Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Blaðsíða 14
<14 FÖSTUDiTOURíl. MARST991.. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Klukkan glymur Nú er sagt, að Persaflóastríðinu sé lokið, en er svo? Kúvæt hefur verið frelsað eftir ógnarstjórn hernáms- manna síðan í ágúst. En eitt mikilvægasta markmið þessarar styrjaldar hefur enn ekki náðst. Saddam Hus- sein situr enn að völdum í Bagdad. Þessi ógnvaldur er að vísu vængbrotinn. Her hans er varla til. Ríki hans er að miklu í rúst. Talið er, að eitt hundrað þúsund íraskir hermenn hafi fallið, lang- flestir vegna loftárása bandamanna. Eitthvað fleiri hafa verið teknir til fanga. írösku hermennirnir voru því fegnir að geta gefizt upp. Fyrir löngu höfðu þeir misst trú á leiðsögn Saddams Hussein. írakar fóru af stað í tryllingi vegna sinna miklu vígvéla. En af fjögur þúsund skriðdrekum eru aðeins örfáir eftir. Affjörutíu og tveim- ur herdeildum munu tvær hafa verið bardagafærar undir lokin. Farið var að verða deginum ljósara, að Saddam Hussein var einn ömurlegasti herstjóri, sem um getur. Varnir íraka gegn árás nú byggðust til dæm- is á þvi, að árásin yrði aðallega af hafi. Þeir virtust óviðbúnir að flestu öðru leyti, herlið þeirra varð magn- laust og umkringt. Þeim hermönnum, sem heim komast til Bagdad, skilst, hvílíkt glapræði stjórn Saddams hefur verið. En óvíst er, að herinn steypi harðstjóranum, því að herinn er nánast máttjaus eftir. Saddam Hussen og hörðustu fylgissveinar hans eiga að hljóta refsingu. Slíka menn á að dæma fyrir glæpi, bæði í stríðinu og fyrr. Fréttir berast um, að þúsundir Kúvæta hafi verið myrtir af hernámsliðinu og fleiri pyntaðir hroðalega. Fréttir hafa lengi borizt um harðýðgi stjórnarinnar í Bagdad gegn Kúrdum og þeim, sem voru í stjórnarandstöðu með einum eða öðrum hætti. Stjórnir bandamanna, einkum Bandaríkjanna, mega ekki gleyma slíkum þáttum, nú þegar sagt er, að stríðinu sé lokið. Frelsun Kúvæt var mikilvæg, en fleira þarf að koma til. Landher íraka var sigraður á aðeins hundrað klukku- stundum. Stríðið var vel útfært af herstjórn banda- manna, mannfall bandamanna sáralítið, og loftárásir lögðu grundvöll skjóts landhernaðar. Viti bornir stjórn- endur í Bagdad hefðu fyrir löngu skilið, að stríðið var tapað. Það mundi einungis kosta tugþúsundir mannslífa í röðum íraka. En Saddam og fylgismenn hans skeyttu engu, þótt þessum lífum yrði fórnað. Allt annað vakti fyrir harðstjóranum. Hann reyndi að skapa sér stöðu meðal araba sem sá þeirra, sem hefði risið gegn öflum annars staðar frá. Sumir írakar virðast telja, að stríðið hafi staðið milli „Norðurs“ og „Suðurs“, og þar eiga þeir líklega við, að þriðji heimurinn hafi barizt við hinn iðnvædda heim, þótt alrangt sé. Þetta getur orðið hættu- legt sjónarmið, takist Saddam Hussein að halda sínum völdum og smjúga undan refsingu. Saddam gæti þessa daga verið að hugleiða, að banda- menn muni yfirgefa írak innan skamms, hann sitja á valdastóli og hljóta stuðning til uppbggingar efnahags- ins. En slíkt verður að forðast. Sjá verður til þess, að glæpamennirnir í Bagdad hljóti refsingu. Vissulega er