Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1991, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1991. Spummgin Hefur þú fengið flensuna sem núgenguryfir? Kristin Huld Grétarsdóttir nemi: Já, ég var veik í 2 daga. Helga Lúðvíksdóttir póstmaður: Nei, ég hef alveg sloppið við það. Þorvaldur Stígsson löggiltur endur- skoðandi: Nei, ég hef ekki kennt mér nokkurs meins. Dagný Leifsdóttir skrifstofustúlka: Nei, ég hef ekki fengið flensu. Sigurður Vilhjálmsson skrifstofu- maður: Nei, hvaða flensu? Ég veit ekki neitt um neina flensu. var veikur í 3 daga. Lesendur Hækkun tryggingaiðgjalda: Hvað gerir ríkisstjórnin? Árni skrifar: Ég vil byrja á því að þakka DV fyr- ir ágæta umfjöllun og útskýringar á mismun þeim sem er á iðgjöldum skyldutrygginga bifreiða á íslandi og í Svíþjóð. Verulegrar óánægju tók að gæta hjá fólki hér þegar tryggingafé- lögin tilkynntu hækkun á iðgjöldum húseigendatrygginga. En þá tók steininn fyrst úr þegar það kvisaðist að tryggingafélögin hefðu líka sótt um hækkun á slysatryggingu öku- manna og ábyrgðartryggingu bif- reiða um allt að 20%. Þegar fólk er upplýst um að bif- reiðatryggingar hér á landi eru t.d. rúmar 40 þúsund krónur á venjulega bifreið á móti rúmlega 12 þúsund krónum í Svíþjóð, sem er ekki allra ódýrasta landið í Evrópu, þá blöskrar því og rennur til rifja hversu duglítil stjórnvöld eru við að gæta réttar al- mennings, kjósendanna. Það eru engin rök fyrir hækkun iðgjalda tryggingafélaganna, hvorki húseigendatryggingum né ábyrgðar- tryggingu á bifreiðum. Tryggingafé- lögin segjast hafa tapað um 500 miUj- ónum króna á ábyrgðartryggingum bifreiða og sömu rök eru sett fram vegna hækkunar slysatryggingar ökumanns. Tryggingafélögin hljóta að verða að reka sín fyrirtæki á ann- an veg en þann aö sækja tap sitt til viðskiptavinanna eingöngu. Þau geta t.d. hugað betur að við- gerðum á tjónabifreiðum sem eru lagðar inn til viðgerðar nánast án alls eftirlits með fjölda þeirra daga og fjölda þeirra tíma sem fer í við- gerðir. Ráðamenn þjóðarinnar verða að gera ráð fyrir að nú verði eitthvað undan að láta áður en þessar fyrir- huguðu hækkanir tryggingafélag- anna verða greiddar hljóðalaust af almenningi. Stjórnvöldum ber skylda til að stöðva fyrirhugaðar hækkanir í nafni þjóðarsáttar, standa eða faUa með eigin samkomu- lagi við launþega í landinu. Kjósend- ur munu áreiðanlega minnast ný- legra verðhækkana er þeir ganga að kjörborði í næstu alþingiskosning- um. Ætla tryggingafélögin að sækja rekstrartapið eingöngu til viðskiptavina? Samningagerð og tekjuauki Hjálmfríður Þórðardóttir, ritari Dagsbrúnar, skrifar: Haukur Helgason.m aðstoðarritstj. DV, skrifar laugardagspistil í blaðið 16. febr. sl. - Nú er það til siðs að kenna verkalýðsforystu á íslandi um aUt sem miður fer, nema kannski eldgos og náttúruhamfarir. Lág laun, versnandi afkoma o.s.frv. er í ræðu og riti kennd verkalýðsforingjum og fólki innrætt að því skuli trúa. Þetta gengur orðið svo langt að það er far- ið að bera keim af ofsóknum. Fund- inn er ákveðinn hópur manna og gerður að sökudólgi. - Maöur skyldi halda að íslenska þjóðin væri svo upplýst að slíkur einhliða áróður gengi ekki en ég efast um það. Svo má lengi ljúga að ílestir fari að trúa. Ef við víkjum að pistli Hauks Helgasonar, þá er ekki um aö ræöa skrif athyghssjúks stráks, sem enga ábyrgð ber á fullyrðingum sínum (af þeim var allgott úrval í DV fyrir kosningarnar í Dagsbrún), heldur aðstoðarritstjóra blaðsins sem hlýtur sem slíkur að vera ábyrgur orða sinna. Ritstjórinn fullyröir í pistíi sínum að samningamenn verkalýðs- félaganna, sem hann kallar „verka- lýðsrekendur", sjái svo til undir lok samninga að þeir hæst launuðu hafi smugu fyrir sig til að fá, eins og seg- ir þar „töluvert meiri hækkun en hinir.“ - Ennfremur segir hann að samningamenn fari ekki að huga að samningum fyrr en þeir hafi sjálfir unniö sér inn nægilegan tekjuauka. Mér er ekki kunnugt um einn ein- asta verkalýðsforingja innan ASÍ sem fær aukagreiöslur fyrir samn- ingafundi, hversu lengi sem þeir ger- ast. Þvert á móti finnast þess dæmi að menn hafa misst af sínum föstu launum fyrir að vera fjarverandi frá sínum vinnustað vegna samninga- funda. Mér er því síöur kunnugt um nokkurn verkalýðsforystumann sem gengur til samninga með það mark- mið að hygla þeim sem betur mega sín. Því fer ég hér fram á, hér og nú, aö aðstoðarritstjórinn, Haukur Helgason, nefni hér til nöfn. - Hverj- ir eru það sem vinna sér fyrir nægi- legum tekjuauka við samningagerð? Hverjir eru það sem við samninga- gerð vinna sérstaklega í þágu þeirra sem betur mega sín? - Þá umhyggju sem aöstoðarritstjórinn sýnir lág- launafólki í skrifum sínum er ég þakklát fyrir og vona að hann sýni hana í verki á sínum vinnustað. í ógöngum nýrrar aldar? H.