Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLÚN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91J27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Ráðherra ræktar spiUingu Ólafur Ragnar Grímsson íjármálaráðherra er ekki sammála Ríkisendurskoðun, sem segir, að hann hafi átt að gæta betur hagsmuna ríkissjóðs við sölu Þormóðs ramma á Siglufirði. Fjármálaráðherra hefur raunar aldrei verið sammála gagnrýni, sem hann hefur sætt. Fjármálaráðherra var ekki heldur sammála Ríkis- endurskoðun á sínum tíma, þegar hún átaldi hann fyrir að gefa eftir opinber gjöld Tímans og Svarts á hvítu, þegar hann gekk sem harðast fram í að loka fyrirtækj- um, sem ekki voru í sömu stjórnmálanáð og þessi tvö. Fjármálaráðherra er auðvitað ekki heldur sammála Umboðsmanni alþingis, sem hefur látið fara frá sér óþægilegar álitsgerðir, sem ráðherrann telur sína menn ekki hafa tíma til að svara. Ráðherrann hefur reynt að fá Alþingi til að draga úr fjárveitingum til umbans. Næst má búast við, að fjármálaráðherra geri tilraun til að fá Alþingi til að minnka fjárveitingar til Ríkisend- urskoðunar eins og Umboðsmanns. Það væri í stíl við fyrri vinnubrögð hans á því sviði. Hann er afar ósáttur við, að stofnanir Alþings kássist upp á ráðherra. Fjármálaráðherra seldi Þormóð ramma til alþýðu- bandalagsmanna án þess að gæta jafnræðissjónarmiða. Hlutabréfm voru aldrei auglýst formlega til sölu. Þess vegna voru ekki heldur til neinir almennir útboðsskil- málar, sem allir lysthafendur ættu að fara eftir. Verðgildi hlutabréfa finnst aðeins á þann hátt, að þau séu boðin til frjálsrar sölu með opinberlega birtum skil- málum, svo að allir geti boðið í þau á sömu forsendum. Verðgildi hlutabréfa fmnst ekki í deilum milli endur- skoðenda um, hvaða reikningsaðferðir.séu beztar. Stjórnmálaandstæðingar ráðherrans á Norðurlandi vestra hafa vakið athygli á, að verðmæti aflans í vinnslu hjá Þormóði ramma væri eitt út af fyrir sig meira en allar skuldir fyrirtækisins, auðvitað fyrir utan eign þess á þremur togurum og fiskiðjuverinu á Siglufirði. Endalaust má svo deila um, hvort endurskoðunar- reglur séu réttari hjá Þormóði ramma eða Ríkisendur- skoðun. Þær eru samt ekki kjarni málsins. Hann felst í, að ráðherra vék sér undan því að láta fyrirtækið í sölu á fijálsan, opinn og almennan jafnræðismarkað. Fjármálaráðherra tók fram, að Ríkisendurskoðun væri ekki dómstóll, þegar hún amaðist við, að hann skyldi strika út opinber gjöld Tímans og Svarts á hvítu. Það er út af fyrir sig rétt, en er þó haldlítið, því að í báðum tilvikum var mismunað með ráðherravaldi. Þegar fjármálaráðherra víkur átta milljónum að einu gæludýri flokks síns, 23 milljónum að öðru og meira en hundrað milljónum að hinu þriðja, getur hann auðvitað í hvert skipti útvegað sér langsótta útúrsnúninga, sem hann teflir fram gegn athugasemdum eftirlitsmanna. Þegar íjármálaráðherra hélt flokksbræðrum sínum fræga veizlu í Ráðherrabústaðnum, sagði hann, að veizl- an hefði verið haldin til að fagna sigri íslendinga í land- helgisdeilunni, sem vannst tíu árum áður en veizlan var haldin og var ekkert einkamál Alþýðubandalagsins. Ólafur Ragnar Grímsson er ekki einn um misbeitingu ráðherravalds, þótt hann gangi fram í því af óvenjuleg- um ofstopa. Misbeiting ráðherravalds er svarti blettur- inn á íslenzka