Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990.
55
FACQ FACD
FACOFACO
FACOFACO
LISTINN Á HVERJUM
MÁNUDEGI
UMBÚÐAPAPPÍR
Hvítur, 40 og
57 cm rúllur
Jólapappír í úrvali
40 og 60 cm rúllur
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN HF.
Spítalastíg 10 - Sími 11640
Myndsendir: 29520
DV
Meiming
Laugarásbíó - Chicago Joe and The Showgirl ★★ !/2
Að láta drauminn rætast
Árið 1944 var Karl Hulten, amerískur liðhlaupi úr
hemum, staddur í London. Þar hittir hann Elizabeth
Maud Jones sem er nektardansmær. Hún segist vera
Georgina Grayson kvikmyndastjama á leið til Holly-
wood. Hann segist vera Ricky Allen, útsendari og lærl-
ingur A1 Capones sem eigi að taka við starfsemi glæpa-
konungsins í London þegar stríðinu lýkur. Bæði trúa
lygum hins.
Georgina hvetur Ricky til þess að leyfa henni að taka
þátt í glæpastarfseminni. Frekar en að viðurkenna að
allt sé þetta lygi og ímyndun fara þau saman á stúfana
á stolnum hertrukk. Fyrsta skrefið er að ræna loðfeldi
og ógna leigubílstjórum. Spennan vex hröðum skref-
um og áður en Ricky fær rönd við reist em þau skötu-
hjúin farin að skipuleggja morð en það telur Georgina
að hljóti að vera hámark skemmtunarinnar.
Ricky og Georgina lifa í draumaheimi og sjá sig sjálf
eins og persónur í kvikmynd þar sem Ricky er konung-
ur gangsteranna og Georgina er kaldrifjuð fylgidrós
hans. ímyndunin er svo sterk að þau em óskaplegir
klaufar við hina raunverulegu glæpi. Blóði drifinn
ferill þeirra er því stuttur en hrottalegur og þau fá
makleg málagjöld.
Við gerð myndarinnar er farin sú leið að þegar horft
er á sögusviðið gegnum augu persónanna er það eins
og þau ímynda sér, draumkennt og glæsilegt. Áhorf-
andinn sér subbulegan raunveruleikann þar sem
dauðinn er hreint ekki glæsilegur heldur langdreginn,
kvalafullur og andstyggilegur.
Kvikmynd þessi er byggð á raunverulegum atburð-
um. Hulten var eini ameríski hermaðurinn sem kom
fyrir breska dómstóla meðan á stríðinu stóð og var
dæmdur til dauða. Kiefer Sutherland leikur
Ricky/Hulten og gerir það prýðisvel. Hann verður stöð-
ugt líkari föður sínum, Donald Sutherland. Emily Llo-
yd leikur Georginu Grayson/Elizabet og fer á kostum.
Kiefer Sutherland og Emily Lloyd
Kvikmyndir
Páll Ásgeirsson
Hún nær að skapa sannfærandi barnslega persónu
sem lifir í draumaheimi og er driffjöðrin í glæpaverk-
um skötuhjúanna.
Umgerðin er kvikmyndahús og glansheimur kvik-
myndanna þar sem allt er stórkostlegra en lífið sjálft
og ekkert er til í áreynslulausum heimi stjarnanna
nema myndavélarblossar og æpandi aðdáendur. Ricky
og Georgina fá sína athygli og frægð aö lokum en á
annan hátt.
Chicago Joe and the Showgirl - bresk
Leikstjórn: Bernard Rose eftir handriti David Yallop
Aðalhlutverk: Kiefer Sutherland, Emily Lloyd og Patsy Kensit
Bette Midler - Some People’s Lives:
Blíð og ögrandi
Bette Midler er einhver eftirsóttasta kvikmyndastjam-
an í Holiywood í dag. Ferill hennar í kvikmyndum
hófst með leik hennar í Rose þar sem hún lék Janis
Joplin. Eftir nokkurra ára hlé kom hún aftur fram í
léttum gamanmyndum og hefur slegið í gegn. Sjálfsagt
eru það margir sem ekki vita eða hafa gleymt að henn-
ar bakgrunnur er söngurinn og þar liggja rætur henn-
ar.
Bette Midler hefur nú minnt eftirminnilega á sig sem
söngkona með nýjustu plötu sinni, Some People Liv-
es, þar sem hún syngur gamlar og nýjar ballöður af
miklum styrk og tilfinningu.
Bette Midler hefur mikla rödd sem hún beitir af
skynsemi. Eftir frekar dapra byijun í laginum One
More Round kemur hvert gæðalagið af öðru. Ekki
semur Midler sjálf lög á þessari plötu. Áður fyrr fékkst
hún við að semja sjálf en leitar nú í smiðju eldri meist-
ara á borð við Cole Porter og Richard Rogers en með-
ferð hennar á lögunun Miss Otis Regrets og He Was
too Good to Me gefur ekkert eftir þekktum útgáfum á
þessum lögum.
