Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991. DV falla fyrir þeim Tvær „landsbyggðardruslur" skrifa: Vegna greinar Sigurbergs í DV 9. jan. sl. uxn landsbyggðarkonur dettur manni í hug að hann hafi hreint ekki farið út á land síðan í árdaga. Fróðlegt væri að vita hvemig samtök sem sunnlenskar konur tala um að stofna ætla að starfa og heiti samtakanna. - „Burt með dreifbýlisdruslurnar“ eða eittlivað í þeim dúr? Síöan yrði komið á passaskyldu fyrir höfuðborgarsvæðið og makalaus- um konum umsvifalaust snúið við til síns heima. En svona án gamans; hvemig í ósköpunum stendur á því að þessum „lítt snyrtu og illa gefnu dreifbýliskonum“ reynist svo auðvelt að ná sér í sunnlenska menn þegar svona mikíð framboð er af vel snyrtum og greindum sunnlenskum konum í makaleit? Saga Guð- mundargóða Rannveig skrifar: Ég þakka sjónvarpinu fyrir góða og fallega mynd, sem var sýnd á jóladagskvöld. Fyrir utan að segja sögu Guðmundar góða á skemmtilegan og fræðandi hátt, þá var tónlistin falleg og litirnir í myndinni hrífandi. Árni Pétur var ágætur í hlutverki Guðmund- ar góða, textinn var mjög áheyri- legur og Róbert Arnfmnsson í hlutverki sögumanns var punkt- urinn yfir i-ið eins og við mátti buast. Ég hygg að þessi vel gerða og listræna mynd hafi farið fram hjá mörgum í öllum boðmium á jóla- dagskvöld, og ég legg því til að myndin verði endursýnd, og þá á þeim tíma sem fjölskyldan getur notiö hennar saman. - Sagan riíj- ast upp hjá fullorðna fólkinu og vekur áhuga hjá þeim ungu. Keppinautar Sigurbergs Páll skrifar: í lesendabréfi í DV 9. þ.m. kem- ur fram Sigurbergur nokkur, kyntröll mikið, sálfræðingur og kvennahella hin mesta. Auðvitað vill hann ekki fá svona mikið af sætum og greindum stúlkum til Reykjavíkur. - Þær eru ekkert annað en þvermóöskan, likt og beljur í fjósi. Auk þess að líta ekki við hverjum sem er, halda þær sig vera einar í heiminum. Svo er þetta líka mjög slæmt sálfræöilega fyrir karla sem eru í stúlkuleit að hafa svona mikið að spila úr. Að ekki sé nú talað um að þetta eru ekkert annað en keppinautar Sigurbergs! Svo bið ég að heilsa þessum mikla kvennasálfræðingi í von um að fá að heyra meira frá honum um málefní kvenna á Suðurlandi. Frábærþjónusta Pétur Jóhannesson skrifar: í tilboði frá PóstMac hf rétt fyr- ir jóhn mátti lesa eftirfarandi m.a. „Hjá okkur kostar 40Mb harður diskur næstum það sama og 20Mb annars staðar. Við höf- um fengið söluumboð á Jasmine jaðartækjum fyrir Macintosh tölvur og bjóðum 40Mb harðan disk á kr. 37.000“ Mér fannst þetta girnilegt. Til stóð að gefa syni mínum, sem er við nám í Svíþjóð, harðan disk fyrir Machintosh tölvu hans. - Eigandi PóstMac sagðist senda póstfax strax til fyrirtækisins og reyna að scnda diskinn beint til Svíþjóöar. Svariö kom sama kvöld og var ekkert þessu til fyr- irstöðu. Tilboðið var kr. 29.720. Diskurinn er móttekinn og ég sendi fyrirtækinu PóstMac bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu. Spurningin Ertu fylgjandi innflutningi á ostlíki á pitsur? Ágústa Richardsdóttir kliníkdama: Fólk á að fá að hafa