Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Síða 12
12 FÖST-UDAGUR 1. MARS 1991. Spumingin Ferðu oft á mynd- listarsýningar? Oddný M. Jónsdóttir nemi: Nei, aldr- ei. Guðmundur Daníelsson: Nei, það geri ég ekki. María Pétursdóttir og Maríanna Jónsdóttir: Nei, almáttugur aldrei. Sólveig Sigurðardóttir: Nei, mjög sjaldan. Guðmundur Baldursson tæknifræð- ingur: Nei, helst aldrei. Gréta Birgisdóttir húsmóðir: Nei. Lesendur Er móðurmáls- ástin yf irskin? J.E. skrifar: Nú eru alþýðubandalagsmenn á fullu að semja nýtt frumvarp til út- varpslaga. Þeir vilja banna með öllu endurvarp á beinum útsendingum frá erlendum fréttastofum, nema þær séu þýddar jafnóðum á íslensku. Þetta er réttlætt með eins konar móðurmálsást. - Afleiðingin yrði hins vegar í fyrsta lagi sú að sbkar útsendingar yrðu fáar og stuttar vegna hins mikla kostnaðar við að þýða þær jafnóðum. Þýöinguna yrði svo að tala inn á útsendinguna. í öðru lagi er slík þýöing ákaflega hvimleið, venjulega vantar eitthvað í þýðinguna og oft er vitlaust þýtt og einnig heyrist illa hvað sagt er á hinu erlenda máli. íslendingar verja miklu fé til að kenna börnum og unglingum erlend tungumál, enda kunna flestir íslend- ingar t.d. ensku. Með hlustun á er- lent efni læra menn erlend mál enn betur, bæði orðaforða og ekki síður framburð, og auka þannig við það sem kennt er í skóla. En nú hefur komið í ljós að einmitt þeir íslending- ar, sem mest kunna í erlendum mál- um, eru líka bestir í íslensku. - Allt tal um að íslenskan sé í hættu er því þvaður eitt. „Góður fréttamaður gefst ekki upp vísu eða með útúrsnúningi...“ Ég held að einokunartilburði vinstri manna Ríkisútvarpsins megi rekja til einhvers annars en ástar á islensku máli. Æth megi ekki rekja þá fremur til þess að þeir vilja fá frið fyrir erlendum fréttastofum til að geta sagt íslendingum heimsfréttirn- ar eins og þeir vilja hafa þær! Minni ég t.d. á margendurteknar fréttir er- lendis 25. febr. sl. af fjöldamorðum íraskra hermanna á íbúum Kúvæt- borgar en þær fréttir sniðgengnar í honum er svarað með hálfkveðinni íslenska útvarpinu. Það er einnig hklegt að sumum ís- lenskum stjórnmálamönnum og fréttaspyrjendum þyki óþægilegt að íslendingar kynnist of vel hinum vönduðu vinnubrögðum erlendra fréttaspyrla og svörum alvöru stjórnmálamanna við spurningum þeirra. - Góður fréttamaður gefst ekki upp ef honum er svarað með hálfkveðinni vísu eða með útúr- snúningi eins og tíökast hér á landi. „Höggormstennur naga nett“ - svar til Regínu onthe Block“ B.B. skrifar: Ég er mjög mikill aðdáandi hljómsveitarinnar New Kíds on the Block og ég myndi gjarnan vilja að önnur hvor sjónvarps- stöðin sýndi tónleika með þessari hljómsveit. - Mér finnst allt of htið vera sýnt af henni hér á iandi. Þó er þaö helst að Stöð 2 hafi sýnt eitthvað. Þar sem margir njóta ekki góðs af Stöð 2 íinnst mér að Sjón- varpið ætti að sýna tónleika með hljómsveiíinni. - Og ennfremur. Væri ekki möguleiki að fá hljóm- sveitina hingað til íslands til hijómleikahalds? - Ég veit aö fyr- ir það myndu margir þakka. Stefán Jónsson skrifar: Ef þær heyra illa frétt eðli dýrs er vakið. Höggormstennur naga nett náungann í bakið. Þetta gamla vísukorn kom mér í hug þegar ég las kjallaragrein Regínu Thorarensen í DV þann 25. febr. sl. - Við lesturinn gat ég ekki varist þeirri hugsun að mikill væri sorinn, sem kraumaði í sálarkirnunni, og mætti helst líkja því viö leirhverina í Námaskarði en þeir eru þó að því leyti skárri að þeir halda óþverran- um í sér en menga ekki umhverfið með slettum í allar áttir. Þar sem frúin mun komin á efri ár væri ekki úr vegi fyrir hana að fara nú að huga að sáluhjálpinni og vil ég því benda henni á að taka helga bók sér í hönd því vera má að þar finnist plástur á bæklað sálartetur. Einnig má finna þar ýmis gullkorn ásamt heilræðum, t.d. þeim er svo hljóða: „Dæmið ekki svo að þér verð- ið ekki dæmdir" - og einnig: „Með þeim mæli, sem þér mælið öðrum, mun yður mælt verða.