Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR12. MARS-1991/. Myndbönd 1. (3) She’s out of Control 2. (1) Back to the Future III 3- (8) Why Me? 4. (6) Short Time 5. (2) Miami Blues 6. (4) Dark Angel 7. (7) The Guardian 8. (-) Internal Affairs 9. (5) Look Who’s Talking 10. (-) Wild Orchid í vinsælustu myndinni, She’s out of Control, leikur Tony Danza föður sem hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er sjálfstæður táningur. Það má sjá á listanum að það er lítið um útgáfu á „stórmyndum” þessa dagana. í efsta sætið fer gam- anmyndin She’s out of Control, sem í góðæri hefði átt í erfiðleikum með að nálgast toppinn, leysir hún af hólmi framtíðarmyndina þaul- setnu. Annars eru htlar breytingar frá í síðustu viku. Aðeins ein ný kvikmynd fer inn á listann. Það er hin erótíska kvikmynd Wild Orc- hid þar sem Mickey Rourke á í vandræðum með að verja sig fyrir vergjörnum konum. Kennari í klípu Útgefandi: Bíómyndir. Leikstjóri: John Korty eftir handriti Brian Ross. Aóalhlutverk: Jill Elkenberg, Joe Spano og Richard Masur. Amerísk - 1989. Sýningarfimi - 96 minútur. Leyfö öllum aldurshópum. Diane er er kennari sem hefur ný- lega fengiö fastráðningu við Ca- vendish skólann. Hún er einhleyp fyrrum nunna sem þykir afar góð í sínu starfi. Nemendur dá hana og skólastjórnin er henni hliöholl. Diane bregður sér í frí og heimsæk- ir klaustrið þar sem hún dvaldi fyrrum. Á leiðinni til baka hittir hún puttaferðalang sem um kvöld- ið knýr dyra á mótelherbergi henn- ar og biðst gistingar. Hún hleypir honum inn. Hann nauðgar henni. Diane verður fyrir miklu áfalli og kærir glæpinn ekki. Hún kemst fljótlega að því að hún gengur með barni. Skilningur skólayflrvalda á örlögum hennar reynist ekki rista djúpt og þar kemur að henni er sagt upp af siðferðilegum ástæðum. Hún sé óhæfur og lauslátur kenn- ari. Þessu vill Diane ekki una og fer í mál við skólann til að endur- heimta stöðu sína. Þetta er mikil saga um mannleg örlög og mótlæti og fordóma. Myndin er sögð byggð á sannsögu- legum atburöum og á það sjálfsagt að auka þunga hennar. Fljótlega verður frásögnin að heföbundnu réttarsalsdrama eins og amerískir virðast aldrei þreytast á að horfa á. Nokkurrar væmni gætir í fram- setningu á köflum en Elkenberg er nokkuð góð leikkona og bjargar þvi sem bjargað verður. Sagan á að gerast fyrir um 10 árum og það verður að segjast eins og er að í ljósi íslensks umburðar- lyndis gagnvart lausaleiksbörnum virkar þetta allt saman mjög ótrú- verðugt og framandi. Ágætis af- þreyingsamtsemáður. -Pá Dufl og dans HOUSE PARTY Útgefandi: Skífan. Aðalhlutverk: Kid’n’Play, Full Force og Robin Harris. Leikstjórn og handrit: Reginald Hudlin. Sýningartimi: 101 mínúta. Bönnuð innan 12 ára. Kvikmynd sem íjallar um nokkra svarta unglinga og óskaplegan áhuga þeirra á dansi og tónlist. Þeir láta ekkert tækifæri ónotað til þess að halda samkvæmi og eitt slíkt er hápunktur myndarinnar. Að sjálfsögðu er þama að fmna all- ar erkitípur kvikmynda af þessu tagi, þ.e. listamanninn, töffarann, sætar stelpur, heimsk vöðvafjöll sem fá ekki að vera með, skilnings- rík og skilningssljó foreldri, lög- reglumenn sem ekki