Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1991, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1991. Sviðsljós Perilla er 178,5 sm há og vó minnst 38 kíló. Sjálfri fannst henni hún of feit. „Nú vil ég helst gleyma fortíöinni og horfa fram á við,“ segir Pernilla, sem hefur náð sér af anorexíunni. Tvítug og þjáðist af anorexíu: . Vigtin var komin niður í 38 kíló - en Pemilla er 178,5 sm há og sem gángandi beinagrind Ef einhver er að hugsa um megrun nú eftir jólin er betra að gæta sín. Það fékk hún að reyna sænska stúlk- an Pernilla Johansson sem er rétt tvítug. Hún ætlaði að léttast um nokkur kíló en fékk sjúkdóminn anorexiu (lystarstol) og það tók hana sex ár að ná aftur lágmarksþyngd. Pernilla var sem gangandi beina- grind án þess að taka eftir því. Einn daginn þegar Pernilla kom heim úr skólanum lá bók á eldhús- borðinu um anorexíu. Hún velti vöngum yfir hvers vegna bókin væri þar en datt ekki í hug að það væri BÍLAS PRAUTU N Auðbrekku 14, sími 64-21 -41 Laugavegi 45, sfmi 626120. Gott stelkhús og bar. OpiA alla daga frá kl. 18.00. Tjara á hjólböröum minnkar veggrip þeirraverulega. Ef þú skníbbar eða úöar þá með olíuhreinsiefni (white spirit / terpentína) stórbatna aksturs- eiginleikar í hálku. yUMFERÐAR RÁÐ henni sjálfri viðkomandi. Það voru foreldrar hennar sem lögðu bókina á borðið í von um að yngsta dóttirin áttaði sig á að það sem einu sinni var meinlaus megrunarkúr hafði breyst í lífshættulegan sjúkdóm. Pernilla segist hafa lifað á salat- blöðum og grófu brauði. Feitar sós- ur, kökur og ís voru t.d. á algjörum bannlista hennar. „Foreldrar mínir áttu í striði við mig og börðust við að láta mig skilja að allt sem stæði í bókinni um anorexíu ætti við mig. Ég barðist á móti og var algjörlega blind,“ segir Pernilla. Loksins er hún komin yfir sjúk- dóminn og er á leiðinni til Bandaríkj- anna þar sem hún ætlar að starfa sem au-pair í eitt ár. Pemilla gerir sér ekki grein fyrir hvenær megr- unarkúrinn varð að sjúkdómi. Vandamál Pernillu hófust er fjöl- skyldan flutti upp í sveit árið 1984. Pemilla hafði lengi hlakkað til að flytja í sveit og kynnast náttúrunni. En ekki var allt eins spennandi og hún haíði vonast til. Hún missti sam- band við bestu vinkonu sína og á nýja staðnum vom fáir jafnaldrar hennar. Pemilla saknaði vinanna en vildi þó sýna að hún gæti staðið á eigin fótum. Hún einangraði sig meira og meira. Um sama leyti fékk hún á tilfinninguna að hún væri of feit. Hún fór að stunda sund af mikl- um krafti. í skólanum æfði hún hlaup og ákvað að láta strákana ekki hlaupa fram úr sér. Allir voru sam- mála um að Pemilla væiTkomin í góða þjálfun. Hún var sextíu kíló og 178,5 sm há. Henni fannst þó ekki nóg komið og ákvað að grenna sig meira. Pemilla var kappsöm í skóla, bæði í félagslífi og námi en þegar hún kom heim var hún úrvinda af þreytu. Hún lá yfir tískublöðum og bar sig saman við ungar og grannar fyrirsætur. Hana dreymdi um að verða eins og þær. „Eitt skipti tók mamma af mér blaðið, benti á eina fyrirsætuna og spurði hvort mér þætti hún grönn. Hún er feitari en þú, sagði hún. Ég neitaði að viðurkenna að mamma hefði rétt fyrir sér.