Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991.
#
>
Andlát
Svanbjörg Halldórsdóttir, Suöurgötu
7, Sandgerði, lést í Landspítalanum
miövikudaginn 20. febrúar.
Kjartan G. Jónsson fyrrverandi
kaupmaöur, Sóleyjargötu 23, Reykja-
vík, er látinn.
Jarðarfarir
Ebba Sigurbjörg Þórðardóttir frá Ósi
verður jarðsungin frá Hólskirkju í
Bolungarvík laugardaginn 23. febrú-
ar kl. 14.
Lára Veturliðadóttir, Fjarðarstræti
6, ísafirði, verður jarðsungin frá ísa-
fjarðarkapellu laugardaginn 23. fe-
brúar kl. 14.
Jóhann B. Valdórsson, frá Eyri í
Reyðarfirði, verður jarösunginn frá
Rey ðarfj arðarkirkj u laugardaginn
23. febrúar kl. 14.
Útför Guðbjartar G. Egilssonar, fyrr-
verandi framkvæmdastjóra, sem lést
á heimili sínu, Hrafnistu í Reykjavík,
mánudaginn 18. febrúar, fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku-
daginn 27. febrúar kl. 13.30.
Árni Guðmundsson múrarameistari
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni þriðjudaginn 26. febrúar kl.
13.30.
Jóhanna Pétursdóttir, Bölum 4, Pat-
reksfírði, verður jarðsungin frá Pat-
reksfjarðarkirkju laugardaginn 23.
febrúar kl. 14.
Eyvindur Ásmundsson, Borgarbraut
18, Borgarnesi, er lést 18. febrúar,
verður jarðsunginn frá Borgarnes-
kirkju laugardaginn 23. febrúar kl.
14. Sætaferð verður frá BSÍ kl. 11 f.h.
Jóhanna K. Kristjánsdóttir lést 14.
febrúar. Hún fæddist á Bolafæti, sem
nú heitir Bjarg í Hrunamanna-
hreppi, dóttir hjónanna Gróu Jóns-
dóttur og Kristjáns Magnússonar.
Jóhanna giftist Sigurjóni Guðjóns-
syni en hann lést árið 1986. Þau hjón-
in eignuðust tvö börn en ólu einnig
upp bróðurdóttur Jóhönnu. Útför
Jóhönnu verður gerð frá Dómkirkj-
unni í dag kl. 15.
Sigríður Kristjánsdóttir frá Mjóafirði
lést 13. febrúar. Hún fæddist 9. júní
1907. Foreldrar hennar voru hjónin
Lars Kristján Jónsson og María
Hjálmarsdóttir. Sigríður giftist Ein-
ari Ólasyni en hann lést árið 1967.
Þau hjónin eignuðust tvö börn. Útför
Sigríðar verður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag kl. 13.30..
,\A^
o
Veitingastaöur
^ í miðbæ Kópavogs
Tilboð vikunmr
Rjómalögud hörpuskelfisksúpa
með sveppum.
Rósmarínsteiktur lambavöðvi með
hindberjasósu, grœnmeti og bakaðri kartöflu.
Kr. 1.190,-
Veisluþjónusta
Hamvaborg 11 - sími 42166
Þorvarður Áki Eiríksson
Þorvarður Áki Eiríksson for-
stjóri, Skólagerði 31, Kópavogi, er
sextugurídag.
Starfsferill
Þorvarður fæddist á Akureyri.
Hann stundaði nám í sælgætisiðn í
Danmörku og varð síðan deildar-
stjóri hjá Flóru á Akureyri 1952,
framleiðslustjóri hjá Sælgætisgerð-
inni Freyju frá 1952, verksmiðju-
stjóri hjá Amor-Efnablöndunni frá
1956 og stofnaði eigið fyrirtæki árið
1961 ásamt öðrum, Sælgætis- og
efnagerðina Alladdín hf. í Kópavogi
sem hann starfrækti í tuttugu og
eitt ár. Þorvarður gekk til samstarfs
við Markland í Kópavogi 1982-84
þegar fyrirtækið var sameinað Sæl-
gætisgerðinni Opal hf. Þar var hann
einn af framleiðslustjórum árin
1984-90 en hefur síðan þá starfað
hjá lakkrísgerðinni Kólus hf.
