Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Side 26
50
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990.
LífsstOl
Saltfískur í verslunum:
Hrakið til sölu hérlendis
- besti saltfiskurinn sendur á erlendan markað
Nær allur saltfiskur, sem fæst hér
í fiskbúðum, er í lágum gæðaflokki,
miklu lægri en þeim sem seldur er
erlendis. Neysluvenjur íslendinga á
hinum hefbundna saltfiski hafa
breyst mikið á undanförnum 10-15
árum. Nú fæst ekki lengur þurrkað-
ur staðinn saltfiskur heldur er ráð-
andi á innanlandsmarkaði svokall-
aður tandurverkaður fiskur sem er
kominn á markað um 20 dögum eftir
að byrjað er að verka hann. Hann
vantar þennan heföbundna gula lit
og er þess í stað mjallhvítur og með
töluverðan raka í sér þegar hann er
seldur.
Útvatnaður á 4-6 dögum
Úlfar Eysteinsson hjá Þremur
Frökkum hefur orð á sér fyrir að
vera mikill sérfræðingur hvað varð-
ar saltfisk. Hann er ekki mjög hrifinn
af þeim saltfiski sem neytandanum
er boðið upp á í verslunum. „í dag
er mestallur saltfiskur verkaður
þannig að fiskurinn er flakaður og
saltaður og látinn standa í páekli í
um 20 daga en er þá settur á mark-
að. Hann er síðan útvatnaður yfir
nótt sem er allt of stuttur tími, enda
eru íslendingar yfirleitt að borða allt
of saltan fisk.
Besta verkunin er að salta fiskinn
og láta hann standa minnst í 2 mán-
uði í stæðu. Ekki sakar að breiða
hann út til þurrkunar á sólardögum
en ekki má komast raki í hann. Best
er að útvatna saltfiskinn á 4-6 dög-
um. Er hann þá látinn liggja í vatni
og skipt um á hverjum degi en ekki
látinn liggja í rennandi vatni. Þannig
næst saltbragðið að mestu úr honum.
Saltfiskur, sem hefur staðið og er
orðinn vel þurr, hefur nær óendan-
legt geymsluþol.
Saltfiskur er ílokkaður í 5 flokka,
1., 2., 3., 4, og innanlandsflokk sem
er lakasti saltfiskurinn. Það er sá
fiskur sem neytandanum er boðið
upp á hér á landi. Allur fiskur frá
SIF, sem seldur er hér á landi, er af
þessum flokki. Fyrsta flokks saltfisk
fær neytandinn ekki nema á veit-
ingastööunum. Vegna þess að gert
er ráð fyrir saltfiskinum í vísitölunni
er aöeins hrakið af honum selt hér.
Sterkustu Berlínarmúrarnir eru
Neytendur
hérna heima á íslandi. Við erum svo
forpokaðir í okkar reglum því lítið
virðist ganga að bjóða neytandanum
upp á góðan saltfisk í verslunum,"
sagði Úlfar að lokum.
Tandurverkaður saltfiskur
Jón Ásbjömsson er einn þeirra sem
flytja út saltfisk á erlendan markað
en hann hefur ekkert verið með
framleiðslu til sölu hér á landi. „Það
er rétt hjá Úlfari að sá saltfiskur, sem
SÍF selur hér, er af lágum gæða-
flokki. Öll saltfiskverkun er frjáls og
því vel hægt að kaupa hér góðan salt-
fisk í verslunum. Hitt er annaö að
sá saltfiskur, sem seldur er til út-
landa, er í háum gæðaflokki. Hæsta
verðið fæst fyrir léttstaðinn, tandur-
verkaðan saltfisk en Katalóníubúar
á Norður-Spáni eru æstir í hann og
greiða mjög hátt verð fyrir. Spán-
verjarnir dæma fiskinn mikið eftir
lit - vilja hann hvítan. Portúgalarnir
Úlfar Eysteinsson, matreiðslumaður hjá Þremur Frökkum, heldur hér á skrifstofustássi sinu sem er vel staðinn
og þurrkaður saltfiskur.
