Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991. BÍLAGALLERÍ Opið virka daga 9-18. Laugardaga 10-16. Honda Civic '86, Ijósblá, S g., útv/segulb., vetrard/sumard., ek. 39.000, v. 760.000. Saab 900i '87, hvítur, 5 g., vökva- st., útv/segulb., vetrard/sumard., ek. 88.000, v. 950.000, skipti. Mazda 323 1,5 ’87, beige metal., 5 g., útv/segulb., velrard/sum- ard., ek. 68.000, v. 550.000. Nissan Pulsar 1,3 '87, hvitur, 5 g., útv/segulb., vetrard/sumard., ek. 59.000, v. 540.000, skipti. Toyota Corolla DX ’87, rauðbrún, 4ra g., útv/segulb., velrard/sum- ard„ ek. 59.000, v. 570.000. MMC Lancer GLX ’87, Ijósbrúnn met., 5 g., vökvast., útv/seguib., vetrard., ek. 101.000, v. 530.000, skipti. Charade TS '89, hvitur, 4ra g., útv., vetrard., ek. 52.000, v. 520.000. Toyota Tercel 4WD ’88, blár/grár, 5 g., útv/segulb., fallegur bíll, ek. 64.000, v. 800.000. Subaru st. 1,8 GL ’86, Ijósblár, 5 g., vökvast., útv/segulb., vetr- ard/sumard., álfelgur, ek. 90.000, v. 780.000, skipti. Brimborg hf. Faxafeni 8, s. (91) 685870 Utlönd George Bush Bandaríkjaforseti flutti ávarp sitt til bandarisku þjóðarinnar um tveimur klukkustundum eftir að árásin á írak hófst. Simamynd Reuter Bush Bandaríkjaforseti: Heimurinn gatekki beðið lengur „Heimurinn gat ekki beðið lengur. Saddam Hussein brást við allri frið- arviðleitni meö fyrirlitningu. Ég vona og trúi því aö þetta verði ekki langvarandi stríð. Þetta verður ekki nýtt Víetnam,” sagði George Bush Bandaríkjaforseti í sjónvarpsræðu til bandarísku þjóðarinnar í nótt um tveimur klukkustundum eftir að hann hafði gefið fyrirskipun um að ráðist yrði gegn írökum. Bush hafði tekiö ákvörðun þegar síödegis á þriðjudaginn, að því er Richard Cheney, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, upplýsti á fundi með fréttamönnum í nótt. For- setinn tók þó með í reikninginn að írakar kynnu að leita lausnar á deil- unni á elleftu stundu en ekkert varð af því. „Saddam Hussein hóf grimmi- legt stríð gegn Kúvæt fyrir fimm mánuðum. Nú skerumst við í leik- inn,“ sagði Bush í ræðu sinni. Hann sagði einnig í sjónvarpsræð- unni að Saddam Hussein væri að leggja síðustu hönd á nýtt kjarnorku- vopn. Bandarískir leyniþjónustu- menn hafa fullyrt að írakar hafi þró- að svokallaða geislasprengju sem hafi ekki mikinn sprengikraft en banvæna geisla. Cheney sagði að árásin beindist fyrst og fremst að hernaðarlega mik- ilvægum stöðvum og að allt yrði gert til að forðast árásir á óbreytta borg- ara. Þegar hann var spurður hvort árásunum yrði beint gegn Saddam Hussein persónulega sagði hann aö ekki hefði verið reynt að hafa uppi á honum. Sagt er að Bandaríkjaforseta sé ljóst að framtíö hans sem forseta og pláss hans í sögubókunum ráðist af úrslitum stríðsins. Það er þó einnig skoðun forsetans að meira sé í húfi. Eitt land og einn maður, írak og Saddam Hussein, ógna hugmynd hans um nýja „heimsmynd” þar sem stórveldin vinni saman að friðsam- legum lausnum á svæöaátökum og vopnum sé almennt fækkað. Reuter og NTB Sovétmenn lýsa yf ir stuðningi Skömmu eftir að árásin hófst á ír- ak lýsti stjórn Sovétríkjanna yfir stuðningi við hana en tók fram að markmiðið væri að frelsa Kúvæt en ekki að leggja írak í rúst. „Bandaríkjamenn fara í fylkingar- brjósti hers er á að frelsa Kúvæt. Saddam Hússein hefur ekki hlýtt kalli þjóða heims um að draga her sinn frá landinu og því er þetta óhjá- kvæmilegt. Við getum ekki bent á aðra leið til að framfylgja ályktunum Sameinuðu þjóðanna,” sagði sendi- herra SovétríKjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann tók þó sérstaklega fram að Bandaríkjamenn yrðu að hafa hugfast að tilgangurinn væri að frelsa Kúvæt. Sendiherrann talaði við fréttamenn í um 