Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Síða 26
I J J
rr'íi \ t
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1991.
Afmæli
%
Halldór Ágúst Gunnarsson
Halldór Ágúst Gunnarsson hús-
vöröur, Hátúni 12, Reykjavík, er sjö-
tugurídag.
Starfsferill
Halldór fæddist í Stykkishólmi en
ólst upp á Suðureyri við Súganda-
íjörð. Hann flutti síðan með foreldr-
um sínum og systkinum á Akranes
og bjó þar í fjögur ár áður en hann
flutti til Reykjavíkur.
Halldór stundaði nám í Héraðs-
skólánum á Laugarvatni 1937-39 og
hefur síðan unnið flest almenn störf.
Hann var við síldarmats- og dixil-
störf á síldarplönum í níu sumur á
Siglufirði, Seyðisíirði og Raufar-
höfn. Þá starfaði hann um fimmtán
ára skeið í Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunni að Kletti í Reykjavík,
ýmist við vélagæslu eða sem löggilt-
ur vigtar- og mælingarmaður. Einn-
ig vann hann um nokkurra ára
skeið við húsamálun í Reykjavík, á
Súgandaíirði og víðar.
Fjölskylda
Halldór kvæntist 27.12.1942
Bryndísi Helgadóttur, f. að Lög-
mannshlíð við Akureyri 16.2.1918,
d. 5.9.1980 en hún var dóttir Helga
Þórðarsonar og Halldóru Ágústu
Tómasdóttur á Akureyri.
Börn Halldórs og Bryndisar eru
Auður Gunnur, f. 21.8.1940, búsett
í Grundarfirði; Helga, f. 15.9.1942,
búsett í Reykjavík; Hugrún, f. 24.3.
1945, búsett í Bíldudal; Halla, f. 5.
11.1947, búsett í Reykjavík; Sigrún,
f. 23.8.1949, búsett í Hafnarfirði;
Gunnar, f. 6.9.1950, búsettur í
Reykjavík; Sævar, f. 12.8.1952, bú-
settur í Vestmannaeyjum. Þá átti
Bryndís son fyrir, Svavar Örn Hösk-
uldsson sem búsettur er í Reykjavík.
Alsystkini Halldórs eru Jóhanna,
f. 11.8.1922, húsmóðir í Kópavogi;
Elí, f. 26.11.1923, málarameistari
og hstmálari í Reykjavík; Steinþór
Marinó, f. 18.7.1925, málarameist-
ari og listmálari í Reykjavík; Vetur-
liði, f. 15.10.1926, listmálari í
Reykjavík; Guðbjartur, f. 11.2.1928,
kennari og myndhönnuöur í Kópa-
vogi; Benedikt Gabriel Valgarður,
f. 14.7.1929, listmálari í Kópavogi;
Gunnar Kristinn, f. 14.6.1933,
bankastarfsmaður í Reykjavík,
fyrrv. forseti Skáksambands ís-
lands, fyrrv. íslands- og Reykjavík-
urmeistari í skák og landsliðsmaður
í knattspyrnu.
Halldór átti íjögur hálfsystkini og
eru þrjú þeirra látin. Hálfsystkini:
Anna Veturliöadóttir, f. 1911, nú lát-
in, húsmóðir á ísafirði og í Reykja-
vík; Helga Veturliðadóttir, f. 1912,
d. 1915; Helga Jóhannesdóttir, f.
1915, d. 1941; Jón Veturliðason, f.
1914, matreiðslumeistari í Reykja-
vík.
Foreldrar Halldórs: Gunnar Hall-
dórsson, f. 1898, d. 1964, verkamað-
ur, og Sigrún Benediktsdóttir, f. 28.
10.1891, d. 1982.
Ætt
Hálfbróðir Gunnars, samfeðra,
var Páll, skólastjóri Stýrimanna-
skólans í Reykjavík, faðir Níelsar
Dungaí læknaprófessors. Gunnar
var sonur Halldórs, útvegsb. að
Seljalandi í Skutulsfirði, Halldórs-
sonar, b. að Meira-Hrauni í Skála-
vík, Guðmundssonar, húsmanns að
Selja-landi, Jónssonar. Móðir Gunn-
ars var Guðrún Jónasdóttir.
