Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991. Fréttir Stöðug spenna í Eystrasaltsríkjunum: Sovéthernum var beitt gegn Lettum í morgun - nokkrir slösuðust þegar lögregluskólinn 1 Rlga var tekinn Sovéskir hermenn tóku lögreglu- skólann í Riga, höfuðborg Lettlands, í morgun og afvopnuðu lögregluna í einni af lögreglustöðvum borgarinn- ar. Á nokkrum stöðum var bílum, sem ætlað var að hindra for hersins til þinghússins, rutt úr vegi. Ekki hafði þó þegar síðast fréttist verið ráðist til atlögu við þinghúsið. Það voru menn úr sérsveitum hersins sem beittú sér í morgun. í Lettlandi var litið svo á að aðgerðimar í morg- un væru fyrst og fremst hugsaðar til að valda uppnámi og óvissu í borg- inni. Einn þingmanna sagði að herinn væri ekki að hugsa um það að taka völdin nú sem stendur heldur að skapa sér tækifæri til að grípa til harðari aðgerða. Enn gera menn sér vonir um að samningar náist um friðsamlega lausn þótt sú von sé veik. „Tilgangurinn með aðgeröunum er augljóslega sá að sýna að ríkisstjórn landsins hafi ekki Mla stjórn á landinu og verði því að hrökklast frá,“ sagði þingmaðurinn. „Þetta eru tilviljanakenndar að- gerðir sem miða að því að valda skelfingu meðal borgarbúa og auka þannig enn á óvissuna. Við óttumst að herinn láti til skarar skríða síðar í dag,“ sagði hann ennfremur. Nokkrir urðu fyrir barsmíðum sér- sveitarmannanna í Ríga í morgun en enginn slasaðist þó alvarlega. Mikill mannljöldi er í miðborginni í þeim tilgangi að varna hemum aðgöngu að þinghúsinu og öðrum opinberum byggingum. Reuter Gorbatsjov er fallin stjarna - Gorba-æöið á Vesturlöndum varð að engu á einni nóttu Gorbatsjov hefur varið aðgerðir Sovéthersins í Vilnu en jafnframt sagt að hann hafi ekki skipað svo fyrir að ráð- ist skyldi til atlögu. Gorbatsjov sætir nú harðri gagnrýni á Vesturlöndum. Simamynd Reuter Vinsældir Mikhails Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, virðast nú úr sögunni á Vesturlöndum. Allt þar til um síðustu helgi var hann meðal vin- sælustu þjóðarleiðtoga heims en ímynd hans er öU hrunin eftir at- burðina í Litháen og framgöngu Sov- éthersins í Eystrasaltsríkjunum. Heima í Sovétríkjunum hefur hann alla tíð verið umdeildur, sérstaklega fyrir efnahagsstefnu sína. Áköfustu stuðningsmennimir hafa hins vegar verið á Vesturlöndum eins og best sést af því að honum vom veitt frið- arverðlaun Nóbels á síðasta ári. Nú hafa komið fram opinberlega efa- semdir um að það hafi verið rétt ráð- stöfun. Alla helgina var Gorbatsjov þögull um atburðina í Litháen. Það var fyrst á fundi Æðsta ráðsins í gær aö hann lét skoðun sína í ljósi. Hann sór þar fyrir að hafa fyrirskipað árásina á höfuðstöðvar útvarps og sjónvarps í Vilnu en réttlætti samt aðgerðir hersins. Tónninn í máh Gorbatsjovs var allur annar en verið hefur til þessa. Hann greip til réttlætinga sem sovét- leiðtogar fyrri tíma notuðu. Það þótti einnig ljóst að forsetinn væri taugaó- styrkur. Staða hans á alþjóðavettvangi er nú orðin mjög slæm. Hann átti til skamms tíma vinum að fagna í Þýskalandi. Þar var um tíma talað um Gorba-æði enda Gorbatsjov þakkað að færi skapaðist á að sam- eina þýsku ríkin. Nú hefur Helmut Kohl kanslari látið í ljósi efasemdir um stefnu forsetans og sagt að síð- ustu atburðir geri að engu vonir manna um friðsamlega sambúð ríkja heims. Leiðtogar Evrópubandalagsins hafa hótað að taka fyrir alla aðstoð til Sovétríkjanna og Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, segir að engin leið sé að halda aðstoðinni áfram ef stalínistar ná aftur völdum í Kreml. Japanar segjast einnig ætla að end- urskoða afstööu sína til Sovétríkj- anna og hafa lýst miklum vonbrigð- um með kúvendinguna sem orðin er á stefnu Gorbatsjovs. Reuter Skýringar Sovétmanna ekki teknar alvariega - Gorbatsjov talinn bera ábyrgðina á atburðimum í Litháen Fiimland: Mauno Koivisto, forseti Finn- lands, hefur sætt gagnrýni fyrir að taka ekki einarða afstöðu með Eystrasaltsríkjunum í baráttu þeirra við stjómina í Kreml. Mál- ið er sérlega viökvæmt vegna ásakana um að Finnar séu enn háðir Sovétríkjunum. Koivisto forseti sagði fyrir helgi að engin hætta væri á blóösút- hehingum í Eystrasaltslöndun- um og hann virtist taka í einu og öllu trúanlegar yfirlýsingar Sov- étstjómarinnar um málið. Harri Holkeri utanríkisráð- herra hefur gengið fram i að af- saka orð forsetans og sagt að á