Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991.
15
Bóndinn og skólabarnið
Nú stendur yfir Búnaöarþing,
eins og heyra má í fréttum í út-
varpi og blöðum. Þar er rætt um
„vanda“ landbúnaðarins, eins og
það er kallað. Ef einhveiju á að
breyta þá er því harðlega mót-
mælt. Þá er kallað: Allt ferst, allt
ferst.
Ný viðhorf
Því hefur löngum verið haldið
fram og með réttu að allir hlutir
þurfi sífellt að breytast ef þeir eiga
að vera í takt við tímann. Meö
hverri kynslóö koma nýjar áhersl-
ur og þeim þarf að mæta. Þetta á
við um landbúnaðinn sem er og
verður einn aðalatvinnuvegur
þjóðarinnar.
Með þessum orðum er ekki ætlað
að gagnrýna þær mörgu „ráðstaf-
anir“ sem verið er að gera til að
leysa „vanda" landbúnaðarins.
Fremur má segja að með þessum
skrifum sé reynt að benda á nýjar
áherslur ef einhver vill hlusta á
annað en bara svart og hvítt í þess-
um efnum.
Skólabörnin
Við teljum okkur gjarnan fremsta
í öllu, jafnvel á heimsmælikvarða.
Erum við svona gallalausir í raun
og veru? Hvernig er t.d. fæði barna
okkar? Fá allir nóg að borða? Eða
er það satt, sem einhverjir hugsa
en fáir segja upphátt, að fjöldi
barna fái bæði lítinn og lélegan
mat. Þau lenda til hhðar í öllu pot-
inu og kapphlaupinu um meiri og
meiri peninga svo að hægt sé að
mæta nýjum og nýjum lífsgæða-
kröfum. Þegar allir hrifsa til sín
verða þeir varnarlausu oft eftir,
svo sem börn og gamalmenni. Það
er gömul og ný saga.
Mjólkir,
Við framleiðum mjög góða mjólk
og aðrar slíkar vörur, enda eru þær
KjaUarinn
Lúðvík Gizurarson
hæstaréttarlögmaður
stór hluti í daglegri neyslu. Við
höfum gert okkur grein fyrir að
gæta verður hófs í neyslu á mikilli
mjólkurfitu. Þetta eru nýir siðir og
ný viðhorf til heilsu sem mætt hef-
ur verið með sölu á fitusnauðri
mjólk sem nýtur vaxandi vinsælda.
Þetta er allt lofsvert. Þegar fram-
leiðsla mjólkur hefur orðið meiri
en þessar núverandi daglegu þarfir
þá má gagnrýna ráðstöfun á því
sem umfram hefur verið. Mjólkin
hefur verið sett í „vinnslu" en
margt af þeirri framleiðslu hefur
verið verðlaust eða verðlítið. Síðan
hefur þessi aukaframleiðsla verið
seld til útlanda með miklu tapi og
uppbótum. Slíkt skapar landbún-
aðinum neikvæða ímynd, t.d. í hug-
um margra bæjarbúa sem telja með
þessu móti illa farið með fé. Slík
gagnrýni er réttmæt. Finna þarf
umframmjólkinni jákvæðan farveg
og tilgangurinn með þessum skrif-
uðu orðum er að benda á eina nýja
leið í þessu efni.
Morgunverður
Við eigum að hætta „vinnslu" á
umframmjólk. í stað þess eigum
við að bjóða öllum skólabörnum
upp á ókeypis morgunmat í upp-
hafi skóladags. Glas af mjólk, skyr,
ostbiti og sneið af grófu brauði ætti
að standa öllum skólabörnum til
boða. Þetta á að vera „frítt“ eða
ókeypis og veitt með því hugarfari
að öllum finnist sómi að taka við.
Nú kann einhver að segja að þetta
sé „dýrt“ og þjóðin hafi ekki efni á
slíkri veislu. Þetta er fyrirsláttur.