Sigrún var dóttir Benedikts Gabrí-
els, sjómanns í Bolungarvík, Jóns-
sonar, Jónssonar, húsmanns að Ósi,
Sumarliðasonar. Systir Jóns yngra
var Margrét, langamma Þorvarðar,
framkvæmdastjóra Krabbameins-
félags íslands, og Valdimars
menntaskólakennara, Örnólfsson-
Halldór Agúst Gunnarsson.
ar. Móðir Benedikts var Sigríður
Friðriksdóttir, b. á Látrum, Hall-
dórssonar, Eiríkssonar, Pálssonar.
Móðir Sigrúnar var Valgerður Þór-
arinsdóttir, b. á Látrum í Mjóafirði,
Þórarinssonar, b. þar, Sigurðsson-
ar, b. þar, Narfasonar.
Halldór verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Skúli H. Flosason
Skúli H. Flosason, ráðsmaður
Menntaskólans á Akureyri, til
heimilis aö Hamarstíg23, Akureyri,
ersextugurídag.
Starfsferill
Skúli fæddist á Akureyri. Hann
lærði málaraiðn hjá Benedikt A.
Benediktssyni á Akureyri 1949-53,
lauk prófi frá Iðnskóla Akureyrar
1951 og sveinsprófi 1953 en hann
fékk meistararéttindi 1956.
Skúh hefur síðan stundað sína
iðngrein auk þess sem hann rak
verslun með málningarvörur um
tíma. Hann var starfsmaður Fast-
eignamats ríkisins 1965-67 og hefur
verið ráðsmaður Menntaskólans á
Akureyri.
Skúli er félagi í MFA og var for-
maður félagsins í nokkur ár en þá
vann hann að þvi að málarar á Ák-
ureyri ynnu eftir verðskrá (upp-
mælingu). Hann hefur átt sæti í
prófnefnd málara um þrjátíu ára
skeið og var þar lengst af formaður.
Þá hefur hann setið í iðnráði Akur-
eyrar um árabil.
Fjölskylda
Skúli kvæntist 8.7.1958 Þóru
Björk Sveinsdóttur, f. á Neskaup-
stað 18.1.1936, dóttur Sveins Þor-
steinssonar, bankáritara, og konu
hans, Sveinbjargar Eiríksdóttur
húsmóður.
Börn Skúla og Þóru Bjarkar eru
Kristín Heiða, f. 29.11.1959, hús-
móöir og nemi við hótelskóla í Sta-
vanger, gift Hreiðari Hrafnssyni,
nema í tæknifræði og á hún tvo syni,
Pétur Heiðar og Hrafn Gunnar; Eyr-
ún Hulda, f. 23.4.1964, kennari í
Eyjafirði, gift Páli Svanssyni prent-
iðnaðarmanni; Nanna Hlín, f. 25.2.
1972, nemi í foreldrahúsum.
Bróðir Skúla er Ingi, rakarameist-
ari á Akureyri.
Foreldrar Skúla voru Flosi Pét-
ursson, f. 2.7.1902, byggingameist-
ari, og kona hans, Karlína Jóhanns-
dóttir, f. 8.4.1901.
Johanna Brynjólfsdóttir Wathne
Jóhanna Brynjólfsdóttir Wathne,
listmálari og rithöfundur, Geita-
sandi 8, Hellu, er sjötug í dag.
Starfsferill
Jóhanna fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í Skólavörðuholtinu.
Hún stundaöi nám við Kvennaskól-
ann í Reykjavík og fór síöan til
Kanada 1942 þar sem hún stundaði
nám um skeiö við Winnipeg-School
of Art og síðan við ríkisháskólann
í Noröur-Dakota í Bandaríkjunum.
Jóhanna hefur þýtt og skrifað um
þrjátíu ára skeið í Barnablaðið Æsk-
una auk þess sem hún hefur teiknað
myndir við sögur sínar. Hún hefur
lesið margar af sögum sínum í ríkis-
útvarpið auk þess sem sögur hennar
hafa verið lesnar í sjónvarp með
myndskreytingum hennar.