“ Að endingu vil ég lýsa undrun minni á því að DV skuli ata síður sínar þeim auri, sem oftast kemur frá þessari frú, og Ijúka skrifum mínum með annarri gamalli vísu: Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn, finni hann laufblaö fölnað eitt fordæmir hann skóginn. Margvísleg umferðarbrot K. Sn. skrifar: Stundum finnst mér sem lögreglan hér á Reykjavíkursvæðinu einbeiti sér nánast eingöngu aö því að upp- ræta, fækka eða reyna aö koma í veg fyrir tvenns konar brot ökumanna; hraðakstur og ölvunarakstur. Marg- víslegum öörum brotum, og smærri, virðist lögreglan sinna lítt eða ekki. Ég vil nefna dæmi um þetta. - Eig- andi ökutækis setur undir bifreið sína yfirstærð hjólbarða án þess að fá sérskoðun á henni. Hjólbarðarnir ná út fyrir aurbretti og jafnvel vantar alveg aurhlífar eða þær eru þeirrar stærðar sem passaði fyrir réttu hjól- barðana. - Þessir bílar aka um göt- urnar í vætutíö, nánast eins og mykjudreifari sé á ferð. Okumenn aka meö aftaníkerrur sem eru ekki með tilskihnn ljósabún- að. - Ökumenn aka innanbæjar með neyðarþokuljós kveikt að aftan. - Ökumenn aka með ljós á aukalugtum að framan kveikt en auk þess eru þau oft vanstiht og blinda aðra vegfar- endur. - Meö þessi ljós er ekið innan- bæjar og þá jafnframt með lága geisl- ann á aðalljósunum. - Ökumenn stöðva bifreiðar á miðri akbraut til þess að spjaha við kunningja og al- gengt er að sjá ekiö gegn einstefnu- merkjum. Sé öllum þessum smábrotum htið sinnt eða ekki veldur það þvi að öku- mönnum finnst minna um þótt fram- in séu einnig hin alvarlegri brotin. Með þessari athugasemd er ég ekki að fara fram á strangar lögregluað- gerðir, ásamt meðfylgjandi sektum, heldur hitt að lögreglan okkar stöðvi brotlega ökumenn, bendi þeim á brotið og gefi aðvörun. - Ef þaö dreg- ur ekki úr þessum smábrotum ætti að beita sektum. DV Draga þarfúr netaveiðum Kári hringdi. Ég tel það hiö mikilvægasta mál að við íslendingar drögum úr netaveiðum báta vegna þess að sá fiskur, sem í net veiöist, er mun verðminni en sá sem næst að landi með öðrura veiðarfær- umt t.d. með línu eða trolli. Éghefveriðtilsjós árum saman og að sjálfsögðu stundað hinar ýmsu veiðiaðferðir, en ég veit að ahir geta verið sammála um að línufiskur t.d. er ekki sambærí- legur við netafisk. Linan er auk þess ódýrara veiðarfæri, og þar að auki er þar um að ræða ís- lenska framleiðslu að mestu. Þeír sem ekki þekkja til geta spurt sig hvers vegna fisksalar auglýsa gjaman „nýjan hnufisk“ sérstak- lega - aldrei netafisk. Netaveiðar eru skaðlegar fyrir þjóðarbúið. Framboð Davíðs ekkitímabært Einar Magnússon skrifar: Ég er einn þeirra sem kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum og ekki síst vegna þess að Davíð Oddsson var þar fremstur í flokki - b^rgarstjóri til fíögurra ára. Ekkí vissi ég á þeirri stundu að hann ætlaði ekki að gegna því starfi nema fram á vorið. - Það er enn ekki heilt ár síðan! Ég tel að framboðs Daviðs borg- arstjóra til formanns Sjálfstæðis- flokksins nú sé ekki tímabært, langt í frá, eða þremur árum of snemmt. Hann verður að skila borginni af sér að kjörtímabili loknu og getur þá, ef honum býð- ur svo hugur, látið til skarar skríða með formannskjör, eftir að fundinn hefur verið arftaki hans sem borgarstjóri. - Davíð skilur því ekki vel viö borgina ef hann færi úr sinni stöðu nú. Pistm frá Ameríku Kristjón hringdi: Ég var að hlusta á þátt i útvarp- inu, sem var endurtekinn frá þvi fyrr um daginn. Þátturinn „Að utan“ var fluttur af fréttaritara Ríkisútvarpsins í Bandaríkjun- um. Þetta virtist ekki símtal eins og oftast áður þegar fréttaritari hringir inn pistla sína, heldur frekar að þetta væri talað inn á spólu. - Pistilhnn var svo gegn- sýrður af hinu neikvæða í garð bandarísku þjóðarinnar aö mér blöskraði. Þama var eins og að likum læt- ur notast við Persaflóastríðið og viðhorf fólks þar vestra gagnvart því. Og þótt fréttaritari skýrði frá mikilli samstöðu þjóðarinnar þá þótti honum við hæfi að bæta við öðram þáttum sem gerðu þessa samstöðu lítilvæga í eyrum þeirra sem hlýddu. - Þar með náði þátturinn thgangi sínum. Formannsstaða ekkiföstíhendi Margrét Guðmundsdóttir skrifar: í komandi kosningum um for- mann Sjálfstæðisflokksins er það áberandi að þeir tveir menn, sem nú munu berjast um titilinn, eru þess fuhvissir, að því er virðist, að engir aðrir komi til greina í formannsstöðuna. - Núverandi formaður verður t.d. að átta sig á því að honum má ekki vera for- mannsstaðan :of föst í hendi. Hann raátti gei-a r áð fyrir að ein- hver annar yrði í framboði gegn honum, þótt Davíð Oddsson væri ekki th staðar. Ég hcld aö formaður Sjálfetæð- isflokksins verði raunar alltaf að gera ráö fyrir mótframboði. - Mótframboð Davíðs Oddssonar kom því ekki flatt upp á nokkurn mann og hefði ekki átt að koma Þorsteini það á óvart heldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.