Það eru alltaf til peningar þegar
vilji er til að eyða þeim, jafnvel í
fráleita hluti. Auk þess höfum við
eytt miklu fé í útflutningsbætur
landbúnaðarvara en þeir fjármunir
hefðu verið betur komnir í kaupum
á góðum morgunverði fyrir allt
skólafólk. Mjólkin, skyrið og ostur-
inn færi þá til góðra hluta.
Kindakjötið
Við höfum lent í öllu meira
strandi með kindakjötið heldur en
mjólkina. Með aukinni fjölbreytni
i matarsmekk hefur dregið úr sölu
á kindakjöti. Lengi vel hélt samt
framleiðsla þess áfram að vaxa.
Það var og er engin lausn að selja
mismuninn úr landi fyrir lítið sem
ekkert.
Læknar ráöleggja nú mörgu mið-
aldra og eldra fólki að borða ekki
þungan mat um of og létta sig held-
ur en hitt. Það er því nánast út í
loftið að reyna að troða meira
kindakjöti í þennan aidurshóp, eins
og þó er reynt með auglýsingum.
Þarna gæti annað komið til.
Svo haldið sé áfram tillögunni um
ókeypis morgunverð í alla skóla þá
má bæta hádegisverði við. Raunar
væri það til mikilla bóta ef allt
skólafólk ætti kost á góðri máltíð.
Þetta er aldurshópur sem getur vel
tekið við hluta af kindakjötinu.
Börn og unglingar eru að vaxa og
hreyfa sig mikið. Þeim er nauðsyn-
legt að fá svo holla og góöa fæðu
sem kindakjötið er. Alla vega er
það stór framför frá því „sjoppu-
fæði“ sem mikill hópur barna og
unglinga lifir á.
Ekki ,svandamál“
Umræða um landbúnaðarmál
hefur verið neikvæð og hún gefur
sveitunum ranga ímynd. Þess
vegna ætti Búnaðarþing nú eða síð-
ar að breyta örlítið um tón og segja:
Sameinum þjóðina í átaki til að all-
ir nemendur fái í skólanum ókeyp-
is góðan árbít og hádegisverð sem
að uppistöðu væri okkar góða
mjólk og kindakjöt.
Þetta er sett fram til umhugsun-
ar. Mjólkin og kjötið er ekki
„vandamál" heldur kostur og for-
réttindi þessarar þjóðar ef rétt er á
haldið.
Lúðvík Gizurarson
„Við eigum að hætta „vinnslu“ á um-
frammjólk. I stað þess eigum við að
bjóða öllum skólabörnum upp á ókeyp-
is morgunmat 1 upphafi skóladags.“
Af fiskimiðum og fðtanuddtækjum
Það er fyrir löngu ljóst að Evr-
ópubandalagið ásælist fiskveiði-
réttindi við ísiand. Jafnljóst er að
íslendingar hafa lítinn áhuga á að
veita því slík réttindi. - En hvað
er til ráða þegar bandalagið hótar
að setja upp tollmúra gagnvart ís-
lenskum útflutningi ef slík réttindi
verða ekki veitt?
Sumir telja að við eigum bara að
bíða og sjá hvað kemur út úr við-
ræðum EFTA og EB um evrópska
efnahagssvæðið og vona það besta.
Þetta er algjör flónska á meðan
auðfært er að brjóta allar kröfur
bandalagsins um veiðiréttindi á
bak aftur.
Hverjir eiga miðin?
Líklega eru flestir sammála um
að fiskimiðin í kringum landið séu
eign þjóðarinnar. Evrópubanda-
lagið gerir hins vegar kröfur á
hendur íslenska ríkinu um veiði-
réttindi! Að mínu mati er bandalag-
ið að tala við vitlausan aðila og ís-
lenska ríkið með framsóknarmenn
í broddi fylkingar að ræna eigum
fólksins í landinu til aö geta deilt
þeim niður eftir eigin geðþótta með
kvótakerfum og öðrum ógeðfelld-
um aðferðum og nota þær sem
skiptimynt í viðræðum við mesta
skrifræðisbákn Evrópu. Þetta fyr-
irkomulag er álíka gáfulegt og að
ríkið færi að skammta stangaveiði-
mönnum kvóta í ár og vötn lands-
ins.
