Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Qupperneq 18
26 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991. Menning Plötusalan minnkaði um 20-25% frá því sem var 1989: \ Vaskurinn gerir sam- keppni erf iða við bækur Það hefur komið í ljós að plötusala fyrir síðustu jól snarminnkaöi frá því * sem var 1989. Plötuútgefendur eru sammála um að orsakirnar séu að miklu leyti þær að bækur lækkuðu í verði þegar virðisaukaskatturinn var tekinn af þeim. Virðisaukaskattur er aftur á móti á allri plötuútgáfu og hefur þvi verð bóka nálgast það verð sem er á geisladiskum í dag og í sumum tilfell- um er um sama verð að ræða. Til aö mynda kostaði geisladiskurinn með Bubba Morthens það sama og kiljan af bókinni um Bubba. Steinar Berg framkvæmdastjóri, sem er einn stærsti plötuútgefandi landsins, sagði í stuttu spjalli aö sam- drátturinn í sölu hljómplatna væri 20-25%. Hann sagði að fyrirframspár s um mest seldu plötur hefðu að mestu leyti ræst, þó hefðu barnaplötur komið sterkari út í ár en búist hafði verið við. Plötur, sem hefðu komið seint út, hefðu aftur á móti ekki selst vel. Aftur á móti gætu sumar þeirra platna, sem síðast komu út, selst vel á nýbyrjuðu ári. „Sala á hljómplötu fyrir jól er eng- inn endapunktur á sölu,“ segir Stein- ar. „Sem dæmi má nefna Manna- korn. Hún kom seint út og seldist Út er komin hjá Máli og menningu Rauðir pennar - bókmenntahreyfing á 2. fjórðungi 20. aldar, eftir Örn Ól- afsson. í bókinni fjallar höfundur um bókmenntahreyflngu sósíalista þar sem meðal annars komu við sögu menn á borð við Halldór Laxness, Stein Steinarr, Halldór Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum og Kristin E. Andrésson. Rakin eru stefnumið hreyfingarinnar og tengsl þeirra við bókmenntasköpun höfundanna sjálfra, alþjóðleg tengsl eru dregin fram og mikilvæg verk rædd. Órn hefur stuðst við fjölmargar heimild- ir, þar á meðal margvísleg gögn sem aldrei hafa birst áður. „Rauðir pennar er doktorsritgerð- ekki jafnvel og búist hafði verið við. Samt er ég viss um að sú plata tekur vel við sér í sölu á næstunni og þetta á við um fleiri plötur. Sölutíminn hefur lengst, er orðinn tveir til þrír mánuðir, þannig að það er alveg ljóst að plata, sem kemur á markaðinn þremur vikum fyrir jól, er of seint á ferðinni ef á að treysta á jólasöluna." Erfitt hjá einstaklingum í heild eru það stóru fyrirtækin sem koma best út úr jólasölunni. En það eru margir tónlistarmenn sem standa í eigin útgáfu og eftir að hafa grennslast fyrir um hvernig þeim gekk er ljóst er að margir hafa farið illa út úr þeirri útgáfustarfsemi. Kemur þar margt til, meöal annars að oft hefur þessum sömu mönnum verið hafnað af stóru útgáfufyrir- tækjunum sem telja það sem boðið er upp á ekki eiga erindi á markað- inn. Þess í stað hafa stórú útgáfurnar í mörgum tilfellum séð um dreifingu á plötum sem einstaklingar eða hljómsveitir eru að gefa út sjálfar. Útgefendur líta virðisaukaskattinn hornauga. í dag er tónlist eina menn- ingar- og listgreinin sem er virðis- aukaskattsskyld. Steinar Berg sagði - segir Öm Ólafsson, in mín að viðbættum einum kafla,“ sagði Örn Ólafsson í stuttu spjalli um bókina. „Ég tek fyrir bókmennta- hreyfingu sem spratt upp í Evrópu á nítjándu öld og var útbreidd