val og því á að leyfa innflutning. Sjálf myndi ég þó ekki vilja ostlíki á mína pitsu. Lesendur Hvar voru „spútnikarnir"? Friðrik Jónsson skrifar: Samtökin gegn stríði, og að mig minnir fleiri aðilar, boðuðu til fundar á Lækjartorgi í gærdag (10. jan.) til að mótmæla stríði við Persaflóa eins og aðstandendur fundarins kölfuðu það. Ég átti leið fram hjá fundarstað þegar fundurinn stóð sem hæst og mér fannst vera fremur þunnskipapð á torginu, varla meira en þrjú fjögur hundruð manns og engin sú stemn- ing var þar sem hefði þó mátt búast við þegar hóað er af slíkum „spútnik- um“ sem taldir voru upp í fréttatil- kynningu frá „Átaki gegn stríði" - Ég saknaði þessara manna og hélt að margir þeirra létu í sér heyra á útifundinum. Ég heyrði t.d. ekki í biskupsritara, ritstjóra Tímans og fyrrv. ráðherra, formanni BSRB, landlækni, bæjar- stjóra Hafnaríjarðar, borgarfufltrúa Nýs vettvangs eða aðstoðarforstjóra Reykvískrar endurtryggingar. Hins vegar voru þarna minni spámenn sem enga lukku gerðu í málflutn- ingi. Nokkur spjöld voru á sköftum með áletrunum út í hött og komu þessu Persaflóamáli ekkert við. Á einu spjaldanna stóö t.d. Rambush eða eitthvað áfíka gáfufegt. Ég hafði reiknað með að þarna kæmu fram einhveijir þeirra sem kynntu undirskriftasöfnunina vegna átaks gegn stríði, t.d. rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð, presturinn Gunnar Kristjánsson, Haraldur 01- afsson dósent, að ógleymdum Gísla „gísl“ Sigurðssyni. - En ónei, þeir létu það ógert að stíga í ræðustól. Gísli afboðaði komu sína heyrði ég í útvarpinu - hann var að vinna. Auð- vitað. Og rektor M.H. var „upptek- inn“ í viðtali á Bylgjunni. Hvað ann- að? Ég skil vel að mikils metnir menn skuli hafa frábeðið sér að halda úti- ræðu í skjóh heimskautanætur um svo heitt mál sem stríð við Persa- flóann. Nóg er að gert meö stuöningi þessara mektarmanna við málstað Husseins íraksforseta. Hilmar Karlsson blaðamaður: Nei, ég er alfarið á móti því. íslenski ost- urinn er mjög góður og ég vil ekki fá annað bragð í munninn. Halldór Kristiansen bankamaður: Já, það er mun hagstæöara að kaupa ostlíki. En ég vil vera viss um að lík- ið sé steindautt. Evrópubandalagiö og íslendingar Algjörlega andvígur Einar Gíslason skrifar: Eftir að hafa horft á síðasta þátt Ingimars Ingimarssonar um ísland og Evrópubandalagið í Sjónvarpinu hef ég sannfærst enn betur um að við íslendingar eigum ekkert erindi í það bandalag, hvorki með aukaað- ifd né sem fuffgifdir meðlimir. Ég er algjörlega andvígur þátttöku okkar í viðræðum um þessa hluti eins og á stendur. Ástandið í Evrópu og útlitið þar er ekki svo bjart þegar t.d. er lit- ið Sovétríkjanna og landanna næst þeim. í þessum síðasta þætti um EB kom glöggt fram hjá þeim íslensku við- mælendum sem þar var leitað til, t.d. dr. Gunnari Schram, Gunnari Helga Kristinssyni lektor og Kristófer Má í Brussel, að þeir eru því ekki frábitn- ir að íslendingar stefni að inngöngu í EB. Þama kom fram að fld. æðsta dómsvald okkar, Hæstiréttur, myndi 'hverfa héðan og æðsti dómstóll landsins yrði í Evrópu. Fleiri