Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991. 33 A&næli Ámi Sigurjónsson Árni Sigurjónsson, fyrrv. banka- fulltrúi, Laugarásvegi 1, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ámi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hóf störf í Lands- banka íslands að loknu skyldunámi og námi í Kvöldskóla KFUM í árs- byrjun 1931, fyrst sem sendisveinn og síðar í ýmsum deildum: veðdeild, verðbréfadeild, afurðalánadeild og síðast sem aðstoðarmaður banka- stjórnar. Árni var jafnframt framkvæmda- stjóri Eftirlaunasjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans um tuttugu og flmm ára skeið og fulltrúi sjóðfélaga í stjórn sjóðsins. Árni er og var virkur félagi í KFUM frá æskuárum og var lengi í stjórn félagsins og sumarbúðanna. í Vatnaskógi var hann m.a. formað- ur Skógarmanna KFUM í tuttugu og flmm ár. Þá er hann í hópi kristniboðsvina sem standa að starfinu í Eþíópíu og Kenýu á veg- um Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga. Fjölskylda Systkini Árna: Gunnar Sigurjóns- son cand theol, f. 4.9.1913, d. 19.11. 1980, kvæntur Vilborgu Jóhannes- dóttur, f. 3.2.1924, og eiga þau sex börn; ÞorbjörgHólmfríður Sigur- jónsdóttir, f. 12.4.1918, gift Friðriki Vigfússyni, fyrrv. forstjóra, Guð- brandssonar, f. 4.7.1913, og eiga þau tvær dætur; Jóna Sigurjónsdóttir, f. 14.7.1920, giftist Jóni Árna Sig- urðssyni, f. 30.12.1917, d. 22.11. 1988, presti í Grindavík, og eru börn þeirraþrjú; SvanlaugSigurjóns- dóttir, f. 20.6.1923, gift Heiðari Har- aldssyni verslunarmanni og eiga þautvöbörn. Foreldrar Árna voru Sigurjón Jónsson, f. 27.6.1882, d. 19.11.1957, bóksali í Reykjavík, og kona hans, Guðlaug Ragnhildur Árnadóttir, f. 4.5.1891, d. 21.11.1947. Ætt Siguijón var sonur Jóns, sjó- manns í Reykjavík, bróður Þórdís- ar, ömmu Guðmundar Jónssonar píanóleikara. Jón var sonur Tómas- ar, b. í Vestra-Fróðholti, Ólafssonar, b. í Hvammi á Landi, Tómassonar. Móðir Jóns var Guðrún Jónsdóttir, b. á Hamrahóli í Holtum, Gunnars- sonar, b. í Sandhólafeiju, Filippus- sonar. Móðir Guðrúnar var Sess- elja, systir Þórðar, langafa Helgu, móður Einars Sveinssonar, for- stjóra Sjóvá. Sesselja var dóttir Jóns, b. í Sauðholti, Gíslasonar. Móðir Sigurjóns var Hólmfríður Árnadóttir, b. í Ártúnum, Magnús- sonar, b. íÁrtúnum, Árnasonar, prests í Steinsholti, Högnasonar „prestaföður" og prófasts á Breiða- bólstað í Fljótshhð, Sigurðssonar. Móðir Magnúsar í Ártúnum var Anna Jónsdóttir, b. í Bolholti og ættföður Bolholtsættarinnar J>ór- arinssonar. Móðir Hólmfríðar var Ólöf Sigurðardóttir, b. á Klömbrum undir Eyjaflöllum, Bjarnasonar. Guðlaug Ragnhildur var dóttir Árna, skósmiðs í Reykjavík, Helga- sonar, b. í Neðranesi í Stafholts- tungum, Jónssonar, b. á Hofstöðum, Jónssonar. Móðir Helga var Guðrún Helgadóttir. Móðir Árna skósmiðs var Katrín Ásmundsdóttir, á Elínar- höfða á Akranesi, bróður Guðrúnar, langömmu Ásmundar rafvirkja- meistara, afa Ásmundar Stefáns- sonar, forseta ASÍ. Ásmundur var sonur Jörgensens Klingenberg, Hanssonar Klingenberg, á