Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991. 13 v Sandkom Kvótasalan komin á fullt KvótasaJan erhafln affull- umkraftiJsér- ritíMorgun- blaðsins um sjávantlvegs- ; mál, í verinu, máltilinna nokkraratiB- lýsingariga-r þarsemmenn voruaðóska eftírbotnfisk- kvóta til kaups. Sumir vilja kaupaframtíð- arrækjukvóta og framtíðarkvóta af öllum tegundum og fyrir hönd þeirra vonar maður bara að ekki veröi afla- brestur og þar með samdráttur í veið- um. Svo er það eítt sjávarljónið sem vill kaupa þorsk-, ufsa- og karfakvóta til notkunar. Ekki er frá því greint hvernig viðkomandi hyggst brúka sinn k vóta; h vort hann œtíar að ley fa fiskinum að stækka í sjónum eða h vort hann ætlar að veiða hann strax. Hann mætti skána Eldri hlnst- endumrásarl hugnastekki öilumþær: breytingarsem vorugerðará dagskrá gömlu gufunnará dögunum. ; Mörgum þcirra finnst þeir hafa veriðsviknirog voliasttilað dagskrárásar- innarverði færðtilfyrra horfs: Það hetur veriö voða törn í vetrar dagskrá hrárrt Mér finnst þessi Markús Örn mættiveraskárri. Kínahúsið Kínahúsiöí Lækjargötu hefurveriðlok- aðundanfarna daga.Áúti dyrnar hefttr verið hengd upptilkynning þarsemsegh- aðKínahúsið verðilokaðúm stundarsakir vegna vetrar- leifa. Menn hafa svonaver- iðaðveltaþvi fyrir sér hvort starfsfólkið sé s vo önnum kafxð við aö eta matarleifar desembermánaðar að það megi ekki vera að því að uppvarta gesti eða hvort það hafi fengið vetrarleyfi og þurfi þar af leiöandi ekki að mæta til vmnu. Menn ársins Viðupphaf nýsárstaka himr ymsustu fjölmiðlar.upp áaðkjása : mannliðins árs. Víkurblað- iðáHúsavík hefurannan hátt á þessu því þaðorþegar búiðaðutnefna mennársins 1991. íblaðinu segir svo: „1 okkarhuga koma éngir aðrir til greina en þær miklu hetjur, rafveitustarfsmennim- ir, björgunarsveitarmenn, símamenn og aðrir sem í ársbytjun sýndu svo ótrúlegt harðfylgi við að flytj a okkur, sem heima sátum, birtu og yl. Það er stundum talað um að víkingslund- in sé löngu uppgufuð úr íslendingum nútímans en kempurnar, sem lögðu nótt við dag að undanförnu, blautar, kaldar og hraktar, úti i foráttuveð- rum, hafa afsannað þá kenrúngu." Umsjón: Jóhanna Margrét Einarsdóttlr Fréttir Afstaða fólks til ástandsins við Persaflóa: Stríð eða ekki stríð Mikil spenna er nú í loftinu hjá fólki víða um heim vegna ástands heimsmála, og þá einna helst vegna atburðanna við Persaflóa. Stríðsótti er mikill hjá sumum, aðrir vilja að Saddam Hussein verði látinn gjalda fyrir yfirgang sinn og sýnist sitt Bára Jensdóttir: Hafa ekki reynt til þrautar „Ég er þeirrar skoðunar að gera beri allt til þess að komast hjá stríði. Það á að beita áfram viðskiptaþving- unum og reyna allar hugsanlegar róttækar leiðir án stríðs. Yfirlýsing um stríð á hendur írak getur þó hugsanlega verið réttlætanleg ef Saddam Hussein gengur of langt í yfirgangi sínum,“ sagði Bára Jens- dóttir. „Ég tel að enn hafi ekki allar sátta- leiðir verið reyndar til þrautar og vegna þess er stríö ekki réttlætan- legt. Ég veit ekki hvorir eru skárri, Bandaríkjamenn eða Saddam Huss- ein,“ sagði Bára að síðustu. hverjum. Vegna þessa fór DV á stúf- ana og kannaði afstöðu fólks til hugs- anlegs stríðs við Persaflóa. Spurt var: Ertu sammála eða ósammála því IngiÞórðarson: Leysamálináður en þauversna „Ég vil endilega að bandamenn grípi til vopna og leysa her málin strax, áður en þau versna enn frek- ar. Það þarf að stöðva þennan yfir- gang. Við íslendingar gætum jafnvel tekið þátt með því að senda hjálpar- lið eða hjúkrunarfólk," sagði Ingi Þórðarson. „Það er brýnt mál að afvopna íraka að því marki að þeir hafi aðeins vopnabúnað til þess að verja sig sjálf- ir þannig að þeir hafl ekki bolmagn til þess aö ráöast svona á aðrar þjóð- ir. Það ætti einnig aö leggja áherslu á það