þeirri stundu hafi menn ekki vit- að betur en að Sovétstjómin vildi friðsaralega lausn mála í Litháen. FNB ---------------------------- Bandaríkjastjóm tekur ekki trú- anlegar þær skýringar Sovétstjóm- arinnar að lágt settur foringi í hem- um hafi tekið þá ákvörðun að ráðast til inngöngu í opinberar byggingar í Litháen þegar 14 menn féllu og í það minnsta 140 særðust. Embættismenn í Washington sögðu að afsakanir stjómarinnar í Kreml væm ekki trú- verðugar. „Hver er eiginlega forseti?" spurði embættismaður í utanríkisráðuneyt- inu þegar hann var beðinn um áht á skýringum stjómarinnar. Gor- batsjov og aðrir stjómarmenn í Kreml halda fast við þá skýringu að skipunin um að gera árás á höfuð- stöðvar útvarps og sjónvarps í Vilnu hafi ekki komið frá þeim þótt enginn þeirra hafi lýst sig andvígan aögerð- unum og gert allt til að réttlæta þær. Opinbera skýringin í Sovétríkjun- um en enn sú að „menn frá innanrík- isráðuneytinu haii tekið að sér eftir- ht í sjónvarpshúsinu vegna þess að Sovétmenn hafi verið móðgaðir vegna lyganna sem þaðan komu“. Þá er stjórn Litháens kennt um mannfalhð sem varð í áhlaupinu. Þessar skýringar, og orðalagið sem á þeim er, þykir minna á fyrri tíma í Sovétríkjunum og hafa vakið spurningar um hvort Gorbatsjov hafi enn raunveruleg völd í Kreml. Sovétsérfræðingar í Bandaríkjun- um segja að völd forsetans séu óskert og að hann hafi gripið til óyndisúr- ræða til að halda völdum. í Sovétríkj- unum hafa lýðræðissinnar haldið hinu sama fram og Boris Jeltsín, for- seti Rússlands, segir að nú sé hafin öflug sókn gegn lýðræði í landinu. Helsta skýringin á sinnaskiptum Gorbatsjovs er talin vera sú að ástandið í efnahagsmálunum sé örð- ið það slæmt að Gorbatsjov hafi átt um þá kosti að velja að tapa völdum eðahallaséraðhernum. - -Reuter 4|M Litháen: 65 menn horfnir Talið er aö 65 menn hafi horfið sporlaust í Litháen eftir að til átakanna kom í Vilnu aðfaranótt sunnudagins. Upplýsingafulltrúi stjórnarinn- ar í Litháen í Ósló segist haia öruggar heimildir fyrir þessu og segir að Landsbergis forseti hafi beðið hann aö koma þessum upp- lýsingum á framfæri. Ekkert er vitaö um örlög þess- ara manna en þó er almennt tahð að Sovétherinn beri ábyrgð á hvarfi þeirra. NTB Friðar- verðlaun til Landsbergis Forseti norska stórþingsins hefur tekið að sér að vera formað- ur nefndar sem ætlar aö standa fyrir „Friðarverðlaunum fólks- ins“ og er Landsbergis, forseti Litháens, útnefndur til að taka fyrstur við þeim. Stórþingið veitir ár hvert frið- arverðlaun Nóbels en sú ákvörð- un að veita Gorbatsjov þau á síð- asta ári sætir vaxandí gagnrýni og nu vilja þingmenn greinilega bæta fyrir það. Alvarlegasta áfalliö koma þegar ekkja Andreis Sakharovs bað um að nafn manns hennar yrði tekið af listanum yfir verðlaunahafa. NTB Leiðtoga- fundinum líklega frestað Líklegt er tahð að ekkert verði af fundi George Bush Bandaríkja- forseta og Michails Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, sem vera á Moskvu í næsta mánuði. Þegar fundurinn var ákveðinn á síðasta ári var ekkert sem benh til ósætt- is milli stóveldanna en nú eftir atburðina í Eystrasaltsrikjunum hallast flestir aö þvi að fundinum verði frestað um óákveðinn tíma. „Augljóslega er aht í óvissu um ferðina til Moskvu,“ sagðí Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta húss- ins, um leiðtogafundinn sem áætlað var að stæði dagana 11. til 13 febrúar. „Það eru almennar efasemdir um hvort við getum sóma okkar vegna fariö til fund- arins.“ TU þessa hefur aldrei orðið að fresta fundi forseta Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna allt frá árinu 1960 þrátt fyrir storma- sama sambúð lengi vel á því tíma- bili. Fitzwater tók fram að ekkert hefði verið ákveðið enn og yrði ekki gert fyrst um sinn. Áður en Fitzwater lét þessi orð falla í gær hafði hann neitað öll- um vangaveltum um að til stæði að fresta fundinum. Um leið og sovéski herinn lét til sín taka í Litháen komu fram í Bandaríkj- unum kröfur um aö Bush færi ekki til fundarins. ’ Thomas Foley, forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, hefur lýst áhyggjum þingsins vegna at- burðanna í Eystrasaltslöndunum en sagði í gær að Bandaríkja- menn myndu missa af mikilvægu tækifæri til að mótmæla við Sov- étmenn ef Bush færi ekki til fund- arins. Re„ter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.