Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Qupperneq 14
JFÍM WMGUR W,4ANÚMim 14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Sigur í fyrstu lotu Gagnsókn bandamanna gegn íraksher gekk mjög vel í nótt. Svo virðist sem lofthernaður af hálfu írakshers hafi nær algerlega lamast þegar í upphafi. Því kom í nótt eða morgun ekki til hinna alvarlegu hhðaráhrifa, sem bent hafði verið á, að gætu verið hættuleg. Mestu máli skiptir, að flugher og skæruliðum Sadd- ams Hussein tókst ekki að flækja ísrael inn í styrjöld- ina. Þeim tókst ekki að koma einni einustu sprengju til ísraels. Þar varð alls ekkert tjón, svo að her Israels sit- ur enn á friðarstóli, eins og ekkert hafi í skorizt. Þar með eru engar líkur á, að alvarleg skörð rofni í samstöðu vestrænna og íslamskra bandamanna í gagn- sókninni. íslamskar ríkisstjórnir virðast því ekki munu lenda í neinum vandræðum með að réttlæta gagnvart sínu fólki stöðu sína við hlið vestrænna bandamanna. Næstmestu máli skiptir, að herafla Saddams Hussein hefur ekki tekizt að koma af stað neinum umtalsverðum eldsvoðum í olíulindum á yfirráðasvæði bandamanna, til dæmis í Saudi-Arabíu. Aðeins hefur frétzt af einum eldsvoða og hann virðist vera í meira lagi viðráðanlegur. Þar með eru engar líkur á, að gagnsóknin og við- brögð við henni leiði til hinna hættulegu umhverfis- áhrifa á lofthjúp jarðar á þessum slóðum. Enginn fimb- ulvetur er í aðsigi, þótt dómsdagsspámenn hafi reynt að halda slíku fram á undanförnum dögum og vikum. Þriðja mikilvæga atriðið er, að bandamönnum virðist hafa tekizt nokkurn veginn alveg að taka úr umferð öll mannvirki írakshers, sem nýta hefði mátt til lofthernað- ar gegn þeim. Þannig er flugher íraks búinn að vera, hernaðarlegir flugvellir og skotpallar eldflauga. Síðasta atriðið skiptir miklu. Margir óttuðust, að her Saddams Hussein tækist að koma efna- og eiturvopnum í eldflaugum til fjarlægra staða. Það hefur ekki gerzt og virðist ekki geta tekizt. Ennfremur hefur eiturverk- smiðjum hans verið eytt. Þetta er frábær árangur. Fyrsta lotan hefur að öllu leyti farið eftir eða fram úr björtustu vonum þeirra, sem um málið hafa fjallað á Vesturlöndum. Stríðið er að vísu ekki búið, en verstu óvissuþættirnir eru að baki. Svokallaðir stríðsæsinga- menn á Vesturlöndum eru auðvitað fegnir útkomunni. Nú tekur við það, sem getur orðið langdregið. Það er að færa sigur í lofti yfir í sigur á landi. Verkefnið verður fólgið í að koma hundruðum þúsunda hermanna Saddams Hussein í skilning um, að frekari barátta leið- ir bara til ófarnaðar, svo að bezt sé að hætta henni. Bezta framhaldið væri, að írakar veltu úr sessi óarga- dýrinu, sem hefur komið þeim í þessi hrikalegu vand- ræði. Enginn vafi er á, að Saddam Hussein er hataður af meirihluta íraka, þótt menn hafi klappað og dansað og hrópað húrra til að vera ekki teknir af lífi. Þegar valdakerfið hrynur umhverfis einræðisherra af tagi Saddams Hussein, hefur oft komið í ljós, að tóma- rúm er eftir. í slíku tómarúmi er hægt að fá heilar her- sveitir til að leggja niður vopn og fagna því, að yfirmað- ur þeirra og kúgari hefur misst völd yfir þeim. Sérstök ástæða er svo til að fagna því, að