Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Page 23
22
JLAIIGARDAGUR 26. JANÚAR 1991.
Fjölmiðlapar í fréttaleit:
í snertingu við
heimsviðburðina
- Þórir Guðmundsson kominn heim úr ellefu mánaða ferðalagi
Hamborg• Berlln tVar*$inst
Íaill.L.:íS:@í: p •Dresden
^tTMuncheo9* .Búdapest
Genf • Vín*Zagreb .;.:í
Ijúbttana* . ,fj£MM§s
Betgrod
Pristma
Pokhara
••Katmandú
Deihl Chltwanþjóögaröurinn
Varanasi
Chiang M, ii
Bangkok
í ellefu mánuði
Til Sydney
Þetta kort sýnir viökomustaði fréttaparsins á undanförnum ellefu mánuðum.
Adda Steina Björnsdóttir og Þórir Guðmundsson hafa þvælst um Austur-
Evrópu, Sovétrikin, Indland, Thailand og Ástraliu á undanförnum ellefu
mánuðum og sent fréttir heim til íslands.
„Ég var búinn að ganga með í
maganum í mörg ár að fara í ferðalag
sem þetta. Þegar ég kynntist konu
minni, Öddu Steinu Bjömsdóttur,
kom í ljós'að hún hafði sama áhuga-
mál. Við höfðum þess vegna stefnt
að því um alllangt skeið að láta
drauminn rætast,“ segir Þórir Guð-
mundsson, fréttamaður á Stöð 2, sem
kom frá Astraiíu sl. mánudag eftir
ellefu mánaða ferðalag um Austur-
Evrópu, Indland, Thailand, Þýska-
land, Sovétríkin og Ástralíu. Þórir
fór eingöngu í ferðalagið sem frétta-
maður og sama má segja um eigin-
konu hans, Öddu Steinu, sem sendi
fréttir til Ríkisútvarpsins þennan
tíma. Adda Steina kemur þó ekki
heim fyrr en í lok febrúar þar sem
hún situr nú kirkjuþing í Sydney en
hún er guðfræðingur að mennt. Þór-
ir flýtti hins vegar heimferðinni
vegna Persaflóastríðsins.
„Við voram búin að skipuleggja
þessa ferð frá þeim degi sem við
kynntumst," segir Þórir er hann var
spurður um aðdragandann. „Ég hef
einu sinni áður farið í svona ferðalag
en þá til Indlands, Thailands, Evrópu,.
Japans, Hong Kong og Bandaríkj-
anna. Þá var ég í sex mánuði en þaö
var árið 1984. Sú ferð endaði reyndar
í Los Angeles þaðan sem ég flutti
fréttir fyrir DV. Mig langaði alltaf
aftur og það passaöi mjög vel þegar
við Adda Steina kynntumst að hún
hafði verið að skipuleggja eins ferð í
huganum í langan tíma. Það má segja
að þessi ferð hafi verið skipulögð á
þremur áram,“ segir Þórir.
Ferðinni frestað
Hann segir að nauðsynlegt sé að
undirbúa ferð sem þessa vel áður en
farið er en tekur þó fram að ekki sé
hægt að skipuleggja hana að öllu
leyti. „Við voram búin að ákveða
fyrst að byrja í Asíu en smám saman
breyttist það í Austur-Evrópu vegna
þess hversu mikið var að gerast þar.
Reyndar ætluðum við að vera þar
fyrir einu og hálfu ári þegar allar
lýðræðisbyltingamar áttu sér stað.
Tímasetning fararinnar var alltaf
haustið 1989 en sumarið áður ákváð-
um við að fresta ferðinni til áramóta
og safna okkur meiri peningum.
Vegna þess misstum við af sjálfri
byltingunni en komum í staðinn í
kjölfar hennar og gátum því fylgst
með framhaldinu - hvað tæki við hjá
fólkinu eftir aö kommúnisminn væri
niöurlagður."
