Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Page 28
52
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990.
Merming
Persónuleg steypa
Þennan mánuö hefur staðið yílr mjög athyglisverð
styttusýning á Kjarvalsstöðum. Þar er um að ræða
yfirlit verka Brynhildar Þorgeirsdóttur; álfastein, bæj-
arfiall, mann með bindi og margt fleira. Brynhildur
er atorkumikill og hugmyndaríkur styttusmiður en
það orkar tvímælis hvort vænlegt sé að efna til yfirlits-
sýningar svo ungs listamanns. Sú spurning verður
áleitnari fyrir það að u.þ.b. helmingur verkanna er
nýr, þ.e. frá þessu ári og því síðasta. Og einnig eru
efnistök breytt í flestum hinna nýrri verka; steypan
og glerið eru eftir sem áður frumefni Brynhildar en
endanleg útfærsla er blæbrigðaríkari og mýkri. Hvasst
stálið hefur að mestu vikið fyrir mýkri efnum, s.s.
marine-texi, en áferð þess minnir helst á gúmmíkennt
blý. Undirritaður skrifaði einnig um síðustu einkasýn-
ingu Brynhildar hér á landi en hún var í Galleri
Svörtu á hvítu við Laufásveg fyrir tveimur árum. Á
þeirri sýningu voru nokkur verk sem einnig eru nú á
Kjarvalsstöðum. En það verður að segjast að þessi til-
teknu verk, t.a.m. „landvisar" og „riddarar", hafa að
þessu sinni allt önnur áhrif á undirritaðan.
Leikræn lýsing
Leikræn og heit svæðalýsingin á Kjarvalsstöðum
sníður verkunum umgjörð sem er í senn lífræn og
dauö i þeim skilningi að hún minnir um margt á forn-
gripasafn. Þar meö týnist talsvert af þeim hráleika og
utandyraham sem einkennir a.m.k. elstu verk Bryn-
hildar en í heildiria verður lýsing sýningarinnar að
teljast mjög vel heppnuð. Það er óvenjulegt að svo
mikið sé lagt í lýsingu sýninga en Kjarvalsstaðir hafa
gert kærkomna bragarbót í þessu efni á liðnum mán-
uðum. Til dæmis er það að mínu mati rétt ráðstöfun
að hafa elstu „pönkverurnar“ í forsal þar sem mestrar
útibirtu nýtur. Einnig tekur hin tignarlega „Lady“ sig
vel út við innganginn. Það verk er að auki góður tengi-
hður við nýrri verkin í salnum; frjósemisgyðja með
þrjú brjóst sem geymir í rökkvuðum kviðnum á þriðja
tug steinbarna.
Mögnun efnis
Viðfangsefni Brynhildar virðist vera í auknum mæh
efnið sjálft; steinninn fær að vera steinn og er ekki
persónugerður eins og áður. Þess í stað gefur listamað-
u'rinn verki sínu innri persónulega mögnun. Samsvör-
un má e.t.v. finna í þeirri spennu sem orsakast af eld-
stöðvum undir jökli. Við slíkar kringumstæður mynd-
Brynhildur Þorgeirsdóttir er hér við eitt verka sinna.
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
ast bergtegundir sem vísindamenn hallast nú í æ rík-
ari mæli að að verði rafhlöður framtíðarinnar; saman-
þjöppuð orka. í þeim mögnunaranda eru flest eftir-
minnilegustu verkin á þessari sýningu; „Álfasteinn“,
„Bæjarfjall“ o.fl. SUk verk bera það með sér að höfund-
ur þerra er óspar á orku og kann að veita henni í far-
veg upprunans. BæjarfjalUð er sennilega alltaf handan
við hornið, jafnvel á Manhattan. Brynhildur Þorgeirs-
dóttir sýnir, svo ekki verður um viUst á þessari sýn-
ingu, að hún er meðal okkar fremstu skúlptúrista.
Sýningunni lýkur nk. sunnudag.
Andlát
Jóhanna Böðvarsdóttir Áðils lést á
Landakotsspítala 26. þ.m.
Ingveldur Jónsdóttir, Skeggjastöð-
um, Garði, andaðist á heimili dóttur
sinnar 25. nóvember.
Sigríður Sigurðardóttir, Álftahólum
6, lést að morgni 27. nóvember.
Unnur Thoroddsen lyíjafræöingur
lést í Landakotsspítala 27. nóvember.
Hjörtur Oddsson læknir lést í Uppsöl-
um í Svíþjóð 26. nóvember.
Jarðarfarir
Guðrún Guðfinna Þorsteinsdóttir,
Króksstöðum, Miöfirði, verður jarð-
sett frá Melstaðarkirkju fóstudaginn
30. nóvember kl. 14.