friðardúfum og nytsömum sakleysingjum hefur ekki tekizt að lama Vesturlönd svo, að bandamönnum tækist ekki að koma af stað þeirri gagnsókn, sem sagnfræðilega á eftir að skipta sköpum í útþenslu lýðræðis í heimi íslams. „Stríð er bezt“ var yfirskrift leiðara hér í blaðinu fyrir skömmu. Þetta stríð er nú hafið og virðist ætla að falla í þann farveg, sem stríðssinnar höfðu reiknað með. Jónas Kristjánsson „í umræddu frumvarpi er engin stefnumótun um hvað liklegt sé til að laða ferðamenn til íslands... né tillit tekið til þess að vegna veðurfars er ísland erfitt ferðamannaland." Um ferðamálaráð, -stjóra og - Kristín Halldórsdóttir, fyrrv. al- þingismaöur og formaður feröa- málaráös, sat í 9 manna nefnd sem hélt 73 bókaöa fundi um endur- skoöun laga um feröamál og frum- varp var lagt fram á haustþingi. Laun nefndarmanna voru um ein milljón króna, miklir peningar í mínum augum og annarra hag- sýnna húsmæðra. Einkum ef ekkert fæst fyrir þá. Og víst er þaö rétt hjá Kristínu í DV 8. janúar sl. aö ég ræddi af mesta galgopaskap um vinnu nefndarinnar í umræðu á þingi og henni sárnaöi þaö. Ekki aö undra, eftir maraþonsetu á 73 fundum. Mér var þó rammasta alvara og hlýt að skýra sjónarmið mín nánar svo aö menn haldi ekki aö ég sé andvíg nýjungum í ferðamanna- þjónustu. Þaö sem ég er andvíg er þetta: * Feröamálaráði (skal nú skipaö 9 mönnum, var áður skipaö 23! Þaö er þó til bóta.) * Árlegu feröaþingi. * Embætti ferðamálastjóra. * Ferðamálafulltrúum landshluta. * Ferðamálaráðstefnurápi um- ræddra embættismanna erlendis í samstarfi við Útflutningsráö. * Aö 10% af árssölu fríhafna fari í þessa starfsemi, 137,5 millj. 1991! * Aö stofnaður verði feröamála- sjóöur sem verði stofnlánasjóður ferðaþjónustunnar. * Frumvarpinu í heild. Rök mín eru þessi: í umræddu frumvarpi er engin stefnumótun um hvaö líklegt sé til að laða feröamenn til íslands, hvaö við höfum að bjóða sem sérstakt er né tillit tekiö til þess að vegna veðurfars er ísland erfitt ferða- mannaland. Vitanlega er ísland draumaland fílhraustra bakpoka- manna sem ekkert vita betra en að hrekjast um fjallvegi í illviðrum eða dveljast uppi á Heklu um jólin en það fólk greiðir ekki mikið fyrir þjónustu landans og er því lítil tekjulind. Ef til stendur að laða vénjulegt íjölskyldufólk í sumarleyfi til ís- lands, fólk sem kýs fremur að líða vel en illa, þarf að byggja upp góða gistiaðstöðu, aðstööu fyrir börn, staði þar sem fá má góðan mat fyr- ir skaplegt verð og þetta þarf aö gera á stöðum þar sem einhverja afþreyingu er að hafa, t.d. sundað- stöðu, golfvelli, hestaleigur og ótal margt annað. Það er gaman að horfa á fjöllin okkar en þau sjást ekki alltaf og þá þarf eitthvað annað að koma í staðinn. Listamenn okkar þarf að virkja yfir sumartímann til að kynna íslenska menningu og ekki væri úr vegi aö opna þau fyrirtæki ferðamönnum sem framleiöa heimsþekktar vörur og nægir að nefna saltfiskframleiðsluna. KjaHarinn Guðrún Helgadóttir alþingismaöur Byggðarlögin hafi frumkvæði Þetta eiga hin einstöku byggðar- lög að gera hvert á sinn máta með því að sýna það sem sérstakt er á hverjum stað, atvinnulíf, menn- ingu, sérkennilegt - landslag og mannlíf á staðnum. Á