Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991.
LOKI
Ætlar Þorbjörn að senda
herinn á CNN og Stöð 2?
v*
> C 72177 \
SMIÐ JUKAFFI
SBHDUHH FRÍTT HBiM
OPNUM KL. 18VIRKA DAGA
OG KL. 12 UM HELGAR
25
■> A R A »
||| ALÞJÓÐA
LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ
LÁGMÚLA 5 • REYKJAVÍK • S. 681644
Veðriðámorgun:
Hæg sunn-
an-og
suðaustan-
átt
Á morgun verður hæg sunnan-
og suðaustanátt. Smáél eða
slydduél verða sunnan- og vest-
anlands en úrkomulaust norðan-
lands. Frost á bilinu 0 til 5 stig.
Eldar í Bagdad
enlitlar
skemmdir
Litlar skemmdir virtust vera í mið-
borg Bagdad, höfuöborgar íraks, í
morgun þrátt fyrir loftárásirnar í
nótt, að því er fréttamaður CNN-
sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku
greindi frá í morgun. Fáir bílar voru
sagðir vera á götum borgarinnar þeg-
ar þokunni tók að létta og nær engir
fótgangandi sáust.
Fréttamenn sáu að mikinn reyk
lagði um miðbæinn í nótt en ekki var
ljóst hvort hann væri af völdum
sprengjuárásar eða hvort írakar
hefðu sjálfir kveikt einhvers staðar
í. Slökkviliðsbíll sást á ferð og nokkr-
irlögreglubílar. Reuter
Evrópubandalagið:
Vonir um
stutt stríð
„Við hörmum að stríð skyldi hafa
brotist út við Persafióa. Við vonum
hins vegar að þetta verði stutt stríð
og að leiðtogar íraka geri sér ljós hin
hrapallegu mistök sín og hegði sér
samkvæmt því,“ sagði meðal annars
í tilkynningu frá Lúxemborg, sem
1 nú er í forsæti í Evrópubandalaginu.
, Sagði ennfremur að einungis hörf-
un íraka frá Kúvæt gæti afstýrt frek-
ari hörmungum við Persaflóa. Var
harmað að Irakar skyldu ekki hafa
sýnt vilja til að koma í veg fyrir átök-
in en þeir hefðu hvorki haft hugrekki
né forsjá til að snúa aftur á stefnu
sinni. Reuter
Öll NATO-ríkin
styðja árásina
„írakar geta forðast frekari eyði-
leggingu ef þeir hverfa tafarlaust frá
Kuvæt,“ sagði fulltrúi Bandaríkj-
anna, William Taft, á neyðarfundi
sem NATO boðaði til á fjórða tíman-
um í nótt. Hann bætti einnig við aö
markmiðið væri ekki að sigra íraka
heldur að frelsa Kúvæt.
Allir sextán fulltrúarnir, sem sóttu
fundinn, lögðu áherslu á að verja
þyrfti landamæri Tyrklands, en það
er eina NATO-ríkið sem liggur aö
landamærum íraks. í NATO-sam-
þykkt frá 1949 segir að verði eitt
NATO-ríkja fyrir árás jafngildi það
árás á öll önnur bandalagsríki.
Fundinum stjórnaði framkvæmda-
stjóri NATO, Manfred Wörner og var
samþykkt einróma sú ályktun að öll
NATÖ-ríkin stæðu einhuga á bak við
þær aðgerðir sem fjölþjóðaherinn
hefur hafið við Persaflóann. Fundur-
inn harmaði einnig að ekki skyldi
hafa fundist friðsamleg lausn og lýsir
yfir þeirri von sinni að stríðið verði
Stutt. Reuter
mo
morgun:
Her íraka lamaður
eftir loftarasirnar
Allur flugher íraka er nú lamað-
ur og bróðurparturinn af land-
hernum einnig eftir að Bandaríkja-
menn og bandalagsþjóðir þeirra
gerðu víðtækar loftárásir á írak í
nótt og morgun. Talið er að þetta
séu einhverjar mestu loftárásir
sem um getur í sögunni.
Eyöileggingin er gríðarleg í írak.