Krossi á Akranesi, ættíoður Klingenbergætt- arinnar. Móðir Jörgensens var Steinunn Ásmundsdóttir, systir Sig- Ásdís Sigurðardóttir Ásdís Sigurðardóttir, Selbraut 14, Seltjarnarnesi, er fimmtug í dag. Starfsferill Ásdís fæddist í Stykkishólmi og ólst upp í Hrísdal í Miklaholts- hreppi. Hún flutti til Reykjavíkur um tvítugt, stundaði nám í ensku í Bretlandi 1961-62 og í frönsku í Frakklandi 1964-65 en hefur lengst af unnið við gestamóttöku hótela í Reykjavík. Ásdís var fyrsti varamaður í bæj- arstjórn Seltjarnarness. Þá hefur hún starfað í félagi Fóstbræðra- kvenna og setið þrisvar í stjórn þess. Fjölskylda Ásdís giftdst 24.2.1968 Sigmundi Sigurgeirssyni, f. 9.1.1926, húsa- smíðameistara, en hann er sonur Sigurgeirs Albertssonar, trésmiðs í Reykjavík, og Margrétar Sigmunds- dóttur. Böm Ásdísar og Sigmundar eru Sigurgeir Ómar Sigmundsson, f. 27.11.1967, rannsóknarlögreglu- maður, og Margrét Sigmundsdóttir, f. 6.3.1971, nemi í foreldrahúsum. Systkini Ásdísar: Hjörleifur, f. 9.3. 1919, d. 23.7.1989, vegaverkstjóri í Ólafsvík, kvæntur Kristínu Hans- dóttur: Kristján Erlendur, f. 7.9. 1920, d. 2.1.1987, b. í Hrísdal, kvænt- ur Maríu Louise Edvardsdóttur kennara: Sigfús, f. 19.2.1922, fyrrv. kaupfélagsstjóri í Stykkishólmi, kvæntur Ester Einarsdóttur hár- greiðslumeistara: Kristjana Elísa- bet, f. 27.3.1924, gift Vigfúsi Þráni Bjamasyni, b. í Hlíðarholti í Staðar- sveit: Áslaug, f. 30.8.1926, gift Svein- birni Bjamasyni, fyrrv. lögreglu- varðstjóra í Reykjavík: Valdimar, f. 5.9.1928, lögregluflokksstjóri í Reykjavík, kvæntur Brynhildi Da- isy Eggertsdóttur: Elín Guðrún, f. 21.7.1930, ljósmóðir í Stykkishólmi, gift Sigurði Ágústssyni verkstjóra: Olga, f. 9.8.1932, fyrrv. veitingakona í Hreðavatnsskála, gift Leópold Jó- hannessyni: Magdalena Margrét, f. 26.9.1934, skrifstofumaður á ísafirði, gift Oddi Péturssyni verk- stjóra: Anna, f. 9.2.1938, gift Þor- steini Þórðarsyni, b. á Brekku í Norðurárdal. Foreldrar Ásdísar voru Sigurður Kristjánsson, f. 5.10.1888, d. 18.9. 1969, b. í Hrísdal í Miklaholts- hreppi, og kona hans, Margrét Hjör- leifsdóttir, f. 26.9.1899, d. 9.8.1985. Ætt Sigurður var bróðir Guðbjarts, b. og hreppstjóra á Hjarðarfelli, fóður Gunnars, framkvæmdastjóra Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, og Stef- áns, fóður Alexanders, fyrrv. ráð- herra. Sigurður var sonur Kristj- áns, b. í Straumfiarðartungu, Guð- mundssonar, b. í Gröf í Miklaholts- hreppi, Þórðarsonar, b. á Hjarðar- felli, ættfóður Hjarðarfellsættarinn- ar, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Þóra Þórðardóttir, b. í Borgar- holti, Þórðarsonar, og konu hans, Oddfríöar Halldórsdóttur, Árnason- ar, Þorvarðssonar, bróður Ragn- hildar, langömmu Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Móðir Sigurðar var Ehn Árnadótt- ir, b. í Stafholti í Stafholtstungum, Magnússonar, b. á Hofstöðum í Staf- holtstungum, Oddssonar. Margrét var systir Jóhanns, fóður Sigurðar vegamálastjóra. Hún var dóttir Hjörleifs, b. á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi, Björnssonar, b. á