hverjum stað þarf að finna elskulegt fólk sem vill gera gestum sínum gott í stað þess að hola þeim niður í með- teknum heimavistarherbergjum án hreinlætisaðstöðu og krefjast greiðslu eins og um lúxushótel væri aö ræða. Og ekki sakaði að bjóða upp á góðan mat á skaplegu verði. Til þessa þarf ekkert ferða- málaráð í Reykjavík heldur frjóa hugsun íbúanna á staðnum. Lög um skipulag ferðamála voru síðast sett 1985 i stað laga frá 1976. Enn hefur ekki runnið upþ fyrir því góða fólki sem stjórnaö hefur ferðamálum skv. þeim að ljómandi væri nú notalegt að salemisaðstaða væri sett upp viö Gullfoss, að hægt væri þar að skipta á ungbarni, að ekki sé talað um að fá sér kaffi- bolla í nepjunni. Þó ætti að vera vitaö að þangað fara nær allir ferðamenn. Er ekki komiö að því að heimamenn komi þessu í verk án aðstoðar hugmyndabankans í Reykjavík? Sömu þarfir Það er nefnilega sauðsháttur af þessu tagi sem öll ferðamannaþjón- usta okkar mótast af. Einhver ráð og nefndir eiga að sjá um alla hluti þing og það er vísasta leiðin til að hin margfræga dauða hönd leggist yfir eigið frumkvæði heimamanna. Þarf t.d. eitthvert ráð til að segja Reyknesingum að þeir eigi ferða- mannaparadís þar sem Bláa lónið er? Viðlíka staðir eru víða um landið okkar og þeir kalla á hug- kvæmni íbúanna og vilja til verka og umfram allt skilning á þörfum venjulegs fólks á ferðalögum. Er- lendir ferðamenn á íslandi hafa allar sömu grundvallarþarfir og íslendingar á ferðalögum erlendis. íslensk náttúrufegurð breytir engu þar um, jafnvel þó að sólin skíni í heiði. Ferðamálaráð, árlegt ferðaþing, ferðamálastjóri, ferðamálafulltrú- ar, ráðstefnuráp erlendis, ferða- málasjóður og allt annað í þessu frumvarpi er jafnóþarft og íjöldi annarra ráða og nefnda sem fjár- munum landsmanna er sóað í. Vilji byggðarlögin fá ríkisframlög, sækja þau fé beint til fjárveitinga- nefndar Alþingis. Markaðsmál er- lendis eru þegar í höndum Útflutn- ingsráðs og ferðaskrifstofurnar geta séð um landkynningu þegar viö erum tilbúin að taka á móti ferðamönnum. Eins og ástandið er nú eftir margra ára setu ferðamála- ráðs og -stjóra væri heiðarlegast að senda væntanlegum ferðamönn- um, sem til íslands ætla, Söguþætti landpóstanna. Það fannst mér a.m.k. þegar ég sat daglangt í rútu með erlenda þingmannanefnd í svartaþoku sl. sumar. Hrein salerni og snotrar kaffistofur á nokkurra klukku- stunda bih hefðu verið sælureitir daginn þann fyrir vesalings gestina okkar í stað heimavistarskóla sem leit út eins og hann hefði verið yfir- gefinn í náttúruhamforum. Nátt- úrufegurðin margfræga kom eng- um að gagni þennan dapurlega dag. Og á hana er aldrei hægt að treysta í okkar góða landi. Þess vegna verðum við að sjá svo til að það geti samt veriö gaman að dveljast á íslandi með íslendingum hvernig sem viðrar. Og til þess þarf hvorki nefndasetur né ráðstefnuhald fyrir milljónir króna, heldur hugsun og frumkvæði i hinum ýmsu byggðum landsins. Guðrún Helgadóttir „Eins og ástandiö er nú eftir margra ára setu feröamálaráðs og -stjóra væri heiðarlegast að senda væntanlegum ferðamönnum, sem til íslands ætla, Söguþætti landpóstanna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.