Þórir og Adda Steina ákváðu að
leggja til hliðar og eiga varasjóð þeg-
ar haldið yrði af stað. Þau höfðu ný-
verið keypt sér íbúö en vora að ljúka
afborgunum af henni þegar ferðalag-
ið átti að hefjast. „Við höfðum bæöi
ferðast sem bakpokaferðalangar og
höfðum ekki áhuga á að gera það
aftur. Okkur langaði heldur ekki að
verða staurblönk einhvers staðar úti
í heimi og þess vegna söfnuðum við
tvö hundraö þúsund krónum til að
hafa í bakhöndinni. Það kom síðar í
ljós að þessir peningar, sem við spör-
uðum, vora ekki beint nauðsynlegir.
Við gátum haldið okkur uppi á þeim
launum sem við öfluðum með vinn-
unni,“ segir Þórir.
í niðumíddri íbúð
Feröin hófst í febrúar á síðasta ári
er Adda Steina flaug til Kóreu til að
sitja kirkjuþing en hún situr nú '
framhald þess þings. Þórir flaug hins
vegar til Þýskalands og frétta-
mennskan byijaði í Berlín í kosning-
unum sem fram fóra í mars. „Við
bjuggum þar í mjög undarlegri og
niðumíddri íbúð uppi á fimmtu hæð
í úthverfi Austur-Berlínar. Þetta var
fátækt verkamannahverfi og ein
stærsta vörulestarstöð beint fyrir
utan. Þar vorum við í íbúð sem Herr
Magnúsdóttir átti á þeim tíma. Hann
er Þjóðverji sem hafði sloppið út úr
Austur-Þýskalandi með því að kvæn-
ast íslenskri stúlku á pappíranum.
Unnusta hans haföi hins vegar gifst
íslenskum strák í sama tilgangi.
Hann hélt eftimafni íslensku stúlk-
unnar og heitir því Herr Magnús-
dóttir eins og stendur á dyrabjöll-
unni á þessum ágæta hanabjálka. Ég
komst í samband við þennan mann
í gegnum kunningja sem ég átti í
Berlín.“
Þórir segir að þau hafi ekki bókað
sig á nein hótel fyrirfram. Reyndar
segist hann hafa það fyrir reglu.
„Einu hótehn, sem hægt er að panta,
eru þessi venjulegu vestrænu lúxus-
hótel sem era bæði dýr og leiðinleg.
Mér fmnst skemmtilegra aö vera á
litlum sjarmerandi gistihúsum sem
hafa ekki einu sinni telex. Langbesti
ferðamátinn er að láta ferðina ráð-
ast.“
Fóru meó
Skóda til Tékkó
Áður en þau hjónin héldu utan
festu þau kaup á Skoda Rapid og létu
senda hann út. Þórir segist hafa búist
við að best væri að ferðast á austur-
evrópskum bíl þar sem ferðinni var
heitið á þær slóðir, t.d. vegna vara-
hlutakaupa og þess háttar. Hann seg-
ir þaö hafa verið algjöran misskiln-
ing. „Eini staðurinn, sem ekki er
hægt að kaupa varahluti í Skoda, er
í Austur-Evrópu. Þeir framleiða ekki
nógu mikið af varahlutum og anna
því engan veginn eftirspuminni. Ég
braut sólskyggnið, sem er innan á
framrúðunni, og eftir árangurslausa
leit um Tékkóslóvakíu, þar sem bíll-
inn er framleiddur, og önnur lönd
fann ég þetta loks á markaði í Pól-
landi. Þá vorum við reyndar búin að
panta það héðan en afpöntuðum aft-
ur. Síðan var bensínlokinu stolið en
það var hvergi fáanlegt þannig að
þaö fengum við frá íslandi."
Þórir segir að ódýrara hefði verið
aö kaupa Skodann fyrir austan en
hins vegar var biðlistinn sjö ár.
