Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Page 13
I
FÖSTUDAGUR T. MA'RS 1-991.
Pælingar í
stríðsæsingi
Óhugnanlegt er að fylgjast með
mætti áróðursins. Kenning Göbb-
els um að endurtekningin breyti á
endanum hverri lygi í sannleika
virðist leiðarljós skoðanaleiðtog-
anna.
Stríðshetjur skrifborðanna
Stríðsbrjálæðið, sem helst átti
talsmenn á ritstjórnarskrifstofum
DV og í utanríkisráðuneytinu dag-
ana áður en loftárásirnar hófust á
írak og Kúvæt, hefur nú slegið
gæfustu menn. Annar hver íslend-
ingur og vel það virðist orðinn
marskálkur í hugsun.
Enginn bilbugur á okkar mönn-
um - bandamönnum - Óvinurinn
klár, engu eirt, gaman, gaman.
Verst að þeir Jónasarnir og Ellert-
arnir skuli ekki hafa fengið færi á
að fara með og horfa á ljósadýrðina
yfir borgum íraks og Kúvæt sem
alvörumarskálkarnir lýstu með
slíkum tilþrifum og innlifun að vel
hefði mátt sæma bókmenntaverð-
launum DV.
Sannkallaður gósentími alvöru-
marskálkanna. Loksins færi á að
prófa græjurnar sem beðið hafa
ónotaðar. Innrásin í Grenada tók
fljótt af, plaffað eitt geðsjúkrahús
og nokkur fátækrahverfl. Innrásin
í Panama var eiginlega ekki heldur
neitt stríð eins og yfirmaður örygg-
ismálanefndar benti á í útvarpsvið-
tali. Lítið fæn að reyna tólin.
Reyndar sagði Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna ekkert við þessum
innrásum Bandaríkjanna.
Ekki síður hafa stríðshetjur
skrifborðanna lifað gósentíð. Þar
er ekki að flnna blóð, tár eða ör-
væntingu þeirra sem lifa og deyja
í ógnum stríðsins. Ætli þeir væru
jafn kampakátir Jónasarnir og Ell-
ertarnir ef börnin þeirra væru
meðal hundruð þúsundanna sem
hlaupa í skelfmgu undan sprengju-
regninu.
Það er einkennileg aöferð að
sprengja fólk til frelsis eins og gert
er við íbúa Kúvæt. Hvers vegna
skyldu stríðshetjurnar ekki hafa
stungið upp á því að hefja loftárás-
ir á Litháen til að frelsa Lithauga
undan sovéska hernum? Stríðs-
hetjurnar eru kannski á því að Lit-
haugar kærðu sig ekki um tonna-
vís af sprengjum úr B-52 eða
AWAVCS vélum flytjandi frelsið -
til hinna dauðu.
Það er einkennilegt stríð, þar sem
enginn deyr eins og sagt var fyrstu
vikurnar þrátt fyrir tugþúsund ár-
ásarferðir tæknivæddasta dráps-
KjáUaiinn
Birna Þórðardóttir
blaðamaður
liðs heimsins. En Kaninn er nú allt-
af svo snyrtilegur, ýta á takka,
búmm, fírverk og flottheit. Fórn-
arlömbin sjást aldrei og gæjarnir
koma til baka meö tannburstabros
á vör. Framan af virtust einu fórn-
arlömb stríðsins vera í ísrael,
þangað til myndirnar komu frá
loftvarnabyrginu í Bagdad.
Því miður er máttur fjölmiðlanna
slíkur að sefíunaráróðri undan-
genginna vikna mun ekkert breyta
fyrr en myndir fara að berast frá
niðurskotnum sjúkrahúsum og
barnaheimilum með brunnum og
limlestum líkum. Kannski verður
þeim myndum líka stungið undan
eins og öðrum sem ekki gagnast
herstjóminni „okkar“. Kannski
fær ekkert breytt stríðsofstækinu
sem búið er að magna upp fyrr en
líkkisturnar fara að berast til
Bandaríkjanna.
í Bretlandi og Bandaríkjunum
hefur verið komið upp fangabúðum
fyrir grunsamlega einstakhnga af
arabískum uppruna. Aðrir hafa
verið reknir úr landi og gildir þá
einu hvort menn hafi hugsanlega
flúiö undan stjóm Saddams Hus-
sein. Vinkona mín í Noregi segir
mér að íslömskun konum í skúr-
ingarvinnu sé nú sagt upp störfum.
