Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 27
liAUGAUDAGUR 2. MARS 1991.
________________________ Helgarpopp
Rýnt í kristalskúlu:
Hvað ber
árið 1991 í
skauti
sér?
- í útlendu rokki og róli
Þó aö marsmánuður sé nýhafmn
hafa fáar kræsingar veriö bornar á
borö tónlistarunnenda þaö sem af
er ári. Það má ekki skilja sem svo
aö popparar liggi enn á jólamelt-
unni. Þvert í mót er á mörgum
bænum unnið hörðum höndum
bak við luktar dyr, pungsveittir
popparar reyna að hemja villtan
skáldafákinn og opinberunar af-
reka er í mörgum tilfellum beðið
með óþreyju. Með kristalskúlu að
vopni réðst undirritaður á vit hins
ókomna í þeirri von að geta brugð-
ið birtu á næstu mánuöi rokkársins
1991. Hvað er helst á döfinni í út-
gáfu- og tónleikamálum? Hvers má
markverðasts vænta frá útlendum
poppurum?
Fjölhæfir listamenn
Gítarrokksveitin Blue Aeroplan-
es frá Bristol, sem átti eina af ágæt-
ustu plötum síðasta árs, Swagger,
er að ljúka gerð nýrrar plötu um
þessar mundir vestur í Los Angel-
es. Ekki er poppsíðunni kunnugt
um nafn á gripnum en hann mun
koma á markað öðru hvorum meg-
in við páska.
Kempunni knáu David Bowie
hefur í gegnum tíðina verið brigsl-
að um að vera það sem á engilsax-
neskri tungu er kallað „worka-
holic“, vinnusjúkur. Ekki er frá-
leitt að svo sé því afrekalisti karls
er langur og fer stækkandi. Bowie
hefur nýverið lokið leik í gaman-
myndinni, Linguine Incident, þar
sem hann leikur á móti Rosanne
Arquette. Téð mynd er væntanleg
á hvíta tjaldið í sumar. Um svipað
leyti má búast við plötu númer tvö
frá Tin Machine og í kjölfarið fylg-
ir stutt hljómleikaferð hljómsveit-
arinnar um valdar borgir í Evrópu
auk Nýju Jórvíkur vestan hafs. Þar
með er ekki allt upptalið því lítill
fugl hvíslaði að David Bowie myndi
helja undirbúning að nýrri sóló-
plötu með vorinu.
Buzzcocks frá Manchester verð-
ur minnst í poppsögunni sem eins
af frumkvöðlum pönksins á miðj-
um 8. áratugnum. Fyrir nokkru tók
hljómsveitin upp á því að lifna viö
eftir áralangan dásvefn og er um
þessar mundir í hljóðveri að und-
irbúa nýja breiðskífu.
Nick Cave, ástmögur þeirra sem
unna dulítið svörtu rokki, hóf árið
á að hljóðrita titillag fyrir nýja
Proclaimers.
kvikmynd sem hinn þekkti Wim
Wenders (Himmel úber Berlin og
fl.) er með í smíðum. Um þessar
mundir er Cave hins vegar í Brasil-
íu þar sem hann leitar andagiftar.
Hann er nefnilega með mörg járn
í eldi, bæði plötu og bók.
Guns N' Roses
á faraldsfæti
Hljómsveitin Cure á ófáa aödá-
endur á Fróni og þeir geta glaðst
því hljómsveitin er að vinna demó-
efni fyrir nýja plötu. Óstaðfestur
orðrómur er á kreiki um að Robert
Umsjón
Snorri Már Skúlason
Smith, forsprakki Cure, muni
senda frá sér sólóplötu á árinu en
poppsíðan selur þá frétt ekki dýrar
en hún keypti.
írska hljómsveitin Christians er
sögð með plötu i smíðum og De La
Soul sem sló svo eftirminnilega í
gegn með frumburð sinn, 3 Feet
high and Rising, vorið 1989 er tilbú-
in með plötu númer tvö og kemur
sú út í byrjun apríl. Hún mun heita
De La Soul is Dead.
Guns N’ Roses nýtur hylli um
jarðkringluna gervalla og því
munu margir hlaupa upp til handa
og fóta í apríl þegar ný tvöfóld plata
með hljómsveitinni verður gefm
út. Gripnum mun hljómsveitin
fylgja eftir með gríðarmikilh
hijómleikaferð sem mun taka á
annað ár og sex heimsálfur heim-
sóttar.
House of Love og Inspiral Carpets
verða báðar með nýjar plötur í vor
en James og Jesus and Mary Chain
verða aðeins seinna á ferðinni eða
um Jónsmessubil.
Ian McCulloch, sem fyrrum
samdi og söng efni Echo and the
Bunnymen, er búin að stofna nýja
hljómsveit, The Prodigal Sons, og
ný plata ku væntanleg frá þeim á
næstu vikum. Svipaða sögu má
segja af bandarísku hljómsveitinni
Rem, ný plata mun væntanleg fyrir
páska.
í faðmi
föngulegra meyja
Pet Shop piltarnir Neil Tennant
og Chris Lowe eru þessa dagana í
Japan þar sem tónleikaferð þeirra
um heiminn er að heijast. Þetta er
fyrsti heimstúr dúettsins en þeir
hafa verið lítiö fyrir tónleikauppá-
komur. Þá þeir háfa stigið á svið
hefur það verið gert með þvílíkum
glans (og tilkostnaði) að ekki hafa
verið haldnir nema tveir eða þrír
konsertar í senn. Nú á hins vegar
að fara vítt og breitt um heiminn
og þeir sem verða á ferðalagi á
Bretlandi í júní ættu að hafa augun
hjá sér því þar verða Pet Shop Boys
á ílakki. Það er leikstjóri frá ensku
ríkisóperunni sem leikstýrir „sýn-
ingum" Pet Shop Boys.
Af Happy Mondays er helst að
frétta að tveir meðlima hljómsveit-
arinnar eru á síðum febrúarheftis
dónablaðsins Penthouse. Það eru
söngvarinn Shaun Ryder og Bez
sem þar striplast ásamt flmm eða
sex vöskum meyjum og segir sagan
að hersingin glími við þá þraut að
koma sjö manns í eitt og sama
baðkarið!!!
Skosku tvíburarnir í Proclaimers
eru að vinna efni á plötu sem væm-
anleg er í sumar og landar þeirra
í Simple Minds, sem margir töldu
hætta, kemur með plötu í vor og
er sú sögð í svipuðum anda og
Once upon a Time.
Hljómsveitin Sundays, sem svo
mjög var hampaö fyrir ári í bresku
pressunni fyrir frumburðinn Read-
ing, Writing and Arithmetic, er í
hljóðveri þessa dagana og árangur
þeirrar vinnu verður opinberaður
í sumar. •
Að lokum má geta nýrrar plötu
U2 sem væntanleg er í haust en
platan er sögð boða nýtt U2 „sánd".
Eftir því sem heimildir poppsíð-
unnar segja ku platan verða með
austurlenskt yfirbragð og tónlistin
danskenndari en fyrr. Sérstaklega
gleðjast U2 aðdáendur þó yfir því
að hljómsveitin mun halda áfram
samstarfi sinu við galdramanninn
Daniel Lanois.
-SMS
David Bowie.
Cure.