Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 2
2
iee
UOAílflAílUA.I
2. MARS 1991.
Fréttir
Landsfundur Sjálfstæðisflokkstns:
Pálmi nefndur sem varaformannsef ni
„Eins og sakir standa hef ég ekkert
um þetta að segja. Ég held að menn
verði að fá úrslit í formánnskjöri og
setjast síðan niður og skoða stööuna.
Ég mun fyrst meta hvaö ég geri þeg-
ar úrslit úr formannskjörinu liggja
fyrir,“ sagði Pálmi Jónsson alþingis-
maður í samtali við DV.
Nafn Pálma hefur æ oftar heyrst
síðustu daga í tengslum við framboð
í embætti varaformanns á landsfundi
Sjálfstæðistlokksins sem fram fer um
næstu helgi. í viðtölum við sjálfstæð-
ismenn kom fram aö Pálmi sé nefnd-
ur sem varaformannsefni fari kosn-
ing formanns þannig að Davíö vinni.
Vilji Davíðsmenn þannig tryggja
fulltrúa landsbyggöarinnar í æöstu
embættum innan flokksins. Þykir
fullvíst að Þorsteinn verði ekki vara-
formaður á eftir Davíð en Davíö hef-
ur hins vegar ekki neitaö því enn aö
hann verði varaformaður á eftir Þor-
steini tapi hann formannskosningu.
Ungir sjálfstæðismenn á Akureyri
hafa sýnt því áhuga að Halldór Blön-
dal verði varaformaður, á eftir Þor-
steini, en landsbyggöarsjónarmiö
ráða þar einnig feröinni. Halldór hef-
ur hvorki játað þessari ósk unglið-
anna né neitað.
-hlh
Þessum jeppa var stolið við sundlaugarnar í Laugardal á mánudag. Ekk-
ert hefur spurst til hans siðan. Billinn er fernra dyra. Hann er nánast nýr,
hvitur að lit og af gerðinni Isuzu Crewcap. Númerið er, eða var að minnsta
kosti, MH 674.
Lögreglan leitaði að grönnum, ljóshærðum pUti sem var í Freyjubúðinni í gær:
Stal peningabúnti fyrir
framan af greiðsluf ólkið
- númer náðist á bíl sem hann ók á brott í
Ungur piltur stal peningabúnti úr Freyjubúöinni í gaer. Afgreiöslustúlka náði númeri á bíl piltsins.
DV-mynd S
Verslunarmannafélag Reykjavíkur:
Hugsanlegt að Helgi Guðmunds-
son f ari í f ormannsf ramboð
„Það verður tekin ákvörðun af
minni hálfu í næstu viku um það
hvort ég fer í framboð sem formaöur
Verslunarmannafélags Reykjavíkur.
En því er ekki að leyna að mikið
hefur verið þrýst á mig aö fara í for-
mannsframboö," segir Helgi Guö-
mundsson, sölustjóri hjá Vátrygg-
ingarfélagi islands og varaformaður
fulltrúaráös Framsóknarfélaganna í
Reykjavík.
Aðalfundur VR verður nú í mars
en formannskjör innan félagsins
mun ekki fara fram fyrr en á næsta
ári.
Að sögn Helga þarf mikiö til að
bjóða sig fram sem formaður Versl-
unarmannfélagsins eins og annarra
verkalýðsfélaga þar sem foringjamir
séu búnir að girða svo kyrfilega í
kringum sig að þeir séu nánast
ósnertanlegir. Formannsefni þurfi til
að mynda að bjóða fram með sér 35
trúnaðarmenn, 15 varamenn þeirra,
7 meðstjórnendur, tvo endurskoð-
endur og þar að auki þurfi 200 með-
mælendur til að hægt sé að bjóöa
fram lista. Það veiti því ekki af heilu
ári til undirbúnings framboðs.
Helgi segir ennfremur að það sé
mikil blóðtaka fyrir félagið ef skipta
þarf um alla stjórnendur og endur-
skoðendur þess á einu bretti. Það
komi því til greina að bera fram laga-
breytingar á næsta aðalfundi sem
myndu gera ráð fyrir aö einungis
yröi skipt um helming manna í trún-
aðarstöðum innan félagsins i einu.
„Ég hef ekki heyrt um að Helgi
Guðmundsson hafi í huga að bjóða
sig fram á móti mér. Ég hef ekki orð-
ið var við að það væri nein óánægja
með mín störf innan VR nema síður
væri,“ segir Magnús L. Sveinsson,
formaður VR.
„Það er nýbúið að kjósa nýja stjóm
félagsins og hún mun taka formlega
við á næsta aðalfundi svo kjör eftir
eitt ár hefur ekki verið til umræðu.
Að undanfórnu hefur verið unnið
aö þvi að breyta skipulagi félagsins
með því að færa starfsemi þess út
„Pilturinn fór hérna aftur fyrir og
inn í kompu. Eftir á að hyggja get
ég ekki ímyndað mér annað en að
hann hafi komið hér áður. Hann fór
beinustu leiö þangað sem peningarn-
ir voru. Við vorum tvær að afgreiða
héma. Ég var á kassanum þegar
kona kom inn í búöina. Þegar hin
afgreiðslukonan ætlaði að fara yfir í
kjötið til að afgreiða viðskiptavininn
hefur pilturinn farið inn fyrir í
kompuna. Hann tók 45 þúsund krón-
ur sem ég ætlaði að borga vörar með
sem ég átti von á. Ég er alveg í rusli
yfir þessu,“ sagði afgreiðslukona í
nýlenduvöruversluninni Freyjubúð-
inhi við Freyjugötu 27 í samtali við
DV í gær.