bæði meðal sósíaldemókrata og kommún- ista. Stefnan var sú að bókmenntir ættu að vísa verkalýðnum veginn í byltingarbaráttunni fyrir betri heimi, meö því að sýna fyrirmyndar- hetjur í stéttabaráttunni og sýna líf verkcdýösins. Þessi stefna kemur til landsins 1926 og það er Einar Olgeirs- son sem ber hana hingað og það eru aðallega kommúnistar sem boða hana hér, þá er einnig flallað um bókaútgáfu á þessum tíma og fyrsta íslenska bókaklúbbinn." að virðisaukaskatturinn skerti veru- lega samkeppnisstöðu hljómplöt- unnar. Taldi hann tvær ástæður fyr- ir því að plötur hefðu selst illa fyrir þessi jól: „Annars vegar hefur dregið saman í verði á bókum og plötum og hins vegar hefur lækkun í krónutölu á bókum mikið að segja í markaðs- setningu og það gefur visst vægi að geta hamrað á því í auglýsingum og viðtölum að bækur hafi lækkað í veröi.“ Plötuúgáfa er fjölbreytt Um framtíðina sagði Steinar Berg að sér fyndist það í meira lagi undar- legt ef virðisaukaskattur yrði ekki tekinn af útgefinni tónlist. „Þetta er réttlætismál og samkvæmt stefnu- skrá stjórnmálaflokkanna ættu þeir allir að fylgja eftir jöfnuði á milli list- greina og það er góður vilji að gera eitthvað í málinu hjá Svavari Gests- syni menntamálaráðherra." Steinar kvaðst ásamt fleirum hafa veriö í nefnd sem flallaði um þessi mál og væri hún búin að skila áliti til menntamálaráöherra. Þar koma fram þær staðreyndir sem liggja til grundvallar ef virðisaukaskatturinn yrði tekinn af. í því áliti er bent á höfundur bókarinnar Öm Ólafsson, höfundur Rauðra penna. hvað það muni kosta og hvaða leiðir þurfi að fara til að framkvæma þetta. „Álitið liggur fyrir og nú er það ein- göngu spurning um hvort það er pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni um að framkvæma þessar tillögur," seg- ir Steinar. „Meðal annars sem hefur gert okk- ur erfitt fyrir á undanförnum árum er aö mönnum hættir við að líta á hljómplötuútgáfu sem popp og dæg- urlagatónlist. í þessu sambandi má geta þess að útgáfan nú fyrir jólin skiptist mjög. Sjálfsagt er það aðeins um flórðungur af henni sem skil- greina má sem popp. Mikið var gefið út af barnaefni, bæði upplesnum sög- um, leikritum og tónlist, og aldrei hefur verið gefið út jafnmikið af klassík og á síðasta ári. Eins var um að ræða viðamikla útgáfu og endur- útgáfu á gömlum perlum sem alls ekki mega týnast." Steinar Berg sagði að lokum að plötuútgáfa í dag væri í heild útgáfa á mjög flölbreyttu efni og með því til dæmis gefa út upptökur með óperu- söngvurum, sem voru ástsælir á fyrri hluta aldarinnar, væri verið að bjarga menningarverðmætum sem annars myndu glatast." Örn Ólafsson er lektor í íslensku við Kaupmannahafnarháskóla. Doktorsritgerð Arnar er samin á frönsku og við spyrjum hann hvort lengi hafi staðið til að gefa Rauða penna út: „Ég hef verið að vinna aö því að koma verkinu yfir á íslensku og þá að lagfæra framsetningu og fleira og unniö það meðfram öðru allt frá 1984. Það má segja að það hafi verið aukavinna hjá mér í sex ár. Ég er nú að vinna að annarri bók sem fiallar um módernisma í íslensk- um bókmenntum á fyrri hluta tutt- ugustu aldar og er rúmlega hálfnað- ur með hana. -HK Dræmadsókn aðRyði íslenska kvikmyndin Ryð sem, Lárus Ýmir Óskarsson leíkstýrir