Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Side 26
34 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991. Afmæli Ólafur Gránz Ólafur Gránz framkvæmdastjóri, Breiöabliki, Vestmannaeyjum, varö fimmtugur í gær. Ólafur er fæddur á Héðinshöfða í Vestmannaeyjum og ólst upp þar og í nágrenni. Starfsferill Ólafur hóf ungur störf við fisk- vinnslu og sjómennsku og lærði síð- an húsasmíöi hjá föður sínum og lauk námi um tvítugt. Hann nam síðan húsgagnasmíðaiðn og var síð- an meö sjálfstæðan atvinnurekstur á sviði byggingariðnaðar um nær þijátíu ára skeið. Ólafur hefur rekiö fasteignasöluna Borg hf„ Leigu- miðlun húseigenda hf. ásamt Lög- stofunni hf. á Ármúla 19 í Rvík frá 1988. Hann hefur verið varaþing- maður Suðurlandskjördæmis frá 1987 og var fulltrúi íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna 1987. Ólafur er í stjórn Gídeonfélagsins og er for- maður áfengisvarnanefndar Vest- mannaeyja. Hann er í stjórn Borg- araflokksins og er virkur félagi í stúkunni Einingunni nr. 14 í Góð- templarareglunni. Fjölskylda Ólafur kvæntist 9. janúar 1977 Kol- brúnu Ingólfsdóttur, f. 22. október 1938. Foreldrar Kolbrúnar eru: Ing- ólfur Matthíasson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, Og kona hans, Pálína Björnsdóttir. Börn Ólafs eru: Lea Helga; Ásta; íris Berg; Birna Dögg; Carl og Sonja. Systkini Ólafs eru: Sonja, húsmóðir í Garðabæ, gift Hlöveri PálsSyni, trésmiði; Víoletta, bankastarfsmaður í Garðabæ, gift Eyþóri Bollasyni, vélvirkja; Henry, tæknifræðingur í Borgamesi, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur, sjúkraþjálfara; Róbert, sölumaður í Hafnarfirði, kvæntur Jóhönnu Ingi- mundardóttur verslunarmanni og Hulda, fulltrúi í Kópavogi, gift Hann- esi Gíslasyni, fjármálastjóra hjá Námsgagnastofnun. Ætt Foreldrar Ólafs eru: Ólafur Gránz, f. 4. mars 1912, d. 1960 trésmiður í Jómsborg í Vestmannaeyjum og kona hans, Ásta Ólafsdóttir, f. 8. jan- úar 1916, d. 1967, á Þórshöfn á Langanesi, Sigfússonar. Ólafur er sonur Carls Gránz, húsgagnasmiðs og málara í Vestmannaeyjum, Olavssonar Gránz, klæöskera í Sví- þjóð. Móðir Ólafs Gránz eldra var Guðrún, amma Lárusar Ýmis Óskarssonar kvikmyndaleikstjóra. Guðrún var dóttir Ólafs, b. á Kirkju- landi í Landeyjum, bróður Sigrún- ar, ömmu Alberts, kennara á Skóg- um, Guöna, tryggingafulltrúi á Sel- fossi, Árna, b. á Teigi II, Jens, b. á Teigi I, og Ágústar Jóhannssona. Ólafur var sonur Sigurðar, b. á Torfastöðum í Fljótshlið, bróöur Páls, afa Þorsteins Erlingssonar skálds. Annar bróðir Sigurðar var Bergsteinn, afi Bérgsteins Gizurar- sonar bruriamálastjóra. Sigurður var sonur Ólafs, b. á Kvoslæk í Fljótshlíð, Arnbjörnssonar, b. á Kvoslæk, Eyjólfssonar, ættföður Kvoslækj arættarinnar. Móðir Ólafs á Kirkjulandi var Guðrún, systir Sigurðar, langafa Ragnheiðar Helgu Þórarinsdóttur, fyrrv. borgarminjavarðar. Guðrún var