Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Page 12
12
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991.
Erlendbóksjá
og aðdáandi
Michael Frayn er höfundur
margra gamanleikrita sem náð
hafa umtalsverðum vinsældum í
Bretlandi og víðar. En þótt leik-
ritin séu kunnust verka Frayns
hefur hann einnig samið skáld-
sögur. The Trick of It er þó fyrsta
skáldsaga hans í meira en einn
og hálfan áratug.
Sagan er að formi til röð bréfa
frá breskum bókmenntakennara.
Sá hefur um árabil sökkt sér ofan
í verk rithöfundar nokkurs, JL,
með það í huga að semja um hana
og verk hennar langþráða bók.
Reyndar virðist hann vita meira
um skáldverk JL en hún sjálf.
Kennarinn tekur skyndilega
upp á því að bjóða JL að koma í
heimsókn í háskólann og ræða
við nemendur sína. Hann á ekki
von á því að hún þekkist boðið,
en það gerir hún og kemur í
heimsókn. Það hefur ófyrirséðar
afleiöingar í fór með sér fyrir
sögumanninn.
Frayn þræðir hér fimlega ein-
stigið milh gamans og alvöru.
Þess vegna er þessi stutta skáld-
saga í senn fyndin og sorgleg.
THE TRICK OF IT.
Höfundur: Michael Frayn.
Penguin Books, 1990.
mm
RUSSELL
A POLiTICAL UFE
*'■ i
V
\Mmmm
Russel og
stjómmálin
Breski heimspekingurinn
Bertrand Russel, sem fæddist
árið 1872 og lést tæpri öld síðar,
1970, var alla tíð umdeildur mað-
ur. Hann lýsti afdráttarlaust
skoðunum sínum á þjóðfélags-
málum - viðhorfum sem voru
oftar en ekki í andstöðu við ríkj-
andi hefðir og sjónarmið vald-
hafa. Hann tók þátt í pólitísku
andófi allt frá því hann beitti sér
sem friðarsinni á dögum fyrri
heimsstyrjaldarinnar þar til
hann lést í miðju andstöðunnar
gegn Víetnamstríðinu.
I þessari bók er fjallað á skil-
merkilegan hátt um hlut Russels
í stjómmálaumræðu aldarinnar
og helstu bækur og rit sem hann
■sendi frá sér um þau efni. Ætt-
menni hans höfðu um árabil ver-
iö í fararbroddi frjálslyndra
stjórnmála í Bretlandi en sjálfur
varð hann frjálslyndur sósíahsti
og eindreginn andstæðingur
stríðs og vopnabúnaðar, ekki síst
kjamorkuvopna. Þá varð hann
opinskár gagnrýnandi sovéska
kommúnismans á þeim tíma þeg-
ar margir menntamenn litu
bjartsýnir til roöans í austri sem
fyrirheit um fyrirmyndarlandið.
BERTRAND RUSSEL: A POLITICAL
LIFE.
Höfundur: Alan Ryan.
Penguin Books, 1990.
Er náttúran
liðin undir lok?
Sú iðja hefur löngum verið vinsæl
að spá fyrír um hörmungar og heims-
endi. Sumir hafa gengið hreint til
verks og spáð því að heimurinn far-
ist á tilteknum degi. Það hefur auð-
vitað ekki enn gerst, að því er best
er vitað, en spámennirnir hafa gjam-
an á hreinu skýringar á því hvers
vegna tilveran er ekki löngu úr sög-
unni og spá svo bara nýjum heims-
endi einhvem tíma seinna.
Síðustu áratugina hafa margir vís-
indamenn verið að spá - að vísu ekki
heimsendi í venjulegum skilningi
heldur gmndvallarbreytingum á
lífsskilyrðum manna og reyndar alls
lífs á jörðinni. Skemmst er að minn-
ast skýrslu um takmörkun vaxtar
sem olli miklu fjaörafoki fyrir all-
mörgum árum. Þær spár um sam-
drátt og auðhndaskort, sem þar voru
settar fram í nafni vísindanna, hafa
hins vegar ekki gengið eftir frekar
en heimsendisspár sérvitringanna.
Spár vísindamanna
Allra síðustu árin hafa spádómar
vísindamanna um verulegar lofts-
lagsbreytingar á jörðinni vakið
mikla athygh og umræður.
Meginkenningin er sú að vegna
athafna mannkynsins muni hiti á
jörðinni fara hækkandi á næstu
árum með alvarlegum afleiðingum
fyrir efnahag íjölmargra ríkja auk
þess sem heimskautaís og jöklar
muni bráðna og höf stækka og færa
láglendi í kaf.
Áhyggjur manna af umhverfinu
eru að sjálfsögðu að hluta til byggðar
á raunverulegum hættum sem að
steðja. Gegn þeim þurfa einstakling-
ar, þjóðir og samfélag þjóða heims
að snúast af krafti. Um það geta vafa-
laust alhr verið sammála.