Þórir Halldórsson, Hátúni lOb, lést
12. nóvember. Jarðarfórin hefur far-
ið fram í kyrrþey.
Henry Franzson, lést þriðjudaginn
13. nóvember sl. Jarðarfórin hefur
farið fram.
Milutin Kojic veröur jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu-
daginn 29. nóvember kl. 13.30.
Skarphéðinn Jónatansson, írabakka
12, sem lést á heimili sínu 20. þ.m.,
verður jarðsunginn frá nýju Foss-
vogskapellunni fimmtudaginn 29.
nóvember kl. 13.30.
Gústav B. Jónasson rafvirkjameist-
ari lést 20. nóvember. Hann var
fæddur á Þingeyri við Dýraíjörð
þann 16. nóvember árið 1911. Hann
var sonur hjónanna Jónasar Jónas-
sonar og Ingibjargar Bergsdóttur.
Gústav lauk námi í rafvirkjun og
starfaði lengst af við iðn sína. Hann
giftist HUn Jónsdóttur, en hún lést
árið 1973. Þau eignuðust þrjú böm.
Útför Gústavs verður gerð frá Akur-
eyrarkirkju í dag kl. 13.30.
Tapað fundið
Fór einhver bílavillt
Aðfaranótt sunnudagsins var af mis-
skilningi sett ritgerð og 4 geisladiskar í
biffeið sem stóð fyrir utan Fjölbrauta-
skólann í Ármúla. Upplýsingar í síma
78698.
Fundir
ITC deildin Melkorka
heldur fund í kvöld í Menningarmiöstöð-
inni Gerðubergi kl. 20. Fundarstef: Sá
sem þekkir aðeins eina hUð á málinu
þekkir litið til þess. Meðal efnis á fundin-
um eru kvikmynda- og leikhúspistlar,
íslenskt mál og fleira. Fundurinn er öll-
um opinn. Upplýsingar veita Guðrún s.
67806 og Ólöf S. 72715.
Tilkynmngar
Geðhjálp komið út
Út er komið 2. tbl. tímaritsins Geöhjálpar
1990. í blaðinu er að finna margvíslegar
greinar sem tengjast geðhjálp og starf-
semi Geðþjálpar. Halla Þorbjömsdóttir
bamageðlæknir fjallar um svoköiluð
„vegalaus böm“, Auður Gunnarsdóttir
skrifar um nýja valkosti í meðferö áfeng-
ismisnotenda. Pétur Hauksson geðlæknir
gerir grein fyrir líkamlegum óþægindum
af andlegum toga. Þormóður Svavarsson
félagsráðgjafi skrifar grein um eftirköst
skilnaðar og úrvinnslu. Ljóð og styttri
greinar em ennfremur hluti af efni blaðs-
ins. Geðhjálp vekur ennfremur athygli á
ráöstefnu sem haldin verður á vegum
félagsins í Rúgbrauðsgerðinni, Borgar-
túni 6, þann 29. nóvember.
Jólakveðjur í útvarpi
íMalmö
Útvarp íslendingafélgsins í Malmö og
nágrenni - útvarp Imon - býður lands-
mönnum að senda ættingjum og vinum
í Malmö jóla- og áramótakveðjur. Kveðj-
umar verða lesnar á Þorláksmessu.
Sendingar útvarps Imon nást um alla
Malmöborg og svo sem fimmtíu kíló-
metra út frá henni. Þeir sem hug hafa á
að gleðja ættingja og vini í þeim lands-
hluta Svíþjóðar með kveðju em beðnir
t
Eiginmaður minn og faðir
Henry Franzson
lést þriðjudaginn 13. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram.
Guðbjörg Guðmundsdóttir
og
Hólmar Henryzson
um að sendahana á korti eða í bréfi sem
allra fyrst. í síðasta lagi 10. desember.
Utanáskriftin er: Útvarp Imon, P.O. Box
283, 20122 Malmö, Sverige. Einnig má
senda kveðjuna á myndrita (faxi). Núm-
erið er 904640124661.
íslenskar hestaættir
Fræðslufundur um íslenskar hestaættir
verður haldinn í Félagsheimili Fáks í
Víðidal fimmtudaginn 29. nóvember kl.
20.30. Ræðumenn kvöldsins verða Gunn-
ar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráöu-
nautur og höfundur bókaflokksins Ætt-
bók og saga, og Jónas Kristjánsson, höf-
undur bókanna Heiðajarlar og Ættfeður.
