Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1991.
13
Bridge
Eggert Benónýsson
Nýlega lést góður vinur minn og
fyrrverandi bridgefélagi, Eggert
Benónýsson útvarpsvirkjameist-
ari.
Við Eggert kynntumst fyrst árið
1955 og ári síðar urðum við íslands-
meistarar í sveitakeppni með
Brynjólfi Stefánssyni, forstjóra
Sjóvá, Kristjáni Kristjánssyni
söngvara og Ólafi H. Ólafssyni, síð-
ar lækni. Eggert var þá að vinna
sinn 3ja íslandsmeistaratitil á fimm
árum, en á næsta áratug unnum
við íslandsmeistaratitilinn sex
sinnum saman, þar af þrisvar sem
fastir makkerar.
Á þessum árum vann Eggert
tvisvar íslandsmeistaratitilinn í
tvímenningskeppni, árið 1958 með
Stefáni Stefánssyni og 1962 með
Þóri Sigurðssyni.
Eins og að líkum lætur var Egg-
ert viðloðandi landslið íslands í tvo
áratugi. Hann spilaði margoft á
Norðurlandamótum, þrisvar sinn-
um á Evrópumótum og einu sinni
á ólympíumóti.
Leiðir ókkar Eggerts í landsliði
lágu fyrst saman árið 1958, en þá
vorum við fulltrúar íslands á Evr-
ópumótum í Osló. Frammistaðan
var nú heldur kién, en við náðum
þó að vinna einn stærsta sigur ís-
lenskrar bridgesveitar fyrr og síðar
þegar við sigruðum „bláu sveit-
ina“, ítalina sem næstu 10 árin
héldu Evrópumeistarartitlum og
heimsmeistaratitlum í jámgreip-
um sínum. Þessi leikur er mér enn-
þá minnisstæður því ítahmir vom
„burstaðir“, þ.e. við sigruðum 2-0,
sem jafgilti 20 gegn mínus 5 eftir
þeirri stigagjöf sem notuð var til
skamms tíma. Eggert spilaði þá við
Stefán heitinn Stefánsson og varð
eitt spil frá leiknum heimsfrægt
eftir að hinn kunni bridgemeistari
Harrison Gray skrifaði um það.
Við skulum skoða þetta spil því
það sýnir glöggt keppnisskap og
sagnhörku Eggerts. Þaö kom hins
vegar í hlut Stefáns Stefánssonar
að spila spilið, sem hann leysti frá-
bærlega.
V/0
* K832
V -
♦ 853
+ 985432
♦ 4
¥ DG108753
♦ D42
+ K6
N
V A
S
♦ ÁG109
V Á94
♦ Á1076
+ ÁD
* D765
¥ K62
♦ KG9
+ G107
Með Belladonna og Avarelli n-s
en Eggert og Stefán a-v gengu sagn-
ir á þessa leið:
Vestur Norður Austur Suður
pass 3hjörtu dobl pass
4lauf pass 4hjörtu pass
4spaðar pass 5spaðar! pass
pass pass •
Útspilið var tígultvistur sem var
drepinn á ás. Þá kom hjartaás og
tígli kastað. Þá var hjarta trompaö,
laufadrottningu svínað og laufás
Frá ólympíumótinu í Frakklandi. Fyrsti leikur íslands var gegn Portúgal. Við Eggert erum hér að spila við
Texeirabræður og tryggur stuðningsmaður sveitarinnar, Jakob R. Möller, horfir á.
dirfsku hans viðbrugðiö. Þetta
gerði hann að hættulegum and-
stæðingi fyrir hvern sem var og
varð ég vitni að því hve hann slapp
oft ótrúlega vel frá dirfskubrögöum
sínum, sérstaklega gegn útlending-
um sem ekki þekktu til.
Það var engin lognmolla við
spilaborðið þar sem Eggert sat og
oft var erfitt að lesa úr sögnum
hans, bæði fyrir makker og and-
stæðingana. En skemmtilegur
spilafélagi var Eggert, þótt hann
gæti verið hvassyrtur, þegar ungl-
ingurinn á móti honum las ekki
allar gerðir hans rétt.
