Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991. Fréttir Hagstjórn oftast til óþurftar hér - má lesa úr grein forstjóra Þjóðhagsstofnunar ■<" Kvennaskólinn á Blönduósi. DV-mynd Magnús Blönduós: Listaskóli á háskólastigi? Hagstjóm á Islandi hefur oftast veriö til bölvunar, en breyting hefur oröið á í seinni tíð. Vonir standa nú til þess, aö hagstjórnin hafi þróazt þannig, að í framtíðinni verði hún betri en ekki. Þetta má lesa út úr grein Þóröar Friðjónssonar, for- stöðuinanns Þjóðhagsstofnunar, í nýjasta tölublaði Fjármálatíðinda. Þórður vekur athygli á því, að hag- stjórn hér á landi hefur verið með nokkuð öðrum hætti en víðast ann- ars staðar. Eitt aðaleinkenni hag- stjórnarinnar hér hefur verið áherzla á tekju- og verðstefnu í stað þess að stýra eftirspurn með almenn- um aðgerðum í peninga- og ríkis- fjármálum. Til að útlista þessi um- mæli Þórðar Friðjónssonar má nefna, að yflrleitt hefur þeirri aðferð verið beitt hér að grípa inn í á al- mennum vinnumarkaði, til dæmis með því að taka vísitöluna úr sam- bandi, með félagsmálapökkum eða verðstöðvun. Þannig hafa verið höfö áhrif á tekjuþróunina. Þetta hefur gengið illa. Það sést meðal annars af meðfylgjandi grafi, sem sýnir hvernig eyðslan, þjóðarútgjöldin, hafa sveiflazt meira en tekjurnar oft og tíðum. Sem sé: þessi hagstjórn hefur ekki verkað. Hafa séð að sér Þess í stað ætti að hafa áhrif á eftir- spumina í þjóðfélaginu, sem hefur verið gert í vaxandi mæli í seinni tíð. Þá eru ríkisfjármálin og peningamál- in notuð til að stilla eftirspurnina af. Þetta ætti nú að þýða, aö peninga- málum yröi haldið hæfilegum, svo sem með frjálsum vöxtum og aðhaldi í útlánum banka. Ekki ætti að vera halli á ríkissjóði, sem þó er mikill eins og alkunna er. Þannig hefur hin nýja leið í hagstjórn veriö farin að hluta, en aðeins aö hluta. Miklu skiptir, að áfram verði hald- ið á þeirri braut, sem nú hefur verið mörkuð, og hagstjórn líkist þeirri, Sjónarhom Haukur Helgason sem beitt er í flestum öðrum þróuð- um ríkjum. Menn minnast nú með skelfingu þeirra tíma, þegar vextir voru neikvæðir, lægri en verðbólgu- stigið. Hin gamla hagstjórn leiddi til mikillar verðbólgu, eins og menn muna. Til að halda áfram með ummæli Þórðar Friðjónssonar skal nefnt, að fyrri hagstjórnarstefna skilaði litlum árangri á mælikvarða stööugleika og jafnvægis í þjóðarbúskapnum, þótt hún hafi stuðlaö að óvenjulitlu at- vinnuleysi í samanburði við önnur lönd. Þórður bendir á, að í stað þess að draga úr sveiflum hafi hagstjómin magnað sveiflumar. Stöðugt verðlag Þórður Friðjónsson nefnir þann möguleika, að hagsveiflurnar hér muni minnka í framtíðinni með framförum í fiskveiðistjórn og auk- inni fjölbreytni í útílutningi. Hann segir, að flest bendi nú til þess, að hagstjórn á íslandi muni á næstu árum færast í aðalátriðum í svipað horf og hjá öðrum vestrænum ríkj- um. Þetta verði agaðri hagstjórn en á undanfornum áratugum. Áherzla verði lögð á að skapa afdráttarlausa umgjörð atvinnu- og efnahagslífs með stefnunni í ríkisfjármálum, pen- inga- og gengismálum, þannig að heimili og fyrirtæki geti tekið ákvarðanir í ljósi hennar. Þróun efnahagslífsins muni því ráðast í rík- um mæli af markaðsöflunum. Helztu markmiö efnahagsstefnunnar eru ör hagvöxtur, það er aukning fram- leiðslunnar, stöðugt verðlag, jöfnuð- ur í utanríkisviðskiptum og hátt at- vinnustig. Þessi markmið nást betur með nýju aðferöunum við hagstjórn. Þannig má búast við auknum hagvexti, minni verðbólgu og minni viðskipta- halla við útlönd, verði þess konar hagstjórn beitt. Hins vegar gæti atvinnuleysi auk- izt um skeið, þótt nýju aöferðirnar eigi að treysta atvinnustigiö til lengd- ar. Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingi: „Öll viðleitni i heimilisiðnaði á að snúast um ullina, hún er okkar aðdá- anlega hráefni, sem viö höfum nóg af og við kunnum að hagnýta." Þetta sagði Halldóra Bjarnadóttir í Hlín fyrir 30 árum og þessi orð eru rifjuð upp því nú er farið að ræða um að koma á fót heimilisiönaðarskóla, eða jafnvel listaskóla á háskólastigi í gamla kvennaskólanum á Blönduósi. Guörún Jónsdóttir arkitekt, sem ráðin hefur verið til þess að vinna að aðalskipulagstillögum fyrir Blönduós, vill að Kvennaskólinn verði lista-akademísk stofnun. Þar yrðu sérhæfð námskeið í listiðnað- amámi á alþjóðlegum mælikvarða. „Kærumálið var ekki afgreitt á fundinum. Báðir aðilar komu á fund stjórnarinnar og gerðu grein fyrir sínu máli. Við munum svo væntan- lega afgreiða kærumálið á fundi í dag,“ sagði Örn Steinsen, forstjóri Ferðaskrifstofunnar Sögu, um kæru ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn á auglýsingu Samvinnuferða-Land- Námið yrði að hluta tengt ullarvinnu og nýtingu íslensku ullarinnar. Einnig mætti leggja áherslu á annan heimilisiðnað. Ýmsir fleiri hafa bent.á svipaðar hugmyndir og á það hefur verið bent að hvergi sé til jafnstórt safn af mun- um unnum úr íslenskri ull og í Heim- ilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Það safn sé grunnurinn að menntastofn- un í þessum fræðum. Þá hefur verið bent á að hægt væri að innrétta lista- manna- eða fræðimannaíbúðir í Kvennaskólanum, en allar þessar hugmyndir miða að því að efla Blönduós og sýna minningu þeirra sem reistu og ráku Kvennaskólann virðingu. sýnar. Örn á sæti í stjórn Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa, þar sem kær- an var tekin fyrir í gær. Eins og skýrt var frá í DV hefur auglýsingin einnig verið kærð til Verðlagsstofnunar og siðanefndar Sambands íslenskra ferðaskrifstofa. -S.dór Kæra Úrvals-Útsýnar ekki afgreidd í dag mælir Dagfari__________ Formannsslagur Gífurlegur taugatitringur ríkir nú í Sjálfstæðisílokknum. Menn mega varla mæla fyrir æsingi og áhyggj- um og jafnvel bjargvætturinn aö vestan er fenginn til að vitna í sjón- varpinu um nauðsyn þess að sjálf- stæðismenn standi saman. Þá ligg- ur mikið við. Ástæöan fyrir áhyggjum sjálf- stæðismanna er sú, að Davíð Odds- son er sagður vera að hugleiða að gefa kost á sér sem formaður í flokknum. Þetta hefur Davíö að vísu aldrei ságt opinberlega en svarað því til að hann hafi svaraö út og suður, þegar hann er spurður um framboð. Menn hafa sem sagt fundið það út aö Davíð sé hugsan- lega að velta því fyrir sér að hann kunni aö gefa kost á sér sem for- maður og þá fer allt á annan end- ann. Aumingja Davíð. Hann má ekki einu sinni hugsa um formennsk- una, öðru vísi en Sjálfstæðisflokk- urinn umtumist. Þaö er orðið vandlifað í Sjálfstæðisflokknum þegar menn mega ekki lengur hugsa um það sem allir aðrir eru að hugsa um. Eru sjálfstæðismenn ekki einmitt búnir að hugsa um það stanslaust og tala um það stans- laust, að Davið Oddsson eigi aö verða næsti formaður og verði miklu betri formaður en formaður- inn sem núna er formaður? Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig af því að vera flokkur frelsis, lýð- ræðis og einstaklingsframtaks. Þeir vilja fullt frelsi til að velja og hafna, lýðræði til að kjósa og einka- framtak til að hver og einn komist þangað sem hugur hans stefnir til. Nú bregður hinsvegar svo við að þegar tveir menn í þessum stóra og göfuga flokki hafa báðir auga- stað á sama embættinu innan flokksins gengur maður undir manns hönd til að aftra því að flokksmenn fái að gera upp á milli þessara tveggja manna. Þaö þykir ekki viðeigandi aö kjósa um for- mann! Þaö er slæmt til afspurnar ef boðið er fram á móti núverandi formanni! Davíð má ekki fella Þor- stein, heldur eiga þeir að semja um það félagarnir, hvenær Davíö taki við. Frelsið og lýðræðið kemur sér illa í flokki frelsis og lýðræðis. Ef það er hefð fyrir því í Sjálf- stæðisflokknum að ekki megi fella sitjandi formann, þá geta þeir í Sjálfstæðisflokknum allt eins stoppað upp formanninn hjá sér hverju sinni og flutt hann upp á Þjóðminjasafn. Eins er náttúrlega hægt að taka formanninn með í búvörusamninginn, sem nú er ver- ið aö ganga frá fyrir hönd sauðk- indarinnar og hinnar heilögu kýr, sem ekki má stugga viö. Einnig kemur til greina að Þorsteini verði pakkað inn í þjóðarsáttina og um þaö samið að ekki verði hróflað við honum frekar en öðrum þeim hornsteinum sem hafnir eru yfir deilur og dægurþras. Ef ekki má bjóða fram á móti for- manni, af ótta viö að formaður veröi felldur, er að sjálfsögðu nær- tækast fyrir Sjálfstæðisflokkinn að setja það í lög flokksins að formaö- ur sitji eins lengi og honum þókn-' ast. Lagagreinin getur hljóðað svo: „Eigi skal kosið um formann, með- an flokkurinn hefur formann.” Skiptir þá ekki máli hvort flokkur- inn er óánægður með formanninn, hvort annar betri formaður sé til eða að flokksmenn vilji fá aö kjósa um formann. Undir öllum kring- umstæðum skal sá formaður kos- inn sem einu sinni hefur verið kos- inn. Þetta kemur í veg fyrir það að Davíð Oddsson geti orðið formaður þegar hann sjálfur vill verða for- maður. Davíö getur þá aðeins orðið forinaður aö Þorsteinn ákveði hve- nær Davíð má vera formaður. Þetta kemur líka í veg fyrir það að flokks- menn geti kosiö sér formann, ann- an en þann sem formaðurinn hefur ákveðið að verði formaður, eftir að formaðurinn vill ekki sjálfur vera formaður. Kosningafrelsið og lýðræðið og einkaframtakið gilda því aðeins í Sjálfstæðisflokknum að fullt sam- komulag ríki um það að kosið sé. Og jafnfrarnt að fullt samkomulag sé um það hver kosinn verður. Og algjört samkomulag um það fyrir fram að aðrir bjóði sig ekki fram en sá sem kosinn skal. Davíð verður að bíða með að verða formaður, vegna þess að nú- verandi formaður vill vera formað- ur áfram og það má ekki fella for- mann til að fá formann sem er betri formaður en formaðurinn sem fyr- ir er. Svona virkar lýðræðið í Sjálf- stæðisflokknum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.