Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991. 26 LífsstOl Happdrættin í desember: Margir stóru vinning- anna á óselda miða - sölutölur æði misjafnar Um sextán aöilar eöa sérsambönd fengu leyfi fyrir sérhappdrætti hjá dómsmálaráðuneytinu þar sem dregið skyldi í desember. Til við- bótar koma stóru happdrættin þrjú, HÍ, SÍBS og DAS. Happdrætti Háskólans og SÍBS hafa bæði þá reglu að draga út stærstu vinninga sína í desember- mánuði, en happdrætti DAS hefur aprílmánuð sem sinn stærsta mán- uð. Söluhlutfall happdrættismiða er oft á tíðum ansi lágt, getur jafn- vel farið undir 10% af heildarmagni útgefinna miða. Fjölmargir þeir, sem fiárfest hafa í happdrættismið- um, hafa misst af því þegar vinn- ingsnúmer hafa veriö birt í hinum ýmsu happdrættum. Til upplýs- inga eru hér á eftir birtar tölumar fyrir stærstu vinninga helstu happ- drættanna. Sala oftast 10-30% af heild Hjá Styrktarfélagi vangefinna fengust þær upplýsingar að upplag miða hefði verið 100 þúsund miðar. Þar af hefðu selst um 24-25 þúsund miðar sem er minnkun um 4-5% frá síðasta ári. Tólf fyrstu vinning- arnir voru bifreiðavinningar, og gengu þrír þeirra út. Fyrsti vinn- ingur, Toyota Corolla bifreið að upphæð 1.380.000 krónur kom á númer 17341 en gekk ekki út. Sömu sögu er að segja af öðrum vinn- ingi, Mitsubishi Lancer að verð- mæti 900.000 krónur á miða 39674. Vinningar 3-12, bifreiðar að upp- hæð 620.000 krónur hver komu á númer; 7025, 11213, 17059, 17574, 37178, 47573, 70048, 72321, 80827 og 98420. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu gengu vinn- ingar út í samræmi við söluna. Salan var um 25% af útgefnum miðum og um fiórðungur vinninga gekk út. Fyrstu þrír vinningarnir, Volvo bifreið, kom á miða númer 8739, 165878 og 185171. Vinningar 4-6, Daihatsu Charade bifreið, komu á númer 30301, 70090 og 157044. íbúðir, bifrelðar eða ferðavinningar Draga átti í happdrætti Alþýðu- flokksins þann 12. desember en drætti í því happdrætti hefur verið frestað fram yfir áramót. Sjálfs- björg var með sitt árlega happ- drætti sem dregið var í á Þorláks- messu. Salan var ansi dræm hjá þeim, útgefnir miðar eitthvað um 120 þúsund en salan aðeins um 8.800 miðar. Stærsti vinningurinn, Ford Econoline eða Mercedes Benz að upphæð þrjár og hálf milljón, gekk ekki út. Hann kom á miða númer 135086. Næstu vinningar voru 250.000 króna úttekt í tölvu- búnaði, heimihstækjum eða sjón- varpsbúnaði. Þeir voru 82 talsins og gengu út í svipuðu hlutfalh og salan. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var með símahappdrætti í gangi sem dregið var í á aðfangadag. Aðstandendur þess voru mjög ánægðir með undirtektir og sala var yfir 30% af heildarútgefnum miðum. Vinningar gengu út í sam- ræmi við sölu. Fyrsti vmningur var Ford Econoline sem gekk ekki út en hann var dreginn á númer 9132071. Önnur verðlaun, Saab 9000 gengu hins vegar út á númer 91688417. Vinningar 3-11 voru Ford Fiesta bifreiðar og gengu tveir þeirra út. Númerin voru; 91680493, 91626666, 91670221, 91685777,91612484, 9150801, 9366725, 9788827 og 9875104. 