Þorvarður sat í stjórn ÍBA1951-52
og var þá formaður Sundráðs Akur-
eyrar. Hann var varaformaður Iðju,
félags verksmiðjufólks 1957-59, sat
í stjórn fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík á sama tíma, er
stofnandi og fyrsti formaður HK í
Kópavogi 1970-82, sat í stjóm Tóm-
stundaráðs Kópavogs 1976-78, sat í
stjórn HSÍ á sama tíma, var ritari
og varaformaður UMSK1972-78 og
hefur starfað í Samfrímúrararegl-
unni.
Fjölskylda
Þorvarður kvæntist 11.6.1954
Margréti Sigríði Einarsdóttur, f. 11.
8.1930, píanóleikara, dóttur Einars
Þorsteinssonar, skrifstofustjóra hjá
Olís, og Halldóru Halldórsdóttur
húsmóður.
Börn Þorvarðar og Margrétar:
Dóra Guðrún, f. 28.12.1954, húsmóð-
ir í New York, gift Grétari Má Sig-
urðssyni, fastafulltrúa hjá Sþ og
eiga þau tvær dætur; Einar Orn, f.
12.8.1957, starfsmaður á Stöð 2, og
landsliðsmaður í handknattleik en
sambýliskona hans er Arnrún
Kristinsdóttir útstillingarstjóri og
eiga þau tvö börn; María, f. 5.3.1962,
nemi í Þýskalandi en sambýlismað-
ur hennar er Héðinn Gilsson hand-
knattleiksmaður; Eiríkur Kjartan,
f. 7.10.1968, nemi.
Systkini Þorvarðar eru Kristján,
f. 7.9.1921, nú látinn, lögfræðingur
í Reykjavík; Sigurður Haukur, f. 14.
12.1922, skrifstofumaður í Reykja-
vík; Örn Eiríksson, f. 28.1.1926, sigl-
ingafræðingur hjá Flugleiðum.
Hálfsystir samfeðra er Erna, f. 31.
3.1947, húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Þorvarðar: Eiríkur
Kristjánsson, f. 25.8.1893, d. 5.4.
1965, kaupmaður og iðnrekandi á
Akureyri, og kona hans, María Þor-
varðardóttir, f. 17.5.1893, d. 21.6.
1967, húsmóðir.
Ætt
Eiríkur var sonur Kristjáns kaup-
manns á Sauðárkróki, Gíslasonar,
b. á Eyvindarstöðum í Blöndudal,
Ólafssonar. Móðir Gísla var Ingiríð-.
ur Guðmundsdóttir ríka í Stóradal,
Jónssonar, b. á Skeggsstöðum,
Jónssonar, ættföður Skeggsstaða-
ættarinnar. Móðir Kristjáns var El-
ísabet, systir Jóns, afa Jóns Leifs
og Jóns Pálmasonar alþingisforseta.
Elísabet var dóttir Pálma, b. í Sól-
heimum á Ásum, Jónssonar.
Móðir Eiríks var Björg Eiríks-
dóttir. Móðir Bjargar var Þórunn
THkynningar
Viðskipta- og hagfræðideild
Háskólans fær gjöf
Föstudaginn 25. janúar sl. var viðskipta-
og hagfræðideild Háskóla íslands af-
hentur Apple Macintosh-tölvubúnaður
að gjöf. Það var Apple-umboðið/Radíó-
búðin hf. sem gaf deildinni tvær Macin-
tosh IIsi 5/80 tölvur, fimm Macintosh
Classic 2/40 tölvur, LaserWriter Il-leysi-
prentara og File-Maker-, Microsoft Excel-
og Mac Write II-hugbúnaö aö verðmæti
rúmlega 2,6 milljónir króna. Tölvurnar
sem eru ætlaðar nemendum deildarinn-
ar, eru nettengdar með AppleTalk-tölvu-
neti til aö hægt sé að samnýta gögn og
jaðartæki. Ekki er vafi á að þær koma
aö góðum notum, sér í lagi fyrir nemend-
ur á lokaári í viðskipta- eöa hagfræði. Á
myndinni eru (f.v.) Sigmundur Guð-
bjarnason, rektor Háskóla íslands,
Brynjólfur Sigurðsson, deildarforseti
viðsldpta- og hagfræðideildar H.Í., Árni
G. Jónsson, sölustjóri Apple-umboðsins,
og Guðmundur Hallgrímsson, sölumaður
hjá Apple-umboðinu.
