Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Page 9
FOSÍUDÁGURT' M Afts’ lð9T
9'
Líkhúsinfull
affórnarlömbum
íraskra hermanna
íbúar Kúvætborgar og sjúkrahúss-
læknar greindu frá því í gær að írak-
ar hefðu aukið hryðjuverk sín síð-
ustu tvær vikurnar áður en þeir
hörfuðu. Sögðu þeir fólk hafa verið
gripið á götum úti og flutt til skóla
eða lögreglustöðva þar sem því var
misþyrmt og það síðan drepið.
Venjulegast var það skotið í höfuðið.
Oft kom það fyrir að írösku her-
mennirnir fóru með þá sem þeir
gripu heim til viðkomandi og skutu
þá fyrir framan fjölskyldur þeirra.
Einnig var algengt að líkum var
fleygt út á götur öðrum til viðvörun-
ar. Sögðu hermennirnir að enginn
mætti snerta líkin næstu tólf klukku-
stundirnar.
Á einu sjúkrahúsi kvaðst læknir
hafa fengið svo mörg lík að hann
hefði hætt að telja þau. Embætt-
ismenn sjúkrahússins sögðu hundr-
uð líka hafa verið flutí þangað frá
því að írakar gerðu innrásina. Lík-
húsin eru nú full af fórnarlömbum
írösku hermannanna. Sjá mátti
merki um hryllilegar misþyrmingar.
Reuter
George Bush er vinsælasti forseti
Bandaríkjanna síöustu 50 árin.
Símamynd Reuter
George Bush
nærfáheyrðum
vinsældum
í nýrri bandarískri skoðanakönn-
um kemur fram að George Bush for-
seti hefur náð fáheyrðum vinsældum
fyrir framgang sinn gegn írökum og
forystuna fyrir bandamönnum í
stríðinu við þá. Fram kom að 85%
aðspurðra töldu að forsetinn hefði
staðið vel að verki. Aðeins 11% lýstu
yfir andstöðu við Bush.
í janúar lýstu 77% Bandaríkja-
manna sig sátta við stefnu forsetans
og í desember voru 57% á sama máli
og hann. Niðurstaðan nú sýnir að
Bush er vinsælasti forseti Bandaríkj-
anna allt frá lokum síðari heims-
styrjaldarinnar.
Eftir að sigur vannst í Persaflóa-
stríðinu er Bush næsta viss um að
hljóta góða kosningu þegar forseta-
kosningar verða haldnar á næsta
ári. Aö mati sumra Bandaríkja-
manna hefur Bush tryggt stöðu sína
meðal fremstu forseta Bandaríkj-
anna í sögunni. Hann á þó enn eftir
aö sýna ráðkænsku sína á friðartím-
um og heima eru efnahagsmálin hon-
um þung í skauti.
Reuter og NTB
Kenndu Abu Nidal
meðferð
efnavopna
Austur-þýska öryggislögreglan
kenndi skæruliðaleiðtoganum Abu
Nidal og íraska hernum meðferð
efnavopna. Bandaríska sjónvarps-
stöðin ABC greindi frá þessu í gær-
kvöldi. Nidal er sakaður um að bera
ábyrgð á fjöldamorðum á flugvöllum
í Róm og Vín árið 1985.
Sjónvarpsstöðin sýndi viðtal viö
Þjóðveija sem huldi andlit sitt.
Kvaðst maðurinn hafa þjálfað íraka
og Palestínumenn.
Útlönd
Félagi í andspyrnuhreyfingunni í Kúvæt sparkar upp dyrum á leikskóla
í leit að írökum og mönnum sem unnu fyrir þá. Simamynd Reuter
Kúvætar
drepa íraska
hermenn
Kúvæskir hermenn drápu tutt-
ugu og tvo íraska hermenn og
handtóku átta þegar þeir réðust inn
í tvö hús í úthverfi Kúvætborgar í
gær.
Aö þvi er sagði í útvarpsfréttum
í Saudi-Arabíu í morgun voru þrjá-
tíu íraskir hermenn í felum í hús-
unum og vildu þeir ekki gefast upp
samkvæmt fyrirmælum kúvæsku
hermannanna.
Kúvæsk hjúkrunarkona skýrði
frá því í gær aö hún hefði drepið
um tuttugu særöa íraska hermenn
með banvænum stunguskömmt-
um. Konan, sem er tuttugu og fjög-
urra ára og ekki vill segja til nafns,
hafði unnið sem sjálfboðaliði á
sjúkrahúsi í Kúvæt frá því að írak-
ar gerðu innrás í landið í ágúst síð-
astliðnum. Hún sagði að hermenn-.
irnir, sem hún drepið, heföu særst
í átökum við kúvæska andspyrnu-
menn.
Andspyrnuhreyfingin í Kúvæt
leitar nú manna sem grunaðir eru
um.samvinnu við íraka. í gær voru
meöal annars þrír Kúrdar, einn
Palestínumaður og nokkrir Súdan-
ir handteknir. Félagar í and-
spyrnuhreyfmgunni hafa nú tekið
að sér eftirlitsstörf í Kúvæt og
stjórna jafnvel umferðinni í íjar-
veru lögreglu og hersins. Skothríð
heyrist stunduin í borginni þegar
þeir reyna að grípa menn grunaða
um samvinnu viö íraka.
Reuter
TIG Productions í samvinnu við Majestic Films International kynna Kevin Costner í „Dances with Wolves“, Mary
I McDonnell, Graham Greene, Rodney Grant. Tónlist: John Barry. Kvikmyndataka: Dean Semler A.C.S. Klipping:
. Neil Travis, A.C.E. Handrit: Michael Blake. Framleiðendur: Jim Wilson og Kevin Costner. Leikstjóri: Kevin Costner.
n
i
MYNDIN ER TILNEFND TIL12 ÓSKARSVERÐLAUNA!
t*/
' 1
Þar á meðal sem:
Besta mynd ársins # Besti leikari í aðalhlutverki
Besti leikstjórinn • Besti leikari í aukahlutverki • Besta leikkona í aukahlutverki
s *
i
a.
„Stórfenglegt þrekvirki í alla staði hjá Costner
sem ótrauður sigldi á móti straumnum og
uppskar eina af bestu myndum ársins.“
+ + + + SV.-MBL.
„Dances with Wolves“ - mynd sem allir verða að sjá!
Sýnd í A-sal kl. 5 og 9. Sýnd í B-sal kl. 7 og 11.
„Ég mæli eindregið með því að fólk láti sjá sig og
fjölmenni á þessa stórmynd því það er ekki á hverj-
um degi sem mynd á borð við þessa er á boðstólum."
★ ★ ★ ★ AHK.-Tíminn