Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Side 11
iesi xmh\, æ guoAgsrAOUAJ ARDAGUR 26. JANUAR 1991. 11 Nýaldarstefna: Guðspeki o g gamlar lummur í nvjum búningi „Það er ljóst að bein tengsl eru milli þess sem kallað er nýaldar- stefna og guðspeki og spíritisma sem komu fram í kringum alda- mótin. Grundvallarhugmyndir þeirra eru eins. Allar eru innhverf, mannmiðlæg algyðistrúarbrögð sem leggja áherslu á manninn sjálf- an sem miðpunkt alls. Fólk sækir styrk og afl inn í sjálft sig og reyn- ir stundum að komast inn í raðir kristinna í dulargervi. Nýöld er hér notað sem heiti yfir ýmsar hreyfingar ú nútímanum sem eiga það sameiginlegt að telja lausnina á vanda mannsins að finna í honum sjálfum og afneita guðdómi Krists. Bæði guðspeki og nýaldarstefna byggjast á fornum indverskum trúarbrögðum með áherslu á mikilvægi einstaklings- ins.“ Þetta er ein af niðurstöðum Jón- asar Gíslasonar, vígslubiskups og prófessors við guðfræðideild Há- skóla íslands, í erindi sem hann flutti um nýöldina á íslandi á evr- ópskri ráðstefnu í Árósum þar sem guðfræðiprófessorar víða að fjöll- uðu um nýjar trúarstefnur. Undirfölsku flaggi - Hvað áttu við þegar þú talar um að nýaldarsinnar reyni að komast inn í kirkjuna í dulargervi? „Ég á til dæmis við það þegar hópur þessa fólks reyndi að haida því fram í haust að það hefði átt upptökin að sérstakri bænastund sem efnt var til vegna deilna við Persaflóann. Þetta var gert að frumkvæði kirkjunnar en í fjöl- miðlum reyndu nýaldarsinnar að telja fólki trú um að þetta væri runnið undan þeirra riíjum," sagði Jónas í samtali við DV. „Þetta kemur einnig fram í því að margir nýaldarmenn neita að þeir séu það. Þetta fólk siglir oft undir folsku flaggi og reynir að villa á sér heimildir til þess að breiða yfir að kenningar þess eru í grundvallaratriðum andstæðar kristinni kenningu,“ segir Jónas. Fólker heila- þvegið og brenglað - Nú hefur því verið haldið fram að fólk hafi beðið tjón á sálu sinni á námskeiðum sem nýaldarsinnar hafa staðið fyrir. Veist þú dæmi þess að þetta eigi við rök aö styðj- ast? „Það eru mörg dæmi um fólk sem hefur verið afskaplega illa á sig komið andlega eftir afskipti óvand- aðra manna sem eru að fikta í hlut- um sem þeir þekkja alls ekki nógu mikið. Fólk er gjörsamlega heila- þvegið og brenglað og það er í mörgum tilfeflum mikið starf að koma því á réttan kjöl á ný. - Er í ljósi þess hægt að segja að fólki stafi hætta af starfsemi nýald- arsinna? „Já, það má í mörgum tilfellum segja það.“ Guðspekingum mistókst Jónas rekur í erindi sínu meðal annars sögu guðspekikenningar- innar sem átti miklu fylgi að fagna á Vesturlöndum í byrjun aldarinn- ar. Þegar frú Blavatsky, sem var einn af máttarstólpum hreyfingar- innar, dó tók Annie Besant við sem leiðtogi. Tilraunir hennar um 1929 Séra Jónas Gíslason telur ekkert nýtt í kenningum nýaldarmanna og að þær samræmist í grundvallaratriðum ekki kristinni trú. DV-mynd GVA til þess að kynna Indverjann Krishnamurti fyrir heiminum sem nýjan Messías mistókust gjörsam- lega og eftir það bar lítið á starfi