„Menn þurfa að bíða eftir nýjustu
Lödunni í tvö hundruðár, biðhstinn
var shkur,“ segir Þórir og hlær. Þetta
segist hann hafa vitað áður en í ferð-
ina var farið. Þórir segir það hafa
verið freistandi að selja bílinn áður
en heim var haldiö en í ljós kom að
Rapid-bílamir eru ekki framleiddir
fyrir innanlandsmarkað í Ungverja-
landi og því óþekktir. Skódinn er því
á heimleið með Brúarfossi."
í snertingu
við heimsfréttimar
Þórir segir að þessi ferð hafl ein-
göngu verið farin í þeim tilgangi aö
kynnast þeim löndum sem hann hef-
ur atvinnu af að skrifa um. „Það má
segja aö við höfum notað frétta-
mennskuna á vissan hátt til þess að
halda okkur uppi og gera okkur þetta
kleift."
Þórir segir þáð ekkert erfitt að setja
sig inn í aðstæður á hveijum staö og
fréttaöflun hjá honum sé svipuð og
hjá fréttamönnum í innlendum frétt-
um hér á landi. „Þegar ég kem á
nýjan stað byija ég oftast á að ræða
við óháða blaðamenn, sem hafa
fylgst með ástandinu, en venjulega
era einhver blöð gefm út á ensku.
Annars skiptast viðmælendur í fjóra
hópa: blaðamenn, stjórnarsinna,
stjórnarandstæðinga og almenning.
Skemmtilegast er að tala við almenn-
ing og maður fær mest út úr því. Ég
get nefnt dæmi frá Póllandi. Við fór-
um á Skódanum um þvert og endi-
langt Pólland og ræddum við
menntamenn sem sögðu okkur und-
an og ofan af ástandinu í landinu,
sem var mjög fróðlegt, en það var
ekki fyrr en við töluðum við ellilíf-
eyrisþega í Gdansk, sem sögöu okkur
mjög bitrir frá því að sennilega yrðu
þeir að eyða síðustu ævidögunum í
fátækt vegna efnahagsaðgerða
stjómvalda, að við fengum einhveija
mynd af því sem var að gerast í raun-
inni.“
Með tökumann
sérvið hlið
Hver frétt, sem Þórir sendir hingað
heim, á sér langan aödraganda. Hann
segist byrja á því að kynna sér við-
komandi land og fer þá inn á bresk
eða amerísk bókasöfn, síðan þarf að
lesa öll blöð, sem koma út á ensku,
og loks að ná tali af fólki. „Það er
einnig nauðsynlegt að vita bak-
grunninn og hafa kynnt sér hann vel
svo maður sé ekki eins og bjáni.
Varðandi tæknimálin hafa orðið því-
líkar framfarir að þau eru auðleyst.
Við tókum með okkur myndatökuvél
frá Stöð 2 og gæðin eru nánast þau
sömu og á margfalt dýrari tækjum
sem notuð eru í upptökuverum. Það
virkaði mjög vel því Adda Steina tók
þær myndir sem ég gat ekki tekið og
síðan var ég hennar upptökumaður
fyrir útvarpið. Þetta var mjög gott
samstarf og við vorum álls ekki í
samkeppni. Við sjáum mismunandi
hluti og þess vegna verður aldrei um
endurtekningu að ræða hjá okkur.
Þetta samstarf hefur því lukkast
mjög vel. Adda Steina tekur frekar
eftir fari fólks og upplifir atburðina,
þessa skondnu og skemmtilegu sem
koma oft fyrir mann á svona ferða-
lögum, á meðan ég lifi mig inn í póli-
tík og efnahagsmál og þess háttar
leiðinlegri mál.“
Ekki mikil breyting
Þórir hefur ekki sent efnið beint
heim í gegnum gervihnött heldur eru
myndspólurnar sendar með næstu
flugvél heim tfl íslands. Með því að
taka upp efnið sjálf og senda það flug-
leiðis sparast stórar fjárhæðir. Verst
þótti fréttamanninum að geta ekki
sent allar fréttir heim til íslands enda
var af nógu að taka. En almenningur
hér á landi hefur þó aðeins áhuga á
heimsmálunum upp að vissu marki,
þó Þórir telji hann meiri en í mörgum
öðrum löndum.
