Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991. Útlönd __________________________________ Bandamenn hikandi eftir að írakar féllust á endurnýjað friðartilboð: Of skammt gengið í tillögu Gorbatsjovs - John Major kallar hugmyndimar framför en ófullnægjandi George Bush Bandaríkjaforseti hetur ekki vísað friðartillögum Gorbatsjovs forseta endanlega frá sér. Hann sér þó litia vonarglætu í þeim vegna skilyrðanna sem fylgja. Svo virðist sem hik hafl komið á helstu leiðtoga bandamanna í stríð- inu gegn írökum eftir að Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraka, féllst á nýj- ar hugmyndir Gorbatsjovs Sovét- forseta um frið í Persaflóadeilunni. Háttsettir embættismenn í Banda- ríkjunum segja að hugmyndir Gor- batsjovs fullnægi ekki þeim skilyrð- um sem sett eru í í ályktunum örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um Kú- vætmálið. Þó sjá menn markverða breytingu frá fyrri hugmyndum og munar þar mestu að Palestínumálið er hvergi nefnt á nafn. Til þessa hafa írakar gert lausn þess að skilyrði fyrir að kalla her sinn heim frá Kú- væt. Enn eru skilyrði Eftir sem áður eru skilyrði fyrir því að írakar fari frá Kúvæt. Þar á meöal er að írakar vilja fá vopnahlé áður en þeir hefja brottflutning herja sinna og að þaö vopnahlé standi í að minnsta kosti einn sólarhring áður en þeir þurfi að hefjast handa. Hern- aðarsérfræöingar í Bandaríkjunum eru mjög efins um að stjórn þeirra geti fcdlist á þetta skilyrði því það gefur írökum tækifæri til að endur- skipuleggja lið sitt og halda svo áfram baráttunni. John Major, forsætisráðherra Breta, sagði í morgun að hann sæi nokkra framför í nýju tillögunum en þær gengju ekki nógu langt. Banda- menn geti ekki hvikað frá þeirri kröfu sinni að írakar kalh her sinn heim frá Kúvæt eins og krafist er í ályktunum öryggisráðsins. Major hafnaði þó ekki tillögunum og sagði að stjórn sín ætlaði að skoða þær betur í dag. George Bush Bandaríkjaforseti hefur einnig ítrekað þá skoðun sína að írakar geti ekki sett skilyrði fyrir að yfirgefa Kúvæt. Hann hefur þó heldur ekki hafnað tillögum Gor- batsjovs berum orðum en fastlega er gert ráð fyrir að þeim verði hafnaö eftir að bandamenn hafa borið sam- an bækur sínar. Bush fór íFord- leikhúsið George Bush Bandaríkjaforseti eyddi kvöldinu í Ford-leikhúsinu i Washington í gær eftir að hann hafði frétt af nýjustu tillögum Gorbatsjovs Sovétforseta um frið í Persaflóastríöinu. Ford-leik- húsið hefur sérstakan sess í sögu Bandaríkjanna því aö þar var Abraham Lincoln myrtur voriö 1865. Ferð Bush dróst þó um 14 mín- útur vegna símtals við Gor- batsjov. Að því loknu lögðu for- setaþjónin af stað í leíkúsið. Bush sat í aðalsalnum og var vel fagnað af leikhúsgestum. Á sviöinu var leikrit um blökkumenn í banda- ríska flughemum í síöari heims- styrjöldinni og var ekki annaö að sjá en aö forsetinn skemmti sér vel. Bush var sjálfur herflugmaður í síðari heimsstyijöldinni og var skotinn niöur með flugvél sinni í bardögum við Japani á Kyrrahaf- inu. Reuter Stjórn Frakklands lítur svo á að friðartillögur Gorbatsjovs séu spor í rétta átt en hefur lýst óánægju