mikið fagnaðarefni, hversu vel banda- mönnum hefur tekizt. Þjóðir hins frjálsa heims gleðjast með Kúvætum, sem dansa á götunum. Þetta hefði getað orðið verra. En eins og var um ósigur Þýzkalands í síðari heims- styijöldinni, þyrfti nú að krefjast algerrar uppgjafar, því að við sams konar ráðamenn er að fást. Haukur Helgason Verður Saddam Hussein geröur að píslarvotti? Simamynd Reuter Sankti Saddam George Bush er að takast hiö ómögulega: að breyta Saddam Hus- sein í fórnarlamb og í leiðinni að gera hann að einum mesta araba- leiðtoga sem uppi hefur verið. Bandaríkin hafa ásamt 29 öðrum • ríkjum háð þriðju heimsstyrjöldina gegn írak. Öllum þeim hernaðar- mætti, sem mesta herveldi heims býr yíir, hefur verið beitt, að visu ekki kjarnavopnum, rétt eins og andstæðingurinn væri Sovétríkin, og árangurinn er eins og við er að búast, írak er gjörsamlega ofurliði' íorið. Eftir alla þá móðursýki ogí múgsefjun, sem Bush og fleiri hafa® magnað upp gegn Saddam og írak, kemur í ljós i landhernaðinum um síðustu helgi að írak er aöeins eitt af þróunarríkjum þriðja heimsins, ekki Þýskaland nasismans. Styrjöldin, sem háð var 50 árum of seint til að stöðva Hitler í Tékkó- slóvakíu áður en hann réðist á Pól- land, reyndist vindhögg, fyrirstað- an varð sáralítil. Saddam kaus að berjast ekki við ofureflið í Kúvaet. Nú er stríðiö innan landamæra ír- aks, það hefur breytt um svip. Rétt eins og í síðari heimsstyrjöldinni á að krefjast skOyröislausrar upp- gjafar. Bush er kominn langt út fyrir það umboð sem Sameinuöu þjóðirnar gáfu til að endurreisa Kúvæt með hervaldi. Nú er ætlun hans og ann- arra, sem líta á stríðið sem eins konar fógetaaðgerð, eöa aðför að lögum, að ná til Saddams persónu- lega, auðmýkja hann sem mest og vona síðan að einhverjir innan ír- aks steypi honum af stóh. Sá er til- gangurinn með stríðinu núna. - Það snýst um persónu Saddams; ekki um Kúvæt. Baathistar En hver sú persóna, sem verður þess valdandi að mesta stórveldi heims dregur saman óvígan her í bandalagi við 29 önnur ríki til að ná sér niöri á honum persónulega, er efni í þjóðsögur og hetjusögur um aldir alda meðal fólks í þessum heimshluta. - Sá maður, sem slík- um undrum og stórmerkjum kem- ur í kring, er enginn meöalmaður. Maöur, sem á slíka óvini meðal þeirra ríkja sem almenningur í heimi múslíma hefur litið á sem óvini sína, hlýtur að verða átrún- aöargoð, auðmýking hans er auð- mýking almennings, og auðmýking veldur reiði og heift, ekki undir- gefni. Höfuðsök Saddams, sá glæpur gagnvart mannkyni sem gaf nú George Bush færi á að leiðrétta mistökin í Munchen 1938, var ein- faldlega sú að hann stundaði Pan- arabisma í verki og ógnaöi þar með öllum nágrannaríkjum sínum, en ekki endilega hernaðarlega. Pan- KjaHarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður arabistar, sem Baath sósíalista- flokkamir í Sýrlandi og írak eru fulltrúar fyrir, ganga út frá því að allir arabar séu ein þjóö. Landa- mærin milli þeirra séu tilbúningur Breta og Frakka. Á þeirri forsendu eru Sýrlending- ar nú að ná undir sig Líbanon, og á þeirri forsendu taldi Saddam Kúvæt hluta af írak. Þótt