Þórir hafði ekki áður dvahð í mörg-
um af þeim austantjaldslöndum sem
hann heimsótti nú. Þó uppliföi hann
breytinguna í Búdapest þar sem
hann hafði dvalið áður. „Þessi breyt-
ing er ekki svo ægilega mikil. Fólk
hefur alist upp í að vinna hjá ríkinu
og verslunarmenn hafa ekki þurft
að þjóna viöskiptavinum og láta sér
ekki koma í hug að gera það. Breyt-
ingin verður ekki fyrr en hjá næstu
kynslóð. Ungveijar finna mikið fyrir
að þeir voru í 150 ár undir Tyrkjum
og finnst þeir aldrei hafa borið sitt
barr síðan. Síðustu fimmtíu ár hafa
þeir verið undir Rússum og ná sér
ekkert fljótt eftir það.“
Aðalstöðvar
í Búdapest
Aðalstöðvar Þóris og Öddu Steinu
voru í Búdapest þar sem þau leigðu
sér litla íbúð. Þau greiddu tuttugu
þúsund krónur á mánuði í leigu á
meðan þau greiddu í gjaldmiðh
landsins en leigan lækkaði niður í
tólf þúsund þegar þau breyttu yfir í
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991.
35'
Þórir Guðmundsson, fréttamaður á Stöð 2, flýtti ferð sinni heim um einn mánuð vegna Persafióastríðsins. Eiginkona hans, Adda Steina Björnsdóttir
guðfræðingur, situr kirkjuþing um þessar mundir i Ástralíu. Þórir hefur hins vegar snúið sér að stríðsfréttaskrifum. DV-mynd GVA
gjaldeyri. Frá Búdapest óku þau síð-
an í allar áttir eftir því sem fréttimar
gerðust hveiju sinni. Stundum varð
þó að taka lest eða fara flugleiðis.
„Við komumst til Litháen sl. sumar
en það var stuttu eftir að Sovétmenn
felldu niður viðskiptabannið á Lit-
háa. Við fundum vel fyrir þeim
breytingum sem voru að gerast þar.
Einnig fannst mér mjög athyglisvert
að koma til Jórdaníu en það var
stuttu eftir innrás íraka í Kúvæt og
við sáum flóttamannastrauminn
koma þaðan. Mér fannst á þeim tíma
ástand þeirra það langmerkilegasta
og athyghsverðasta sem var að ger-
ast á þeim slóðum á þeim tíma. Mig
langar hins vegar ekkert að vera
nálægt stríðssvæðum núna því
fréttamenn þar hanga inn á herbergj-
um og fá aðeins tækifæri tvisvar,
þrisvar á dag að spyija talsmenn
hinna og þessara heija spjörunum
úr en sjá ekki neitt. Það verður hins
vegar athyghsvert að vera á þessum
stöðum þegar stríðinu lýkur.“
Lentu í hasar
Þórir sagði að erfiðleikar hefðu
ekki veriö miklir á meðan á ferðalag-
inu stóð, að minnsta kosti ekki þegar
htið væri til baka. „Við lentum ein-
stöku sinnum í hasar, eins og þegar
við voram rekin burt með byssu-
kjöftum frá Tirgu-Mures eftir ólæti
mihi Ungveija og Rúmena þar. Við
þurftum að gista hjá sveitafólki í
Kosovo eftir að hafa verið á útifundi
með albanskættuðum íbúum Kosovo
í Júgóslavíu vegna þess að serknesk
herlögregla haföi umkringt svæðið
og gerði allar myndavélar upptækar.