Talið er fullvíst aö vamarmála-
ráðuneytið í Bagdad hafi orðið fyr-
ir sprengju en þó er ekki talið að
skemmdir séu eins miklar í höfuð-
borginni eins og á hemaðarlega
mikilvægum stöðum. Þó er vitaö
að Bandamenn hafi farið þrjár ár-
ásarferðir til Bagdad og varpað
sprengjum á borgina þótt mið-
borginni hafi verið hlift að mestu.
Árásin var það öflug og snögg að
írakar náðu ekki að verjast svo að
teljandi væri. Flugher þeirra gat
ekki beitt sér gegn árásarvélunum
og eyðilagðist að mestu á jörðu
niðri. Sömuleiðis tókst írökum
ekki að gera árásir með eldflaugum
eins og þeir höfðu hótað. Síöustu
daga hafa þeir ítrekað að borgir í
ísrael yrðu fyrsta skotmark þeirra.
Þetta hefur ekki gengið eftir.
Síðustu fréttir herma að herstöð
íraka nærri landamærunum að
Jórdaniu standi í ljósum logum.
Þaðan var líklegast að gerðar væru
árásir á IsraeL
Enn hafa engar vísbendingar
borist um bardaga á landi. í upp-
haflegum áæflunum bandamanna
var ætíð gert ráð fyrir að fyrst yrði
barist í loffi þar til öll mótstaða þar
væri úr sögunni. Talað var um að
loftbardaginn gæti staðið í allt að
viku en nú þykir ljóst að svo langan
tíma þarf ekki til loftárása.
Næsta skref á að vera að rjúfa
varnarlinur íraka við landamærin
milli íraks og Saudi-Arabíu. Hvort
til þess kemur er þó ekki vitað þvi
að enn gera menn sér vonir um að
írakar gefist upp áður en til land-
hernaðar kemur. Tilboð um stöðv-
un árása gegn skilyrðislausri upp-
gjöf hefur verið ítrekað við íraka i
alla nótt og morgun.
Stuðningur þjóðaheims við árás-
ina er alger með þeim undantekn-
ingum þó að Kúba og Norður-Kórea
hafafordæmt hana. Þá heíur stjórn
Jemens harmað að til þessa ráðs
skyldi gripið. Sovétmenn hafa lýst
yfir stuðningi en jafnframt hafa
borist fréttir af viðbúnaði þeirra
við suðurlandamæri rikisins.
Fréttir af mannfalli eru litlar en
þó er viöurkennt að Frakkar hafa
tapað flugvélum nú i morgun.
Bandaríkjamenn hafa gert lítið úr
mannfalliísínuliði. Reuter
Mörg hundruð flugvélar hafa verið í stöðugu árásarflugi yfir írak í alla nótt og morgun. Flug- og landher íraka er
talinn lamaður eftir árásirnar sem eru einhverjar þær mestu sem um getur í sögunni. Símamynd Reuter
Útsendingar
CNN stöðvaðar
í gærkvöldi kvað Útvarpsréttar-
nefnd upp þann úrskurð að útsend-
ingar Stöðvar 2 frá gervihnattastöö-
inni CNN brytu í bága við reglur um
sjónvarpsútsendingar. „Þessi sam-
þykkt okkar er byggð á bókstafi
reglugerðar um útvarp samkvæmt
tímabundnum leyfum," sagði Þor-
björn Broddason, formaður nefndar-
innar.
Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri
Stöðvar 2, segir að eftir niðurstöðu
útvarpsréttarnefndar muni stöðin
laga útsendingar CNN-stöðvarinnar
betur að reglum um sjónvarpsút-
sendingar fremur en að hætta út-
sendingunum.
„Við breyttum þessu þegar í nótt.
Þá sýndum við ekkert upptekið efni.
Þetta voru allt beinar útsendingar.
Það voru engin auglýsingahlé. Þá
vorum við með okkar fréttamann
sem endursagði fréttirnar á um 20
mínútna millibili."
„Ég á eftir að skoða þennan úr-
skurð og það getur vel verið að hann
sé réttur samkvæmt reglugerðarbók-
stafnum en það er hins vegar spurn-
ing hvort hann standist að öðru leyti
miðað við núverandi aðstæður,“ seg-
ir Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra.
-ns/JGH/HK