Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991. 9 Utlönd Háttsettir Palestínumenn myrtir í Túnis - útgöngubann á herteknu svæðunum Salah Khalaf eða Abu lyad, náinn samstarfsmaður Yasser Arafats, var myrtur í Túnis í gærkvöldi ásamt tveimur öðrutn háttsettum palestínskum leiðtogum. ísraelsk yfirvöld segja Khalaf hafa borið ábyrgð á skipulagningu fjöldamorðanna á ólympiuleikunum í Miinchen 1972. Reuter Þrír háttsettir leiðtogar Palestínu- manna voru myrtir í Túnis í gær- kvöldi. Meðal hinna myrtu var mað- urinn sem sagður var hafa skipulagt íjöldamorðin á ísraelskum íþrótta- mönnum á ólympíuleikunum í Miinchen 1972. Liðsmaður í Fatah-hreyfmgunni palestínsku sagði í morgun að byssu- maður hafi myrt Saleh Khalaf, öðru nafni Abu Iyad, Hael Abdel-Hamid og Fakhri al-Omari. Morðin áttu sér stað á heimili Abdel-Hamids í út- hverfi Túnis. Síðar greindi opinbera fréttastofan í Túnis frá því að hand- teknir hefðu verið menn grunaðir um moröin. Margir voru sagðir hafa særst og verið fluttir á sjúkrahús. Heimildarmenn Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, sögðu að byssumaður hefði ruðst inn í her- bergi þar sem mennimir þrír voru og heföi hann skotið þá þar til bana. Yasser Arafat, leiðtoga PLO, var greint frá morðunum eftir að hann kom til Bagdad frá Amman þar sem hann hafði átt viðræður við Hussein Jórdaníukonung um Persaflóadeil- una. Saleh Khalaf, sem ísraelsmenn segja hafa skipulagt morðin á íþróttamönnunum ellefu í Miinchen, stofnaði Fatah-hreyfinguna ásamt Arafat árið 1960. Hann gegndi engri opinberri stöðu innan PLO. Abdel- Hamid var „innanríkisráðherra" PLO. Hann hefur að vissu marki borið ábyrgð á skipulagningu upp- reisnar Palestínumanna á herteknu svæðunum. Omari aðstoðaði Khalaf við rekstur öryggissveita Fatah- hreyfingarinnar. Khalaf og Arafat hófu á sínum tíma vopnaða baráttu gegn ísraelsmönn- um og náðu síðar ásamt öðrum hóp- um yfirráðum í PLO. Leiðtogar sam- takanna voru þá orðnir aldraðir og búnir að missa stuðning hðsmann- anna. Palestínskir heimildarmenn segja að byssumaðurinn hafi verið líf- vörður Abdel-Hamid sem betur hefur verið þekktur undir nafninu Abu al- Hol eða svingsinn. Áheymarfulltrúi PLO hjá Samein- uðu þjóðunum, Nasser al-Kidwa, var fyrstur til að staðfesta morðin eftir að starfsmenn PLO í Túnis höfðu Ný landstjórn hefur enn ekki tekið við völdum í Færeyjum þrátt fyrir að Jafnaðarflokkurinn og Fólka- flokkurinn hafi náð samkomulagi um að starfa saman í stjórn. Skömmu áður en lögþingið átti aö koma saman í gær til að staðfesta samkomulag flokkanna og kjósa nýja ráöherra tilkynnti einn af þingmönn- um jafnaðarmanna að hann gæti ekki stutt stjómina. Flokkamir tveir, sem standa að nýju stjóminni, hafa 17 af 32 lög- þingsmönnum að baki sér. Því er nóg að einn þingmaður víkist undan merkjum til að stjónnn tapi meiri- hluta sínum. Deilan stendur úm hveijir skuh fá sæti í landstjóminni. Flokkamir vísað fréttinrii á bug. Kidwa sagði að ísraelskir leyniþjónustumenn væru grunaðir um að standa á bak við morðin. Talsmaður ísraelska hersins og aðstoðarmaöur Moshe Arens, varn- armálaráðherra ísraels, kváðust engar upplýsingar hafa um skotárás- ina og neituðu aðild ísraela í morð- unum. Arens sagði að mögulegt væri að til mótmælaaðgerða kæmi á her- teknu svæðunum vegna morðanna en vonaði jafnframt að ekkert yrði af þeim. Útgöngubann var í morgun sett á Palestínumenn á herteknu hafa komið sér Scunan um að jafnað- armenn fái fjóra ráðherra og að Ath Dam verði lögmaður á fyrra helm- ingi kjörtímabilsins. Það