Breiðabólstöðum á Alftanesi, Björnssonar. Móðir Björns var EU- isif ísleifsdóttir, b. á Englandi í Lundarreykjadal, ísleifssonar, og konu hans, Ingibjargar Árnadóttur. Ásdís Sigurðardóttir. Móðir Ingibjargar var Elhsif Hans- dóttir Klingenbergs, b. á Krossi á Akranesi, ættfóður Klingenbergs- ættarinnar. Móðir Hjörleifs var Oddný, systir Petrínu, ömmu Kristj- áns Eldjárn forseta. Oddný var dótt- ir Hjörleifs, prests á Völlum í Svarf- aðardal, Guttormssonar. Móðir Margrétar var Kristjana Sigurðardóttir, b. í Klettakoti viö Reykjavík, Björnssonar, og konu hans, Margrétar, systur Sigríðar, langömmu Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Margrét var dótt- ir Bjarna, b. í Hlíðarhúsum í Reykja- vík, Hannessonar, spítalahaldara í Kaldaðarnesi, Jónssonar. Móðir Margrétar var Malen Jóhannes- dóttir Zoega, tuktmeistara í Rvík, ættföður íslensku Zoegaættarinnar. Árni Sigurjónsson. urðar, langafa Jóns forseta og Tóm- asar Fjölnismanns, langafa Helga yfirlæknis, föður Ragnhildar al- þingismanns. Árni tekur á móti gestum í Kristniboðssalnum að Háaleitis- braut 58,3. hæð, eftir klukkan 16.00 á afmælisdaginn. Hann bendir á að Kristniboðið tekur á móti gjöfum í tilefni dagsins í stað hugsanlegra persónulegra afmælisgjafa. Til ham- ingju með afmælið 22> februar 80 ára Elín Guðbjartsdóttir, Hamraborg 32, Kópavogi. Halldóra Sturlaugsdóttir, Hamarsholti, Gnúpverjahreppi. 75 ára Sigfús Sveinsson, Heiðarvegi 35, Vestmannaeyjum. 60 ára ÁsgeirGíslason, Álfaskeiði 98, Hafnarfirði. 50 ára Sigríður Erla Sigurbjörnsdóttir, Háteigsvegi 40, Reykjavík. Kristján Ólafsson, Engjaseh 11, Reykjavík. Jónas Guðmundsson, Ljósheimum 18A, Reykjavík. 40 ára * Hildur Hálfdánardóttir Hildur Hálfdánardóttir skrif- stofustjóri hjá bæjarfógeta Kópa- vogs, Mávanesi 24, Garðabæ, er sex- tugídag. Starfsferill Hildur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Þingholtunum. Hún lauk prófi frá VÍ1949 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1940-49. Hildur vann á skrifstofu í Winnipeg, Manitoba í Kanada 1950-51, hjá Raforkumálaskrifstof- unni í Reykjavík 1952-54 og endrum og sinnum til 1958, og hefur starfað hjá bæjarfógetaembættinu í Kópa- vogi frá ársbyijun 1962 að undan- skfldu einu ári 1982-83 er hún tók sér launalaust frí og var fram- kvæmdastjóri Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, Sunnuhhð, en þaö var fyrsta starfsár heimihsins. Hildur er einn af stofnfélögum Soroptimistaklúbbs Kópavogs og hefur gegnt þar ýmsum embætt- isstörfum auk trúnaðarstarfa fyrir Soroptimistasamband íslands. Hún hefur setið í stjórn Hjúkrunarheim- Uis aldraðra í Kópavogi, Sunnuhlíö frá stofnun 1979. Fjölskylda Hildur giftist 1.11.1952 Karh Karlssyni, f. 17.11.1928, vélfræðingi og deildarstjóra hjá Vinnueftirliti ríkisins, en hann er sonur Karls Finnbogasonar, fyrrv. skólastjóra á Seyðisfirði, og VUhelmínu Ingi- mundardóttur húsmóður. Börn Hildar og Karls eru Hafdís Þóra, f. 21.9.1954, viðskipta- og tölvufræðingur í