lýðveldinu og minnir mjög á þriðja heim- inn. Þormóður rammi er bara hluti þessarar harmsögu. íslendingum er minnkun að því sem sjálfstæðri þjóð að hafa ekki komið upp viðskiptaháttum, sem þrengja að svigrúmi ráðherra til ræktunar á spillingu. Jónas Kristjánsson Önnur lota loft- hemaðar beinist gegn íraksher Herferð fjölþjóðaliðs undir bandarískri forustu gegn írak er farin í skjóli samþykktar Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna um að heimilt sé að beita þeim ráðum sem þörf gerist til að aílétta hernámi Iraks á Kuvæt. Eftir viku hernað er ljóst að hemaðaráætlun banda- rísku yflrherstjórnarinnar, sem ræður framvindu hernaðaraðgerð- anna sem hún hefur yfir að segja, gerir ráð fyrir að frelsun Kuvæts komi nær lokum stríðsins en upp- hafi. Fram til þessa hefur atlagan að írak nær einvörðungu falist í loft- hernaði. Flugsveitir frá sex ríkjum taka þátt en árásarmátturinn er að minnsta kosti að níu tíundu hlut- um bandarískur. Eins og vænta mátti var fyrst í stað einkum ráðist á loftvamir íraka, fjarskiptakerfi og stjómstöðvar. Þá tóku við árásir á hergagnaverksmiðjur, sér í lagi þær sem taldar eru framleiöa gas- sprengjur og sýklavopn, aflstöðvar og olíuhreinsunarstöðvar. En jafnframt var frá upphafi haldið uppi árásum á tvær þyrp- ingar íraska hersveita. Önnur er sú sem búið hefur um sig í Kuvæt og beinir vopnum yfir landamærin við Saudi-Arabíu að liðinu sem þar hefur drifið saman undanfarna mánuði. Þessar sveitir skipa írakar er gegna herskyldu mestan part, og þykja þær ekki til stórræða. Hitt skotmark loftárása á herlið er Forsetavörðurinn, blómi íraks- hers. í honum em fimm herdeildir og hefur frá því skömmu eftir að sjá mátti að eftirmál gætu sprottið af hemámi Kuvæts haldið sig í Suður-írak, skammt þaðan sem landamæri þess, Kuvæt og Saudi- Arabíu koma saman. Var bersýni- lega ætlun Saddams Husseins að hafa þetta einvalalið sitt til taks á hentugasta stað til að geta sent það á vettvang eftir þörfum þangað sem þörf þætti brýnust á líklegri vígl- ínu. Setuhðið í Kuvæt og Forsetavörð- urinn munu til samans vera eitt- hvað á sjöunda hundrað þúsund manns. Slíkur grúi þarf mikla að- drætti, vistir, skotfæri, varahluti í vopn og hvaðeina. Næsta skref í lofthernaðinum gegn írak er að reyna að rjúfa aðdráttaleiðir þessa herafla eins og kostur er og valda jafnframt sem mestum usla í liðinu sjálfu með beinum árásum á her- búðir og byrgi. Colin Powell, forseti yfirherráös Bandaríkjanna, lýsti þessari hern- aðaráætlun opinskátt á fundi með fréttamönnum í vikunni. Hann boðaði að yfirráð í lofti yfir írak Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson yrðu fyrst og fremst notuð til að „króa af og drepa“ (cut off and kill). Og ekki var laust við að hlakk- aði í hershöfðingjanum: „Við eig- um verkfærakistu sem er full af verkfærum, og við höfðum þau öll með okkur til veislunnar." Von Powells og samstarfsmanna hans er að yfirráðin í lofti geri flug- hemum, sem þeir hafa til umráða, fært að þjarma svo að íraska land- hemum, bæði þeim hluta hans sem mannar framvarðlínu og varalið- inu í Forsetaverðinum, að land- herinn, sem safnast hefur saman í Saudi-Arabíu, sleppi sem fremst má verða við að þurfa að hrekja íraksher úr Kuvæt með atlögu vélahersveita að víggirtum stöðv- um. Draumur Bandaríkjastjórnar um frægan sigur