hreyfingarinnar. - Um 1962 urðu þáttaskil þegar „guðspekingar stofnuðu Findhorn- samfélagið í Skotlandi sem varð miðstöð nýrrar vakningar í starf- semi þeirra. Síðar segir Jónas: Lauma sér inn í líknarhreyfingar „1975 komu guðspekingar fram á sjónarsviðið og hófu áróður fyrir nýöldinni. Þeim boðskap hefur ver- ið vel tekið og eiga þeir stuðnings- menn í öllum heimshomum. Ný- aldarmenn fullyrða að áhangendur skipti tugum þúsunda og þeir reyna að lauma sér inn í ýmsar líknarhreyfingar heimsins með það fyrir augum að koma á nýju heims- skipulagi. Fólk áttar sig oft ekki á því að þó að nýaidarhreyfingin virðist laus í reipunum er öflugt skipulag meðal þeirra sem leiða hreyfinguna í heiminum. Nýaldarleiðtogar hafa sérstök kenniorð til þess að bera kennsl hver á annan. Þeir nota oft regn- bogann sem tákn fyrir málstað sinn. Þrjár meginkenningar Meginkenningar nýaldarsinna byggjast á þremur eldri kenning- um. Hrörnunarkenningin átti nokkru fylgi að fagna á sjötta ára- tugnum. Fólk taldi heiminn á barmi kjarnorkustríðs eða um- hverfisslysa og óttaðist að maður- inn hefði tæmt auölindir jarðar. í kjölfar þessara kenninga kom nýaldarboðskapurinn með loforð um betri og bjartari framtíð þegar öld vatnsberans hæfist. Stjörnu- spekingar boðuðu aldamót þar sem öld fiskanna lyki og öld vatnsber- ans tæki við. Þá er ótalin kenningin um horfna menningu. Hún byggðist á því að forn menningarríki á jörðinni hefðu liðið undir lok og fólk hefði yfirgefið jörðina í geimskipum til að forða sér frá útrýmihgu. Það muni nú snúa aftur í geimskipum, sem við köllum fljúgandi furðu- hluti, til þess að bjarga jarðarbú- um.“ Jónas telur höfuðástæðu fylgis við kenningar nýaldarmanna vera þá'að mörgum hafi fundist að bjart- sýni vísindahyggjunnar um alda- mót og efnishyggja hafi beðið skip- brot. Því hefur ungt fólk á Vestur- löndum í auknum mæh leitað til trúarbragða. Margir hafa ekki leit- að til kristindómsins vegna þekk- ingarleysis, þ.e. þeir telja sig þekkja kristindóminn en þekkja hann í raun ekki. Hann segir ennfremur: Fólk gabbað til þess að taka þátt í fornum trúarathöfnum „Margt ungt fólk á Vesturlöndum hefur leitað til Austurlanda og Ind- lands og ýmis trúarbrögð úr þeim heimshluta eiga vinsældum að fagna á Vesturlöndum. Fólki finnst það finna eitthvað nýtt í þessum trúarkenningum en gleymir því að trúarbrögð þessi er ævaforn og hafa gjörsamlega brugðist við að leysa vandamál samfélaganna sem þau hafa mótað. „Gúrúar" eru vinsælir og tals- vert hlustað á kenningar þeirra sem eru oft fomar indverskar kenningar í nýjum klæðum. Fólk tekur ómeðvitað þátt í tilbeiðslu indverskra guða sem er dulbúin sem aðferð til þess að minnka stress Vesturlandabúa og beina þeim til heilbrigðs lífs. Til að full- komna dulargervið eru bænir og möntrur á fornindversku sem fáir eða enginn skilur. Innhverf íhugun er gott dæmi um það hvernig fólk er gabbað til þess að taka þátt í shkri tilbeiðslu." Fremur heiðnar kenningar en kristnar Jónas bendir á að kenningar ný- aldarsinna séu í eðh sínu frekar heiðnar en kristnar og bendir á trú á náttúruvætti og