dóttir, Ólafs, b. í Múlakoti í Fljótshlíð, Árnasonar. Móðir Ólafs var Þorbjörg Ólafsdóttir, systir Jóns, langafa Tómasar, langafa Her- dísar Þorvaldsdóttur leikkonu, móður Hrafns Gunnlaugssonar. Móðir Guörúnar var Þórunn ljós- móðir Þorsteinsdóttir, b. og smiðs í Vatnsskaröshólum í Mýrdal, Ey- jólfssonar og konu hans, Karítasar ljósmóður, stjúpdóttur Jóns Stein- grímssonar eldprests. Karítas var dóttir Jóns, klausturhaldara á Reynistað, Vigfússonar og konu hans, Þórunnar Hannesdóttur sýslumanns Schevings. Móðir Guðrúnar var Aðalheiður, systir Maríu, móður Sigurðar Ein- arssonar, prests og skálds í Holti undir Eyjaíjölíum. Bróðir Aðalheið- ar var Kristján, faðir Oddgeirs tón- skálds. Aðalheiður var dóttir Jóns, b. og rokkasmiðs á Arngeirsstöðum Olafur Gránz. í Fljótshlíð, Erlendssonar, b. á Hey- læk í Fljótshlíð, Péturssonar. Móðir Aðalheiðar var Margrét Árnadóttir, systir Sveins, afa Sveins Jónssonar, bifreiðarstjóra á BSR, og Gunnars Markússonar, skólastjóra í Þorláks- höfn og langafa Óskars Sigurjóns- sonar, forstjóra Austurleiðar. Margrét var dóttir Árna, b. á Arn- geirsstöðum, Jónssonar, b. á Syðri- Gróf í Villingaholtshreppi, Magnús- sonar. Ólafur tekur á móti gestum í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum laugardagskvöldið 19. janúar kl. 20.30. Guðmundur Bjami Baldursson Guðmundur Bjarni Baldursson skrifstofustjóri, Sambyggö 8, Þor- lákshöfn, er fimmtugur í dag. Starfsferill Guðmundur Bjami fæddist í Reykjavík en ólst upp í foreldra- húsum á Minni-Vatnsleysú á Vatns- leysuströnd til 1948 er hann ílutti með foreldrum sínum og systkinum að Kirkjuferju í Ölfusi. Eftir skyldu- nám sótti hann mótorvélstjóranám- skeið hjá Fiskifélagi íslands. Er Guðmundur Bjarni kvæntist fluttu þau hjónin til Akureyrar þar sem þau bjuggu í sjö ár en þá fluttu þau til Þorlákshafnar þar sem þau hafa búið síðan. Guðmundur Bjarni hefur lengst af sótt sjóinn. Hann var vélstjóri á ýmsum bátum fram til 1973 en keypti þá hlut í útgerðarfyrirtækinu Auðbjörgu hf. Guðmundur Bjarni var vélstjóri á bát fyrirtækisins á árunum 1973-82 þegar Auöbjörg hf. hóf fiskverkun. Þá varð hann verk- stjóri þar og stundaði það starf til ársloka 1987 er hann seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Árið 1988 opnaði Guð- mundur Bjami sína eigin bókhalds- skrifstofu sem heitir B.B. Bókhald og hefur hann starfað við það síðan. Guðmundur Bjarni er varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hreppsnefnd Ölfushrepps og formaður húsnæðis- nefndar hreppsins. Hann gekk í Kiwanishreyfinguna árið 1975 og hefur gegnt þar ýmsum trúnaöar- störfum. Fjölskylda Guðmundur Bjarni kvæntist 26.12. 