Hins vegar hefur umhverfismála-
umræða síðustu ára, ekki síst í
Bandaríkjunum, dregið nokkuð ljósa
f
markalínu milli tveggja gjörólíkra
grundvallarviðhorfa til lífs á jörð-
inni.
Staða mannsins
Þessi markalína kemur í ljós þegar
spurt er hvort hagsmunir og velferð
mannsins eigi að skipta meira máh
en „ósnert" náttúra eða yfirleitt ann-
að líf á hnettinum.
Flestir svara shkri spurningu að
sjálfsögðu játandi. Forsenda manns-
lífsins hefur verið og er að maðurinn
geti nýtt auðlindir náttúrunnar, þeg-
ar best lætur af skynsemi og fram-
sýni. Þess vegna hefur inaðurinn frá
alda öðli lagt áherslu á að virkja
náttúruöflin og nýta í sína þágu auð-
lindir jarðar.
Það eru hins vegar ekki allir á þess-
ari skoðun. Ýmsir þrýstihópar leggja
á það áherslu að aht líf sé jafnrétt-
hátt. Þess vegna sé jafnmikilvægt -
ef ekki enn mikilvægara - að varð-
veita gamalt rauðviðartré í Kalifor-
níu og mannslíf.
Slíkir hópar telja þá iðnvæðingu,
sem ahsnægtaþjóðfélag nútímans
byggir á, hinn mesta skaðvald og
vilja snúa klukku framþróunarinnar
aftur á bak.
„Hrein" náttúra
Þessari umræðu eru gerð ágæt skil
í hugvekju Bill McKibbens, The End
of Nature, þótt hann sé verulega hall-
ur undir áðurnefnd öfgasjónarmið.
Hann er einnig talsmaður þess við-
horfs að „náttúran" sé í reynd liðin
undir lok. Með því á hann við að
ekki sé lengur th sá staður á jarðríki
þar sem maðurinn hafi ekki einhver
áhrif á umhverfið. Algjörlega sjálf-
stæð og „ósnert“ náttúra sé því úr
sögunni.
Héma er í raun komið að annarri
hlið spurningarinnar sem áðan var
rakin. Hefur það eitthvert gildi í
sjálfu sér að náttúran sé varin gegn
öhum tengslum við manninn eða
verk hans? Með öðrum orðum: hvers
virði er náttúrufegurð sem enginn
fær að njóta?
Það er hollt að velta þessum spurn-
ingum fyrir sér og kynnast óhkum
viðhorfum th stöðu mannsins í lífrík-
inu. Shk ágreiningsmál munu vafa-
laust setja svip sinn á þjóðfélagsum-
ræðu á Vesturlöndum og reyndar
víðar á komandi árum. Þessi hug-
vekja er vel og skipulega unnið inn-
legg í þá umræðu frá sjónarhóh rót-
tæks umhverfisverndarsinna sem
reyndar sýnir fram á það í leiðinni
að hann sjálfur hagi lífi sínu í sam-
ræmi viö skoðanir sínar. Það er til
fyrirmyndar.
THE END OF NATURE.
Höfundur: Bill McKibben.
Penguin Books, 1990.
Metsölukiljur
Bretland
Sköldsögur:
1. Danietle Steel:
DADDY.
2. P.D. James:
DEVICES AND DESiRES.
3. Oick Francie:
STRAIGHT.
4. Catberine Cookson:
THE BLACK CANDLE.
5. Colin Forbes:
SHOCKWAVE.
S. Urnborto Eco:
FOUCAULT’S PENDULUM.
7. Noel Barber:
DAUGHTERS OF THE PRINCE.
8. Jonniíer Lyncb:
THE SECRET DIAHY OF LAURA
PALMER.
9. Dean fl. Koontz:
THE BAD PLACE.
10. Terry Pratchett:
GUAROSi GUARDSI
Rii almenns eðlis:
1. Roeemary Conley:
COMPLETE Hlp « THIGH DIET.
2. Peter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
3. Cleeae & Skynner:
FAMILIES AND HOW TO SURVIVE
THEM. .
4. Roeemary Conley:
INCH-LOSS PLAN,
5. Hannah Hauxwell:
SEASONS OF MY UFE.
S. Denls Healey:
THE TIME OF MY LIFE.
7. Roeemary Conloy:
DIET AND FITNESS ACTION
PACK.
8. THE 1991 GOOD PUB GUIDE.
9. EGON RONAY:
CELLNET GUIDE TO HOTELS «
RESTAURANTS 1991.
10. Tom Jaine:
THE GOOD FOOD GUIOE 1991.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Bandaríkin
Skáldsögur;
1. Mlchael Blake:
DANCES WITH WOLVES.
2. Stephen King:
MISERY.
3. Tom WoHe:
THE BONFIRE OF THE VANITIES.
4. Umberto Eco:
FOUCAULT’S PENDULUM.
5. Dean R. Koontz:
THE BAD PLACE.
6. Stephen Klng:
THE DARK HALF.
