Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1991, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 2. MARS 1991.
Kvikmyndir
Stórbrotin hrollvekja
Það hefur lengi tíðkast meðal kvik-
myndagerðarmanna að byggja
myndir sínar á sannsögulegum
viðburðum. í flestum tilvikum er
blandað saman sannleika og skáld-
skap til að gera efniviöinn sem best
hæfan tii kvikmyndageröar.
Það er mikilvægt fyrir kvik-
myndaframleiðendur aö myndir
þeirra fái góða aðsókn. Lárus Ýmir
Óskarsson komst því vel að orði í
viðtali við DV nýlega er hann lýstí
aðsókninni að mynd sinni RYÐ.
„Hvað varðar RYÐ þá er ég í sjálfu
sér ánægður með þá gagnrýni og
umsagnir sem myndin fékk. Hitt
er annað mál að aðsókn eins og
þessi er hrollvekja fyrir kvik-
myndagerðarmenn."
Þetta undirstrikar hve mikilvægt
er að velja efnisþráð sem höfðar til
almennings. Því er vinsælt að
byggja myndir á atburðum sem
hafa hlotiö mikla umfjöllun í fjöl-
miðlum og fá þannig mikla og
ódýra auglýsingu.
Glæpir
Gott dæmi um þetta eru glæpir
og sérstaklega ef um er að ræða
þekkt og ríkt fólk eða einstaklega
viðurstyggileg morð og ofbeldis-
verk. Hver man ekki eftir moröinu
á Sharon Tate og morðingja hennar
Manson og svo mætti lengi telja.
Raunar var gerð sjónvarpsmynd
um morðið á Tate sem bar heitíð
HELTER SKELTER (1976).
Þessa dagana er verið að sýna í
Háskólabíói mynd í þessum flokki.
Það er SÝKNAÐUR!!!?? (REVER-
SAL OF FORTUNE) og fjallar um
þau Sunny og Claus von Bulow.
Fyrir rúmlega 10 árum féll Sunny
í dá eftir lyfjanotkun og kærðu
stjúpböm hennar eiginmanninn
fyrir að hafa gefið eiginkonu sinni
insulín sem orsakaði þennan dá-
svefn. Claus von Bulow var svo
nýlega sýknaður og fjallar myndin
að mestu um réttarhöldin.
Fjöldamorðingjar
Fjöldamorðingjar hafa einnig
verið vinsælt yrkisefni. Sem betur
fer era þeir ekki það margir aö
kvikmyndagerðarmenn hafi úr
miklu að moða. Sem dæmi má
nefna myndina BOSTON STRAN-
GLER (1968), þar sem Tony Curtis
lék geðveikan pípulagningarmann
að nafni Albert De Salvo sem
framdi fjölda morða í Boston áður
en hann náðist. Einnig má nefna
myndina MANHUNTER (1986) sem
fjallar um leynilögreglumann sem
sérhæfir sig í að leita uppi fjölda-
morðingja með því að setja sig inn
í hugsanagang þeirra. Myndin var
byggð á bók Thomas Harris, Red
Dragon. Nú er búið að kvikmynda
aðra bók Harris, SILENCE OF THE
LAMB, sem hefur hlotið einstak-
lega góðar viðtökur bæöi áhorf-
enda sem gagnrýnenda. Harris
virðist hafa sérhæft sig í fjölda-
morðingjum því þessi mynd fjallar
um leit að fiöldamorðingjanum
Buffalo Bill sem ekki eingöngu
myrðir kvenkyns fómarlöm sín
heldur limlestir þau líka. Sérfræð-
ingar hafa lofað hve vel Harris hef-
ur sett sig inn í hugsanagang og
atferli fiöldamorðingans því rann-
sóknir á viðlíka glæpum byggjast
mjög á því aö vita hvemig morðing-
inn hugsar tíl aö geta sé fyrir hvað
sé hans næsta skref.
Það er Jodie Foster sem fer með hlutverk Clarice.
Umsjón:
Baldur Hjaltason
Samstarf
Aðal söguhelja SILENCE OF
THE LAMB er Clarice Starling sem
Jodie Foster leikur. Hún starfar
fyrir FBI undir sfjóm hins gamal-
reynda Jack Crawford (Scott
Glenn) við að rannsaka röö morða
sem hafa verið framin að því að
talið er af sama manninum sem
kallar sig Buffalo Bill. Þeim miðar
lítið í rannsókninni og Jack ákveð-
ur að fela Clarice hennar fyrsta
sjálfstæða verkefni sem er að leita
hjálpar hjá einum illræmdasta
fiöldamorðingja sögunnar, Dr.
Hannibal Lecter, sem nú situr bak
við lás og slá í einangrun í full-
komnasta öryggisfangelsi Banda-
ríkjanna. Lecter, sem gengur undir
gælunafninu „mannætan“ vegna
þess að hann lagði sér fóraarlömb
sín til munns, er sérstæð manngerö
sem er túlkuð frábærlega af Ant-
hony Hopkins. Dr. Hannibal Lecter
var doktor í geðlækningum áður
en hann varð sjálfur geðveikur.
