Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Side 17
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1991.
Iþróttir
■**»»»***|****Tt*T*V
lliilHtliiliÍIifiii
flitlií
Yfirþjálfari Nottingham Forest 1 samtali við DV:
mmm ■
„Eins og Þor
valdur haf i
gef ist upp
- góð lausn að lána hann til Islands 1 sumar, segir Alan Hill
• Þorvaldur Örlygsson byrjaði mjög vel með Nottingham Forest i fyrravetur og
átti fast sæti i liðinu um skeið. í vetur hefur hann engin tækifæri fengið, yfirþjálf-
ari Forest segir að það sé eins og hann hafi gefist upp og það væri góð fausn að
lána hann til íslensks félags í surttar.
Gurmar Sveinbjömsson, DV, Englandú
Eins og kunnugt er hefur Þor-
valdur Örlygsson knattspyrnu-
maður ekki fengið að spreyta sig
með aðalliði Nottingham Forest á
þessu keppnistímabili. í viðtölum,
sem DV hefur átt við Þorvald um
stöðu sína hjá félaginu, hefur Þor-
valdur lýst yfir áhuga sínum að
fara frá félaginu. DV hafði tal af
einum af forráðamönnum Notting-
am Forest eftir mikinn eltingarleik,
Brian Clough, framkvæmdastjóri
félagsins, var veikur og ekki náðist
í hann en fyrir svörum var Alan
Hill, yfirþjálfari félagsins og njósn-
ari, en hann hefur verið hjá Forest
í yfir 20 ár sem leikmaður og þjálf-
ari. Alan Hill var fyrst spurður um
stöðu Þorvaldar hjá félaginu í dag?
Forest tilbúiö til
að láta Þorvald fara
„Eins og málin standa í dag er
Nottingham Forest tilbúið að láta
hann fara frá félaginu. Við höfum
fengið fyrirspurnir frá enskum fé-
lögum um að fá hann lánaðan en
það er einfaldlega ekki hægt þar
sem hann hefur aðeins atvinnu-
leyfi til að vera hjá Forest.“
Ekki útilokað að hann
fari til íslands
Hvað með íslensk félög, gætu þau
rætt við ykkur um að fá Þorvald
lánaðan í sumar?
„Við erum tilbúnir að ræða við
íslensk félög og teljum það ekki
útilokað að hann fari til íslands og
leiki þar og ég teldi það góða lausn
fyrir hann þar sem hann er óán-
ægður hjá okkur. Þorvaldur er góð-
ur leikmaður og það sýndi hann
með aðalliði félagsins á síðasta
keppnistímabili. Eftir að hann datt
út úr liðinu hefur hann misst þann
neista sem hann hafði. Það hefur
lagst þungt á Þorvald andlega að
fá ekki tækifæri, hann hefur verið
með heimþrá og hefur ekki náð að
aðlagast-lífinu í Englandi. Þorvald-
ur hefur æft mjög vel og er í líkam-
lega góðri æfingu.
Sjálfstraustið er
ekki til staðar
Var það þá kannski peningasóun
að kaupa Þorvald á sínum tíma?
„Nei, alls ekki. Þorvaldur hefur
leikið nokkra leiki með aðalliðinu
og-staðið sig vel. Brian Clough hef-
ur sagt að hann fái tækifæri með
aðalliðinu að nýju hvenær sem það
verður. Eftir að hann vann sér
sæti í aðalliðinu hafði hann gott
sjálfstraust, þorði að taka áhættu
og var góður í maður á móti manni.
En nú er eins og hann hafi gefist
upp. Hann hefur ekki leikið nægi-
lega vel með varaliðinu til að rétt-
læta stöðu í aðalliðinu og sjálfs-
traustið er ekki til staðar. Þorvald-
ur hefur verið óánægður að spila
úti á væng og hefur viljað fá tæk-
ifæri á miðjunni. Það eru margir
um hverja stöðu á miðjunni. Við
settum Þorvald út á kant þar sem
við héldum að hann yröi betri leik-
maður en svo getur farið að hann
fái sinn séns á miðjunni með vara-
liðinu í næstu leikjum," sagði Alan
Hill í samtali við DV í gær.
Ekki verið rætt
um söluverð
Alan Hill sagði í samtali við DV að
ekki væri farið að tala um söluverð
Þorvaldar. Nottingham Forest
greiddi 150 þúsund sterlingspund
fyrir Þorvald þegar hann kom til
félagsins árið 1989. Þorvaldur hefur
leikið 12 leiki með aðalliði Notting-
ham Forest í 1. deild og skorað eitt
mark í þeim leikjum.
íslandsmótið í
kraftlyftingum
íslandsmótið í kraftlyftingum verð-
ur haldið í íþróttahúsi Snælands-
skóla í Kópavogi á morgun. Keppni
í flokkum 82,5 kg og léttari hefst
klukkan 10 en klukkan 12 hefst
keppni í flokkum 90 kg og þyngri.
Áætlaö er að mótinu ljúki um kl. 16.
Fyrirfam er búist við að Magnús
Ver Magnússon geri harðasta hríð
að íslandsmetunum. Það er búist við
spennandi keppni í mörgum flokkum
og ekki í síst í -100 bg flokknum þar
sem sterkasti unglingurinn á
landinu, Auðunn Jónsson, keppir
gegn Flosa Jónssvni frá Akureyri.
