Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991. Spumingin Hefur þú farið í leikhús í vetur? Sigurbjörn B. Sigurðsson nemi: Nei, ég hef ekki verið heima í eitt ár. Eggert Briem verkamaður: Nei, ég hef ekki áhuga á því sem þar er sýnt. Oftast er það eitthvað nauðaómerki- legt. Sveinn Gunnarsson nemi: Já, ég sá Ég er meistarinn - eða helminginn af því. Mér fannst það svo leiöinlegt að ég fór út í hléi. Eva ívarsdóttir nemi: Nei, ég fer voðalega sjaldan. íris Gísladóttir nemi: Nei. Ég fer mjög sjaldan í leikhús. Unnur Guðmundsdóttir fóstrunemi: Já, ég sá Meistarann og sýningu Nemendaleikhússins. Lesendur_______________________________________________ Stórt skref stigið hjá Stöð 2: Verður frelsið brot- iðábakaftur? Haukur Jónsson skrifar: Nú hefur enn verið stigið stórt skref í fijálsri fjölmiðlun á íslandi. Stöö 2 sýndi þá dirfsku og metnað að semja beint við hina þekktu CNN sjónvarpsstöð sem sendir m.a. fréttir allan sólarhringinn. - Þetta eru tíma- mót í fjölmiðlun hér»— Á sama hátt og það voru tímamót þegar fyrst svo- kaÚað Fréttaútvarp sem Dagblaðið Vísir efndi til vegna verkfalls hjá Ríkisútvarpinu og varð til þess að opna fyrir rekstur nýrra útvarps- stöðva, þá er þetta álíka frumkvæöi sem Stöð 2 nú sýnir. Á CNN fréttastöðinni eru fijálsleg- ar og fagmannlegar umræður um hvaðeina sem hæst ber. Nú eru það málefni íraks og Kúvæts, svo og of- beldi Sovétmanna í Eystrasaltsríkj- unum sem um var íjallaö þetta fyrsta kvöld sem íslenskir áhorfendur áttu þess kost að horfa á CNN stöðina. Einungis Mbl. og DV skýrðu frá þessari nýbreytni Stöðvar 2 daginn Dettur einhverjum i hug að ieggja stein í götu beinna fréttaútsendinga til íslands? eftir - og Mbl. með allri varúð þó (t.d. gagnvart þýðingarskyldu o.fl.) Ég yrði svo sem ekki undrandi þótt ein- angrunarsinnar í röðum stjómmála- manna myndu umtumast og froðu- fella af bræði vegna þessarar ný- breytni hjá Stöð 2. Svo langt gæti vitleysan gengiö að efnt yrði til utan- dagskrámmræðu á Alþingi um mál- ið og tillaga gerð um að banna svona útsendingar hiö snarasta! Þetta frelsi ætti aö vera fagnaðar- efni öllum þeim sem vilja ijúfa ein- angruri lands og lýðs. Þingmenn okk- ar og aðrir íslenskir ráðamenn, sem sjálfir eiga aðgang umfram aðra að svona fréttaumfjöllun og geta horft óhindrað á sjónvarpsstöðvar á hótel- herbergjum sínum, ættu að fagna þessu frumkvæði Stöðvar 2 og styðja áframhaldandi þróun á þessu sviði. - Því skal ekki trúað að óreyndu að nokkur verði til þess að leggja stein í götu landsmanna til að horfa á bein- ar fréttaútsendingar frá gervihnetti, jafnvel þótt ekki fylgi skrifaður texti og jafnvel þótt einhverjar auglýs- ingar slæðist með. Við verðum að hætta að fara um sjálfa okkur hönd- um sem hvítvoðungar værum. - Til hamingju, Stöð 2! Tréhestar og tjargaðir bílar L.H. skrifar: Hér í höfuðborginni tjarga borgar- yfirvöld bílana og gera manni gramt í geði. Nokkrir strætóbílstjórar (sem mér flnnst nú hreinlega falla undir skilgreininguna öfgamenn) virðast ráöa ferðinni í þessum efnum, enda þvo þeir ekki vagnana sjálfir heldur