baathist- ar séu ekki trúaðir í þeim skilningi að þeir vilji láta lög Kóransins gilda í öllu þjóðfélaginu, eins og tíðkast víða, til dæmis í Saudi-Arabíu, segja þeir að landamærin milli araba séu brot á fyrirmælum Kór- ansins um að ailir hinir trúuðu skuh vera í einu samfélagi. Sú kenning höfðar mjög til hinna fátækari múslípia, sem leita í henni aö styrk í tilvem sinni, og þessi kenning er grundvöllurinn undir þeirri skoðun að allir arabar eigi hlutdeild í olíuauði hinna fámennu en ógnarríku fursta og konung- dæma við Persaflóa. í orði kveðnu er þetta viðurkennt í ohuríkjunum, þau hafa látið mikið fé af hendi rakna til bræðra sinna meðal araba, en augljóslega em því tak- mörk sett hve langt þau ganga. Kúvætar, sem eru nokkrir arab- ískir ættbálkar, samtals um 680 þúsund, en með rúma milljón þjóna og aökeyptra starfsmanna, hafa alla tíð verið óvinsæhr meðal arabískra bræðra sinna. Þeir hafa þótt hrokafullir, nískir og sphltir. Hættulegar hugsjónir Það var ekki af samúð með þeim sem leiðtogar arabaríkjanna sner- ust gegn innlimuninni. En ef landa- mæri Kúvæts eru ekki virt em öll landamæri í Miöausturlöndum í hættu; ef viöurkennt væri að hrófl- að væri við einum landamærum er ekkert ríki óhult. Arabaríkin snerust til varnar, ekki eingöngu gegn hernaöarmætti Saddams heldur gegn hugmyndinni sjálfri. Gallinn er sá að hugsjón verður ekki grandað með sprengjum eða skriðdrekum; þvert á móti getur utansfckomandi risaveldi með spretijum sínum, skriðdrekum, kristifegri vandlætingu og stuön- ingi við erkióvininn, Israel, þjapp- að arabískum almenningi saman um hana og forsvarsmann hennar, Saddam Hussein. Þessi hugsjón er líka grunnurinn undir samstöðu araba með Palestínumönnum og höfnun þeirra á tilverurétti ísraels á arabísku landi. En nú á að eyöi- leggja alla drauma og ahar hug- myndir í þessa átt með vestrænu J vopnavaldi, og sumir arabaleið- togar eru þátttakendur í aðförinni. Það er ekki víst að þau arabaríki styrki stöðu sína; þvert á móti get- ur það veikt ríki á borð við Saudi Arabíu aö líta út sem bandarískt leppríki, að ekki sé minnst á Kúvæt og eflt öfgasinna hvers konar. Segja má að þessi tvö ríki hafi tekið bandaríska herinn á leigu til að berja á írak, þau ein greiða helming af öllum kostnaði hingað til, 27 milljarða dohara og fara létt með það. Ósveigjanlegar kröfur um skilyrðislausa uppgjöf, stríðssk- aðabætur, niöurlægingu og áfram- haldandi einangrun íraks ef Sadd- am heldur lífi og völdum munu hafa þveröfug áhrif við það sem til er ætlast. Bush forseti og skoðanabræður hans eru að gera Saddam Hussein að píslarvotti. Um leið hafa Banda- ríkin tryggt að komi eitthvað já- kvætt fyrir araba út úr þessu stríði verður það rakiö til Saddams. TU góðs eða ills hefur Saddam þegar breytt ásjónu Miðausturlanda meira en nokkur arabaleiðtogi síð- an Nasser var og hét, hvort sem hann heldur lífi og völdum eða ekld. Gunnar Eyþórsson „Nú er stríðið innan landamæra íraks, það hefur breytt um svip. Rétt eins og í síðari heimsstyrjöldinni á að krefjast skilyrðislausrar uppgjafar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.