Hún gerir einnig góð skil nýrri lögum eins og Some
People’s Lives eftir Janis Ian, Moonlight Dancing og
Nýjar plötur
Hilmar Karlsson
From a Distance sem er þónokkuð vinsælt lag þessa
dagana.
Helsti munur á Bette Midler á Some People Lives og
á eldri plötum er að hún er mun rólegri en áður. Lög-
in eru flest ballöður. Áður fyrr sinnti hún takmarkað
slíkri tónlist. Skýringunnar er vafalaust að leita í
þeirri staðreynd að þegar Midler starfaði nær ein-
göngu sem söngkona lágu vinsældir hennar ekki síst
í öflugri og tilþrifamikilli sviðsframkomu.
Nú er Bette Midler hætt að koma fram opinberlega
sem söngkona nema eitthvað mikið standi til og getur
því einbeitt sér að þeim lögum sem standa henni næst
og hún fer virkilega vel með þau lög sem hún hefur
valið. Some People Lives er gæðagripur fyrir þá sem
vilja þægilega tónlist í anda fyrri tíma. Þótt Bette Midl-
er hafi aldrei haft útlitið meö sér þá getur hún sungið
eins og engill.
Fjölmiölar
Köttur fyrir utan
Fjölmiðlafárið virðist vera í rén-
un. Að minnsta kosti virðist manni
sem samkeppnin sé ekki eins hörð
og oft áður. Ðagskrá Stöðvar 2 hefur
fariö mjög aftur og varð maður þess
fyrst var snemma sl. sumar. Ríkis-
sjónvarpið tók sig heldur á með
vetrardagskrá en engu að síður
vantar rósir þar einnig. Helst þykja
mér helgardagskrár slappar, Föstu-
dags- og laugardagskvöld.
Kvölddagskrár útvarpsstöðvanna
hafa aftur á móti náð að auka um-
talsvert hlustun og heyrir maður
fólkgjarnanfrekarræðaum
ákveöna útvarpskvöldþætti en efni
úr sjónvarpi. Það er af sem áður var.
Reyndar ber dálítið á eftiröpun hjá
útvarpsstöðvunum. Ekki man ég
betur en það hafi verið Aðalstöðin
sem tók upp rabbþætti fyrst eftir
stofnun þeirrar útvarpsstöðvar, en
þá hafði Ríkisútvarpið látið slíka
þætti liggja niðri um langt skeið,
fyrir utan Jónas Jónasson aö sjálf-
sögðu, sem hefur sína dyggu hlust-
endur. Nú eru rabbþættir nánast á
hverri rás á kvöldin.
Eitt kvöldiö er ég sat við sauma-
vélina og leitaði að góðri tónlist fann
ég hana loksins á Eff emm. Anna
Björk var þar við stjórnvölinn en
hún hefur að mínum dómi mjög
skemmtilegt lagaval.
Svokallað nýaldartal eða heilunar
- ég veit ekki hvað - hefur aldrei
höfðað til mí n og þykir mér það
hreinskilnislega ömurlega leiðin-
legtbull.
I gærkvöld hlustaði ég hins vegar
á hann Silla á rás 2, um leið og ég
las bókina Fátækt fólk fyrir svefn-
inn, og hafði ágætlega gaman af -
en þá kora átta ára sonur minn fram
með stírumar í augunum og spurði
ósköpsakieysislega: „Hvaðamjálm
er þetta eightlega, mamma...“ Ætli
það sé ekki einhver köttur hér fyrir
utan, svaraðiégsakleysislega. „Nei,
ég meína í úvarpinu.”
Þannigernúþað!
-EHn Albertsdóttir
Veður
Gengur i suðaustangolu eða kalda með rigningu víða
um land i dag en sunnankaldi eða stinningskaldi og
súld sunnanlands og vestan í nótt. Hiti 3-6 stig.
Akureyri skýjað 5
Hjarðarnes alskýjað 2
Galtarviti skýjað 2
Keflavíkurflugvöllur súld 5
Kirkjubæjarklaustur alskýjað 3
Raufarhöfn alskýjað 2
Reykjavík súld 4
Vestmannaeyjar rign/súld . 5
Bergen súld 3
Helsinki snjókoma -4
Kaupmannahöfn léttskýjað -2
Osló alskýjað -5
Stokkhólmur skýjað -3
Þórshöfn alskýjað 9
Amsterdam þokumóða 2
Barcelona heiðskírt 5
Berlin þokumóða 4
Chicagó rigning 10
Frankfurt alskýjað 4
Glasgow lágþokubl. -5
Hamborg þokumóða 2
London léttskýjað 4
LosAngeles heiðskírt 13
Lúxemborg skýjað 2
Madrid léttskýjað 1
Malaga léttskýjað 6
Mallorca leiftur 3
Montreal alskýjað 4
New York heiðskírt 12
Nuuk skafrenning- -3
Paris skýjaö 4
Róm skýjað 12
Valencia léttskýjað 8
Vín heiðskirt 11
Winnipeg léttskýjað -18
Gengið
Gengisskráning nr. 228. - 28. nóv. 1990 kl. 9.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar
Pund
Kan. dollar
Dönsk kr.