90% söluhlutfall Félag heyrnarlausa var með happdrætti sem dregið var í 18. Þeir sem eru æstir í að kaupa happdrættismiða gátu keypt þá hjá tæplega 20 aðilum i desember- mánuði. Neytendur desember. Upplag miða var ekki mikið, aðeins 20 þúsund miðar, en salan aftur á móti mjög góð eða 18 þúsund. Það samsvarar því aö 90% útgefinna miða seljist. Allir vinn- ingar í happdrætti Félags heymar- lausra voru ferðavinningar. Fyrstu tveir vinningarnir voru 250 þúsund króna ferðavinningar fyrir 4 á númer 15408 og 270 og gekk annar þeirra út. Næstu tveir voru 200 þúsund króna ferðavinningar á númer 13829 og 273 og gengu báðir út. Vinningar 5-8 vom 150 þúsund króna ferðavinningar á númer 18001, 12720, 3105 Og 16634 Og var aöeins einn genginn út. Fleiri vinn- ingshafar gátu þó vel bæst viö., SÁÁ gaf út 200.000 miða í sínu happdrætti. Þar af seldust ríflega 12.000 miðar. Fyrstu 5 vinningarnir voru íbúðir að verðmæti þijár milljónir og er ein þegar gengin út. Vinningsnúmer voru; 10577, 38435, 45493, 66473 og 124103. Sjötti vinn- ingur, Cherokee Limited kom á miða 121450 og sjöundi, Chrysler Voyager á 51437. Peugot bifreiðar, 18 talsins voru dregnar á númer; 18568, 21767, 40692, 49517, 57750, 70834, 71642, 81809, 89758, 95073, 121378, 122922, 131955, 159971, 163502, 177436, 184224 og 190068. Aðeins einn af þeim var genginn út er síðast fréttist. Fellihýsi að upphæð 900 þúsund krónur kom á miða númer 46591. Vinningar gengu út í samræmi við söluna í happdrætti SÁÁ. Hjá flugbjörgunarsveitunum í Reykjavík fengust þær upplýsingar að upplag miða í desemberhapp- drætti þeirra hefði verið 160 þús- und. Salan hjá þeim var þokkaleg, svipuð og síðasta ár, en ekki feng- ust gefnar upp neinar sölutölur. Þrír stærstu vinningar hjá þeim voru Nissan Patrol jeppar að upp- hæð 2.850 þúsund. Þeir komu á númer 19947, 31874 og 51194. Er síð- ast fréttist hafði enginn gengið út og líkur til þess að ekki færi meira en ein bifreið í mesta lagi. Næstu vinningar vour heimilisvinningar að upphæð 1.400 þúsund sem komu á miða 23010,51059 og 158585. Tveir vélsleðar að upphæð 665 þúsund komu á miöa númer 91946 og 176942. Upplag miða hjá Framsóknar- flokknum var 40 þúsund og voru söluaðilar hjá flokknum að sögn nokkuð ánægðir með söluna. Fyrstu þrír vinningarnir voru bif- reiðar, Subaru Legacy á 1.392 þús- und og Justy bifreiðar á 763 þús- und. Engin þeirra hafði gengið út er síðast fréttist. Þær komu á núm- er 37660,36502 og 10026. Þriðji vinn- ingur, vélsleði að verðmæti 676 þúsund, kom á númer 14382. Vinn- ingar 4-8, Macintosh tölvur að and- virði 150 þúsund komu á númer 15538, 2064, 38518, 2118 og 8521. Ferðavinningar 60 þúsund hver, 6 talsins, komu á númer 23128, 3623, 18070, 29109, 20568 Og 1774. Trompmiðinn gekk ekki út Af stóru happdrættunum þrem- ur, HÍ, SíBS og DAS, sem draga út í hverjum mánuði, þá eru HÍ og SÍBS með desember sem sinn stærsta mánuð. Stóri mánuðurinn hjá DAS er í apríl. Stærsti vinning- urinn hjá Hí í desember síðastliðn- um var 45 milljónir ef sami aðilinn var svo heppinn að eiga alla mið- ana í númerinu. Trompmiði á stærsta vinning hefði gefið 25 millj- ónir en enginn átti þann miöa. Af hinum fiórum miðunum í stærsta vinningnum var aðeins einn seldur óg fóru þar 5 milljónir. Stóru vinn- ingarnir eru þó ekki nema 10-11% af heildarupphæð vinninga og skipta því ekki meginmáli varðandi afkomu happdrættisins að sögn söluaðila. Hjá SÍBS