Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991. 3 Fréttir Stríösótti í skólum: Börnin spyrja og kenn- arar reyna að útskýra „Á þessu stigi málsins höfum viö ekki viljað ýta undir ótta nemenda við yfirvofandi stríð við Persaflóa með mikilli opinberri umræðu innan skólans. Við teljum að þar sem stórir hópar barna koma saman sé verið að ala á ótta þeirra með því að ræða of mikið um ástandið við Persaflóa. Hins vegar hvetjum við foreldra til að reyna að útskýra þessi mál fyrir börnum sínum og bendum á það hlutverk sem kirkjan hefur á tímum sem þessum," segir Ellert Borgar Þorvaldsson, skólastjóri í Ártúns- skóla. Það er afar misjafnt hvemig tekið er á stríðsótta bama í skólum borgar- innar. Sums staðar hefur þeim verið safnað saman á sal, prestar fengnir til að vera með bænastundir og skólastjórar og kennarar hafa reynt að útskýra hvað stríð sé og hverjar afleiðingar þess gætu verið. í öðrum skólum hefur kennurum verið falið að útskýra málin innan hvers bekkj- ar fyrir sig og reyna að svara spum- ingum barnanna innan íjögurra veggja skólastofunnar. „Mér finnst mikilvægt að fullorðið fólk, sama hvort það eru kennarar eða foreldrar, ræði við börnin um það sem er að gerast í heiminum þessa dagana. Það á ekki að láta börnin finna að þau séu utanveltu í umræðunni um yfirvofandi stríð. Það getur leitt til þess aö þau byrgi óþarfa ótta innra með sér,“ segir Víðir Hafberg Kristinsson skólasál- fræðingur. „Það er ekki ástæða til að teyma þau inn í stríðsumræðuna; það er betra að þau hafi sjálf frumkvæðið að því aö ræða þessi mál. En ef þau spyrja á að reyna að greiða úr spurn- i'ngum þeirra og það er mikilvægt að fullorðið fólk gefi sér tíma til þess.“ „Það hefur verið þó nokkur um- ræða um hvað sé að gerast við Persa- flóa innan veggja þessa skóla. Nem- endur hafa spurt kennara sína um ýmsa hluti sem varða stríð og afleið- ingar þess. Þeir hafa reynt að leysa úr spumingum nemenda eins og kostur er. Við verðum greinilega vör við að margir nemendur eru mjög hræddir við stríð og fjöldi þeirra áttar sig ekki á hvað felst í hugtakinu," segir Arnfinnur Jónsson, skólastjóri í Foldaskóla. „Við söfnuðum börnunum saman á sal skólans síðastliðinn mánudag. Þar sungum við friðarsöngva og ég reyndi að útskýra hvað stríð væri, svo kom séra Pálmi Matthíasson hingað og var með bænastund. Kenn- arar hafa svo reynt að útskýra ástand mála fyrir börnunum. Krakk- arnir fylgjast með fréttaflutningi af yfirvofandi stríði og ég tel að það sé rétt að skólinn reyni að útskýra þessi mál fyrir börnunum. Þau þurfa að fá að tala um hræðslu sína og kvíða gagnvart stríðsátökum en eiga ekki að byrgja hræðsluna innra með sér. Umfjöllun um þetta efni gefur einnig kost á að ræða um samskipti milli einstaklinga og samskipti þjóða. Þessi umræða er því kjörinn vett- vangur til að fjalla um siðfræði í víð- um skilningi," segir Kári Arnórsson, skólastjóri Fossvogsskóla. „Fræðslan um ástand mála við Persaflóa er á hendi hvers og eins kennara. Við höfum reynt að ræöa við börnin í litlum hópum en ekki farið þá leiö að safna öllum nemend- unum saman á sal. Þetta er við- kvæmt og erfitt mál og við reynum eins og kostur er að ala ekki á ótta viðkvæmra sálna," segir Ingi Krist- insson, skólastjóri Melaskóla. -J.Mar Borgarráð: EÐA ER RÚMIÐ SÓFI? MESTA ÚKVALIANDSINS AF SVEFNSÓFUM HVAÐA BREIDD VILTU2 Húsgagnahdllin REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK Bílaumferð um Austur- stræti til athugunar Borgarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að leita umsagnar borgar- verkfræðings um hvort æskilegt sé að Austurstræti verði opnað fyrir bifreiðaumferð næstu 6 mánuðina. Tillaga þessa efnis barst ráðinu frá Þróunarfélagi Reykjavíkur. í grein- argerð með tillögunni segir að fyrir- hugaðar framkvæmdir við Vonar- stræti muni torvelda mjög umferð Borgarráð: Stytlri gjald- skylda við stöðumæla Borgarráð samþykkti á fundi sín- um í vikunni að stytta gjaldskyldu við stöðumæla í Reykjavík um klukkustund. Tillaga þessa efnis kom frá nýstofnuöu Þróunarfélagi Reykjavíkur. Frá því á síðasta ári hefur gjaldskyldan verið frá klukkan 9 til 16 en eftirleiðis þarf einungis að greiða í stöðumælana milli klukkan 10ogl6. -kaa Meiriafli enífyrra Heildar sjávarafli landsmanna árið 1990 var 1.444.161 lestir sem er heldur meiri afli en kom á land árið 1989 en þá bárust 1.429.620 lestir á land. Þetta kemur fram í bráðbirgðatölum frá Fiskifélagi íslands. Þorskaflinn dróst saman á síöasta ári, þá fengust 314.297 lestir af þorski, en árið áður 336.392 lestir. Hins vegar jókst ýsu-, ufsa-, karfa-, rækju-, hörpudisks-, og loðnuaflinn. Sam- dráttur varö hins vegar í veiðum á grálúðuogsíld. -J.Mar um miðborgina. Með opnun Austur- strætis megi bæði ráða bót á þessu og koma til móts við óskir „meiri- hluta hagsmunaaðila í miðbænum", eins og segir í tillögunni. -kaa Þetta getur veríð BILIÐ milll lífs og dauða! Yíirbpröir ( \ / r 4 v h \ e -v. ‘ 11í ' Margir keppa vrö pad alla sína tíð að standa upp úr og ná lengra, en þegar á reynir leynk þeir sér ekki hinir einu og sönnu - YFIRBURÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.