Bak við lúrir litli rasistinn. Hann
blundar í Jónösunum og Ellertun-
um. Það er allt í lagi að sprengja
þetta fólk, enda arabar.
í Noregi ganga víkingasveitir um
lestir nærri landamærum Svíþjóð-
ar og heimta vegabréf af útlending-
um. Vinkona mín sagðist bara hafa
ökuskírteini. Það er allt í lagi, var
sagt, þú ert íslensk. En ég er erlend-
ur ríkisborgari, sagði hún. Aht í
lagi, þú ert ekki að sunnan!
Á hernámssvæðum ísraels-
stjórnar eru Palestínumenn inni-
lokaðir. Vatnsskortur ríkir og vist-
ir á þrotum. Þar eru hvorki gefin
loftvamamerki né úthlutað gas-
grímum. Og útvörðum frelsis er
skítsama. Þar er bara um mannshf
að ræða, hvorki olíu né herstöðvar.
Kúvæt fyrir hvern?
Stríðsljónin eru líka reiðubúin að
koma Tyrklandsstjórn til hjálpar,
ekkert mál þótt hún hafi árum
saman verið ofarlega á blaði Amn-
esty International vegna mannrétt-
indabrota af öllum toga. í Tyrk-
landi eru miklir herflugvelhr
Bandaríkjanna og þaðan hafa loft-
árásir verið stundaðar. Að vísu
hefur stundum ekki verið hægt að
losna við góssið á skotmörkin í írak
en þá hefur það bara verið látið
gossa á Kúrda á heimleiðinni. Ekki
er hægt að lenda flugvélunum
hlöðnum sprengiflaugum og öllum
leyfist að ráðast á Kúrda.
Morguninn eftir að loftárásirnar
hófust sagði Jón Baldvin íraka hafa
verið tekna í bóhnu. Aldrei slíku
vant hefur utanríkisráðherra
ratast satt orð á munn. í loftárásum
eru þúsundir og aftur þúsundir
teknar í bóhnu og eiga þar hinstu
stund. Þorsteini Pálssyni rataðist
líka satt orð á munn, er hann sagði
tilgang loftárásanna að ná Kúvæt
á nýjan leik. Ná Kúvæt fyrir hvern?
Fyrir okkur, ríku afætur Vestur-
landa sem frekjumst til aö eigna
okkur öll gæði veraldar!
Birna Þórðardóttir
„Hvers vegna skyldu stríðshetjurnar
ekki hafa stungið upp á því að hefja
loftárásir á Litháen til að frelsa Lit-
hauga undan sovéska hernum?“
VETRARTiLBOÐ
HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA
91-61-44-00
BÍLALEIGA ARNARFLUGS
LÁTTU EKKi OF MIKINN HRAÐA A
VALDA ÞÉR SKAÐA!
f r
HAÞROAÐAR
VINNUVÉLAR
igWSVfffflHW VÖKVAGRÖFUR
laÉflflflAÉAÍlHARÍ í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
Með:
• fullkomnum aðbúnaði tækjastjóra.
• EB kerfi - Hámarks vinnslugetu, lágmarks
eldsneytisnotkun, minni hávaða.
• OHS kerfi - hámarksnýtingu vökvakerfis í allri notkun.
• FPS kerfi - stjórnbúnaði sem fullnýtir afkastagetu
vélar og vökvakerfis.
• EDM kerfi - mæla- og viðvörunarbúnaði fyrir alla
helstu þætti vélarinnar.
Mikil afköst með lágum tilkostnaði.
Fást í stærðum frá 1300 kg - 350 tonn.
M.a.
Gerð FH150/LC FH200/LC FH220/LC FH300
Vélaafl 95 125 155 200
Þyngd t. 15,1 19,6 24,1 30,2
Skóflust. 0,3-0,9 0,3-1,3 0,6-1,4 0,7-1,8
Hér eru allir aukahlutir innifaldir í verði.
FH 220 LC VERÐUR TIL
sýnis hjá okkur laugardag
og sunnudag.
Komið og gerið samanburð
Sjón er sögu ríkari