þykir jafn- aðarmönnum of mikh undanláts- semi við Fólkaflokkinn. Fólkaflokkurinn á að fá þrjá ráð- herra og mikilvægustu embættin að mati óánægðra jafnaðarmanna. Jóg- van Sundstein, formanni Fólka- flokksins, er ætlað embætti fjármála- ráðherra og flokkur hans fær einnig sjávarútvegs- og samgöngumál. Ath Dam hefur gefið sínum mönn- um frest til kvöldsins að ná sáttum um landstjórnina. Að öðrum kosti hættir hann tilraunum til að mynda landstjóm. Ritzau svæðunum. Árið 1988 var þekktur palestínskur leiðtogi, Khahl al-Wazir, myrtur í Túnis. Þykir sennhegt að ísraelskir leyniþjónustumenn hafi verið að verki. Wazir, sem var þekktari undir nafninu Abu Jihad, hafði umsjón með öryggismálum PLO og var á þeim tíma helsti maðurinn á bak við uppreisnina á herteknu svæðunum. Flestir þeirra sem sagðir em hafa verið tengdir fjöldamorðunum í Munchen hafa verið myrtir. Reuter Jógvan Sundstein, formaður Fólka flokksins. DV-mynd Kalmar Lindenskog Stjómarkreppa skollin á aö nýju í Færeyjum: Jafnaðarmenn sætta sig ekki við nýja landstjórn - Atli Dam hótar að hætta stj órnarmyndun w ■■■■ W ■ WC wvldl MllfUIIII dV taka við fjölda flóttamanna Sviar segjast aðeins þurfa sólar- allt frá því í mars á síðasta ári. hringsfyrirvara til að undirbúa sig Stöðugt hafa verið að berast fréttir fyrir að taka á móti straumi flótta- af áhuga manna í Sovétríkjunum á manna frá Eystrasaltslöndunum. aö komast yfir tU Vesturlanda um Þar í landi er sagt að allt eins geti leið og hömlur á feröafrelsi verða farið svo að mÍkiU fjöldi manna rýmkaðar. Þessi viðbúnaður kem- reyni að komast yfir Eystrasaltiö ur nú að góðum notum ef fólk í ef Sovétherinn herðir enn tökin i Eystrasaltslöndunum neyðist th að Eistlandi, Lettlandi og Utháen. flýja heimalönd sín. Yfirmaður málefna innflyfjenda Viðbúnaðurinn felst einkum í að segir að ekkert bendi emi til að tryggja hugsanlegum flóttamönn- verulegur íjöldi flóttamanna leggi um þak yfir höfuðiö. Samvinna er leiö sína til Sviþjóðar úr austri. með sveitarfélögum í Svíþjóö um Hins vegar sé rétt að vera við öllu að taka viö flóttamönnunum. Eink- búinn því að ástandið sé mjög um er gert ráð fyrir að hýsa þá í ótryggt. skólum og íþróttahúsum ef fjöldinn Viöbúnaður vegna hugsanlegra verðurmikih. tt fióttamanna hefur verið i Svíþjóð Eldsvoðinn í Scandinavian Star upplýstur? Norska lögreglan telur sig hafa upplýst hver ber ábyrgð á eldsvoöan- um í ferjunni Scandinavian Star 7. apríl í fyrra þegar hundrað fimmtíu og átta manns létu lífið. Að því er heimildir NTB-fréttastofunnar norsku herma var brennuvargurinn 37 ára gamall danskur ríkisborgari sem áður hafði verið dæmdur fyrir íkveikjur. Hann fórst í eldsvoðanum. Lögreglan mun opinbera niðurstöð- ur rannsóknarinnar eftir að ríkis- saksóknari hefur fengið þær í þess- ari viku. Lögreglan er ekki sögð hafa fundið tæknheg gögn sem sanna að Daninn hafi verið sá sem kveikti í. Það munu fyrst og fremst vera vísbendingar, framburður vitna og fundur í klefa hans sem benda til þess' að hann hafi verið brennuvargurinn. Ritzau Norska lögreglan segir að 37 ára gamall danskur rikisborgari, sem áður hafði verið dæmdur fyrir íkveikjur, hafi kveikt í Scandinavian Star og sjálf- ur farist í eldsvoðanum. Simamynd Reuter Vinningstölur laugardaginn 1 l^.janúar 91 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN | VINNINGSHAFA 1. 5af5 5 1.535.299 2. *TÆ 8 108.676 3. 4af5 322 4.657 4. 3af 5 10.063 347 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 13.787.318 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.