á írak án stór- fellds manntjóns í eigin liði veltur á því hversu þessi hernaðaráætlun stenst. í stríðinu gegn írak beita Banda- ríkjamenn úr lofti hátæknivopn- um, bæði flugskeytum, flugvéla- gerðum og geislastýrðum eldflaug- um og sprengjum. Á flest þeirra reynir nú í fyrsta skipti í hernaði. Vopn þessi hafa yfirleitt reynst áreiðanlegri en búist var við. Eftir er að sjá hvort þau duga til þess sem aldrei hefur tekist áður, að vinna bug úr lofti á öflugum land- her, sem hefst við í víggirðingum en er ekki á hreyfingu. Á þetta verður nú látið reyna, í öðrum þætti styrjaldarinnar gegn írak. Bandarískir ráðamenn forð- ast að láta nokkuð uppi um hve lengi þeir búast við að loftsókn sín gegn íraksher þurfi að standa til að hún beri árangur. En undir niðri virðast þeir ætla sér einhverjar vikur. Saddam Hussein túlkar fyrir þjóð og her íraks þessa hernaðaraðferö óvinanna svo að þeir áræði ekki að ráðast beint á íraska landher- inn, en til langframa komist þeir ekki hjá því, og þá muni stríðs- gæfan snúast. Úrslitaatriði í þeim kafla stríðsins, sem í hönd fer, virð- ast því einkum tvö. Annars vegar geta flugsveitanna, einkum hinna bandarísku, til að rjúfa aðdrátta- leiðir setuhðsins í Kuvæt og For- setavarðarins. Hins vegar hvað eft- ir er hjá íraksher af þrautseigjunni sem hann sýndi í átta ára stríði við íran. Meginmarkmið Bandaríkja- stjómar í stríðinu er að lama til frambúðar hemaðarmátt íraks. Eftir viku lofthemað, hinn harð- asta sem um getur, er þar land- herinn einn eftir, fyrir utan eld- flaugar sem komast fæstar í mark og eru þar að auki ógnarvopn gegn óbreyttum borgurum en ekki skeinuhættar herjum. Takist svo að svelta og sprengja íraksher í upplausn þýðir það ekki bara að Kuvæt verður sjálfstætt á ný án stórfelldra mannfórna af hálfu sóknaraðila. Um leið væri úr sögunni það afl sem haldið hefur saman sundurleitu ríki ólíkra þjóð- erna og trúflokka. Enn verður mönnum því hugsað til þess hvort Saddam Hussein hef- ur tekist að undiroka svo alla for- ustu hersins að þar treysti sér eng- inn til að reyna að taka fram fyrir hendur honum og afstýra því að hann steypi írak í frekari þrenging- ar en orðið er. Vandinn er sá að þær stjórnir nágrannaríkja, sem reynt hafa að afla sér ítaka á launí írak, stjómir Sýrlands og írans, era eins vísar til að gera það í eigin útþenslu- skyni og til að losa sig við háskaleg- an valdhafa í aðhggjandi ríki. íra- skir þjóðernissinnar era því ekki líklegir til að leita sér trausts og halds í Damaskus eða Teheran. Engum dettur í hug að fiölþjóða- Uð undir bandarískri forustu taki sér fyrir hendur að hertaka írak og skipa þar málum, eftir að tekist hefur að bijóta valdakerfi Saddams á bak aftur. Ljóst er hins vegar að það er meginmarkmið George Bush Bandaríkjaforseta, og frelsun Kuvæts aðeins leið að markinu. Bandarískir fréttamenn eru teknir að hafa orð á því að stjóm Saudi-Arabíu æth sér að hjálpa nýjum stjómendum í Bagdad við að halda írak saman að sigri unn- um á Saddam, og séu Saudar tekn- ir að senda völdum íröskum hers- höföingjum boð þess efnis. Magnús Torfi Ólafsson Skriðdreki (rá 1. fótgönguliðsherdeild Bandaríkjahers dregur vörubíl upp úr leðjunni á miðvikudag eftir að nokkurra daga úrfelli hafði breytt eyðimörfcinnl f kvlksyndl. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.