Þ. skrifar: Guðrún G. Bergmann - ung og fall- eg kona af mynd að dæma - skrifar kjallara í DV 12. þ.m. Hún er kurteis og fáguð í svari sínu til sr. Jónasar Gíslasonar um „nýöld“. En - eins og þér er vant, kæra Guðrún; hugleiddu eftirfarandi orð Biblíunnar: „En í því er hið eilífa líf fólgið að þeir þekki þig, hina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesúm Krist.“ - Og „En öllum þeim sem tóku við honum (Jesú) gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans.“ Þetta er vegurinn og grundvöllurinn, og „annan grundvöll getur enginn Bréfritari vitnar í grein Guðrúnar G. Bergmann í DV hinn 12. þ.m. lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur". Þetta er kristinn dómur. Hann stendur öllum til boða. Of margir eru tómlátir og sinnulausir og sumir hafna hinu góða boði vitandi vits. Það er sorglegt, ekki síst í landi sem notið hefur náöar hins eina sanna Guðs í 1000 ár. - Passíusálmar sr. Hallgríms í ágætum lestri Ingibjarg- ar Haraldsdóttur í kvöldútvarpi hjálpa okkur íslendingum að ná rétt- um áttum í andlegum efnum og hafa gert það lengi. Við erum án afsökun- ar ef við villumst og lendum í ógöngum nýrrar aldar. - Sem sé: Okkur býðst eilíft líf nú og hér. „Kost þann hinn besta kjós.“ Það er ekki í kot vísað. DV „ísland,fyrsta landheims...“ Eggert skrifar: Það er furðulegt hvað íslend- ingar gangast upp í þvi að land og þjóð komist í heimspressuna. Það hefúr sjaldan borið eins á þessu og á síöustu mánuðum. Nánast hvert atriði, sem birtist í erlendum blöðum um ísland, er endurbirt í islenskum fjölmiðlum og slegið upp eins og hér sé ura stórfréttir að ræða. Alþýðublaðið getur ummæla eins erlends stórblaös, þar sem talað um „heilindi og heiðar- leika“ islendinga með því að við- urkenna formlegt stjómmála- samband við Litháen. Þar er sagt að ísland sé fyrsta land heims sem það gerir. - En skyldu hinir erlendu fiöimiðlar hafa kannað til hlítar „heilindinogheiðarleik- ann“ á bak við samþykkt Al- þingis? Og viðtölin og viðbrögðin viö fréttum frá „fyrsta landi heims“ halda áfram... Tíðaritjónog enginn hagnaður Sigurður Guðmundsson skrifan Mér finnst furöulegt hvernig Tryggingaeftirlit ríkisins tekur á umsóknum tryggingafélaganna um hækkun iðgjalda á skyldu- tryggingum bifreiða. - Forstjóri Tryggingaeftiriits ríkisins full- yrðir að enginn hagnaður sé af böatryggingum og tjón séu tiðari en annars staðar. í fróðlegum samanburði viö ið- gjöld af bílatryggingum hér og í Svíþjóð kemur fram að þar eru þau margfalt lægri. - En þá kem- ur forstjóri Tryggingaeftirlits ríkisins fram á sjónarsviðið og kveður upp úr um að ekkert sænskt tryggingafyrirtæki feng- ist til að tryggja á „þessum kjör- um“ á islandi. - En hvemig væri nú að stjórnvöld tækju af skarið og fyrirskipuðu útboð á trygging- um erlendis, og einmitt í Svíþjóð? Loðnatileinskis? Þorsteinn Einarsson skrifar: Eftir allt bramboltið út af loðnuveiðibanninu er nú komin í ljós mikil óvissa um sölu á loðnu og hrognum og markaðurinn í Japan, sem mest hefur verið byggt á, er ekki eins tryggur og oftast áöur. - Verst er þó af öllu að Norðmenn virðast albúnir þess aö undirbjóða okkur á Jap- ansmarkaöinum. Þetta síðasta er þó okkur einum að kenna. Lítið virðist t.d. hafa komið út úr samböndunum sem stofnað var til í ferð allra íslensku viðskiptafulltrúanna með forseta vorum til Japans á síöasta ári. Skipulag Ioðnuveiðanna, mark- aðssetning, harka og harðfylgi okkar í viöskiptalöndunum virð- ist vera af skomum skammti. - Vinna og aftur vinna er það sem gildir - ekki veisluhöld. Launamanna- f lokkur, lifandi afl Björn Árnason hringdi: Nú er komin upp á yfirborðið umræða um að nú sé grundvöllur fyrir nýjan sfjómmálaflokk sem gæti höföað til þeirra sem era sáróánægöir með þá flokka sem fyrir eru. Ekki síst í hópi laun- þega, verkamanna eða annarra sem ekki hafa notið þeirra elda sem best brenna fyrir áhangend- ur hinna gömlu flokka. Ég held að nýr flokkur, t.d. sem kallaði sig einfaldlega „Launa- mannaflokk“ gæti orðiö mjög lif- andi afl, líkt og svipaðir flokkar i nágrannalöndunum, sem hafa notið trausts og fylgis mikils hluta landsmanna. Ég vil þó helst að hér skapist grandvöllur fyrir tveggja flokka kerfi eins og í Bret- landi. Tveirjalhaðarmanna- eða vinstri flokkar hér eru tíma- skekkja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.