Norskkr.
Sænsk kr.
Fi. mark
Fra. franki
Belg. franki
Sviss.franki
Ffoll. gyllini
Vþ. mark
It. lira
Aust. sch.
Port. escudo
Spá. peseti
Jap.yen
frsktpund
SDR
ECU
54.160 54.320 54,940
107,294 107,611 107,339
46,475 46.613 47,209
9.5520 9,5802 9,5299
9,3792 9.4069 9.3515
9,7744 9.8033 9,8011
15.2843 15,3295 15,2675
10,8477 10.8798 10,8599
1,7725 1,7778 1.7664
42.9569 43.0838 42,9924
32.4593 32,5552 32,2598
38.6070 36,7151 36,3600
0.04878 0,04893 0,04854
5.2049 5,2203 5,1684
0.4158 0.4181 0,4129
0,5768 0,5785 0,5804
0,42017 0,42141 0,43035
97,740 98,029 97,519
78,4524 78,6842 79.0306
75,5559 75,7791 75,2925
Simsvari vegna gcngisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
27. nóvember seldust alls 65,753 tonn.
Magn í
tonnum
Verö í krónum
Meöal Lægsta Hæsta
Blandað 0,552 35,00 35,00 35,00
Karfi 2,093 45,19 20,00 48,00
Keila 5,339 35,46 29,00 37,00
Langa 1.920 66,93 56,00 71,00
Lúða 1,067 335,24 275,00 390,00
Lýsa 0,760 49,27 47,00 50,00
Skata 0,095 259,32 130,00 326,00
Skarkoli 0,030 60,30 56,00 74,00
Skötuselur 0,012 100,00 100,00 100,00
Steinbitur 0,726 56,89 44,00 64,00
Þorskur, sl. 26,292 99,14 87,00 111,00
Þorskur.smár 0,653 76,55 73,00 81,00
Þorskur, ósl. 4,019 89,45 77,00 124,00
Ufsi 0,029 12,00 12,00 12,00
Undirmál. 4,058 63,21 50,00 68,00
Ýsa, sl. 11,329 88,97 75,00 103,00
Ýsa, ósl. 7,839 78,43 72,00 95,00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
27. nóvember seldust alls 16,063 tonn.
Steinbitur
Langa
Keila
Smáýsa, ósl.
Ufsi, ósl.
Lýsa, ósl.
Lúða
Ýsa
Ufsi
Þorskur
Ýsa, ósl.-
Smáþorskur, ósl.
Þorskur, ósl.
Steinbítur, ósl.
Langa, ósl.
Keila, ósl.
0,056
0,067
0,264
0,039
0,016
0,081
0,104
2,431
0,022
1,234
5,739
0,272
4,327
0,306
0,309
0,796
30,00
56,00
34,00
50,00
17,00
42,00
245,79
92,05
25,00
102,18
84,94
41,00
88,00
30,00
52,93
25,00
30,00 30,00
56,00 56,00
34,00 34,00
50,00 50,00
17,00 17,00
42,00 42,00
200,00 345,00
86,00 100,00
25,00 25,00
97,00 104,00
69,00 90,00
41,00 41,00
71,00 92,00
30,00 30,00
39,00 55,00
25,00 25,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
27. nóvember seldust alls 44,040 tonn.
Undirm. 0,010 46,00 46,00 46,00
Skarkoli 0,018 74.00 74,00 74,00
Blálanga 0,094 73,00 73,00 73,00
Steinbítur 0m223 47,33 41,00 52,00
Síld 9,510 9,40 9,40 9,40
Skötuselur 0,081 162,65 85,00 170,00
Lýsa 0,133 38,00 38,00 38,00
Ufsi 0,619 46,21 24,00 49,00
Karfi 0,109 42,20 40,00 50,00
Ýsa 5.465 83,59 64,00 92,00
Þorskur 23,037 98,69 80,00 120,00
Skata 0,042 92,00 92,00 92,00
Lúða 0,088 412,56 385,00 435,00
Langa 2,342 72,50 34,00 75,00
Keila 2,127 37,44 26,00 41,00
Hlýri 0,130 59,95 46,00 70,00
Háfur 0,012 5,00 5,00 5,00