sinni með hve mörg atriði eru enn óljós. Einkum sjá Frakkar brotalamir í áætluninni um heimkvaðningu ír- aska hersins eftir að vopnahlé hefur komist á. Friðartilfögur í átta liðum Tillögur Gorbatsjovs eru í átta hð- um. í fyrsta lið er sagt að írakar skuli Ráðistá Kúvætborg efþörf krefur Sendiherra Kúvæts í Japan segir að bandamenn hafí fullan rétt til að ráðast af fullum þunga á Kúvætborg ef þörf krefur til að frelsa borgina og þurfi þá ekki að hugsa um skemmdir sem þar kunni aö verða. „Það verður að frelsa Kúvæt með öllum ráöum. Viö vildum ekki fara í stríð heldur var það Saddam Hussein sem réðst á okkur. Við eigum engra annarra kosta völ en að fóma öllu til að land okkar verði fijálst á ný,“ sagði sendiherrann. Hann sagði að Kúvætar yrðu að taka því þótt landar þeirrá féllu í bardögunum um landið því Saddam bæri ábyrgð á öhu mannfalli í stríð- inu. Þá varaði hann við að taka Sadd- am trúanlegan þótt hann þættist til- búinn til að fara frá Kúvæt. „Það er ekki hægt að treysta þess- um manni. Hann virðist alltaf reiðu- búinn að beita nýjum brögðum,“ sagði sendiherrann. Reuter kalla her sinn heim frá Kúvæt án skilyrða. Síðari sjö atriöin eru þó af stjórnmálasérfræðingum talin til skilyrða að meira eða minna leyti. Þar á meðal er ákvæði um að álykt- anir öryggisráðsins gegn írak fahi úr gildi um leið og þeir hafa kallað her sinn heim. Þá er gert ráð fyrir að viðskiptabanni Sameinuðu þjóð- anna á írak verði aflétt þegar þeir hafa kalla tvo þriðju hersins heim. Hikið, sem verið hefur á leiðtogum Japanir: Aðstoðaekki írakaef Utanríkisráöherra Japana segir það óhklegt að stjdm hans muni aðstoða íraka við að reisa land sitt úr rústum ef Saddam Hussein verður enn viö völd aö stríöinu loknu. Eftir þvi sem heimildir í utan- ríkisráðuneytinu segja setja yfir- völd í Japan það sem skilyröi fyr- ir aöstoð að jafnvægi koraist á í Mið-Austurlöndum. Slíks sé ekkí aö vænta meðan Saddam sé við völd. „Saddam hóf þennan harmleik og við óttumst að hann kunni að ráðast á nágranna sína aftur ef hann heldur völdum," sagði tals- maöur ráðuneytisins. Reuter Simamynd Reuter bandamanna eftir að Aziz sagði að írakar féllust á tillögur Gorbatsjovs, er skýrt með því að Bush og Major vilji fyrst ganga úr skugga um að samstaðan meðal bandamanna riðl- ist ekki þótt tillögunum verði hafnað. Að því frágengnu má búast við að stríðið haldi áfram af auknum þunga með árás á landi eftir fáa daga. Reuter Fram- varðasveitir íraka með efnavopn Bretar telja að íraskir hermenn í framlínunni við landamæri Saudi- Arabíu hafi á síðustu dögum fengið fallbyssuskot hlaðin efnavopnum í hendur. Þessi skot á að nota þeg- ar og ef sókn bandamanna á landi hefst. Eftir heimildum, sem Reuters- fréttastofan hefur eftir háttsettum foringjum í herliði Breta, hafa þeir fengið fulla vissu um að írakar séu reiðubúnir að nota efnavopn en vita ekki með vissu hvort þeir hafa einn- ig tök á aö beita sýklavopnum. Bretarnir segja að fastlega verði að gera ráö fyrir að írakar noti efna- vopnin þegar í harðbakkann slær. Þá er eirinig mögulegt að þeir reyni að setja efnahleðslur í Scud-flaugar th að svara árásum bandamanna. Þó er sagt að allar bestu Scud-flaugarn- ar séu uppurnar og aðeins þær ófull- komnari eftir. Reuter 21. febrúar 10.50 - Bandamenn gera loftár- ásir á Basra og aðrar borgir í suöurhluta íraks. 