stíga í vitið og þannið mætti lengi telja. Þetta er dæmigert afsprengi af- þreyingariðnaðarins eins og birtist í sinni flötustu mynd. Hvergi örlar á neinu sem vitrænt gæti talist og reyndar er myndin í heild eins og tónlistarmyndband við endalausa rapp- og fonktónlist. Björtu hliðarnar eru þær að þeir unglingar sem hafa gaman af dansi eins og hann er tíðkaður nú til dags og þeirri tónhst, sem dansað er við, gætu hugsanlega, ég endurtek, hugsanlega, haft af þessu nokkra skemmtun í stutta stund. Á svarta listanum FELLOW TRAVELER Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Philip Saville. Aðalhlutverk: Ron Silver, Hart Bochner, Imogen Stubbs og Daniel J. Travanti. Bresk, 1989 - sýningartími 97 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Kvikmyndagerðarmenn hafa verið hálffeimnir við að íjalla um tíma- bilið í Hollywood þegar allir þeir sem grunaðir voru um að vera kommúnistar voru settir á svartan lista af amerísku nefndinni og voru þá í raun útskúfaðir frá starfi sínu. Margir, sem þá þóttu efnilegir, hurfu eða hafa aldrei náð sér á strik síðan. Það er skiljanlegt að hér skuli vera viðkvæmt mál á ferð- inni. Margir mikilsmetandi kvik- myndafrömuðir komu upplýsing- um um aðra á framfæri viö nefnd- ina sem sá svo um að kalla fyrir „þá seku“ og setja þá í útlegð. Fellow TraveLer íjailar um þetta tímabil og þá sérstaklega hvernig Á hesti í Köben TARZAN MAMA-MIA Útgefandi: Háskólabió. Aðalhlutverk: Michael Falch, Tammi Ost og Christina Haagesen. Dönsk 1989 - sýningartimi 87 min. Leyfð öllum aldurshópum. Fyrir stuttu sýndi Stöð 2 íslenska sjónvarpskvikmynd, Emil og Skundi. Þar var fjallað um dreng sem þráði að eiga hund í Reykja- vík. Hann gat keypt sér hundinn en þegar hann kom heim með hann þá var faðir hans búinn að gleyma því aö hann hafði sagt já þegar hann var spurður og stráknum var skipað að losa sig við hundinn. í dönsku kvikmyndinni Tarzan, Mama-Mia er sama frumhugmynd notuð. Vandamálið er þar enn stærra því aðalpersónan Rikka spyr einmitt fóður sinn hvort hún megi hafa hest og upptekinn faðir svarar því játandi. Þegar Rikka svo vinnur hest í getraunum er faðirinn fyrir löngu búinn að gleyma jáyrðinu enda kannski skiljanlegt. Það er erfitt að vera með hest í Kaupmannahöfn þegar búið er á þriðju hæð í blokk. Faðirinn lætur þó undan þegar margir eru tilbúnir að taka á sig það álag sem fylgir því að hafa hest í miðri stórborg. Tarzan, Mama-Mia er ekkert sér- lega vel gerð kvikmynd og margir augljósir tæknigallar á henni sem heföi verið hægt að komast hjá en myndin er einlæg og leikur góður og á hún auðvelt með að hrífa yngstu kynslóðina með sér. Undirritaður er ekki mjög fróður um hesta en ef hesturinn hennar Rikku, sem gengur undir nafninu Tarzan og Mama-Mia í myndinni, er ekki íslenskur þá er þama kom- inn náfrændi. UT. menn voru sviknir af þeim sem þeir treystu. Er hér um sterka og athyglisverða kvikmynd að ræða WHY ME Útgefandi: Arnarborg. Leikstjórn: Gene Quintano. Handrit: Donald E. Westlake eftir eigin sögu. Aðalhlutverk: Christopher Lambert, Christopher Lloyd, Kim Greist og J.T. Walsh. Amerísk - 1989. Sýningartími 94 mínútur. Leyfð öllum