Félag eldri borgara
Opið hús í dag, föstudag, í Risinu frá kl.
13-17. Frjáls spilamennska. Göngu-Hrólf-
ar hittast á morgun, laugardag, í Risinu
kl. 10.
Franskar nútímabókmenntir
Mánudaginn 25. febrúar kl. 17 og þriðju-
daginn 26. febrúar kl. 17 heldur franski
bókmenntafræðingurinn Jean-Pierre
Salgas fyrirlestra um franskar nútíma-
bókmenntir í Háskóla íslands. Jean-
Pierre er sérfræðingur í Ustasögu og
listahugmyndafræði. Fyrirlesturinn
þann 25. febrúar er á ensku og ber yfir-
skriftina „Saga franskra nútímabók-
mennta" en fyrirlesturinn þann 26. fe-
brúar er á frönsku og fjallar um franskar
nútímaskáldsögur („le roman francais
contemporain). Fyrirlestrarnir eru
skipulagðir af menningardeild franska
sendiráðsins, Alliance Francaise og Fé-
lagi áhugamanna um bókmenntir. Fyrir-
lestrarnir verða í Háskóla íslands, stofu
101, Odda, og eru öllum opnir og aögang-
ur ókeypis.
Spilakvöld Alþýðubanda-
lagsins í Kópavogi
Þriggja kvölda keppni hefst mánudaginn
25. febrúar kl. 20.30. Spilað annan hvern
mánudag og lýkur keppninni fyrir páska.
Breiðholtskirkj a: Önnur samvera bæna-
námskeiðsins verður á morgun kl. 10.30-
12.30.
Grensáskirkja: Starf fyrir 10-12 ára börn
kl. 17 í dag.
Hallgrímskirkja: Kvöldbænir með lestri
Passíusálma kl. 18.
Laugarneskirkja: Mæðra- Og feðra-
morgnar fostudaga kl. 10 í sáfnaðar-
heimi,:"n í umsjón Báru Friðriksdóttur.
Jónsdóttir. Móöir Þórunnar var
Hólmfríður Bjarnadóttir Thorar-
ensen, stúdents á Stóra-Ósi í Mið-
firði, Friðrikssonar, prests á Breiða-
bólstað í Vesturhópi, Þórarinssonar,
sýslumanns á Grund í Eyjafirði,
Jónssonar, ættföður Thorarensen-
ættarinnar.
María var dóttir Þorvarðar, prent-
smiðjustjóra, bróður Óla, föður Páls
Eggerts prófessors. Þorvarður var
sonur Þorvarðar, b. og hreppstjóra
á Kalastöðum, Ólafssonar. Móðir
Þorvarðar Þorvarðarsonar var
Margrét Sveinbjarnardóttir, prests
á Staðarhrauni, Sveinbjarnarsonar,
bróður Þórðar dómstjóra. Móðir
Margrétar var Rannveig systir
Bjarna Thorarensens skálds.
Móðir Maríu var Sigríður Jóns-
dóttir, bæjarfulltrúa í Reykjavik,
Arasonar og konu hans Ingibjargar
Sigurðardóttur.
Þorvarður tekur á móti gestum í
Félagsheimili Kópavogs milli kl. 17
og 19.00 á afmælisdaginn.
Þorvarður Áki Eiriksson.