að koma Saddam Hussein frá,“ voru lokaorð Inga. Ágúst Einarsson: Þettaerlög- regluaðgerð „Ég er sammála því að að banda- menn grípi til vopna við Persaflóa. Þetta er allt saman mjög flókið mál. Það er réttlætanlegt að gripið sé til vopna og ég lít þannig á málin að þarna sé verið að framkvæma eins konar lögregluaðgerð,“ sagði Ágúst Einarsson. „Ef Saddam er ekki stöðvaður strax getur veriö erfiðleikum bundið aö stöðva hann síðar. Það verður að af- vopna heri Saddams. Mér finnst það athyglisvert að margar arabaþjóðir taka afstöðu gegn Saddam Hussein og ekki eru það meðmæli með honum hvernig hann hefur komið fram gegn Kúrdum. Þessar aðgerðir hans lýsa honum og vopnavald er því réttlæt- anlegt," sagði Ásgeir. BirgirKarlsson: Allt betra en stríð „Ég er ósammála því að banda- menn grípi til vopnavalds við Persa- flóa. Aflt er betra en stríð. Stefni Saddam Hussein hins vegar út í fleiri landvinninga mætti hugsanlega end- urskoða afstöðuna," sagði Birgir Sig- urðsson. „Ég er þeirrar skoðunar að eins og nú er málum háttað eigi að beita efnahagsþvingunum áfram þar til írakar verða að láta undan síga. Þær koma mjög illa við íraka,“ sagði Birg- ir að lokum. að bandamenn grípi til vopna við Persafíóa? Áslaug Ólafsdóttir: Hugsa um framtíðina „Ég er alveg ósammálá því að grip- ið verði til vopna í þessari deilu. Ég er sannfærð um að það verður aðeins til þess aö erfiðara verður að leysa úr vandamálum þessa heimshluta eftir á ef farið verður út í stríð. Mál leysast einfaldlega ekki með stríði," sagði Áslaug Ólafsdóttir. „Það er mín skoðun að það eigi að láta reyna lengur á viðskiptaþving- anir. Ég er mjög hrædd um affeiðing- ar efnavopna, og ekki síður af kjarnavopnum, ef þeim yrði beitt ef stríð verður. Maður verður að hugsa um framtíðina og þess vegna er ég andvíg því að beitt verði vopna- valdi,“ sagði Áslaug. Þuríður Magnúsdóttir: Ekkert réttlætir vopnavald „Nei, ég er ósammála því að vopna- valdi sé beitt við Persaflóa; bókstaf- lega ekkert styður vopnavald. Ég er reyndaf mikill friðarsinni. Jafnvel þó Saddam gangi enn lengra en hann hefur þegar gert þá verður að leita samningaleiöa út í það óendanlega," sagði Þuríður Magnúsdóttir. „Mér finnst ekki að Bandaríkja- menn* eigi að vera í fararbroddi í þessari deilu við Persaflóa. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem eiga að sjá um alla friðarviðleitni á þessu svæði. Þrátt fyrir öll mín orð um þessi mál finnst mér þó alls ekki að Saddam Hussein sé í neinum rétti þarna fyrir botni Persaflóa,“ sagði Þuríður að síðustu. Nick Hannigan: Alþjóðleg frið- arráðstefna „Ég er ósammála beitingu vopna- valds við Persaílóa. Allt er betra en stríð og þess vegna verður að foröast beitingu vopnavalds til að forðast óhjákvæmilegar afleiöingar sem hljótast af stríðsrekstri. Þó verður að endurskoða afstöðuna til þessa máls ef Saddam Hussein gengur lengra en hann hefur gert til þessa," sagði Nick Hannigan sem búsettur er hér á landi. „Núverandi ástand réttlætir ekki vopnavald í deilunni og mín skoðun er sú að áfram skuli beitt viðskipta- þvingunum. Von mín er sú að allir þessir atburðir viö Persaflóa verði til þess að komið veröi á alþjóðlegri frið- arráðstefnu þar sem allt Palestínu- vandamálið og deilumálin á þessu svæði verði tekin fyrir og einhver viðunandi lausn fmnist," voru loka- orö Nicks Hannigans. ÍS DV-myndir BG Urval af pústkerfum og púst- klemmum frá viðurkenndum framleiðendum í Evrópu og USA. * Bifreiðatjakkar, allar stærðir. * Toppgrindur fyrir fíesta bíia. Gæðavara - gott verð Póstsendum Bílavörubúðin FJÖÐRIN Skeifan 2 simi 82944 Skíðaiðkendur, athugið! Bjóðum ódýrar passamyndir í skíðapassa. - Verð aðeins kr. 500,- MÍNÚTUMYNPIR, Lækjartorgi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.