Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR’L' MARS 1991. Fréttir Þensluhalli ríkissjóðs 1990 varð 18 milljarðar - styður ekki fullyrðingar um góða afkomu Frumvarp Niðurstöður '1990 1990 Súlurnar sýna þensluhallann á rikissjóði samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1990 og eins og hann varð eftir því sem næst verður komizt á þessu stigi upplýsinga. Súlunum er skipt í þensluhalla samkvæmt A-hluta fjárlaga og útkomu hjá ríkisfyrirtækjum og stofnunum. Tölurnar eru mikið einfaldaðar. Samdráttur landbúnaðar snertir þéttbýlisstaðina Magnús Ólafeson, DV, Hvammstanga: Svona mikill samdráttur snertir ekki aðeins bændur heldur einnig okkur sem búum á þéttbýlisstöðum á landsbyggöinni, sagði Pétur Arnar Pétursson, forseti bæjarstjórnar Blönduóss, á fjölmennum bænda- fundi á Hvammstanga þar sem full- trúar í sjö manna nefnd kynntu til- lögur sínar í landbúnaöarmálum. Eg hlýt að lýsa verulegum áhyggj- um ef þessi skerðing á að verða jafn- mikil og nú er boðað, sagöi forseti bæjarstjórnarinnar. Okkur á Blönduósi er meinaö að sækja sjóinn og nú á að skerða landbúnaöinn stór- lega. Hvert á að flytja fólkiö og hvaö kostar það? Pétur benti á að þessar tillögur fengju annan svip ef sam- hliða væri ákveðið að styrkja at- vinnulíf á landsbyggðinni og búa til störf fyrir allan þann fjölda, sem missti sína vinnu vegna þessa sam- dráttar. Valdimar Guðmannsson, formaður Verkalýösfélags A-Hún„ kynnti ályktun frá sfjórn félagsins um þess- ar tillögur. Þar kemur fram að á síö- ustu 12 árum hefur sláturlömbum í A-Hún. fækkað um helming. Bent er á að 40-50% ársverka í héraðinu séu við landbúnað og þjónustu. Það er því ljóst að komi til enn frekafi sam- dráttar í landbúnaði á sama tíma og framkvæmdum við Blönduvirkjun lýkur hljóti ástandið aö teljast mjög alvarlegt og geti endaö meö stórkost- legum fólksflutningi úr sýslunni. Fulltrúar úr sjö manna nefnd, Haukur Halldórsson, Ásmundur Stefánsson, Björn Arnórsson og Þórarinn Þórarinsson hlusta ábúðarfullir á heimamenn ræða afleiðingar stórfellds niðurskurðar í landbúnaði. DV-mynd JVIagnús Raunverulegur halli á ríkissjóði, svonefndur þensluhalli, mun hafa orðið um 18 milljarðar króna eftir því sem næst verður komizt. Þetta varpar ljósi á afkomuna, fremur en nýlegar upplýsingar fjármálaráö- herra um, aö rekstrarhallinn hafi orðið 4,4 milljarðar fyrir árið 1990. Upplýsingar ráðherra eru ekki rengdar um það efni, heldur er verið að reyna að skýra hér, hver halli á ríkissjóði varð í fyrra í raun og veru. Rekstrarhallinn, sem mikiö er jafnan rætt um, segir nefnilega ekki nema hluta sögunnar í þessu efni. Fjögur prósent af framleiðslunni Þensluhallinn varð samkvæmt þessu nálægt fjórum prósentum af framleiöslunni í landinu. Það er mun meira en til stóð, þegar fjárlagafrum- varpið fyrir árið 1990 var lagt fram (2,5%). Ráðherra hefur þó réttilega bent á, að hallinn á ríkissjóði varð, þegar upp var staðið, minni en menn höfðu taliö hann verða, þegar nokk- uð var liðið á síðastliðið ár og í byrj- un vetrar. Rekstrarhallinn á fjárlögum varð hins vegar 1,3 prósent af framleiðsl- unni, sem er svipaö og hann varö árin 1986 og 1987. Hallinn varð meiri árin 1988 og 1989. Hiö fyrrnefnda varð rekstrarhallinn tvö prósent af framleiöslunni í landinu, og árið 1989 •varð œkstrarhallinn 2,8 prósent af framleiðslunni. Þensluhalli gefur betri mynd Þensluhallinn gefur miklu betri mynd af því, sem gerðist, en einfald- ur rekstrarhalli. Auðvitað ber að at- huga, hvað hið opinbera hefur tekið af lánum til að halda gangandi um- svifum sínum, þegar skoöað er, hver halli af ríkisrekstrinum er. Sem dæmi mætti taka, að sé eitthvaö framkvæmt og greitt strax, kemur það strax fram sem greidd útgjöld og mínus að því leyti, en sé greitt Sjónarhom Haukur Helgason