Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991.
23
dv Sími 27022 Þverholti 11
Vélsleðakerrur, allar gerðir. 1 sleða og
2 sleða kerrur, yfirbyggðar eða opnar.
Verð frá kr. 59.800. Allir hlutir í kerr-
ur og vagna. Veljum íslenskt. Víkur-
vagnar hf., Dalbrekku, sími 43911 og
45270.
Hitaveitur, vatnsveitur. Þýskir rennslis-
mælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís
s/f, símar 91-671130 og 91-667418.
■ Vinnuvélax
Bændur-Verktakar-Björgunarsveitir.
Hættið að hafa áhyggjur af
ófærðinni. Fáið ykkur vinnuvél sem
kemst hvert sem er allt árið. Látið
ekki útlitið blekkja ykkur. Skoðið og
reynið Fjölfarann.
Vélakaup hf., Kársnesbraut 100,
Kópavogur, sími 641045.
■ Bflar tfl sölu
Daihatsu Charade TX, árg. ’88, ekinn
aðeins 21 þús. km. Lítur út sem nýr,
ljósblár metalic, 5 gíra, 2 dekkjagang-
ar. Má greiðast á 12 mán., skuldabéf
eða stgrafsl. Verð 550 þús. Uppl. hjá
Tækjamiðlun Islands hf., Bíldshöfða
8, sími 91-674727 eða 17678 e.kl. 17.
Til sölu MMC Galant 2000 GLS, árg. 86,
sjálfskiptur, rafdr. rúður, centrallæs-
ingar o.fl. Áth. skipti á ódýrari. Upp-
lýsingar hjá Bílasölunni Bílakaupum,
Borgartúni 1, s. 686010.
Buick Electra 225, árg. ’75, til sölu, ek-
inn 64 þús. mílur, 455 vél, rafmagn í
öllu, cruise control o.fl. Upplýsingar
í síma 985-34347.
Subaru 1800 station 4x4, árg. 1989, ek-
inn 42 þús. km, rafmagn í rúðum,
splittað drif o.fl. Skipti á ódýrari bíi
koma til greina, verð 1160 þús. Borg-
arbílasalan hfi, sími 91-83085 og
91-83150.
Gullfákur til sölu. Þessi einstaki
Chrysler LeBaron ’79 er til sölu, ekinn
aðeins 78 þús. km, sem nýr að utan
sem innan, einn eigandi frá upphafi.
Uppl. í síma 92-14312.
MMC Pajero, árg. ’89, langur, bensín,
103 hö., ekinn 40 þús. Einn eigandi.
Til sýnis og sölu á Bergstaðastræti 69.
Uppí. í síma 91-22894.
MMC Pajero bensin, árg. 1987, ekinn
61 þús. km, White Spoke felgur og ný
31" dekk, vel útlítandi, verð 1250 þús.
* Borgarbílasalan hfi, sími 91-83085 og
91-83150.
Til sölu Range Rover, árg. ’80, mjög
góður bíll. Bílasalan Borgarbíllinn,
Höfðatúni 10, sími 91-622177.
Ymislegt
Ungbarnanudd.
Námskeið fyrir foreldra. Árangursríkt-
við bamakveisum. Uppl. í s. 91-667223.
Allir þurfa að nota
ENDURSKINSMERKI!
Kúvæskir útlagar í Sýrlandi krefjast brotthvarfs Husseins frá Kúvæt.
Ekki stríð!
Fyrir fáeinum mánuðum horfði
friðsamlega í heiminum. Engar
þjóðir áttu í stríði sín á milli, spenn-
an milli risaveldanna hafði slakn-
að, samið var um eyðingu kjarna-
vopna og sameiningu Þýskalands
og lýðræðislegar kosningar voru
víða í Austur-Evrópu. Afturhald-
söfl í flestum kommúnistaflokkum
Austur-Evrópu létu undan án þess
að grípa til vopna. En þegar slakað
var á kúguninni braust út niður-
bæld þjóðemisstefna svo við liggur
að sovéski björninn sé að limast í
sundur. Þau mál er ekki auðvelt
að leysa því víða búa margar þjóðir
eða þjóðarbrot í hverju landi. T.d.
býr mikið af Rússum í Eystrasalts-
löndunum sem óttast um sinn hag
verði þau sjálfstæð.
Viðbrögð Bandaríkjanna hafa
einkennst af hroka. Lýðræðisöfl í
Sovétríkjunum standa völtum fót-
um og þjösnagangur vesturveld-
anna í Austurlöndum grefur undan
þeim. Harðlínumenn láta til skarar
skríða þegar þeir sjá hvað Banda-
ríkjamenn og fleiri leyfa sér gagn-
vart andstæðingi sínum í írak og
svo virðist sem stefna Gorbatsjovs
sé að verða undir.
Nú eru ljótar blikur á lofti. Sovét-
herinn hefur þegar drepið fólk í
Litháen. Ég óttast villimannlegt
stríð í Austurlöndum nær sem eng-
inn muni vinna þegar horft er til
langs tíma, út fyrir skammsýna
olíuhagsmuni. Þó ásetningurinn sé
að frelsa Kúvæt og koma furstan-
um þar aftur til valda er ekki víst
að margir frelsist í því stríði - nema
menn trúi á betra lif eftir dauðann.
Steinum kastað úr glerhúsi
Þegar Bandaríkin ráðast gegn
Saddam Hussein kasta þau stein-
um úr glerhúsi. Þau styðja ísraels-
ríki gegnum þykkt og þunnt þó það
hafi lagt undir sig land frá þremur
ríkjum og hunsað margar alþjóða-
samþykktir.