Á fundinum verður m.a. sagt frá breytt-
um ættfærslum í þekktum hestaættum.
Fundurinn er haldinn á vegum fræðslu-
nefndar Hestamannafélagsins Fáks.
Hans Petersen styrkir
Krabbameins-
félagið með sölu jólakorta
Eins og undanfarin ár selja verslanir
Hans Petersen h/f jólakort sem ætluð eru
til þess að setja myndir í og eru öll kort-
in til styrktar Krabbameinsfélagi íslands.
Af hverju seldu korti í verslunum Hans
Petersen renna 5 kr. til Krabbameins-
félagsins. í ár er sérstaklega vandað til
þessara korta og var Jón Reykdallistmál-
ari fenginn til þess að teikna myndir
framan á tvö kortanna. Einnig er það
nýjung að boðnar eru fallegar vetrar-
myndir í kortin fyrir þá sem ekki hafa
myndir handbærar en vilja senda kort
til styrktar Krabbameinsfélaginu.
Félag eldri borgara
Opið hús í dag að Hverfisgötu 105, Risinu
frá kl. 14. Fijáls spilamennska. Margrét
Thoroddsen frá Tryggingastofnun rikis-
ins verður til viðtals á morgun, fimmtu-
dag, frá kl. 13-15.
Besti vinur Ijóðsins
Skáldakvöld á Hótel Borg
í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. nóvemb-
er kl. 21, efnir Besti vinur ljóðsins til
skáldakvölds á Hótel Borg. þar verða
kynntar ýmsar þær bækur sem koma út
nú fyrir jólin. Eftirfarandi ljóðskáld og
rithöfundar munu lesa úr verkum sínum:
Baldur Gunnarsson, Stefán Sigurkarls-
son, Melkorka Tekla, Sigurður Pálsson,
Jón Stefánsson, Árni Ibsen, Kristján
Kristjánsson, Fríða Á. Sigurðardóttir,
Þórarinn Eldjám og Rúnar Helgi Vignis-
son. Kynnir er Kristján Þórður Hrafns-
son.
Listaverkakortfrá Safni
Asgríms Jónssonar
Út er komið listaverkakort sem Safn Ás-
grims Jónssonar gefur út fyrir þessi jól.
Kortið er eftir vatnslitamynd Ásgríms
Strútur og Eiríksjökull frá 1948. Kortið
er til sölu í safni Ásgrims Jónssonar,
Bergstaðastræti 74, á þeim tíma sem safn-
ið er opið; þriðjudaga, fimmtudaga, laug-
ardaga og sunnudaga kl. 13.30-16 og enn-
fremur í Listasafni íslands þegar það er
opið.
Jólakort Barnahjálpar
sameinuðu þjóðanna
Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNIC-
EF, hefur selt jólakort til fjáröflunar fyr-
ir starfsemi sína síðan 1949. Fyrsta UNIC-
EF kortið var mynd eftir tékkneska
stúlku en hún gaf mynd sína í þakklætis-
skyni fyrir þá aðstoð sem þorpið hennar
varð aðnjótandi í kjölfar síðari heims-
styijaldarinnar. Allar götur síðan hafa
UNICEF kortin verið listaverkamyndir,
bæöi verk stóm meistaranna, nútímalist,
höggmyndalist og klippimyndir. Þessi
listaverk em frá yfir 200 þjóðlöndum en
ágóðinn af sölunni fer allur til starfsemi
Bamahjálparinnar meðal bama í þróun-
arlöndunum. Hér á íslandi er það Kven-
stúdentafélag íslands sem sér um sölu
jólakorta Barnahjálparinnar. Skrifstofa
félagsins er að Hallveigarstöðum, Öldu-
götumegin, og er opin fram að jólum
milli kl. 16-18. Þar er hægt að nálgast
jólakortin og aðra hluti sem Bamahjálpin
selur, auk þess sem kortunum hefur ver-
ið dreift í allar helstu bókabúðir landsins.
Kort frá Listasafni Islands
Undanfama áratugi hefur Listasafn ís-
lands látið gera eftirprentanir af verkum
íslenskra myndlistarmanna í eigu safns-
ins og em þau tilvalin sem jólakort. Nú
em nýkomin út þrjú kort litprentuð á
tvöfaldan karton af eftirtöldum verkum:
Gullfiöll, 1946 eftir Svavar Guðnason, Is-
landslag eftir Jóhannes S. Kjarval og
National Museum Washington, 1979, eftir
Erró. Kortin, sem eru tnjög vönduð, em
til sölu í Listasafni íslands, Fríkirkjuvegi
7, sími 621000, opið daglega kl. 12-18 nema
mánudaga.