Djúpsteiktur salt-
fískur í Orlydeigi
Úlfar Eysteinsson hjá veitinga-
staönum Þremur Frökkum hjá Ulf-
ari féllst á að gefa eina góða salt-
fiskuppskrift. Uppskriftin hljóðar
þannig:
Takið staðin þurrkuð saltfiskflök,
leggið í bleyti í 4-6 daga, skiptið um
vatn eftir hvern dag. Takið salt-
fiskinn og skerið í fingurlanga
strimla, veltið upp úr Orlydeigi og
djúpsteikið síðan.
Tilvaliö að bera saltfiskinn fram
með hrísgijónum og súrsætri sósu.
Súrsætu sósuna er best að búa til
sjálfur. í hana fer 1 hlutur vatn, 1
hlutur edik og einn hlutur sykur.
Sjóðið upp ásamt með smátt söxuð-
um lauk og gulrótum. Bætið út í
einni matskeið tómatpuré, 2 msk.
sojasósu og einni tsk. af söxuðum
hvítlauk. Þessi blanda er síðan
jöfnuðmeökartöflumjöli. -ÍS
gera ekki eins háar kröfur og eru
hrifnari af fullstöðnum, þurrkuðum ■
saltfiski.
Neysluvenjur íslendinga á saltfiski
hafa breyst mikið á undanfórnum
10-15 árum. Landinn kaupir mest
léttstaðin, tandurverkuð flök en
flattur fiskur af gamla taginu er
mest horfinn af sjónarsviðinu. Hann
er hægt að fá í öllum gæðaflokkum
í fiskbúðunum," sagði Jón að síð-
ustu.
Óskar Guðmundsson hjá Fiskbúö-
inni Sæbjörgu sagði það rétt vera að
gæði þess saltfisks, sem hér fengist,
væru æði misjöfn. „Brögð hafa verið
að því að sá saitfiskur, sem við höfum
verið að kaupa, hafi verið misjafn að
gæðum. Það er mjög erfitt að nálgast
1. flokks saltfisk, enda er þaö ef.til
vill ekki nema eðlilegt miðað við það
ævintýralega verð sem framleiöend-
ur fá fyrir hann erlendis.
Væri sá saltfiskur, sem við köllum
fyrsta flokks, seldur hér á landi yrði
að fást fyrir hann hátt á annað þús-
und króna kílóverð miðað viö til-
kostnað. Það er ástæðan fyrir að ekki
fæst úrvalssaltfiskur fyrir almennan
neytanda hér á landi. Ef hann vill fá
úrvalssaltfisk verður hann að sætta
sig viö að borga fyrir hann hátt verð
og gera sér grein fyrir að hann er
lúxusvara. Neytandinn ber því mið-
ur allt of lítið skynbragö á hvernig
úrvalssaltfiskur ér.
Jón Ásbjörnsson hefur verið ötul-
astur allra að afla sér markaða er-
lendis fyrir saltfisk og er sívinnandi
í markaðsmálum. SÍF virðist aftur á
móti ekki halda uppi neinni skipu-
lagðri markaðsstefnu, hvort sem um
er aö ræða skreið eða saltfisk. Salt-
,fiskneysla fer heldur minnkandi hér
á landi á heimilum og unga fólkið er
ekki nógu duglegt aö tileinka sér þá
siði foreldranna að hafa saltfisk
reglulega á borðum. Hann er aftur á
móti á uppleið á veitingahúsum sem
úrvalsmatfiskur," sagði Óskar að
lokum.
is,
Umsögn ferðablaðsins Condé Nast:
Villandi Flugleiðaauglýsing
- algengur auglýsingamáti, segir talsmaður Flugleiða
Eitt virtasta ferðablað í heiminum,
„Condé Nast Traveler news unit“,
birtir athyglisverða könnun á flug-
fargjöldum í nýjasta tölublaði sínu.
Blaðið segir frá því að flest flugfélög-
in á markaönum auglýsi mjög vill-
andi verð á sérleiöum sínum, verð
sem lítið mark sé takandi á fyrir
neytandann. í lok greinarinnar eru
síöan tekin dæmi um flugfélög sem
noti þessar vafasömu aðferðir í aug-
lýsingum sínum. Athygli vekur að
eitt þessara flugfélaga er Flugleiðir
sem auglýsa flugleiðina New York-
London á 181 Bandaríkjadal.