13.20 - Belgísk yfirvöld segjast munu styðja vopnahlé fari írakar tafarlaust frá Kúvæt. 15.02 - Bandarískir embættis- menn segja sókn bandamanna á landi verða snögga og harða. 15.28 - Utanríkisviðskiptamála- ráðherra Egyptalands segir Egypta ekki munu eiga í vand- ræðum með Saddam Hussein verði hann áfram forseti íraks eftir stríð. 15.38 - Saddam segir í útvarps- ræðu að hann muni ekki gefast upp. 16.29 - Saudi-Arabar segja íraka hafa skotið tveimur Scud-eld- flaugum að bænum Hafr aÞBaten þar sem er herbækistöð. Önnur flaugin var skotin niður með Patriot-gagnflaug en hin sprakk á lofti. 16.30 - Bandarísk yfirvöld lýsa yfir óánægju sinni með ræðu Saddams og segja frelsun Kúvæts munu halda áfram. 17.08 - Talsmenn Bandaríkja- hers í Saudi-Arabíu segja iraka hafa skotið niður bandaríska þyrlu. 17.18 - Háttsettur bandarískur herforingi segir ákvörðun Sadd- ams um að halda áfram bardög- um sýna að hann sé ekki í snert- ingu við her sinn og þjóð, 17.40 - Kúvætar segja ákvörðun Saddams þýða landhernað en ír- anskir stjórnarerindrekar segjast ekki vissir um að ræða íraks- forseta hafi verið síðasta orðið frá Bagdad. 17.50 - Bandarískir og saudi- arabískir hermenn sagðir hafa faiið í könnunarleiðangra til ír- aks og Kúvæts., 18.07 - Heimildarmenn í breska hemum segja framvarðarsveitir íraka hafa fengiö i hendur efna- vopn undanfama daga. 20.52 - Tareq Aziz, utanríkisráð- herra íraks, kemur til Moskvu með svar Saddams viö friðartil- lögum Gorbatsjovs Sovétforseta. 23.38 - Taismaður Sovétstjómar segir svar íraskra yfirvalda við friöartillögum Gorbatsjovs já- kvætt. 22. febi-úar 00.30 - Hlutabréf á mörkuðum í Tokyó hækka i verði vegna bjart- sýni á aö stríðinu ljúki bráðum. 00.37 - Kínversk yfirvöld, sem eiga fastafuhtrúa í Öryggisráð- inu, lýsa yfir ánægju sinni með tilkynninguna frá Moskvu. 01.22 - Breskir embættismenn segjast vera að skoða friðartihög- Umar. Þeim virðast þær ekki'full- nægja ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 01.48 - Bush Bandaríkjaforseti sagður taka áætlun Sovétmanna með miklum fyrirvara. Hann er sagður vera í stöðugum viðræð- um við ráðgjafa sína. 02.35 - Olíuverð á mörkuðum í Austurlöndum fjær fehur í verði í kjölfar fréttarinnar um jákvætt svar Iraka. 02.45 - Embættismenn segjast búast við aö Öryggisráð Samein- uöu þjóðanna íjalli um friðar- áætlun Sovétmanna. 03.08 - Japanskir ráðamenn varkárir í ummælum sínum um friðaráætlunina og segjast þurfa tíma til að skoða hana nákvæm- lega. 03.21 - Mistökalríkisbankaeftir- litsins i Bandaríkjunum sögð hafa orðíð til þess að írakar gátu fengið mihjarða dollara lán hjá ítölskum banka. 07.47 - Háttsettur bandarískur embættismaður segir að við fyrstu sýn virðist friðartilboð Sovétmanna ekki fullnægja ályktunum öryggisráðs Samein- uöu þjóðanna um skilyrðislaust brotthvarf íraka frá Kúvæt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.