1960 Brynju Breiðfjörð Herberts- dóttur, f. 18.9.1940, skrifstofustúlku en hún er dóttir Herberts Tryggva- sonar og Sigríöar Sigurðardóttur. Börn Guðmundar Bjarna og Brynju eru Ingólfur Snorri Bjarna- son, f. 2.11.1960, verkstjóri á Skaga- strönd, kvæntur Helenu Sjöfn Steindórsdóttur, f. 31.7.1966, og eru börn þeirra Daníel Bjarni Ingólfs- son, f. 20.1.1982, Elín Anna Konráðs dóttir, f. 17.12.1984, og óskírð Ing- ólfsdóttir, f. 19.12.1990; Guðmundur Herbert Bjarnason, f. 15.9.1963, yfir- vélstjóri í Þorlákshöfn, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur, f. 8.8. 1964, og eru börn þeirra Pétur Her- bertsson, f. 3.2.1982, Guðmundur Herbértsson, f. 6.2.1985, og Brynja Breiðfjörð Herbertsdóttir, f. 5.2. 1988; Tryggvi Baldur Bjarnason, f. 1.1.1966, verkstjóri á Patreksfirði, kvæntur Karen Sævarsdóttur, f. 10.6.1968, og eru börn þeirra Sigurð- ur Helgi Tryggvason, f. 15.10.1988 og Bryndís Tryggvadóttir, f. 16.3. 1990; Margrét Fanney Bjarnadóttir, f. 27.10.1968, skrifstofustúlka í Þor- lákshöfn, og er dóttir hennar Snæ- dís Ylfa Sveinsdóttir, f. 14.11.1989. Systkini Guðmundar Bjarna eru Helga Baldursdóttir, f. 6.8.1937, bú- sett í Hveragerði, gift Sigurði Guð- mundssyni og eiga þau fimm börn; Guðný Baldursdóttir, f. 18.12.1938, búsett í Hafnarfirði, gift Jónasi Þórðarsyni og eiga þau fjögur börn; Ástríður Baldursdóttir, f. 18.8.1942, búsett að Hofi í Álftafirði, gift Braga Bjömssyni og eiga þau fimm börn; Snorri Baldursson, f. 22.4.1944, bú- settur í Hveragerði, kvæntur Krist- ínu Sigurþórsdóttur og eiga þau þijú börn; Árni Baldursson, f. 25.9. 1947, búsettur í Hafnarfirði, kvænt- ur Sigurbjörgu Sverrisdóttur og eiga þau eitt barn saman, auk þess sem hann á þrjú börn frá fyrra hjónabandi; Arngrímur Vídalín Baldursson, f. 26.3.1950, búsettur að Melum í Svarfaðardal, kvæntur Svönu Halldórsdóttur og á hann fimm börn; Guðmundur Baldurs- son, f. 27.1.1952, búsettur að Kirkju- ferju í Ölfusi, kvæntur Jóninu Valdimarsdóttur og eiga þau flögur börn; Grétar Baldursson, f. 11.10. 1953, búsettur í Hveragerði, kvænt- ur Önnu Kristínu Halldórsdóttur og eiga þau eitt barn; Vilhjálmur Bald- ursson, f. 22.6.1956, búsettur á Sel- fossi, kvæntur Sólveigu Bjarnadótt- ur og eiga þau þrjú börn; Sigríður Margrét Baldursdóttir, f. 22.6.1957, búsett að Króki í Biskupstungum, gift Magnúsi Heimi Jóhannessyni og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Guömundar Bjarna voru Baldur Guðmundsson', f. 18.12. 1911, d. 14.2.1975, bóndiað Kirkju- ferju í Ölfusi, og kona hans, Mar- grét-Fanney Bjarnadóttir, f. 27.7. 19Í7, d. 28.3.1989. Baldur var sonur Guömundar Bjarnasonar, b. á Sæbóli á Ingjalds- sandi og Hesti í Önundarfirði, og konu hans, Guðnýjar Arngríms- dóttur frá Ytri-Hjarðardal. Margrét Fanney var fædd í Hafn- arfirði, dóttir Bjarna Ámasonar og konu hans, Helgu Finnsdóttur. Guömundur Bjarni mun ásamt eiginkonu sinni, Brynju B. Her- bertsdóttur taka á móti gestum í Kiwanishúsinu í Þorlákshöfn laug- ardaginn 19.1. Þess er vænst að Kiwanismenn sjái sér fært að líta inn milliklukk- an 17.00-19.00 og aðrir vinir og vandamenn eftir klukkan 20.00. Til hamingju meö daginn 95 ára Guðrún M. Andrésdóttir, Hringbraut50,Reykjavík.. 