atriði voru nefnd til sögunnar sem dæmi um skertan sjálfsákvörðunarrétt okkar. Þegar ég haíði dregið saman niður- stöður ummæla sumra þeirra sem í þáttunum hafa komið fram sýnist mér að þeir íslendingar séu ákafastir talsmenn inngöngu í EB sem eygja sjálfir einhvem möguleika á að kom- i/leð inngöngu islendinga í EB heyrði Hæstiréttur sögunni til. ast betur af bæði hvað varðar launa- kjör og aðstöðu. - Þannig sýnist mér að ýmsir embættismenn t.d. og svo ungir menntamenn sjái þarna gjör- breytta aðstöðu fyrir sig og sína. - Ef æðsti dómstóll landsins, Hæsti- réttur, verður fluttur til Evrópu, hvaða íslendingar myndu þá fá sæti í honum? Verða það núverandi dóm- arar eða aðrir yngri menn? Ganga embættin kannski í arf? Hvað sem líður vangaveltum um inngöngu okkar í EB verða allir ís- lendingar að gefa sár tíma til að íhuga atöðu sína og-gera sér fulla grein fyr- ir hvað innganga þýðir fyrir efnahag hvers og eins og hvort hún leiði til farsældar lands þjóðar. Þættimir um ísland og EB í Sjónvarpinu hafa sýnt mörgum nýja hlið á sjálfstæði íslend- inga. Framboðsmál Alþýðubandalagslns: Ekkert sjálfgef ið Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs þings. - Hafa bæði gefið kost á sér í framboð í Reykjavík. Ólafur Jóhannsson skrifar: Ég hafði sannarlega búist við meiri og frískari endurnýjun á framboðs- listum Alþýðubandalagsins eftir allt sem á undan er gengið í herbúðum flokksins. Aö ekki sé nú talað um þaö sem skeð hefur í Evrópu síðustu mánuði. Framboðsmál Alþýðu- bandalagsins hefðu átt að þróast í líkingu við það sem hefur orðið í mörgum stjómmálaflokkum Evrópu og lengst af studdu óbreytt ástand í Sovétríkjunum og í Austur-Evrópu. Þannig heföu nýir frambjóðendur verið í efstu sætum lista Alþbl. hvar- vetna á landinu í næstu kosningum. Það er ekkert sjálfgefið að núverandi þingmenn flokksins séu alls staðar í efstu sætum, jafnvel þótt þeir séu að öðm jöfnu vel hæfir einstaklingar í stjórnmálum. Þeirra sjónarmið eru önnur en margra þeirra sem nú fylgja breyttum tímum og vilja líka breytta stefnu Alþýðubandalagsins. Framboðsmál flokksins í Reykja- vík og einnig á Vestfjörðum eru í raun óleyst þótt Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir hafi tilkynnt veru sína á Ustanum. Ekkert er sjálf- gefð að kjósa alltaf sama fólkið í efstu sætin. Heldur er það ekkert sjálfgefið að forysta flokksins í Reykjavík eigi að hafa afskipti af uppstilhngu list- ans á Vestfjörðum. - Mér finnst að í þetta sinn verði að vera algjör upp- stokkun hjá Alþýðubandalaginu hvað varðar efstu sætin á listum flokksins í næstu kosningum. Með því einu eru líkur á að hann haldi einhverju fylgi. Kristinn Daníelsson nemi: Nei, mér finnst íslenskur ostur betri og þó sá innflutti yrði ódýrari þá skiptir það engu máh. Laufey Pálsdóttir húsmóðir: Nei alls ekki. Við eigum nóg af osti hér heima til að nota og ég er alls ekki viss um að sá innflutti verði ódýrari. Jóhann Pétur Sigurjónsson nemi: Nei ég held ekki. Pitsur bragðast betur með alvöru osti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.