og nú er sýnd í Regnboganum, hefur ekki fengið þær viðtökur sem búast hefði mátt við fyrir- fram. Rúmlega sjö þúsund manns hafa séð myndína en hún hefur verið sýnd frá öörum dag jóla. Ryð hefur fengið mjög góðar við- tökur gagnrýnenda og er óhætt að mæla með myndinni fyrir alla þá sem unna góðum kvi'kmynd- um. Ljóðabók myndlistar- nema Öt er komin Ijóðabókin Ljóð, myndir, pappírsflugvélar eftir ’ Hlyn Hallsson. Hlynur er Akur- eyringur sem stundar nú nám í fiöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Ljóð, myndir, pappírsflugvélar er fyrsta flóðabók höfundar. Hún inniheldur þrjátíu og sjö flóð ásamtjafnmörgum myndum sem Hlynur hefur gert við flóðin. Öll eru ljóðin samin á síðustu tveim- ur árum. Áður hafa birst flóð og sögur í blöðum og tímaritum, en auk þess var Hlynur einn að- standenda bókarinnar Riíbein úr siðum sem kom út fyrir ári og innihélt flóð og smásögur átta akureyrskra höfunda. Óðurtil sameinaðrar Evrópu Árlegir nýárstónleikar Sinfón- íuhflómsveitar islands verða haldnir í þessari viku. Þeir verða í kvöld og endurteknir á laugar- daginn. Auk þess verða þeir í íþróttahúsinu á Selfossi á föstu- dagskvöld. Á efnisskránni verða flölmörg verk, flest í anda Vína- tónlistarinnar. Flutt verða verk eftir Mare-Antoine Charpentier, Charles Gounod, Franz von Suppé, Jóhann Strauss eldri og yngri, Lucino Berio, Johannes Brahms, Hans Christian Lumbye og Leroy Anderson. Einleikarar eru alls fimmtán. Hljómsveitarstjóri er Peter Guth, Hann hefur þrjú undanfar- in ár komið hingað og stjörnað Vínartónleikura og vakið mikla hrifningu. Guth hefur valið verk- in sem flutt verða á tónleíkunum nú og sagt að efnisskrá þessi sé óður til sameinaðrar Evrópu. Guth segir að í Vínarborg finni menn verulega fyrir því frelsi sem fylgir opnun lándamæra ná- grannaríkjanna og að tónlistin endurspegli þessa sameiningu. Peter Guth er þekktur viða um heim fyrir þá alúð sem hann hef- ur sýnt Vínartónlistinni. Hann er einnig þekktur fiöluleikari og tekur sér gjarnan fiðlu í hönd á tónleikum. ískugga hrafnsinssýndí Bandaríkjunum Kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar f skugga hrafnsins hefur að undanförnu verið sýnd í kvik- myndahúsum í Bandaríkjunum. í Variety frá því 17. desember má sjá aö hún er komin inn á lista yfir mest sóttu kvikmyndirnar þá helgi. Að vísu er hún mjög aftarlega á merinni. Fram kemur að heildaraðgangseyrir er kom- inn upp í rún\a 90 þúsund dollar- ar, sem eru rúmar fimm milljónir íslenskra króna. Þess má geta að í skugga hrafhsins er fyrsta ís- lenska kvikmyndin sem fær kvikmyndahúsadreifingu í Bandaríkjunum. -HK íslenski dansflokkurinn mun frumsýna ballettinn Draumur á Jónsmessunótt i Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldið. Ballettinn er byggður á samnefndu leikriti eftir William Shakespeare. Þetta er viðamikil sýning. í henni taka þátt 40 manns: íslenskir dansarar, fjórir erlendir sólódansarar, sex leikarar frá Þjóðleikhúsinu og nemendur frá Listdansskóla íslands. Myndin er tekin á æfingu í Borgarleikhúsinu og má þekkja Spaugstofuleikarana Sigurð Sigurjóns- son, Randver Þorláksson og Örn Árnason. DV-mynd BG Rauðir pennar: Vinsæl bókmenntastef na hjá sósíalistum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.