-GH
Breskur skvass-
kennari kominn
1 Nigel Gildersleve, breskur skvasskennari,
relur hér á landi um helgina á vegum Vegg-
>orts hf. og Skvassfélags Reykjavikur og leið-
iinir á helstu skvassstöðum Reykjavíkur. Hann
ifur 3. gráðu próf frá breska skvasssamband-
u og hefur þjálfað viða, meðal annars í Sviss,
/skalandi og Bahrein.
Heimsmet í gær
• Noureddine Morceli frá Alsir
fagnar eftir að hafa sett heimsmet í
1500 metra hlaupi karla innanhúss
á móti i Sevilla á Spáni í gær. Morc-
eli hljóp vegalengdina á 3:34,16 min-
útum og sló met Bretans Peters Elli-
otts. Simamynd/Reuter
o ^
Körfuboiti
'f
Urvalsdeild
IR-Þór....
..85-81
A-riðill:
Njarðvík.... .23 19 4 2203-1761 38
KR .24 15 9 2036-1937 30
Haukar „24 11 13 2014-2049 22
Snæfell „23 6 17 1794-2034 12
ÍR „24 6 18 1963-2245 12
B-riðill:
Keflavík „23 17 6 2269-2116 34
Grindavík.. „24 16 8 2072-1974 32
Tindastóll.. „23 15 8 2162-2072 '30
Valur „24 7 17 1986-2118 14
Þór „24 6 18 2160-2293 12
Stigahæstir:
Rondey Robinson, Njarðvík..
Ivan Jonas, Tindastóli.....
Magnús Matthíasson, Val....
Jonathan Bo w, KR..........
Jón A. Ingvarsson, Haukum..
Falur Harðarson, Keflavík....
Franc Booker, ÍR...........
Teitur Örlygsson, Njarðvík...
Valur Ingimundarson, Tind..
BárðurEyþórsson, Snæfelli..
656
630
583
...572
...516
...473
...457
...454
...449
...446
l.deildkarla
ÍS - Akranes..............79-65
Víkverji....11 8 3 860-805 16
Skallagr....11 7 4 843-744 14
UÍA.........11 7 4 779-744 14
Akranes.....11 6 5 936-920 12
ÍS..........11 5 6 788-763 10
UBK.........10 3 7 668-768 6
Reynir......11 2 9 813-943 4
Þórsarar á
barmi falls
- Karl tryggöi ÍR sigur í lokin, 85-81
„Þetta var hreint rosalegur loka-
kafli og ég held að þetta sé einn eftir-
minnilegasti leikur sem ég hef leikið.
Viö urðum hreinlega að vinna og það
tókst á ótrúlegan hátt,“ sagði Karl
Guðlaugsson, IR-ingur, við DV eftir
að hð hans hafði sigrað Þórsara,
85-81,1 gífurlega mikilvægum botn-
slag í Seljaskóla í gærkvöldi.
Karl var hetja ÍR-inga í leiknum en
hann skoraði 4 síðustu stigin í leikn-
um og tryggði þeim mikilvægan sig-
ur í hinni hörðu fallbaráttu úrvals-
deildarinnar. Hagur ÍR-inga vænk-
aðist til muna en staða Þórsara er
orðin afar slæm því norðanmenn
eiga eftir tvo mjög erfiða leiki, gegn
Keflavík og Tindastóli, og tapi þeir
báðum eru allar líkur á því að þeir
missi sæti sitt í deildinni.
Það var frábær lokakafli ÍR-inga
sem tryggði þeim sigur í þessum þýð-
ingarmikla leik. Þórsarar voru yfir
næstum allan leikinn og leiddu með
7 stigum í leikhléi, 34-41. í seinni
hálfleik héldu Þórsarar undirtökun-
um og voru 9 stigum yfir þegar rúm-
lega 3 mínútur voru til leiksloka.
Norðanmenn virtust vera með unn-
inn leik í höndunum en ÍR-ingar,
dyggilega studdir af fjölmörgum
stuðningsmönnum, neituöu að gefast
upp. ÍR-ingum tókst að jafna á ótrú-
legan hátt, 81-81, þegar aðeins 10 sek-
úndur voru eftir. Karl Guðlaugsson
stal þá boltanum frá Þórsurum og
skoraði auðveldlega og bætti síðan
við tveimur stigum úr vítaskotum á
lokasekúndunum. Ótrúlegur sigur
ÍR-inga var þar með í höfn og liðið á
góða möguleika á að halda sér uppi.
Lið ÍR-inga var mjög jafnt að getu
en Franc Booker var óvenju fyrir-
ferðarlítill að þessu sinni enda lék
hann meiddur. Hjá Þór voru Dan
Kennard og Sturla Örlygsson bestu
menn.
Stig ÍR: Franc Booker 18, Karl Guð-
laugsson 17, Eggert Garðarsson 13,
Björn Steffensen 12, Ragnar Torfa-
son 12, Halldór Hreinsson 9 og Hilm-
ar Gunnarsson 4.
Stig Þórs: Dan Kennard 28, Sturla
Örlygsson 23, Jón Örn Guðmundsson
16, Konráð Óskarsson 6, Jóhann Sig-
urðsson 4, Helgi Jóhannesson 2 og
Björn Sveinsson 2.
Ágætir dómarar leiksins voru Árni
Freyr Sigurlaugsson og Bergur
Steingrímsson. -RR •