Við þurftum þess vegna að gista hjá
þessu fólki sem reyndar bannaði
okkur að fara burt. Það er mjög gott
fyrir erlenda blaðamenn að ná sam-
bandi við fólk, sérstaklega á stöðum
þar sem maður hefur rætt við kúgaða
minnihlutahópa. Eini möguleiki
þeirra til að koma málefnum sínum
á framfæri er að ræða við útlenda
blaðamenn. Það var mjög spennandi
að fara inn og út úr Sovétríkjunum,
Litháen, enda var það hálfgert um-
sátursástand sem Landsbergis for-
seti var í þá. Að vísu vora ekki her-
menn á götunum en maður fann fyr-
ir þeim og fólkið sagði manni að KGB
væri alls staðar. Okkur var sagt að
þeir vissu vel að við værum að ræða
við forsetann, enda voru við hálftitr-
andi er við fóram aftur úr landinu,
en við sluppum.
Við héldum að það sama kæmi fyr-
ir okkur á Indlandi en múshmar og
hindúar voru þá að beijast um yfir-
ráð yfir mosku. Hindúar vildu byggja
musteri þar sem moskan er núna og
sögðu að guðinn Rama hefði fæðst
þar. Þetta voru átök sem leiddu th
dauða fjölda manna. Við komum
nokkru eftir átökin en á staðnum
voru mörg þúsund hermenn. Ég held
ég hafi aldrei séð jafnmarga hermenn
á einum stað. Við vorum að læöu-
pokast með myndavél en það var
óþarfi því hermennirnir brostu bara
th okkar og reyndar leiddu okkur
áfram.“
Rúmenía
eftirminnilegust
Þórir segir að eftirminnilegasti
staðurinn sé Rúmenía. „Það var nöt-
urlegt að koma þangað. Ástandið í
landinu er ömurlegt, hvergi neitt th
og drungi og vofa Ceausescus er enn-
þá yfir öhu. Fólkið er dauðhrætt.
Adda Steina fór inn í bókasafn th aö
hringja en hún ætlaði að leita að eina
bankanum í landinu sem skipti
feröatékkum. Bókasafnsvörðurinn
spurði Öddu spjörunum úr, hver hún
væri og erindi hennar. Síðan gaf
bókasafnsvörðurinn þær skýringar
að ef hún yrði spurð væri betra að
vera með aht á hreinu. Fólkið býst
við að leynhögreglumenn séu alls
staðar á sveimi og telja því betra að
hafa aUt sitt klárt. Þó slíkt megi ekki
lengur samkvæmt lögum og reglum
þá býr hræðslan enn í fólkinu.
Á öUum öðrum stöðum, sem við
komum tU, var einhver von um að
hlutimir ættu eftir að batna. Þar sem
maður fann fyrir einhverri von í
Rúmeníu vora væntingarnar svo
miklar að þær geta aldrei ræst. Það
er enginn grandvöllur fyrir betra lífi
í Rúmeníu. Valdamenn hugsa eins
og fyrirrennarar og hafa reyndar
verið áður við völd. Forsetinn er
fyrrum hægri hönd Ceausescus og
forsætisráðherrann var orðaður við
dóttur Ceausescus á sínum tíma. AUt
sem Ceausescu lét gera var afar
groddalegt, eins og að láta rífa mörg
gömul hús og byggja mikh steinhýsi
sem kostuðu óheyrilegar fjárhæðir.
Hann lét rífa tuttugu þúsund hús í
miðborg Búkarest, þar á meðal falleg
bænhús og kirkjur, tU að byggja svo-
kallað alþýðuhús sem er stærsta
bygging í heimi. í einu herberginu
töldum við 98 kristalsljósakrónur,
þar af eina á stærð við geimskip eins
og maður sér í bíómyndum. Þá má
geta þess að hann krafðist þess af
fólkinu að það stæði í sömu sporum
í klukkutíma áður en hann kæmi
akandi eftir götu og klukkutíma eft-
ir. Það var allt hálfbijálað sem þessi
maður gerði og þó svo sé ekki lengur
þá er þetta guðs volað land. Þarna
vorum við í tíu daga og það er langur
dvalartími í Rúmeníu. Landið er þó
mjög faflegt og margt af því fólki, sem
við hittum, var yndislegt, sérstaklega
bændumir. Hins vegar var mennta-
fólkið óþolandi hrokafullt."