aðrir. Allir aðrir landsmenn eru lausir við þennan déskotans, óþarfa tjöruþvott, sem virðist vera orðinn eins og „aðalsmerki" reykvískra bílaeigenda. Akureyringar t.d. hlæja að höfuðborgarbúum og vorkenna strætóbílstjórunum sem ekki virðast kunna að aka í snjó og eru yfir sig hræddir í hálku. Á Akureyri, í brekkunum og á öðr- um götum þar, þekkist ekki salt- burður og því er þar ekki um tjöru- þvott að ræða þótt allir aki á negldu. Hvað skyldi gatnamálastjóri Reykja- víkur halda að þetta sanni? Strætóbílstjórar verða aö fara að lögum og aka á löglegum hraða, bæði í hálku og á auðu. Allt annað er hættulegt og raunar ótækt. Tjöru- smuröir hjólbarðar eru stórhættu- legir og hafa orsakað endalausar aft- anákeyrslur sem Reykvíkingar eru frægir fyrir í umferðinni og það að, endemum. Það verður að taka þessar öfgar nokkurra strætisvagnabílstjóra sér- staklega fyrir og hætta þessum salt- austri sem gerir aðeins illt verra. Saltausturinn eyðileggur göturnar, hemlunareiginleika hjólbarðanna eða viðnám, stórskemmir þar með bílana og gerir allar rúöur þannig að útsýni skerðist mjög og gerir veg- farendur og bíla meira og minna svarta, geðilla og hættulega í um- ferðinni. Mál er aö hnni þijósku og ofstæki einhverra „tréhesta“ á tveimur fótum. Fyrsti fundur í hagvarnarráði. - Hvenær veröur fundað um matvæli? Hagvarnarráð hefst handa Gunnar Ólafsson skrifar: Það hefur sennilega einhver máls- metandi ýtt við ráðherrum okkar eftir að hafa lesið hugleiðingar í les- endabréfi í DV á dögunum um hvaða ráðstafanir væru geröar hér á landi í hugsanlegu Persaflóastríði. Áður höfðu birst fréttir um að sérstakar ráðstafanir yrðu í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. - En það fannst bréfritara (í DV 10. jan.) ekki nóg. Þetta varð líklega til þess aö í skyndingu var kallað saman svokall- að „hagvamarráð", sem fáir eða eng- ir hafa heyrt minnst á til þessa. Mig minnir þó að einhvemtíma hafi verið ,stofnað nokkuð sem nefndist „hag- ráð“. Þetta kann þó að vera mis- minni. - Alla vega var „hagvamar- ráð“ kallað saman til „fyrsta fund- ar“ eins og sagði í frétt um málið. Og um hvað ræddi svo hagvamar- ráö, sem skipað er ráðuneytissljór- um allra ráðuneytanna? Það ræddi stöðu olíubirgða í landinu. Ég sá hvergi koma fram að þaö hefði rætt stöðu matvælabirgða eða hvemig aðdrátta til landsins skyldi hagað kæmi til alvöru stríðs. - „Viö fylgj- umst með þessu áfram og komum svo saman eftir því sem þurfa þyk- ir,“ sagði ráðuneytisstjóri forsætis- ráðuneytis. Ég hef þó ekki heyrt að ráðið hafi komið saman aftur og þó er ekki nema einn dagur (þegar þetta er skrifað) til þess dags sem sagður er vera örlagadagur um styijaldar- upphaf, kannski að einhverri þeirri voðalegustu sem duniö hefur yfir. Þurfum við að bíða þar til styijöld er hafm og komin vel á veg á annan hvorn veginn, til að heyra aftur frá hagvamarráði? Við lifum ekki á olíu einni saman, heldur matvælum, sem flest eru innflutt. Við gætum lifaö nokkuö lengi á eigin afuröum en slíkt þarf aö skipuleggja og landsmenn hafa ekki enn heyrt talaö um neinar ráðstafnir. - Við