Condé Nast Traveler segist svo frá
í greininni (lausl. þýtt): Icelandair
auglýsir flugleiðina New York-
London á 181 dal. Þaö er auglýst sem
flugleið aðra leiðina en verðið á í
raun við báðar leiðir á 362 dali. Far-
gjaldið gildir einungis í miðri viku,
dvöl miðast viö 6 daga lágmark og
hámark 21 dag og líklegt er að far-
þegi þurfi að dvelja næturlangt i
Reykjavík. Ofan á fargjaldið bætast
opinber gjöld og flugvallargjöld sem
nema 16 Bandaríkjadölum. Vilji
menn einungis fljúga aðra leiðina
meö Flugleiðum þá er flugfargjald
aðra leiðina New York-London í
raun 479 dalir sé flogið í miöri viku
en 504 dalir sé flogiö um helgi.
Engu leynt í texta
Blaöamaður leitaði til Margrétar
Hauksdóttur, deildarstjóra i upplýs-
ingadeild Flugleiöa, en hún aflaði sér
upplýsinga hjá Sigfúsi Erlingssyni,
svæöisstjóra Flugleiða í Bandaríkj-
unum. „Að auglýsa verð á mjög lág-
um kjörum er algengur máti í haröri
samkepprfi hjá flugfélögum erlendis,
ekki síður en heima. Til þess að ná
augum neytandans er, ekki óeðlilega,
sett upp lægsta verðið sem honum
stendur til boöa. í umræddri auglýs-
ingu er talað um að verðið sé 181
Bandaríkjadalur aðra leiðina.
Um er að ræða flug New York-
London báðar leiðir en það fæst
ódýrast á 362 dali. Skýrt sé tekið fram
að verðið 181 dalur sé „each way
based on roundtrip" og því ljóst að
um flug báðar leiðir sé að ræöa. Sam-
keppnisaðilar okkar á þessum leið-
um, British Airways, Pan American
og TWA, beita svipuðum auglýsinga-
aðferðum. Ef texti auglýsingarinnar
frá okkur, sem tímaritiö Condé vitn-
ar í, er lesinn kemur í ljós aö engum
upplýsingum er leynt fyrir farþegan-
um. Verðið, sem auglýst er, er ein-
faldlega ódýrasti mátinn sem við get-
um boðiö upp á á þessari flugleiö,"
sagði Margrét.
Margrét sagði ennfremur að flest-
allar auglýsingar í dag væru þannig
uppbyggðar að lægsta verði á vöru
eða þjónustu væri yfirleitt stillt upp
í þeim tilgangi að ná athygli neytand-
ans. Þaö er það sem verið er að gera
með þessari auglýsingu.
Thecheap-seatscam
By Andrew Ferguson
Mí
travcling pub-
lic—cvcn on thc
days thc ads appcar.
This is thc conclusion of a
two-monlh study conductcd
this pasl summcr by Ncw
York City’s Dcpartmcnt of
Consumcr Aflairs Corulé
In a lctlcr to Transportation
Sccrctary Samucl Skinncr,
Mark Grccn, Ncw York’s
commissioncr df consumcr
affairs, says, "Consumcrs arc
hcing lurcd to Ihc airlincs by
dcccplivc ad campaigns that
promisc airfarc packagcs Ihal
cannot bc dclivcrcd." Grccn
accuscs airlincs of:
♦ Advcrtising onc-way farcs
thal apply only whcn used on
round-trips.
Ihere arc flaws in thc Grccn
rcport. "It's inaccuralc—a
vcry suhjectivc piccc of
work," says Zcmphria Bas-
kin of thc Air Transport As-
sociation, which rcprcscnts
22 airlincs. "Ccrlainly
thcrc's no intcnlional dcccp-
tion going on. The goal in
airlinc advcrtising is lo com-
municate the esscntial infor-
mation and thcn havc con-
sumers conlact thcir travcl
among Ihc airlincs, kccping
priccs lowcr than thcy olhcr-
wisc would bc.
Many Iravel cxpcrts, htiw-
cvcr, insist Ihat mislcading
ads arc a pniblcm that has
grown worsc over thc past
two ycars. "Thcrc arc no air-
lincs thal arcn'l cngaging in
dcccptivc practiccs," says
Slcphcn Gardncr, an assistant
attorncy gcncral for consumcr
protcction in Tcxas.
Upphaf greinarinnar í einu virtasta ferðablaði heims en þar er meðal ann-
ars tekin fyrir sérleið Flugleiða milli New York og London.