15 mínútur áður en hann hélt til fundar í Öryggisráð- inu þar sem íjallað var um loftárás- irnar. Fulltrúar allra þjóða heims eru í byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York og fylgjast þar með framgangi mála. Sendiherra írana hefur sagt að allar þjóðir við Persaflóa hafi nú miklar áhyggjur af að átökin breiðist út til nálægra landa. Það veltur þó mikið á því hver herstyrkur íraka er eftir árásirnar í nótt og morgun. Sendiherrar Kúbu, Jemen og Norð- ur-Kóreu eru þeir einu sem hafa lýst sig andviga aðgerðunum. Sérstak- lega hafa sendiherrar Kúbu og Norð- ur-Kóreu verið harðorðir og sagt að þjóðir heims séu nú vitni að enn einni árásarherferö Bandaríkja- manna. Reuter Kúvætar fagna um allan heim Krónprins Kúvæts hefur látið þau boð ganga til landa sinna að sigur í deilunni um Kúvæt sé í nánd. Hann gaf þessa yfirlýsingu aðeins fáum klukkustundum eftir að bandamenn hófu aðgerðimar gegn írak. „Það er runninn upp örlagaríkur dagur. Úrslit em að ráðast í barátt- unni fyrir frelsun fóstuijarðar okk- ar,“ sagði Saad al-Abdulla al-Sabah krónprins í boðskap til Kúvæta heima og erlendis. „Þess veröur vart langt að bíða að við getum snúið heim á ný. Úrslita- stundin er mnnin upp. Harðstjórinn Saddam Hussein stendur einn og yfirgefinn. Hann hefur mætt samein- uðum herafla heimsins,” sagði hann ennfremur. Mikill fognuður hefur brotist út meöal útlægra Kúvæta víða um heim. í Kaíró dönsuðu þeir á götum úti í morgun. Sendiherra Kúvæta í París sagði að hann hefði náð sam- bandi um gervihnött til heimalands- ins og fengiö þær fréttir að mikil gleði hefði brotist út þegar fréttist af loft- árásunum á írak. „Fólkið hrópar af gleöi. Það veit að land þeirra verður nú fijálst og full- valda áður en langt um líður,“ sagði í yfirlýsingu frá sendiherranum. Reuter Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti yfir sorg sinni með að ófriður skuli hafa brotist út. Hann reyndi til siðustu stundar að ná sáttum. Slmamynd Reuter De Cuellar lýsir sorg sinni Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti hryggð sinni yfir aö stríð skuli hafa brotist út við Persaflóann. „Það er sorglegt til þess að vita aö stríð skuli hafa brotist út. Ég get ekki gert ann- að en lýst sorg minni,” sagði de Cu- ellar viö fréttamenn. Klukkustund áður en bandarísku sprengjuflugvélarnar lögðu upp í á- rásarferðina til íraks hafði George Bush samband við de Cuellar í síma og sagði honum að ákveöiö hefði ver- ið að beita fjölþjóðahernum til að fylgja eftir ályktun númer 678 frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. De Cuellar gerði allt til lokastundar tilraunir til að koma á sáttum í deil- unni. Hann átti fund með fulltrúum í Öryggisráöinu seint í gærkvöldi og skýrði því frá þeirri niðurstöðu að allar tilraunir hans hefðu reynst ár- angurslausar. Reuter Fögnuður brýst út í Washington: „Þetta er stríð á besta tíma“ Fréttin um að árás væri hafin á. írak barst meö undraskjótum hætti um Washington, höfuöborg Banda- ríkjanna. Klukkan var sjö að kvöldi þegar fyrstu fréttir bárust. „Þetta er stríð á besta tírna,” sagði bareigandi nokkur þegar hann heyröi fréttimar og átti von á að fjöldi manna sæti á yfir sjónvarpinu hjá honum fram eftir kvöldi. Litið bar á mótmælum í borgjnni ólíkt þvi sem var í New York þar sem fjöldi manna mótmælti við byggingu Sameinuöu þjóðanna. í Washington mátti heyra upphrópanir eins og „látum þá hafa þaö“ og „við erum lagðir af stað”. Sumir borgarbúar töldu sig hafa séð þessa atburði fyrir. Stöku menn mótmæltu og kröfðust þess að stríðiö yrði stöövaö strax. Lögreglan hafði góöar gætur á mann- lífinu og ekki kom til óláta. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.