með láni færist þetta yfir á næstu ár. Þetta gefur skakka mynd. Þorvaldur Gylfason prófessor ritaði greinar í tímaritið Vísbendingu árin 1987-89, þar sem hann mat þensluáhrifm af rekstri ríkisins. Aðrir hafa reynt þetta síðan. Það, sem hér er sagt, byggist á upplýsingum, sem fyrir liggja, en á þær skortir nokkuð. Þó er líklegt, að hér sé farið nokkuð »ærri um þensluhallann á síðasta |ri. i^o | Svo að vitnað sé í Vísbendingu, er í þensluhallanum talið allt það fé, sem ríkið og stofnanir á vegum þess þurfa að inna af hendi umfram tekjur og afborganir af veittum lánum (heildarlánsfjárþörf), og dregnar frá þær greiðslur, sem ætla má, að valdi ekki þenslu. Ekki til að stæra sig af Afborganir og vextir til Seðlabank- ans og til útlanda hafa að öllum lík- indum ekki áhrif á íslenzkt efnahags- líf að þessu leyti, og því eru þær dregnar frá. Þá er kominn út brúttó- þensluhalli, sem sýnir, hvaö ríkið veitir miklu fé út í innlent efnahags- líf. En svo er líklegt, að sumir þeirra, sem leysa inn spariskírteini, noti peningana til að kaupa ný ríkisverð- bréf og inniausnin valdi því ekki þenslu. Sama má segja um vexti og afborganir af lánum lífeyrissjóða til ríkisstofnana. Lífeyrissjóðirnir leggja þetta fé að öllum líkindum ekki í framkvæmdir. Þannig er reiknaður úr „nettó“-þensluhallinn, sem hér er stuðzt við. Sem sé inn- lausn spariskírteina og innlendar afborganir til lífeyrissjóða og fleiri innlendra aðila eru dregnar frá brúttó-þensluhallanum og út kemur hreinn þensluhalli. Þetta mun virð- ast flókið en er nefnt hér til að leit- ast við að skýra, hvað þensluhalli er. En mergurinn málsins er, að fólk reyni a ð átta sig á því, að svona halla- rekstur á ríkissjóði3er ekkert til að stæra $jg af. Fjölmenni var á bændafundi á Hvammstanga og þar var mikil undiralda DV-mynd Magnús Bændafundur á Hvammstanga: Hörð gagnrýni á tillög- ur sjö manna nef ndar Magnús Ólaisson, DV, Hvammstanga: Ef þessar tillögur ná fram að ganga stuðla þær að mestu byggðaröskun semum getur hér á landi, sagði Stef- án Á. Jónsson, bóndi á Kagaðarhóli og stéttarsambandsfulltrúi, um til- lögur sjö manna nefndar í land- búnaðarmálum. Nefndarmenn kynntu tillögur sínar á almennum fundi á Hvammstanga á þriðjudags- kvöld og mættu þar um eða yfir 300 manns. Á fundinum voru fluttar um 30 ræður auk þess sem fundarmenn vörpuðu fram fjölmörgum fyrir- spumum til nefndarmanna framan úr sal. Á fundinum var mikil undir- alda og þóttu heimamönnum tillög- urnar vega hart að bændum og boöa mikinn samdrátt á næstu árum, en margir bentu einnig á þá staðreynd að staða sauðfjárræktarinnar er mjög þröng um þessar mundir og mikilla aðgeröa því þörf. í tillögum sjö manna nefndarinnar er gert ráð fyrir því að framleiðsla kindakjöts verði ei nema 8.300 tonn haustið 1992, enda verði sú stefna mörkuð að miða framleiöslu aðeins við innanlandssölu. Bentu nefndar- menn á að neysla dilkakjöts hefði farið minnkandi siðari ár og kenndu verðþróun um. Mætti því óttast enn frekari samdrátt á næstu árum ef ekki tækist að lækka verðið. í máli margra heimamanna kom fram að lengja þyrfti aölögunartím- ann að svona miklum samdrætti og margir gagnrýndu að ekki skyldi jafnframt vera bent á hvaða atvinnu- tækifæri ætti að búa til fyrir það fólk sem fyrirsjáanlega missti atvinnu sína. Margir óttuðust að það yrði fyrst og fremst unga fólkið, sem yrði að hætta búskap því það hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að kaupa aukinn framleiðslurétt og hagræða á þann hátt sínum búskap. Gunnar Sæmundsson, formaður Búnaðarsambands V-Hún., sagði að í tillögum nefndarinnar væru ljósir punktar og nú þyrftu bændur að standa saman um að ná fram breyt- ingum á tillögunum þó vissulega yrði þar þungur róður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.