85 ára BjömBjörnsson, Bjarkarlundi, Hofshreppi, Skaga- firði. PálaPálsdóttir, Hefi I, Eystribæ, Hofshreppi, Aust- ur-Skaftefellssýslu. 80 ára ögmundur Sigurðsson, Strembugötu 4, Vestmannaeyjum. 75ára Guðrún Jónsdóttir, Hnjúki, Sveinsstaöahreppi. 70 ára Elín Guðbrandsdóttir, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum á heimili sínuklukkan 20.30. Fjóla Benediktsdóttir, Ásabraut 1, Keflavík. Guðmundur Saemundsson, Svalbarði 7, Höfn í Hornafirði. 60 ára Ursula Guðmundsson, Holtsbúð 79, Garðabæ. Ólína Jónsdóttir, Háholti 11, Akranesi. Eyrún Gísladóttir, Húnabraut 3, Blönduósi. Guðrún Thorlacius, Fossvogsbletti 2, Fossvogsvegi, Reykjavík. Hún verður að heiman á afmælis- daginn. 50 ára Birna Valgeirsdóttir, Dúfnahólum 2, Reykjavík. Sigríður Kjærnested, Glaðheimum 6, Reykjavík. Ragnar Ingi Halldórsson, Vitastíg 15, Reykjavík. Jóhanna Jónsdóttir, Hörgslundi 9, Garðabæ. Hreinn Guðmundsson, Teigaseli 7, Reykjavík. Ásmundur Ingimundarson, Suðurgötu 75, Hafnarfirði. 40ára Örnólfur F. Björgvinsson, Efra-Núpi, Fremri-Torfustaða- hreppi. Bjarnleifur Bjarnleifsson, Kleifarseli 7, Reykjavík. Lovísa Rannveig Kristjánsdóttir, Álakvísl 128, Reykjavík. Liija Bragadóttir, Miðvangi 9, Hafnarfirði. Ester Ólafsdóttir, Laugarásvegi 35, Reykjavik. Jóhanna Jónsdóttir og Ingólfur Dan Gíslason Jóhanna Jónsdóttir verslunarmað- ur, Hörgslundi 9, Garðabæ, er fimmtug í dag. Eiginmaður hennar, Ingólfur Dan Gíslason kaupmaður, varð fimmtugur 11. janúar sl. Vill- ur voru í grein sem þá birtist um þau hjónin og er hún því birt hér aftur leiðrétt og þau hjónin beðin velvirðingar á mistökunum. Jóhanna er fædd í Dilksnesi í Homafirði og ólst upp í Hornafiröi. Systkini Jóhönnu: Bjöm Lúðvík Jónsson útgerðarmaður, kvæntur Bryndísi Hólm; Kristján Jónsson verkstjóri, kvæntur Ingunni Ólafs- dóttur; Birna Jónsdóttir skrifstofu- stúlka, var gift Eðvald Jónassyni, sem er látinn, og Agnes Olga Jóns- dóttir húsmóöir, gift Halldóri 01- geirssyni. Ingólfur er fæddur á Engimýri í Öxnadal í Eyjafirði og ólst upp í Skagafirði og Reykjavík. Bróðir Ingólfs er Axel Hólm Gíslason bóndi, kvæntur Jódísi Jóhannesdóttur. Systkini Ingólfs samfeðra eru Hreinn S. Gíslason; Sigurlaug Gísladóttir og Gísli Gíslason. Börn Jóhönnu og Ingólfs eru Erna, f. 18. maí 1962, skrifstofumaö- ur, gift Hilmari Júlíussyni, búsett í Þýskalandi; Dóra, f. 24. júní 1965, hárgreiðsludama, sambýlismaður hennar er Guðjón Engilbertsson, bíisett á Seltjarnarnesi, og Eðvarð, f. 14. ágúst 1972, fjölbrautaskóla- nemi, í foreldrarhúsum. Foreldrar Ingólfs: Gísli Ingólfs- son og Sólborg Sveinsdóttir, ættuð úr Skagafirði. Foreldrar Jóhönnu: Jón Björns- son frá Dilksnesi í Hornafirði og Björg Antoníusdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.