Piltur, á aö giska 17-19 ára, stal
peningabúnti með þúsund og fimm-
þúsund króna seðlum í versluninni
skömmu fyrir hádegi í gær:
„Þetta var lítill, grannur, ljós-
hæröur og sætur strákur. Ég sá hann
greinilega. Hann var mjög penn til
fara. Mér finnst ég hafa séð hann
áður. Pilturinn var í grænni peysu
og ljósum gallabuxum. Ég áttaði mig
þegar hann var að fara út. Hann
hafði spurt um eitthvaö sem var ekki
til og labbaði fram. Þá áttaði ég mig
og hljóp frá kassanum og inn í
kompu. Þá sá ég að peningarnir voru
farnir. Þegar ég fór út á eftir piltinum
sá ég bíl bakka og keyra síöan niður
Njarðargötuna," sagði afgreiðslu-
konan.
Konan náði að sjá númerið á bíln-
um sem ók í burtu, það er K-671.
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur
mál þetta til meðferðar. Lögreglan í
Reykjavík hefur aðstoðaö við að
finna bílinn.
-ÓTT
Ekkert spurst til 1,4 mHIj óna bíls síðan á mánudag:
Nýjum jeppa stolið
f rá sundlaugargesti
- mikiðumþjófnaðiíLaugardalaðundanfómu
eftir starfsgreinum sem miðar að því
að gefa félagsfólki aukna möguleika
á aö taka þátt í hinu almenna félags-
starfi, sérstaklega undirbúningi og
gerö kjarasamninga. Ég tel mjög
brýnt, og hef verið að undirbúa þaö,
að gera kjarasamninga á gmndvelii
starfsgreina og brjóta upp að mínu
mati úrelt fyrirkomulag við kjara-
samninga þar sem menn setjast nið-
ur við borð og reikna út hvað ein til-
tekin starfsgrein í landinu þolir
miklar launahækkanir. Síðan er þaö
látin vera forskrift fyrir allar aðrar
starfsgreinar í landinu, burtséð frá
getu einstakra greina til að greiða
laun. Viö höfum þegar kynnt þetta í
nokkrum starfsgreinum og þessu
starfi okkar hefur verið mjög vel tek-
ið af okkar félagsmönnum. Ég vona
aö um þetta verði eining í félaginu
því að árangur byggist á því að menn
séu samstiga en ekki sundraðir," seg-
ir Magnús. -J.Mar
„Eg fór í sund eins og venjulega á
mánudaginn. Ég er búinn að gera
slikt á hveijum degi í 22 ár - alltaf
skilið bíhnn eftir á sama stað, fariö
með lyklana inn í vasanum og klætt
mig úr inni í sólskýli. Lyklarnir voru
í úlpuvasanum. Síðan hefur einhver
fylgst með ferðum mínum. Þegar ég
kom til baka og fór að klæða mig var
rennilásinn á úlpuvasanum opinn.
Ég greip í tómt þegar ég ætlaði að ná
í lyklana. Þetta var ekki góö tilfinn-
ing. Ég vissi þá að búið væri að taka
bílinn," sagði Jón Þorsteinsson
læknir í samtali við DV í gær.
Svo til nýjum bíl var stolið frá Jóni
þegar hann brá sér í sundlaugarnar
í Laugardal á mánudag. Lögreglan
hefur leitað að bílnum í vikunni en
án árangurs. „Það em bara til fimm
bílar á öllu landinu alveg eins og
þessi. Þetta er góður ferðabíll. Hann
kostaði 1,4 milljónir - hvorki meira
né minnna. Ég fékk hann alveg nýjan
í nóvember. Lögreglan hefur beðið
menn frá bifreiöastöövum og bensín-
stöðvum um aö svipast um eftir jepp-
anum. Einhvem tíma verður að taka
bensín á hann,“ sagði Jón. Þeir sen
kunna að hafa séð bíl Jóns eru beðn
ir um að láta lögregluna vita.
Að sögn Kristjáns Ögmundssonar
forstööumanns sundlauganna
Laugardal, hefur mikiö verið un
þjófnaði í búningsklefum að undan
fórnu. Átta þúsund krónum var ti
að mynda stolið í vikunni af einun
gestanna. Veskjum úrum, fatnaði oi
öðrum verðmætum hefur einnig ver
ið stolið aö undanförnu.
„Við erum að vinna að því a>
bregðast viö ástandinu og breyta hj
okkur. Við hvetjum fólk til að lát.
geyma verðmæti og bíllykla þega
þaö fer í sund. Þrátt fyrir þaö e
nokkuð um þjófnaði hérna. Málið e
að skápalyklum hefur verið stolið o
síðan koma menn aftur. Við erur
með 480 skápa og því miður er óvinr
andi vegur aö skipta um skrár. Þess
ir þjófnaðir hafa komið í hrotum e
það heyrir til undantekninga að stol
ið sé úr kvennaklefunum. En vi
munum fljótlega gera eitthvað til a
koma í veg fyrir þessa þjófnaði,
sagði Kristján. -ÓT'