“ Vorið 1985 leituðu foreldrarnir til sálfræðings. Þá hafði Pernilla lést úr tæpum 64 kílóum niður í 43 kíló. Bæði foreldrar Pernillu og hún sjálf ræddu við sálfræðinginn en það var ekki til neins þar sem hún hafði enga trú á honum. í staðinn var leitað til læknis sem taldi vandamálið þó ekki alvarlegt þar sem Pemilla var ekki farin að kasta upp öllu sem hún setti niður. En það kom að því að Pernilla veiktist illilega og var lögð inn á sjúkrahús. Þar var hún í sex vikur. Hún var svo máttlaus að fæturnir báru hana ekki. Næringarrík fæða var nauðsynleg þrisvar á dag og auk þess heilsusamlegir drykkir. „Það var ömurlegt að láta troða í sig mat sem mann langaði ekkert í. Ég grét mig í svefn á kvöldin og bað mömmu og pabba að leyfa mér að koma heim. Þegar heim kom varð þó staðan sú sama og hún hætti að borða. Þrisvar var Pemilla lögð inn á sjúkrahús. Þegar verst gegndi vó hún 38 kíló. „Ég get þakkað foreldrum mínum að ég er á lífi í dag,“ segir hún. „Þau komu mér inn á sjúkrahús sem sér- hæfa sig í anorexíu. Þar var tekið á máhnu hörðum höndum og meðal annars voru teknar ljósmyndir og myndbönd og það hefur kannski ver- ið besta lækningin." í maí óskaði hún eftir að útskrifast en ennþá er hún í samstarfi við læknana. „Mér finnst ég hafa náð tökum á mér og get borð- að kökur og ís án þess að verða grip- in angist. Eg er orðin 60 kíló og ætla að fitna örlítið meira. Ég vil helst gleyma fortíðinni og horfa fram á við.“ FERDAR HVÍTUR STAFUR TÁKN BLINDRA í> UMFERÐ FATLAÐRA' VIÐ EIGUM SAMLEIÐ Átti Presley launson? Sú stórkostlega saga gengur nú fjöllunum hærra í Hollywood að launsonur Elvis Presley sé kominn fram. Sé sagan rétt er hann sonur Presleys og Dolores Hart. Dolores þessi lék á móti Presley í kvikmynd- unum Loving You og King Creole á árunum 1957 og 1958. Það vakti á sín- um tíma nokkra athygli að hún gaf leikferilinn upp á bátinn og gekk í klaustur. Samkvæmt sögunni góöu á hún að hafa flúið í klaustur vegna mis- heppnaðs ástarævintýris sem hún átti með Presley og leiddi til þess að hún varð barnshafandi af hans völd- um. Umboðsmaður Elvis gerði sitt ýtrasta til þess að fá hana til aö fall- ast á fóstureyðingu en hún neitaði af trúarlegum ástæðum. Barnið fæddist með leynd og var Hann segist vera sonur Elvis Pres- iey. Hún striplast fyrir stór- stjömur Shelley Michelle hefur nokkuö óvenjulega atvinnu í kvikmyndaiðn- aðinum vestan hafs. Hún háttar sig fyrir stórstjörnur sem ekki vilja sýna bíógestum of mikið af líkama sínum. Þannig voru það fætur og lendar Shelíey sem allir dáðust að í kvik- myndinni Pretty Woman. Julia Ro- berts tók ekki í mál að striplast á nærbuxunum fyrir framan kvik- myndavélarnar. Shelley fékk annað hlutverk í kvik- myndinni My Stepmother Is An Ali- en er þar dansaði hún og fór flikk flakk og heljarstökk fyrir Kim Basin- ger og fékk væna fúlgu fyrir. Hún segist sjálf þakka áralangri þjálfun sem ballettdansari glæsileg- an vöxt sinn sem er hennar lifi- brauð. Hún lætur sér í léttu rúmi liggja þó aðrar konur öðlist frægð fyrir glæsilegan vöxt hennar. „Þetta er afbragðs vinna. Ég hef kynnst fjöldanum öllum af fógru og skemmtilegu fólki og ætla að halda þessu áfram þangað til ég verð of gömul,“ segir Shelley. þegar í stað gefið júgóslavneskum hjónum sem störfuðu í sirkus sem var á ferð um Ameríku. Pilturinn ólst upp í sirkusnum með foreldrum sínum, sem sneru reyndar aldrei aftur til-heimalands síns, og lærði ljónatamningu. Hann fékk aö vita um uppruna sinn þegar hann varð 21 árs. Hann er lifandi eftir- mynd meints föður síns og hefur lát- ið breyta nafni sínu í Elvis Aaron Presley og klæðist fötum í líkingu við það sem faðir hans heitinn gerði meðan hann var í sviðsljósinu. Dolores Hart, sem enn dvelur í klaustri í Connecticut, hefur alfarið neitað þessum sögusögnum og segist ekkert við þennan mann kannast. Það gerir söguna óneitanlega talsvert ótrúlega. Meintir foreldrar hans, Elvis Presley og leikkonan Dolores Hart. Shelley Michelle háttar sig fyrir stór- stjörnur sem ekki vilja opinbera lik- amsvöxt sinn á hvíta tjaldinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.