athafnir eins og eldgöngur máli sínu til stuðnings. Sem dæmi um fjölbreytnina minnir hann á viðtal í Vikunni við stúlku sem kvaðst vera meðlimur í söfn- uði djöfladýrkenda og segist hafa heyrt að meðlimir slíkra safnaða og fleiri stundi bölbænir sem beint er gegn kristnum söfnuðum. Hann telur að ein af ástæðunum fyrir velgengni nýaldarsinna sé að margt fjölmiðlafólk sé hallt undir stefnu þeirra og jafnvel beinir þátt- takendur. í niðurstöðum sínum segir Jónas að á þeim áratug, sem framundan er áður en fagnað verður 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi, muni íslenska þjóðkirkjan kappkosta að koma á eflingu safnaðarlífs og það sé hennar baráttuaðferð gegn ný- aldarsinnum. Við þurfum ekki að berjastfyrirGuð - Nú gagnrýndi Guörún Berg- mann, fulltrúi nýaldarsinna, kirkj- una nokkuð í viðtali í DV á dögun- um og sagði hana vera staðnaða. Hveiju viltu svara þessu? „Menn verða að gera skýran greinarmun á innihaldi og umbúð- um,“ segir Jónas. „Innihaldið er fagnaðarerindið og það er kjarni kristinnar trúar. Bibhan, sem er reyndar ekki ein bók eins og marg- ir virðast halda, heldur heht bóka- safn, er skrifuð fyrir annað sam- félag en við þekkjum í dag. Hitt er svo annað mál að kirkjan þarf kannski ekkert að vera að berjast við nýaldarsinna. Við eig- um ekki að vera að berjast fyrir Guð, hann þarf þess ekki. Við eig- um að boða fagnaðarerindið. Ýmsir sem virðast snúa baki við kristinni trú og yfirgefa kirkjuna koma flest- ir aftur fyrr eða síðar.“ Munur á nýöld og kristni Nýöld: Guð er ópersónulegt al- heimsafl. Kristni: Guð er persónulegur. Hann er skapari himins og jaröar. Nýöld: Syndin stafar af fáfræði. Maðurinn fær ekki skhið guðlegt eðli sitt. Kristni: Syndin varð til þegar mað- urinn sneri baki við Guði og gengur því þvert á vilja hans. Nýöld: Endurlausn þýðir að mað- urinn viðurkennir guðlegt eðli sitt með hugleiðslu og fórnum og bjarg- ar sjálfum sér. Kristni: Jesús Kristur frelsaði mannkyn allt frá syndum og dauða með fórnardauða sínum á krossin- um. Nýöld: Jesús Kristur er .einn af mestu hugsuðum heimsins sem kom til þess að aðstoða manninn við að leysa vanda sinn. Kristni: Jesús er sonur Guðs. Hann er eini vegurinn og leið mannkyns til björgunar. Hann er bæði maöur og guð og mun koma aftur th að dæma lifendur og dauða. Nýöld: Bænin er íhugun sem kem- ur manninum í samband við al- heimsaflið. Kristni: Bænin er samtal kristins manns við Guð sinn í Jesú nafni. Hún krefst einskis af Guði heldur spyr um vilja hans og segir: Verði þinn vilji. Þessar skhgreiningar, sem fengnar eru úr fyrrnefndu erindi Jónasar, sýna ef til vill betur en margt ann- að hve lítið svokölluð nýaldar- stefna og kristin trú eiga sameigin- legt. -Pá * - Fiug er framtíðiH Lærið að fljúga hjá fullkomnum flugskóla. * Bjóðum kennslu til einka- og atvinnuflug- mannsprófs. * Fullkomin 2 hreyfla flugvél til blindflugs- kennslu. * Flughermir Greiðsluskilmálar og fyrirgreiðsla. Gamla Flugturnlnum Reykjavikurttugvelli 101 Reykjavik Simt 91-28122 Kt. 651174-0239

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.