Guðjóns með Lindu Rut Harðardóttur eru Valgerður Helga, f. 19. september 1968, og Finn- ur Þór, f. 1. febrúar 1972; Valgerður Heba, f. 28. mars 1953, nemi í hjúk- runarfræðum í HÍ, var gift Hall- grími Hallgrímssyni sjómanni, en þau slitu samvistum, dætur þeirra eru Hildur Rós, f. 19. september 1972, og Heba Björg, f. 15. nóvember 1975; Ólafur Björgvin, f. 20. janúar 1955, búfræðingur og sjómaður á Vopna- firði, í námi í öldungadeild Mennta- skólans á Egilsstöðum, kvæntur Jónu Benediktu Júlíusdóttur, f. 24. október 1960, börn þeirra eru Júl- íana Þórbjörg, f. 10. apríl 1981, Rann- veig Hrund, f. 26. september 1985, og drengur, f. 16. október 1990. Þrír drengir létust skömmu eftirfæð- ingu 1944,1945 og 1947. Seinni maður Helgu var Þórfinnur Jóhannsson, b. og oddviti á Geithellum í Álfta- firði, og ólu þau upp sonardóttur Helgu, Valgerði Helgu Guðjónsdótt- ur, f. 19. september 1968, verslunar- skólastúdent og húsmóður, hennar dóttir er langömmubarn Helgu Bjargar, Helga Björg Bjarnadóttir, f. 30. september 1989. Bróðir Helgu er Guðmundur Þórð- arson, f. 20. ágúst 1930. Bróðir Þor- varðar Gunnlaugssonar á Flögu var Einar, b. á Höskuldsstöðum, faðir Stefáns, prófessors í John Hopkins- háskólanum í Baltimore. Til hamingju með afmælið 28. nóvembér TrvfTfrvi ValsJ.mnssnti. 85ára Ly ngholti 3, Akureyri. Sigurbjörg Vigfúsdóttir, Zophonías Stefánsson, Miövangi 23, Hafnarfirði. Mýrum I, Skriðdalshreppi. 50ára 80ára Ólafur Þór Ragnarsson, ErnstPettersen, Hafnargötu 18C, Seyðisfirði. Eskihh'ð 6B, Reykjavík. Ögmundur H, Runólfsson, Grundarási 9, Reykjavík. 75ára 40ára Sæmundur Jónsson, Öldus+'g 1, Sauðárkróki. Sigurður Guðmundsson, Garðbraut52,Garði. 70 ára Kristrún Þórisdóttir, Norðurtúni 29, Bessastaðahreppi. Guðjón Ingvarsson, Sólbrekku24, Húsavik. Friðjón Skúlason, Hjallabraut 35, Hafnarfirði. Helga Hermannsdóttir, Kirkjuteigi 4, Vík í Mýrdal. Kristín Sigurþórsdóttir, Borgarhrauni 1, Hveragerði. Gunnhildur Ingólfsdóttir, Jódísarstöðum, Aðaldælahreppi. Tómas Kristinsson, Stefán Helgnson, Kringlumýri 25, Akureyri. Stefán B. Hlíðberg, Garðaflöt 11, Garðabæ. Rakei Þórarinsdóttir, Borg, Skútustaðahreppi. 60ára Ásgeir Bj arnason, Sunnuflöt 28, Garðabæ. Jósafat Tryggvi Jósafatsson, Vatnshóh, Kirkjuhvammshreppi. Hraunbæ 112, Reykjavik. Guðmundur Þór Ásmundsson, Stapasiðu 15C, Akureyri. Leiöré Þóra H. Ht í afmælistilkynningu um Þóru H. Helgadóttur í síðasta helgarblaði var ranglega sagt að hún hefði orðið sjötíu og fimm ára sl. sunnudag. Hið tting: elgadóttir rétta er að Þóra varð sjötug á sunnu- daginn var. Blaðið biður Þóru vel- virðingar á þessum leiðu mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.