7. Tony Híllerman:
TALKING GOD.
9. Danlelle Steel:
DADDY.
9. Peier Straub:
MYSTERY.
10. Philip Frledman:
REASONABLE DOUBT.
11. John le Carré:
THE RUSSIA HOUSE.
12. V.C. AndrewB:
DAWN.
13. John Saul:
SLEEPWALK.
14. stepben King;
15. Len Deighton:
SPY LINE.
Rit almenns eðlis:
1. Robert Putghum:
ALL I REALLY NEED TO KNOW I
LEARNED IN KINDERGARTEN.
2. Cleveland Amory:
THE CAT WHO CAME FOR
CHRISTMAS.
3. Clltt Stoll:
V
THE CUCKOO’S EGG.
4. Thomas L. Friedman;
FROM BEIRUT TO JERUSALÉM.
5. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELED.
6. Lynn Goldsmlth:
NEW KIDS ON THE BLOCK.
7. stephen Hawking:
A BRIEF HISTORY OF TIME.
8. Mlchael Lewis;
LIAR’S POKER.
9. Louls L’Amour:
EDUCATION OF WANDERINQ
MAN.
10. Jill Ker Conway:
THE ROAD FROM COORAIN.
(Byggt á Now York Times Book Resicw)
Danmörk
Skáldsögur:
1. André Brlnk:
EN KÆDE AF STEMMER.
2. Jean M. Auel:
MAMMUTJÆGERNE.
3. Jean M. Auel:
HESTENES DAL.
4. Isabel Allende:
EVA LUNA.
5. Jean M. Auel:
HULEBJORNENS KLAN.
6. Helle Stangerup:
CHRISTINE.
7. isabel Allende:
ANDERNES HUS.
8. A. de Saint-Exupéry:
DEN LILLE PRINS.
9. Seattfe:
VI ER EN DEL AF JORDEN.
10. ScoH Turow:
MÁSKE USKYLDIQ.
(Byggt é Politlken Sondag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Sögur úr
Gúlaginu
Alexander Solsjenitsyn er
kunnastur þeirra manna sem rit-
að hafa um lífið í sovéska Gúlag-
inu. Hann er hins vegar langt í
frá eini sovéski-rithöfundurinn
sem hefur smíðað úr reynslu
sinni sem pólitískur fangi komm-
únista magnaðan skáldskap.
Varlam Shalamov, sem lést árið
1982, samdi áhrifamiklar smásög-
ur um nöturlega tilveru í fanga-
búðunum í Kolyma í Síberíu, en
2-3 milljónir fanga létu lífið í
þrælkunarbúðum þar að mati
Robert Conquest.
Shalamov var sendur til Síberíu
árið 1937 og slapp ekki þaðan fyrr
en nærri einum og hálfum áratug
síðar, árið 1951. Eftir dauða Stal-
íns fékk hann að búa í Moskvu
þar sem honum tókst um síðir að
fá ljóð sín útgefin. Smásögurnar
um fangalifið birtust hins vegar
fyrst erlendis.
Þessar yfirlætislausu og raun-
sönnu sögur færa lesandann inn
í ótrúlegan heim mannvonsku og
grimmdar í afar harðbýlu landi
þar sem dagur og nótt hinna
ógæfusömu snýst um aö eitt að
reyna að halda Hfi til næsta dags.
KOLYMA TALES.
Höfundur: Varlam Shalamov.
Penguin Books, 1990.
Helförin og
sagnfræðin
Skipulögð útrýming gyðinga í
Evrópu á valdatíma þýsku nas-
istanna er einn óhugnanlegasti
glæpur í sögu mannkynsins.
í þessari athyghsverðu bók er
reynt að gefa nokkra mynd af því
hvaða meðferð helforin mikla
hefur fengið hjá sagnfræðingum
ýmissa landa síðustu áratugina.
Fjallað er í sérstökum köflum um
afmarkaða þætti svo sem gyð-
ingahatur í Þýskalandi og for-
sögu hinnar „endanlegu lausn-
ar“, um afstööu íbúa og stjóm-
valda í þeim ríkjum sem stóðu
með nasistum eða vora hemum-
in af þeim til útrýmingar „eigin“
gyðinga, um fómarlömþin og
skipulagða mótspyrnu gyðinga,
um afstöðu þeirra sem horfðu á
svo sem frjálsra evrópskra þjóða,
hlutlausra ríkja og stofnana eins
og kaþólsku kirkjunnar, og loks
um hvemig staðið var að málum
þegar leið að lokum stríðsins.
Höfundurinn bendir á að nú
orðið sé fyrst og fremst á sagn-
fræðinga að treysta að koma á
framfæri þekkingu á helförinni
miklu og að könnun hans leiði í
ljós að þótt margt megi betur fara
séu sagnfræðingamir yfirleitt
trausts verðir.
THE HOLOCAUST IN HISTORY.
Höfundur: Michael R. Marrus.
Penguin Books, 1989.