Hann er bráðgáfaður og vegna
menntunar sinnar og reynslu ætti
hann að eiga auðvelt með að greina
atferlissnið Buffalo Bill og hjálpa
þannig yfirvöldum aö ná morðingj-
anum. En Lecter hefur neitað öllu
samstarfi við yfirvöld þau átta ár
sem hann hefur setíö inni.
Sérstæður
samningur
Hugmynd Jacks er sú að Clarice
eigi auöveldara með að ná tíl Lecter
vegna þess að hún sé nýliði og
Anthony Hopkins í hlutverk fjöldamorðingjans Lecter.
óreynd heldur en rannsóknarlög-
reglumenn af eldri skólanum. En
Clarice hefur sterkara bein í nefinu
en Jack grunar. Þótt henni takist
að vekja athygli Lecter með sak-
leysi og einlægni sinni þá eru það
skarpskyggni hennar og gáfur sem
endanlega brjóta múrinn enda hef-
ur Lester alltaf haft mestar mætur
á mannlegu hyggjuviti. Lecter lýsir
því yfir vfija til samstarfs en með
einu skfiyrði. Þú verður að segja
mér allt um þig, segir hann viö
Clarice. Obinberaðu mér leyndar-
mál þín, ótta þinn, sálu þína og þá
skal ég líta á þau gögn sem þú hef-
ur og hjálpa þér að finna Buffalo
Bill. Þótt þetta hljórni eins og að
selja skrattanum sálu sína gengur
Clarice að þessum kjörum þótt hún
hafi verið vöruð við að Lecter gæti
virkað mjög aðlaðandi og næði oft
sterkum tökum á því fólki sem
væri í kringum hann. Raunar á
hún ekki annars kostar völ eftir að
Buffalo Bill myrðir dóttur þing-
manns og pressan eykst á FBI að
leysa málið hið fyrsta.
Jonathan Demme
Smátt og smátt þrengist hringur-
inn um Buffalo Bill með hjálp Lec-
ter en þegar allt lítur út fyrir að
málið sé aö leysast tekst Lecter á
ótrúlegan máta að flýja úr fangels-
inu. Þeim Scott og Clarice tekst að
lokum aö handsama Buffalo Bill
en hvar skyldi Dr. Hannibal Lecter
vera niöurkominn?
Leikstjóranum Jonathan Demme
með hjálp handritahöfundarins
Ted Tally hefur tekist að skapa hér
einstaklega heilsteypta spennu-
mynd án þess að velta sér upp úr
ofbeldi og ógeðslegheitum þótt efn-
isþráðurinn svo sannarlega bjóði
upp á þaö. Myndin heldur áhorf-
endum negldum í sætínu frá upp-
hafi.
Demme er enginn nýgræðingur í
kvikmyndagerð þótt þetta sé hans
hefisteyptasta mynd. Hann hefur
lagt á hilluna hinn litríka skreyt-
ingarstíl sinn og það sérkennilega
yfirbragð sem eldri myndir hans
báru með sér eins og SOMETHING
WILD og svo MARRIED TO THE
MOB. í SILENCE OF THE LAMB
einbeitir hann sér að miskunnar-
lausri frásögn sem hann kemur til
skfia á einfaldan en áhrifamikinn
máta. Ekki má heldur gleyma hlut-
verki kvikmyndatökumannsins
Tak Fujimoto sem hefur lengi unn-
Ið með Demme.
Góóur leikur
Jodie Foster viröist sniðin í hlut-
verk Clarice sem hún leysir snilld-
arlega vel af hendi. Frá þvi hún lék
smáhlutverk í TAXI DRIVER 1976
hefur henni ekki gengið of vel sem
leikkonu ef undan er skfiin myndin
THE ACCUSED (1988) þar sem hún
lék stúlku sem var nauðgað og þá
lífsreynslu sem hún varð að ganga
í gegnum tfi að koma dóm og lögum
yfir nauðgarana. Einnig hafa gagn-
rýnendur kvartað undan því að
henni hætti til að yfirleika hlut-
verkin og lyfta persómmum sem
hún leikur á hærra plan en hand-
ritiö býður upp á. í SILCENCE OF
THE LAMB virðist hún sniðin í
hlutverk Clarice sem einmitt bíður
upp á þennan einbeitta leik sem
einkennir Jodie Foster. Það er hins
vegar Anthony Hopkins sem stelur
sinunni frá Jodie í hlutverki Lec-
ter. „Það er auösætt að þetta er
mjög sérstæður persónuleiki. Hann
getur jafnvel fundið lyktina af
húðkreminu sem Clarice notaö þótt
veggur skfiji þau að. Hann er einn-
ig snfilingur þótt hann sé ekki eins
og fólk er flest. Hann er jafhframt
bijálaður og geðveikur. Því ákvað
ég að leika Lecter sem aðlaðandi
og vingjamlegan með mikla per-
sónutöfra. Þetta er raunar algjör
andstæða sem áhorfendur búast
við,“ hefur verið haft eftir Hopkins
í blaðaviðtali.
Þá er bara að bíða eftir að mynd-
in komi tfi landsins sem verður
varla langur tími miðaö við við-
bragðsflýti íslenskra kvikmynda-
húsaeiganda.
Helstu heimildir: Variety,
Film Comment, Entertainment.
B.H.