Jóhanna hefur haldið nokkrar
málverkasýningar, m.a. í Bogasal
Þjóðminjasafnsins 1963. Þá hefur
Æskan gefið út bók eftir hana.
Fjölskylda
Jóhanna giftist Osvald Wathne, f.
1.1.1920, d. 1976, dómtúlk í ensku,
en hann var sonur Kristjáns Wat-
hne, skrifstofumanns í Reykjavík,
og Þórunnar Jónsdóttur Wathne
húsmóður.
Dóttir J óhönnu og Osvalds er
Berglind, f. 1945, húsmóðir í New
York, gift Emi Viggóssyni verktaka
og eiga þau þrj ú börn.
Jóhanna átti sex systkini en fjögur
þeirra eru látin. Meðal systkina Jó-
hönnu má nefna Braga, bóksala í
Reykjavík.
Foreldrar Jóhönnu voru Brynjólf-
ur Magnússon, f. 25.7.1884, d. 6.8.
1969, bókbindari og bókaútgefandiT
Reykjavík, og kona hans, Katrín
Ósk Sumarrós Jónsdóttir, f. 7.12.
1891, d. 6.9.1966, húsmóðir.
Ætt
Brynjólfur var sonur Magnúsar
Jónssonar úr Hjaltastaðaþinghá i
Fljótsdal og Þóru Eyjólfsdóttur.
Katrín var dóttir Jóns, steinsmiðs
í Reykjavík, Eiríkssonar, b. á
Högnastöðum, bróður Helga í Birt-
ingaholti, fóðurÁgústs, alþingis-
Jóhanna Brynjólfsdóttir Wathne.
manns í Birtingaholti, afa Helga
leikara og Ólafs biskups, Skúlasona.
Helgi var einnig afi Jóhanns Briem
listmálara. Eiríkur var sonur Magn-
úsar, alþingismanns í Syðra-Lang-
holti, Andréssonar og Katrínar Ei-
ríksdóttur, ættföður Reykjaættar-
innar, Vigfússonar. Móðir Katrínar
Jónsdóttur var Jóhanna Bjöms-
dóttir.
Guðni Jónsson
Guðni Jónsson kennari, Suðurbraut
1, Kópavogi, er sextugur í dag.
Starfsferill
Guðni fæddist á Sléttu i Sléttu-
hreppi í Norður-ísafjarðarsýslu og
ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða-
prófi á ísaflrði 1948, kennaraprófi
1952, prófi í uppeldisfræði við HÍ
1953, stundaði nám við Danmarks
Lærerhojskole 1959-60 og stundaði
nám í kennslu afbrigðilegra barna
við Peoria Illinois 1971.
Guðni var kennari við Héraðs-
skólann í Reykjanesi 1952-54, við
Barnaskólann á ísafirði 1954-59 og
við Iðnskólann á ísafirði 1956-59. Þá
var hann sérkennari í Kópavogi
1960-76, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra barnakennara
1976-80 og skrifstofustjóri Kennara-
sambands íslands 1980-90. Guðni
hefur setið í barnavemdarnefnd og
félagsmálaráði Kópavogs og verið
fulltrúi barnaverndarnefndar
Kópavogs.
Fjölskylda
Guðni kvæntist 14.4.1955 Eddu
Magnúsdóttur, f. 5.7.1937, skrif-
stofumanni, en hún er dóttir Magn-
úsar Jenssonar og Jensínu Arn-
finnsdóttur sem bæði eru látin en
þau bjuggu að Brekku og síðar á
Hamri í Nauteyrarhreppi í Norður-
ísafjarðarsýslu.
Börn Guðna og Eddu eru Dagný,
f. 27.11.1954, gift Brynjólfi Jónssyni
lækni og eiga þau þrjú börn; Selma,
f. 22.2.1957, gift Karli Rosenkjær
tæknifræðingi og eiga þau þrjú
börn; María, f. 21.2.1959, tölvufræð-
ingur; Jón Ólafur, f. 14.11.1964,
verkamaður; Edda Ýr, f. 23.10.1966
en sambýlismaður hennar er Árni
Davíðsson líffræðingur og eiga þau
tvö börn.