Það væri ekkert heimskulegra að
stofna stangaveiðiráðuneyti en að
halda úti því sjávarútvegsráðu-
neyti sem þykist eiga fiskimiðin í
dag. Það yrði aðeins vasaútgáfa af
þeirri vitleysu sem sjávarútvegs-
ráðuneytið er.
KjaUajinn
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðinemi
Réttir eigendur ráði
Mín tillaga er að við eigum að
láta rétta eigendur hafa yfirráð yfir
fiskimiðunum. Halldór Ásgríms-
son sjávarútvegsráðherra yrði
þannig einn af 250 þús. eigendum
fiskimiðanna en ekki sá eini eins
og hann er í dag. Við eigum að af-
henda hveijum einstaklingi i
landinu jafnan hlut í þeim.
Þetta væri best gert með því sem
ég hef áður lýst; að stofna venjulegt
hlutafélag um veiðiréttindi á ís-
landsmiðum. Stjórn hlutafélagsins,
sem kosin væri af öllum hluthöf-
um, ákvæði hversu mikið mætti
veiða á hveiju ári eins og stjómir
annarra hlutafélaga ákveða að
greiða út arð. Alhr hluthafar fengju
á hveiju ári ávísun (arð) á ákveðið
magn af þorski, ýsu, rækju, lúðu,
loðnu o.s.frv. sem þeir gætu selt
hæstbjóðanda, veitt sjálfir út á eða
einfaldlega rifið vegna dýravernd-
unarsjónarmiða.
Ekki þætti mér ótrúlegt að í
stjórn hlutafélagsins yrðu kosnir
þeir menn sem hluthafar treystu
best til að ákveða hvernig fiski-
stofnarnir væru best nýttir, þ.e.
hversu mikið mætti veiða án þess
að verð hlutabréfanna féUi.
Með þessu væri ekki aðeins
tryggt að raunverulegir eigendur
fiskimiðanna fengju arð af þeim og
að nýtingin yrði skynsamleg held-
ur myndi samkeppni um veiðirétt-
indin milli útgerðarmanna mynd-
ast og tryggja hagkvæmni veið-
anna. Þeir sem gætu veitt með
minnstum kostnaði gætu að sjálf-
sögðu boðið hluthöfunum hæsta
verðið fyrir ávísanirnar.
Leikið á Evrópubandalagið
Þegar þetta væri komið í fram-
kvæmd eru auðvitað engar hkur til
þess að skriffinnar EB færu að
heimta veiðiréttindi við landið.
Ekki færu þeir að heimta eignaupp-
töku hjá hlutafélaginu og þeim ein-
staklingum sem það ættu? Þeir
ættu ekki meira með það en að
heimta að Kexverksmiðjunni Frón
eða Kassagerðinni yrðu skipt á
milli atvinnulausra Frakka og
Spánverja. Þeir ættu ekki meira
með það en að heimta að íslending-
ar gæfu hver sitt fótanuddtækið til
Evrópu.
Þeir gætu að vísu boðið einstök-
um hluthöfum að kaupa hlutabréf
þeirra en mikiö held ég að þeir yrðu
að seilast langt ofan í vasa evróp-
skra skattgreiðenda til að yfirbjóða
íslenska útgerðarmenn. Þeir ættu
ekki möguleika gegn þeim sem
þekkja miðin og eiga stutt að fara. -
Við værum með öðrum orðum laus
við EB af íslandsmiðum fyrir fullt
og aht. Glúmur Jón Björnsson
„Þetta fyrirkomulag er álíka gáfulegt
og að ríkið færi að skammta stanga-
veiðimönnum kvóta í ár og vötn lands-
ins.“