Stórveldin hafa alið nöðruna
Saddam Hussein við brjóst sín.
Hann hóf hörmulegt árásarstríð
gegn nágranna sínum í austri, íran,
sem geisaði í 8 ár og kostaði milljón
mannslíf. Þá naut hann pólitísks
og hemaðarlegs stuðnings þeirra
sömu ríkja sem ærast nú þegar
hann fer með árásarher sinn á
hendur nágranna í suðri. Vopnin
hefur hann fengið á góðum kjörum
hjá þeim sem hann miðar þeim á
nú.
Stríð nærist á fáfræði,
fordómum og hatri
Arabalöndin eru merkilegur og
furðu samstæður heimur. Þar
blómstraði menning mörg þúsund
árum áður en ísland byggðist. Þar
er vagga vísinda okkar og heim-
speki, ekki síst í landinu milli fljót-
anna, Messapótamíu, sem nú heitir
írak. Þó arabar myndi mörg, ólík
Kjallarinn
Þorvaldur Örn
Árnason
líffræðingur og námsstjóri
ríki eiga þeir sameiginlega menn-
ingu, tungu og trú. Ef Vesturlönd
ráðast með hörku á eitt þessara
ríkja er eins víst aö þaö muni sam-
eina þau hvað sem sundrungu
valdhafa þeirra líður og Saddam
Hussein verði heilagur píslarvott-
ur í huga þeirra.
Við erum engir englar. Munum
það ef við beijum okkur á brjóst
og tölum niðrandi um araba, trú
þeirra og siði. Þegar hugsunar-
háttur er ólíkur er hætta á fordóm-
um á báða bóga. Vestræn menning
sækir á með sína siði og ósiði.
Arabar bregðast til varnar og sum-
ir ala á hatri á Vesturlandabúum.
En lítum í eigin barm. Kannast þú
við að hafa heyrt orðið arabi notað
sem skammaryrði? Mér skilst að
fordómar og hatur gagnvart aröb-
um sé útbreitt meðal fólks í Banda-
ríkjunum og það geta stríðsæsinga-
menn nýtt sér.
Við íslendingar áttum okkar
Sturlungaöld. Þá kunnum við ekki
að leysa deilur öðruvísi en að vega
mann og annan. Við höfum lært
mikið síðan þá, ótrúlega mikið. Eft-
ir að við öðluðumst aftur sjálfstæði
hefur okkur tekist að leysa deilur
okkar án þess að úthella hlóði. Oft
hefur verið hart vegist með orðum
og stöku sinnum barist með hnef-
um en við drepum ekki andstæð-
inga okkar. Við háðum jafnvel
þrálát þorskastríð við breska ljónið
án þess að úthellt væri blóði. Við
höfum engan her og erum þar öðr-
um þjóðum til fyrirmyndar.
Að þessu leyti erum við íslend-
ingar komnir lengra á hraut sið-
menningar en þær ótal þjóðir sem
enn leysa deilur með vopnum. Lát-
um því rödd okkar heyrast og
kennum öðrum að leysa deilur án
manndrápa.
Rödd íslands
verði rödd friðar
Sá vægir sem vitið hefur meira.
Hið mjúka molar hið harða þegar
til lengdar lætur. Hér er ekki mælt
með því að gefast upp og kyssa tær
harðstjóranna heldur finna önnur
ráð en manndráp. Þá reynir á sið-
ferðisþrek, kænsku og hugrekki.
Hið forna menningarríki írak er
í öldudal harðstjómar. En sú harð-
stjórn stenst ekki til lengdar ef við
bregðumst rétt við.
Stríð í Austurlöndum nær hefði
hörmulegar afleiðingar. Það er eins
víst að á fáeinum dögum eða vikum
verði sprengt eins mikið og í heilli
heimsstyrjöld. Af því hlýst gífurleg
mengun og verðmætasóun þegar
kveikt verður í ótal olíulindum, sót
ásamt eitruðu og jafnvel geisla-
virku ryki berst um alla jörð og
gæti m.a. haft áhrif á veðurfar.
Óteljandi fjöldi af saklausu fólki
týnir lffi og heilsu. Hvarvetna verð-
ur limlest, hjálparvana fólk, lítið
um læknisþjónustu og skortur á
lyfium m.a. vegna viðskiptabanns-
ins.
„Við viljum ekki stríð, við viljum
bara frið,“ söng hópur unglinga
fyrir framan sendiráð Bandaríkj-
anna á íslandi. Sendifulltrúi kom
út, hlýddi á, tók við áskomn frá
Átaki gegn stríði og lofaði að koma
henni strax til Bandaríkjaforseta.
Við íslendingar viljum ekki stríð
(þó örli á Rambó-stælum hjá stöku
manni). Undanfarið hafa þúsundir
skrifað undir svohljóðandi áskor-
un Átaks gegn stríði:
„Við undirrituð skorum á ríkis-
stjórn íslands aö lýsa-ótvírætt yfir
andstöðu íslands við stríðsaðgerðir
gegn nokkurri þjóð í Austurlönd-
um nær. Við hvetjum íslensk
sfjómvöld til að beita sér á alþjóða-
vettvangi fyrir friðsamlegri lausn
Persaflóadeilunnar og fyrir því að
haldin verði sem fyrst alþjóöleg
friðarráðstefna mn Austurlönd
nær með þátttöku allra deiluaðila,
í samræmi við ályktanir Samein-
uðu þjóðanna."
Þorvaldur örn Árnason
„Stórveldin hafa alið nöðruna Saddam
Hussein við brjóst sín. Hann hóf
hörmulegt árásarstríð gegn nágranna
sínum í austri, íran, sem geisaði í 8 ár.“
1r