bíöum því eftir næsta fundi hagvamarráðs. Báðirtil Utháens? Kjartan hringdi: í fréttum frá Alþingi segir að forstætisráðherra hafi fengið boö frá forseta Litháens um að koma í opinbera heimsókn. íslenski for- sætisráðherrann sagðist aö sjálf- sögðu hafa mikinn áhuga á að þiggja boðið en heimsókn hans yrði að biða vegna þess hvemig málum væri háttað þar eystra. - Væntanlega mun ekki standa á honum að drífa sig þegar mál skýrast betur. Og í sama mund koma fréttir um aö utanríkisráðherra sé einn- íg boöið til Utháens. - Utanríkis- ráðherra brást hins vegar hart við og sótti um vegabréfsáritun með það saroa og þýöir það vænt- anlega að hann ætíi hvergi aö láta hræða sig. - Ég legg til að ráöherrarnir, Steingrímur og Jón, fari báðir samtímis til Lithá- ens og það á stundinni. Sendinefndin heim P.E. skrifar: Ég lýsi hneykslun minni á því að á sama tima og við íslendingar og Alþingi hefur mótmælt að- gerðum Sovétmanna í Eystra- saltsríkjunum þá skuli ekki vera kölluð heim sendinefnd okkar sem dvelur í Sovótríkjunum til að reyna að koma á viöskipta- samningum við þá sömu aðila og við erum að fordæma á Alþingi. -Hvað þýðir svona skrípaleikur? Þegar meira að segja þingfiokk- ur Alþýöubandalagsins hefur for- dæmt harðlega hemaðaríhlutun Sovétríkjanna og hvetur til end- urskoöunar á samskiptum okkar við Sovétríkin ætti ekki að vera um að kenna samstöðuleysi á Alþingi. - Því verður aö líta svo á að sendinefnd okkar í Sovétríkj- unum nú ógildi allar yfirlýsingar islenskra ráðamanna um ofbeldi og fordæmingu í Litháen. Áttrædisafmæli dr. Benjamíns Lúðvig Eggertsson skrifar: Hannes Hólmsteinn Gissurar- son rítar um dr. Benjamín H.J. Eiríksson áttræðan. Hannes er kunnur fyrir lofsöng sinn um kommúnista, sem snúið hafa frá „villu síns vegar“, sér í lagi þá Benjamín Eiríksson og Jónas Haralz. - Þeir kenna sig við Jón Þorláksson sem var talsmaður atvinnurekenda á islandi en ekki verðbréfabraskara og okur- lánara. Nokkrum vikur síðar (13.11.) skrifaði gamli maðurinn sjálfur grein, „Eg svara“ í Mbl. Áður hafði hann ritað bókina „Ég er“. Þar segir hann verkamenn eiga sök á verðbólgunni. - „Kaup- gjaldiö hefur knúið upp verðlag- ið.“ Það er talsverð breytíng frá þeim tíma er hann gekk fylktu liði með félögum sinum sem súngu: „Öreigar allra landa sam- einist!" Nýturstuðnings þúsunda Sveinn Rúnar Hauksson skrifar: Undarlegt fréttakorn gat að líta í DV 12. jan. sl. Þar er verið að velta því fyrir sér hvort Átak gegn stríði og Félagiö ísland- Palestína sé eitt og hið sama. Slík- ar vangaveltur geta aðeins birst í blaði sem flytur litiar sem engar fréttir af þessarí hreyfingu gegn styijaldaráformum við Persaílóa, á sama tíma og ritstjórar þess hafa beinum orðum hvatt til stríös. Átak gegn stríði hefur notið stuðnings þúsunda einstaklinga, fjölmennra launþegasamtaka og margra annarra félagasamtaka. Félagið Ísland-Palestína hefur veitt þessari hreyfingu stuöning, enda stendur það fáum nær, þar sem Persaflóadeilan og yfirvof- andi styrjöld ógnar tilvist palest- ínsku þjóðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.