Eggert starfaði mikið að félags-
málum bridgehreyfingarinnar á
löngum æviferh sínum. Árið 1953
gaf hann út og ritstýrði fyrsta
bridgetímariti á íslandi. Hann sat
í stjóm Bridgefélags Reykjavíkur í
nokkur ár bæði sem formaöur og
meðstjórnandi. Fyrir nokkrum
árum var hann gerður að heiðurs-
félaga í Bridgefélaginu ásamt því
að vera sæmdur guiimerki félags-
ins. Einnig stjórnaði hann Bridge-
sambandi íslands og sat í stjóm
þess.
Ég sendi vinum hans og vanda-
mönnum samúðarkveðjur.
Stefán Guðjohnsen
Bridge
Stefán Guðjohnsen
tekinn. Síðan var hjarta trompað
og lauf trompað. Tígull var næstur
og suður drap með kóng. Hann
trompaði nú út og tían í blindum
átti slaginn. Þá kom tígull, tromp-
aður með kóng og lauf, gefið í blind-
um, en suður varð að trompa og
spila síðan upp í trompgaffalinn.
Á þessum áram vorum við Egg-
ert einungis sveitarfélagar en spil-
uðum svo til aldrei saman. Árið
1967 spiluðum við saman sem mak-
kerar í landsliðinu á Evrópumeist-
aramótinu í Dublin og náði sveitin
5. sæti eftir heldur laka byijun.
Seinni hluta mótsins unnum við
hins vegar alla leiki nema tvo og
áttum um tíma möguleika á verð-
launasæti. Ári síðar vorum við
makkerar á ólympíumótinu í
Frakklandi þar sem ísland náði 10.
sæti sem var einn besti árangur
landshðsins um árabil. Eggert
haföi þá nýlega náð sextugsaldri
og spilaði betur en nokkm sinni
fyrr. Það var mikill styrkur að hafa
Eggert sem sveitarfélaga og keppn-
isskapið og baráttuþrekið var
ódrepandi. Aldrei gafst hann upp
þó á móti blési og ég minnist sérs-
taklega þess að þegar misjafniega
gekk á erfiðum mótum sagði Egg-
ert: „Nú fara andstæðingamir að
þreytast og þá verður mikið af stig-
um á lausu."
Eggert var náttúruspilari og í
sókn og vörn var hann flestum
fremri. í sögnum fór hann sjaldn-
ast troðnar slóðir og var sagn-
Rannsóknaráð
Bridgefélag Akureyrar:
Sigurður og Sverrir efstir
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Sverrir Þórisson og Sigurður Thor-
arensen em efstir þegar 5 umferðir
hafa verið spilaðar í Akureyrarmót-
inu í tvímenningi í bridge. Alls taka
28 pör þátt í mótinu og spila 5 spil
miÚi para. Staða efstu paranna eftir
5 umferðir er þessi:
1. Sigurður Thorarensen -
Sverrir Þórisson 82.
2. Haukur Jónsson -
Haukur Harðarson 78.
3. Ævar Ármannsson - ■
Hilmar Jakobsson 64.
4. Anton Haraldsson -
Jakob Kristinsson 60.
5. Magnús Aðalbjörnsson -
Gunniaugur Guðmundsson 40.
6. Sigfús Hreiðarsson -
Ármann Helgason 34.
7. -8. Reynir Helgason -
Jón Sverrisson 25.
7.-8. Sveinbjörn Sigurðsson -
Haukur Jónsson 25.
9. Ormarr Snæbjörnsson -
Sturla Snæbjörnsson 17.
10. Gunnar Berg -
Kristján Guðjónsson 15.
Næstu 5 umferðir verða spilaðar
nk. þriðjudag aö Hamri, félagsheim-
iii Þórs, kl. 19.30.
auglýsir styrki til rannsókna
og tilrauna árið 1991
Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrif-
stofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320.
• Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar.
• Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og
afurðum sem talin er þörf fyrir næsta áratug.
• Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á:
- líklegri gagnsemi verkefnis, m.a. markaðsgildi niðurstaðna, sem
sóst er eftir
- gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróun atvinnugreina
hér á landi
- hæfni umsækjenda/rannsóknamanna.
Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að:
- fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins
- samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur
þáttur í framkvæmd verkefnisins
- samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir
er mikilvægt
- líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri fyrir atvinnurekstur.
Heimilt er einnig að styrkja verkefni sem miða að uppbyggingu þekk-
ingar og færni á tæknisviðum sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþró-
un hér á landi í framtíðinni.