Jól í Thailandi
Um jólin voru þau Þórir og Adda
Steina í Thailandi. „Þetta vora ein-
manaleg jól,“ segir Þórir. „Við feng-
um okkur jólamat á afar fínu hóteli
á Norður-Thailandi þar sem allt mor-
aði í einmana sálum sem voru fjarri
heimabyggðum." Áður höfðu þau
verið á Indlandi þar sem þau ætluðu
til Kasmír, Amritsar, þar sem Þórir
talaði við Bhindranvale í Gullna hof-
inu rétt áður en hann var myrtur
fyrir nokkrum áram. „Einnig ætluð-
um við til Agra þar sem er grafhýsi
sem Indlandskeisari byggði fyrir
konu sína. Við komumst ekki til
Kasmír vegna þjóðernisátaka þar
sem tvö þúsund manns höfðu fallið
í blóðugum bardögum. Við höfðum
heyrt mjög ljótar sögur af framgöngu
hersins og þangað þýddi ekkert að
fara með myndavél. Við komust ekki
til Amritsar þar sem sikkar vora að
drepa tuttugu til þijátíu manns á
hveijum degi. Við ætluðum að taka
ákveðna lest til Amritsar en hættum
við og tókum rútu til Delhí og þegar
þangað kom fréttum við að búið
væri að sprengja upp teinana, sem
við hefðum farið um, og lestin fór
út af. Við komumst ekki heldur til
Agra vegna þess að þar vora hindúar
og múslímar að beijast. Undanfarin
þrjú ár hafa verið mjög óróasöm á
Indlandi og það má geta þess að á
þeim dögum, sem Persaflóastríðið
hefur staðið, hafa færri fallið þar en
á einni viku á Indlandi."
Hittu sama
fjölmiðlafólkið
Þórir segir að það sé einstakt að fá
tækifæri til að fara í ferð sem þessa
og segist afar þakklátur. Þau Adda
Steina voru ekki eina fjölmiðlaparið
í þessum hugleiðingum. Þórir segir
að fullt af fólki frá mörgum löndum
hafi verið að gera það sama. „Við
hittum sama fólkið í hinum og þess-
um borgum. í Rúmeníu var breskt
fjölmiölafólk sem smyglaði sér inn í
landiö og var búið að vera þar í þrjá
mánuði. Þau höfðu áður unnið við
smáblöð í Bretlandi en vegna þess
að þau vora í Rúmeníu fengust
samningar við stóra blöðin. Við hitt-
um þetta fóik og fjölmiðlamenn frá
öðrum löndum, t.d. Bandaríkjunum
og Kanada, í Búkarest, en þar gistu
allir fjölmiðlamenn á sania hótelinu.
Síðar hittum við það við kosning-
amar í Tékkóslóvakíu. Þetta var fólk
sem hafði unnið á fjölmiðlum en orð-
ið leitt á daglegu þrasi og langaði að
gera eitthvað nýtt - alveg eins og
við,“ segir Þórir.
- Stefniðþiðáannaðsvonaferðalag?
„Ekki heils árs ferðalag en við ætl-
um að heimsækja aftur alla þá staði
sem við komum á núna. Þegar maður
er búinn að vera stuttan tíma á ein-
hverjum stað kynnist maður honum,
fær mikinn áhuga og vill meira,“
segir Þórir Guðmundsson fréttamað-
ur og bætir við: „Ef það er eitthvað
eitt sem kom út úr þessari ferð var
það hvað þjóðernisrembingurinn er
alls staðar til og hvað hann getur
eitrað fyrir samskiptum manna. Á
sumum stöðum verður þessi remb-
ingur til út af öfund en stundum sér
maður að það eru ekki efnahagsmál-
in, sem þama koma til, heldur mein-
fýsi. Mér fannst ég finna sérstaklega
fyrir þessu í Kosovo þar sem er virki-
lega friðsælt fólk sem troðið er á
vegna rembingsins í yfirvöldum.“
-ELA