aldurshópum. Gus og Bruno eru þjófar. Þeir eru að ljúka við eitt sitt stærsta rán sem á að gera þeim kleift að setjast í helgan stein og hætta ránum. Fyrir einskæra tilviljun er rauður rúbín- hringur meðal þýfisins. Hringnum, sem heitir Eldur Býsantíns, hafði verið stolið þegar amerísk yfirvöld voru að afhenda hann réttum eig- endum, sem eru Tyrkir, eftir að hann hafði verið týndur í tvær ald- ir. Hringnum fylgir sú einkenni- lega bölvun að hver sem lítur hann augum mun deyja. Það voru félag- ar í armenska frelsisflokknum sem stálu gripnum til þess að ergja Tyrkina. Þeir Bruno og Gus sitja uppi með hringinn. Lögreglan vill ná honum, glæpamenn borgarinnar vilja leysa málið sem fyrst svo vinnufriður fáist fyrir lögreglunni, Armenar og Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjórar: Aaron Lipslad og Leo Penn. Aðalhlutverk: Benjamin Bratt, Don Franklin, Dennis Franz og Craig Hurley. Bandarisk, 1990-sýningartimi 90mín. sem var af mörgum tahn í betri hópi kvikmynda sem Bretar gerðu í fyrra. Aðalpersónurnar eru tveir vinir, handritshöfundurinn Asa Kauf- man, sem flýr til Englands til aö losna við að koma fram fyrir amer- ísku nefndina, og kvikmyndaleik- arinn Cliff Byrne sem er fræg Hollywoodstjarna. Fellow Traveler byrjar á dular- fuUu sjálfsmorði þess síðarnefnda. Myndin er síðan á tímaflakki milli fortíðar og nútíðar þar sem aðdrag- andi atburða er rakinn um leið og svar er fengið við ýmsum áleitnum spurningum. Gott handrit og góður leikur allra aðalleikaranna hjálpar til að gera Fellow Traveler að eftirminnilegri kvikmynd sem vert er að mæla með. Persónur eru skýrar og flest- ar nokkuð pólitískar þó það komi fram í mismunandi formi. Tyrkir eru á höttunum eftir honum og CIA svipast einnig um. Þeir fé- lagar eru þess vegna í dálítið vond- um málum. Þetta er dæmigerð gamanmynd um misskilning á misskilning ofan. Hægt er að hafa talsvert gaman af öllu saman þó söguþráöurinn sé meö nokkrum óvæntum hlykkjum. Lambert og Lloyd eru prýðilegir í hlutverkum seinheppnu þjófanna og hálfgeggjaður lögreglustjóri er sérstaklega skemmtileg típa í höndum J.T. Walsh. _p/. Nasty Boys er sjónvarpssería sem flallar um verksvið sérsveitar í Las Vegas sem hefur það verkefni að uppræta glæpi í þessari frægu spill- ingarborg. I sveitina hafa valist fyrrverandi afbrotaunglingar sem hafa tekið sönsum og nota nú vitn- eskju sína til að góma eiturlyfjasala og aðra glæpamenn. I þessari sjónvarpsmynd sem sem nefnist Kill or be Killed er sveitin á höttum eftir einum „riddara göt- unnar“ sem telur sig vera sjálfskip- aðan drápara dópsala sem selja unghngum eitrið. Mynd þessi er ósköp lítilfjörleg þótt viss spenna sé fyrir hendi. Hún fer ágætlega af stað en lokaatriðið i vörugeymslunni er alltof lang- dregiö. Stærsti gallin við mynina er að söguþráðurinn er orðinn margnotaður og hefur oftast veriö betur farið með hann en hér. Þá eru þeir ungu leikarar sem leika meðlimi sérsveitarinnar sérlega fráhindrandi og búa yfir litlum leikhæfileikum. -HK © Þjófar ræna þjófa ★y2 Sérsveitin í Las Vegas iíii^ cnASTY B°YS K'LL °R BE Bönnuð börnum KILLcD innan 16 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.