Systkini Guðna eru Hulda, hús-
móðir á ísafirði, gift Amóri Sigurðs-
syni og eiga þau fimm börn; Hanna,
húsmóðir í Kópavogi, var gift Ás-
Guðni Jónsson.
geiri Höskuldssyni og eiga þau þrjú
börn; Gisli, búsettur á ísaflrði,
kvæntur Soffíu Skarphéðinsdóttur
og eiga þau sex börn; Hermann,
búsettur í Kópavogi, kvæntur
Svönu Ólafsdóttur og eiga þau tvö
börn; Yngvi, búsettur í Hafnarfirði,
kvæntur Melkorku Sveinbjörns-
dóttur og eiga þau íjögur börn.
Foreldrar Guðna voru Jón Guðna-
son, f. 1889, d. 1968, b. og útgerðar-
maður á Sléttu og síðar á ísafirði,
og María Emilía Albertsdóttir, f.
1911, d. 1989, húsfreyja.
Ætt
Jón var sonur Guðna, b. á Sléttu,
Hjálmarssonar, b. á Látrum, Jóns-
sonar. Móðir Guöna á Sléttu var
Berglína Jónsdóttir. Móðir Jóns á
Sléttu var Karitas Friðriksdóttir, b.
í Neðri-Miðvík, Jónssonar, b. í
Neðri-Miðvík, Jónssonar. Móðir
Friðriks var Helga Þorgilsdóttir.
Móðir Karitasar var Júdit Jóns-
dóttir, b. á Sléttu, Jónssonar.
María Emilía var dóttir Alberts,
b. á Hesteyri, Benediktssonar, b. á
Dynjanda, Jóhannessonar. Móðir
Alberts var Kristjana Vagnsdóttir,
b. áDynjanda, Ebenezerssonar.
Móðir Maríu Emilíu var Guðrún
Benjamínsdóttir, b. á Marðareyri,'
Einarssonar.
Guðnieraðheiman.
Bergur
Ingimund-
arson
Bergur Ingimundarson frá Efri-Ey
í Meðallandi, skipverji á Jökulfell-
inu, til heimilis að Birkimel 6B, er
sjötugurídag.
Hann tekur á móti gestum í Hoh-
day-Innkl 21.00.
85 ára
Jón Lnrusson,
Skúlaskeiði 4, Hafnarflrði.
Elin Ingvarsdóttir,
Hólavatni, Austur-Landeyjum.
Sigurjón Jóhannesson,
Hverfisgötu 100, Reykjavtk.
70 ára
Kristján Hrólfsson,
Syðrí-Hofdölum, Viðvíkurhreppi.
Bára Elíasdóttir,
Goöabraut.3, Dalvík.
60 ára
Sveinn Teitsson,
Stangarholti 26, Reykjavík.
Sigurður Þorsteinsson,
Efstalundi l, Garöabæ.
50 ára
Ragnheiður Kristjánsdóttir,
Goðatúni 7, Garöabæ.
Hjörtur Hermannsson,
Dverghamri 33, Vestmannaeyjum.
Valgeröur Kristín Eiríksdóttir,
Arnarstöðum, Saurbæjarhreppi.
Karl M. Jónsson,
75 ára
Hlíöarbraut 17, Hafharflrði.
Sigurður Georgsson,
Höfðavegi 9, Vestmannaeyjum.
Lóa Guðrún Guðmundsdóttir,
Hliðarvegi 22, ísafirði.
Guðmundur Lárusson,
Hóiavegi 73, Siglufirði.
40 ára
Guðrún Pálmadóttir,
Áslandi 8, Mosfellsbæ.
Páll S. Grétarsson,
Hrauntúni 71, Vestmannaeyjum.
Björn Marteinsson,
Kópabraut 7, Njarðvíkum.
Erie Tryggvi Ólafsson,
Hringbraut 85, Reykiavík.