Kópavogi, gift Jó- hanni Ámasyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn; Vilhjálmur Karl, f. 22.11.1955, vélfræðingur og starfsmaður Slökkviliðsins á Kefla- víkurflugvelli, búsettur í Kópavogi, kvæntur Benný Guðrúnu Valgeirs- dóttur, húsmóður og myndmennta- kennara og eiga þau þrjú börn; Hálf- dán Þór, f. 27.11.1959, viðskipta- fræðingur MB og framkvæmda- stjóri hjá íslenskri forritaþróun, búsettur í Kópavogi, kvæntur Ellen Louise Tyler innanhúsarkitekt. Systkini Hildar eru Hadda Árný Hálfdánardóttir, f. 12.6.1935, starfs- maöur hjá Félagsstofnun stúdenta og á hún eitt barn á lífi; Jakob Jón Hálfdánarson, f. 1.1.1942, tækni- fræðingur hjá Vegagerð ríkisins, kvæntur Margréti Sveinsdóttur skrifstofumanni og eiga þau þijú börn; Jón Hálfdánarson, f. 29.5. 1947, eðlisefnafræðingur hjá Járn-. blendiverksmiðjunni á Gmndar- tanga, kvæntur Kristínu Steinsdótt- ur rithöfundi og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Hildar voru Hálfdán Eiríksson, f. 24.6.1901, d. 28.5.1981, kaupmaður og eigandi verslunar- inna Kjöt og fiskur en starfaði síð- ustu árin hjá skattstofu Reykjavík- ur, og Þórný Víðis Jónsdóttir, f. 27. 4.1904, d. 7.12.1955, húsmóðir. Ætt Háhdán var sonur Eiríks, ljós- myndara og smiðs á Húsavík, Þor- bergssonar, og Jakobínu, systur Jóns Ármanns bóksala, föður Áka Jakobssonar, fyrrv. ráðherra. Jak- obína var einnig systir Aðalbjargar, móður Jakobs Gíslasonar raforku- málastjóra. Jakobína var dóttir Jak- obs, b. á Grímsstöðum, eins af stofn- endum KÞ og framkvæmdastjóra þess, Hálfdánarsonar. Móðir Jakob- ínu var Petrína Kristín Pétursdóttir, b. í Reykjahlíð, bróður Sólveigar, móður Kristjáns dómstjóra og ráð- herra, Péturs ráðherra og Stein- gríms, sýslumanns og alþingis- manns, Jónssona, ömmu Haraldar Guðmundssonar ráðherra og langömmu Jóns viðskiptaráðherra. Pétur var sonur Jóns, prests í Reykjahlíð og ættföður Reykjahlíð- arættarinnar, Þorsteinssonar. Hildur Hálfdánardóttir. Þómý var systir Maríu, móður Herdísar leikkonu og Vilhjálms, for- stöðumanns borgarskipulagsins, Þorvaldsbarna. Þórný var dóttir Jóns Þveræings, b. á Þverá í Lcixár- dal Jónssonar, og Herdísar Ás- mundsdóttur frá Stóru-Völlum í Báröardal. Móðir Þórnýjar var Halldóra Sig- urðardóttir, b. í Kollsstaðagerði, Guttormssonar, alþingismanns á Arnheiðarstöðum, bróður Margrét- ar, langömmu Guttorms, föður Hjörleifs ráðherra. Móðir Sigurðar var Halldóra Jónsdóttir, vefara frá Krossi í Landeyjum, Þorsteinsson- Andrés Magnús Ágústsson, Karfavogi 36, Reykjavík. JónPálsson, Saurbæ.Holtahreppi. Guðjón Kristjánsson, Stekkjarholti, Lýthigsstaða- hreppi. Sigrún Edda Árnadóttir, Víðigrund 12, Akranesi. Jón Brynleifsson, Kirkjubraut34, Njarðvík. Brynjar Brjánsson, Álfabergi 18, Hafnarfirði. Aðalsteinn Sveinsson, dýralæknisbústaðnum á Skóg- um, Austur-Eyjaflallahreppi. Guðrún Þóra Bragadóttir, Baughóli 44, Húsavík. Sigríður Kjartansdóttir, Drangavöllum 4, Keflavík. Slakið á bifhjólamenn! FERÐAL0K! UMFERÐAR Iráo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.