fengust þær upplýsing- ar að báðir stærstu vinningarnir hjá þeim, andvirði 5 milljóna og einnar milljónar, hefðu gengið út. Seldir miðar af heildarupplagi væru 55%, en langt væri síðan stærsti vinningur hjá SÍBS hefði komið á óseldan miða, að sögn Ól- afs Jóhannessonar, forstjóra SÍBS. Sömu sögu er að segja frá Happ- drætti DAS, þar gengu báðir stærstu vinningarnir út, en þeir voru báðir að verðmæti ein milljón. -ÍS Heimsendingarþjónusta verslana Oftast ókeypis Þegar aldurinn færist yfir er oft þægilegt að geta hringt í verslanir og pantað vörur sem sendar eru heim. Yfirleitt er það svo með smærri verslanir að þær eru með heimsend- ingarþjónustu. í flestum tilfellum kostar þessi þjónusta ekkert, sé um eldri borgara úr hverfinu að ræða. Sumar verslanir rukka'gjald fyrir heimsendingar, allt upp í 300 krónur fyrir hvert skipti. Stórmarkaðimir senda ekki vörur heim, enda kannski eðlilegt þegar um svo stórar verslan- ir er að ræða. Blaðamaður Neytendasíðu hafði samband við nokkrar verslanir og kannaði hvemig þessum málum er háttað hjá þeim. Júllabúð í Álfheim- um, Áskjör, Garðarsbúð Grenimel, Kjötbúð Suðurvers, Háteigskjör, verslunin Siggi og Lalli og Vogaver senda allar vörur heim, viðskipta- vinum að kostnaðarlausu. Oftast nær er það eingöngu fyrir eldri borgara og þá fyrir viðskipta- vini úr hverfi búðarinnar. Verslunin Vogaver er að fara af stað með bif- reið sem tekur að sér heimsending- ar, og er stefnt að því að rukkað verði vægt gjald, um 100 krónur fyrir hvert sinn. Ef um eldri borgara er að ræða er ekkert gjald rukkað. Sumar versl- anir einskorða heimsendingarþjón- ustuna við ákveðna daga. Kjötbúð Suðurvers sendir einungis á fóstu- dögum, Vogaver einungis þriðjudaga og fimmtudaga. Nóatúnsverslanirnar senda vörur heim til viðskiptavina þeim að kostn- aðarlausu ef viðskiptavinurinn kem- ur sjálfur og velur i körfuna. Ef hringt er og pantaðar vörur, er rukk- að 300 króna gjald fyrir heimsend- ingu. Verslunin Austurstræti sendir vörur heim gegn 250 króna gjaldi, og Kjötstööin Glæsibæ tekur 200 krón- ur. Stórmarkaðirnir senda yfirleitt ekki vörur heim en af þeim verslun- um sem samband var haft við bauð Kaupstaður í Mjódd, sem er Mikla- garðsverslun, upp á heimsendingu. Það var þó háð því skilyrði að við- skiptavinurinn kæmi sjálfur og veldi vörurnar. Það skal tekið fram að þær verslanir, sem hér er fiallað um, eru aðeins lítið úrtak af öllum verslunum höfuðborgarsvæðisins. -ÍS Fréttatilkynning frá Neytendasamtökunum: Innleggsnótur og útsölur Athygh Neytendasamtakanna hef- ur verið vakin á því að sumar versl- anir taka ekki á móti inrileggsnótum ef um útsölu er að ræða. Að mati Neytendasamtakanna stenst shkt ekki gagnvart lögum nema það sé ótvírætt tekið fram á innleggsnót- unni. Neytendasamtökin telja shkan fyr- irvara þó ekki dæmi um góða við- skiptahætti. Þegar verslun hefur gef- ið út innleggsnótu án fyrirvara hefur verslunin viðurkennt að neytandinn eigi kröfu á vörum að sömu upphæð. Útsala, rýmingarsala eða önnur sala á lækkuðu verði getur á engan hátt breytt þessum rétti neytandans. Það getur oft verið þægilegt að fð vörur sendar heim til sín í stað þess að þurfa að rogast með þær sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.